Heimskringla - 22.09.1954, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 22. SEPT. 1954
HEIMSKRINGLA
3. StÐA
landi og í Norður-Ameríku,
þeim löndum er ástandið er eðli
legast og óbjagaðast í, og hve
hlægilegt er þá að heyra menn
vera að brigsla okkur um, að við
sækjumst eftir því, sem úrelt sé,
þegar það einmitt er hið sama
sem enn gengur með þeim mönn
um, er lengst eru og bezt á veg
komnir. Hversu eðlilegt er það
ei, að við heldur viljum það er
við könnumst við, þegar við af
dæmum annara sjáum að það
einnig er hið bezta, og hve til-
hlýðilegt er það þá ei, að við
helzt lútum þar að um eftir-
breytnina, er við sjáum að forn-
um stjórnarháttum hefur bezt
verið við haldið og þeir aðeins
bættir og fullkomnaðir. —
(Jón Sigurðsosn forseti)
—Lesbók Mbl.
Sjö ísl. flugmenn starfa hjá
erlendum félögum
Um þessar mundir starfa sjö
íslenzkir flugmenn hjá erlend-
um flugfélögum, og hafa þeir!
allir getið sér gott orð.
Vísir hefur leitað upplýsinga
um flugmenn þessa hjá Flug-
vallastjóra ríkisins, Agnari Ko-
foed-Hansen, og getur greint
frá eftirfarandi:
Magnús Norðdahl vinnur hjá
félaginu Arab Airways í Jór-
daníu. Albert Tómasson er flug'
maður hjá hollenzka flugfélag|
inu KLM. Til skamms tíma flaugl
hann á áætlunarleiðum í Indó-
nesíu, en mun nú vera á Evrópu
leiðum. Hallgímur Jónsson vinn
ur hjá sama félagi, svo og Sveinn
Gíslason. Sá síðastnefndi mun
hafa flogið á áætlunarleiðum í
Indónesíu undanfarið 2 ár. Pét
ur Pétursson er flugmaður hjá
félaginu Middle East Airlines í
Libanon. Loftur Jóhannesson er
hjá Skyways of London, og
Magnús Guðmundsson (alnafni
flugstjórans hjá Loftleiðum) er
hjá sama félagi.
Flugmálastjórnin hér hefur
samband við þessa landa okkar
öðru hverju. Tjáði flugvallastj.
Vísi, að allir hefðu menn þessir
getið sér hinn bezta orðstír og
oft verið getið í opinberum
skýrslum. Má því segja, að flug
menn þessir séu góð landkynn
ing °g ágætir fulltrúar hinnar
ungu, íslenzku flugmannastétt
ar. —Vísir
THIS
SPACI
CONTRIIUTID
• V
WINNIPEG
BREWERY
l I M i t l D
Kaupið Heimskrinsrlu
Lesið Heimskrinsrlu
Bortrið Heimskrinirlu
Thelma
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
Iðjuleysis- og kæruleysis tilhneiging, svo
alvanaleg meðal auðmanna á þessum tímum,
hafði honum óafvitandi, náð haldi á honum;
þetta rólega, kalda, hirðu- og afskiftaleysi, er
mjög auðkenndi menn af háum stigum, var orð
ið samgróið, og hann hafði alltaf haldið að það
svaraði ekki kostnaði, að fara til verks og fram
kalla þann manndóm, og þá góðu hæfileika, sem
hann í raun og veru bjó yfir. Hversvegna átti
hann þá nú að byrja á því—byrja að rakna úr
þessu hirðuleysisdái—gera alvarlega tilraun til
að ryðja sér braut til virðingar og valda—ein-
hverrar frægðar—svo að hann skaraði fram úr
öðrum? Hversvegna hafði allt í einu gripið hann
óstjórnleg löngun til þess að vera eitthvað ann
að en kvistur á visnum meiði ættgöfugrar og
auðugrar yfirstéttar? Var það ekki til þess að
leitast við að gera sig verðugan—samboðinn—
verðugan hvers? — samboðinn hverjum? Það
var enginn í öllum heiminum, nema ef til vill
hvað varð um barón Philip Errington í framtíð
Lorimer, sem var ekki nákvæmlega sama um
inni. Hann var vellátinn og vinsæll að vísu, að
minnsta kosti meðan hann hélt uppi hóflausri
risnu, og allir hans óteljandi kunningjar nutu
allrar þeirrar aðstoðar og hlunninda, á samkvæm
, og stjórnmálasviðinu, sem auður hans, ætt-
~öfgi og áhrif gátu veitt. Hversvegna var hann
þá í þessum þungalyndislegu hugleiðingum —
að fárast yfir því einmitt nú, hvað hann væri ó
verðugur og hvað hann skorti mikið til þess að
geta kallast sannur maður?
Var það vegna þess, að djúp, blá augu
norskrar stúlku mættu hans eigin augnatilliti
með svo yndislegu trausti, og látlausri ein-
lægni? Hann hafði þekkt margar konur, drotn-
ingar samkvæmislífsins, víðkunnar fegurðar-
gyðjur, frægar leikkonur,—fegurstu og full-
komnustu konur heimsins og þær höfðu allar lát
ið hann kenna óspart á öllu þeirra töframagni,
og hann hafði aldrei misst vald yfir sjálfum
sér, eða fallið fyrir yndisleik þeirra; honum
hafði æfinlega tekist að gizka réttilega á, að
það var meira auður hans og nafnbætur, en hans
eigið manngildi, sem þær sóttust eftir. Nú, í
fyrsta sinn, fann hann til sárrar minnimáttar
kenndar og manndómsskorts —. Þessi háa,
bjarta gyðja þekkti ekki skrílsmál og skenz
samkvæmislífsins, og hið bjarta, yndislega and-
lit hennar—spegill hreinnrar og saklausrar sál
ar, sýndi ljóslega, að verðmæti manns, metið
aðeins eftir auði og ættgöfgi, mundi vera kaup-
brask, sem henni kæmi aldrei til hugar. Það sem
mundi vega þyngst á metunum hjá henni,
mundi verða maðurinn sjálfur .Og á slíkum
metaskálum, fannst Philip barón að hann mundi
reynast harla léttvægur. Það var gott merki;
svo bezt stendur hver maður til bóta, að hann
geri sér hreinskilnislega grein fyrir því, hvað
honum er áfátt. Hann hallaði sér yfir borðstokk
inn, og horfði alvarlega og hugsandi ofan á hið
slétta yfirborð sjávarins, sem litbrigðadýrð
lofstins speglaðist í, þegar hann heyrði marr-
hljóð, eins og eitthvað nuddaðist við skipshlið-
ina. Hann aðgætti þann stað sem hljóðið kom
trá, og sá sér til undrunar, lítinn róðrarbát fast
við hlið skipsins. í bátnum lá einhver, og horfði
upp í loftið, og Philip hrökk við, þegar hann
þekkti langa bjarta og úfna hárið og hinn ein-
kennilega klæðnað undarlegu persónunnar, sem
komið hafði að honum í hellinum litla, brjálaða
manninn, sem nefndi sig “Sigurd”. Þarna var
hann kominn, á því var enginn vafi, og lá flatur
á bakinu í bátnum með lokuð augu. Sofandi eða
örendur? Það hefði getað verið hið síðarnefnda
—litla andlitið var svo fölt—varirnar svo blóð-
lausar. Errington, í undrun sinni kallaði þýð-
!ega; “Sigurd! Sigurd!” Það var ekkert svar;
líkaminn hrærðist ekki, og augun héldust lok-
uð. “Hann liggur í dái”, hugsaði Philip, “eða
það hefir liðið yfir hann af líkamlegri ofraun”.
Hann kallaði aftur, og enn var ekkert svar.
Hann tók nú eftir stóru knippi af dökkum,
floskenndum blómum, sem lágu í skut bátsins.
og voru þau auðsjáanlega nýlega tínd—sem gaf
það til kynna, að Sigurd hafði verið að reika um
djúpu dalina og hæðirnar þar sem þessi blóm
vaxa í Noregi að sumrinu. Honum fór að líða
óþægilega við að 'horfa á þennan sýnilega líf-
lausa líkama í bátnum, og var rétt að því kom-
inn að fara ofan skipsstigann til nánari athug-
unar, þegar dýrðleg birta breiddist yfir f jörðinn
sólin brauzt fram úr dimmum skýjum, er reynt
höfðu að byrgja hana, og ljómaði nú í almætti
sínu. Við þessa snöggu birtu, tók hinn sýnilega
lifvana líkami í bátnum að hrærast.
Hann opnaði augun, og þegar hann leit upp,
sá hann eðlilega hvað hann var nálægt skipinu;
hann sá að Philip hörfði á hann, og var kvíði
og undrun í augnaráðinu. Hann spratt upp svo
fljótt og harkalega, að litli, létti báturinn hall-
aðist hættulega, og Philip hrópaði óáfvitandi:
“Gáðu að þér!”
Sigurd stóð uppréttur, þótt báturinji vagg-
aði, og hló fyrirlitlega.
“Gá að mér”, hafði hann eftir háðslega. “Það
ert þú, sem ættir að gá að þér, þú, sem ættir að
vera óttasleginn—ekki eg! Sjáðu hvernig ljós |
hafið Ijómar upp háloftin. Það er allt fyrir mig! j
Já! Öll birtan og öll dýrðin fyrir mig; Allt
myrkrið og öll smánin tilheyrir þér!”
“Errington hlustaði á brjálæðishjalið með
þolinmæði og hlýrri meðaumkvun; svo sagði
hann mjög rólega:
“Þú hefir alveg rétt fyrir þér, Sigurd! eg er
alveg viss um, að þú hefir alltaf á réttu að!
standa. Komdu upp hingað til mín, eg skal ekki j
gera þér mein—svona, komdu nú!”
Þýða röddin og hin vinsamlega framkoma,
virtist sefa vesalings dverginn, því að hann
starði efandi nokkur augnablik—þá brosti hann
—og að lokum tók hann ár, og stjakaði bátnum |
að uppgöngustaðnum, þar sem Errington rendi;
stiga niður, og hjálpaði honum til að festa bát-'
inn, áður en hann klifraði upp á þilfarið. Sig-1
urd horfði vandræðalega í kringum sig á þil-
farinu. Hann hafði komið með blómvöndinn
með sér, og handlék hann hugsandi.
Allt í einu glömpuðu augu hans.
Professional and Susiness
--- Directory^
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Löglrceðmgcn
Bank of Nova Scotia Bidg.
Portage og Garry St.
Sími 928 291
Þr» P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CI.INIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
?hone 92-7025
Home 6-8182
lega.
‘Þú ert hér aleinn?” spurði hann skyndi-
J. J. Swanson & Co. Lld.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Sími 927 538
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave.
Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
Errington óttaðist að hann mundi hræða
þennan undarlega gest, ef að hann nefndi félaga
sína, og svaraði blátt áfram: “Já, aleinn sem
stendur Sigurd.”
Sigurd færði sig skrefi nær honum. “Ertu
ekkí hræddur?” sagði hann í hræðslulegum og
alvarlegum rómi.
Philip brosti. “Eg hefi aldrei hræðst neitt
um æfina!” svaraði hann.
Dvergurinn horfði á hann hvössum augum. |
“Þú ert ekki hræddur um,” hélt hann áfram, ]
‘ að eg verði þér að bana?”
“Ekki vitund”, svaraði Errington rólega.
“Þú mundir aldrei gera neitt svo heimskulegt,
vinur minn.”
Sigurd hló. “Þú kallar mig vin þinn—þú
heldur að það orð bjargi þér!—Eg neita því!
Það eru engir vinir til nú, heimurinn er einn
stór orustuvöllur—allir berjast. Það er enginn
íriður til—neinstaðar. Vinduinn berst við skóg
ana—þú heyrir orusutgnýinn um nætur—allar
liðlangar næturnar. Sólin berst við himininn,
Ijósið við myrkrið, og lífið við dauðann. Það er
allt grimmur bardagi; enginn er ánægður—eng
inn mun vita hvað vinátta er héðen af; það er
of seint! Við getum aldrei orðið vinir.”
“Jæja, hafðu það eins og þér sýnist”, sagði
Philip hlýlega, og óskaði að Lorimer væri vak-
andi, til þess að eiga orðastað við þetta einkenni
lega sýnishorn af vitfirringi. “Við skulum berj-
ast ef þú óskar þess; allt skal reyna að gera þér
til hæfis.”
“Við erum að heyja bardaga”, sagði Sigurd
með ástríðu ofsa í röddinni. “Það getur verið að
þú vitir það ekki, en eg veit það. Við höfum
borist á banaspjótum. Bíddu!” augu hans urðu
sljó og dreymandi. “Hversvegna var eg sendur
til þess að leita þig uppi—lofaðu mér að hugsa
mig um!” Og hann settist einmana í einn stól-
inn á þilfarinu, og virtist vera að reyna með sár-
um erfiðismunum að koma sínum reikandi og
sundurlausu hugsunum í einhvert horf. Erring I
ton reyndi með góðlátlegu umburðarlyndi að
rannsaka sálalíf þessarar einkennilegu mann-
veru; með sjálfum sér fýsti hann mjög að vita
hvort þessi Sigurd væri Guldmars-f jölskyldunni j
nokkuð áhangandi, en hann var að reyna að j
forðast að spyrja of margra spurninga. Hann
sagði aðeins glaðlega:
“Já, Sigurd—af hverju komstu að finna
mig? Mér þykir vænt um að þú gerðir það;j
það er mjög vel gert af þér, en eg veit ekki til !
að þú vitir einu sinni hvað eg heiti.” Honum til
undrunar leit Sigurd upp með festulegri og á-,
kveðnari svip, og svaraði nálega eins skilmerki-
lega eins og óbrjálaður maður mundi hafa gert.!
“Eg veit vel hvað þú heitir”, sagði hann með
rólegu látbragði. “Þú ert barón Philip Erring-
ton, ríkur, enskur herramaður. Forlögin vísuðu
þér að gröf hennar—gröf sem enginn ókunnug-
ur og vandalaus maður hefir séð nema þú—og
eg veit þess vegna að þú ert maðurinn, sem andi
hennar hefir beðið eftir—hún hefir komið með
þig hingað. Hversu heimskulegt að hugsa að
hún sofi undir steininum, þegar hún er alltaf
vakandi og önnum kafin—alltaf að vinna á móti
mér! Já, og þó að eg grátbæni hana um að
liggja kyrra, þó gerir hún það ekki!” Rödd hans
fylltist ofsa aftur, og Philip spurði rólega:
“Hvern ertu að tala um, Sigurd!”
Hin hluttekningarríka ög festulega rödd
hans virtist hafa sefandi áhrif á hug þessa hálf
brjálaða vesalings, sem svaraði viðstöðulaust:
“Við hvern skyldi eg eiga nema Thelmu?
Thelmu, fegurstu rós hinna norðlægu skóga—
Thelmu—”
Hann þagnaði skyndilega, og andvarpaði
þungt og starði hugsandi út á hafið.
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
A. S. BARDAL
L I M I T E D
selur líkkistur og annast um
utfarir. Allur úsbúnaður s& besti.
Ennfremur selur hann (rllgliv'nfTT
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
r'--------------------------------
M. Einarsson Moíors Ltd.
Buyinq and Scllinj; New and
Good Uscd Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osborne St. Phone 4-4395
V---------------------------------
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sírni 92-5061
508 Toronto General Trusts BMg.
f------------------------------
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Office 92 7130 House 72-4315
Booklteeping, Income Tax, Itisurance
Mimeographing, Addressing, Typing
S-------------------------—------
r
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Builder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 12-1212
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
c'"'
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Building
275 Portage Ave. Winmpcg
PHONE 92-2196
L
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Wínnipeg
TALSIMI 3-3809
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(rnilli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACC.OUNT ANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390
Office Ph. 92-5826
Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Spccialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
-/■> V
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
c'"'
Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOUCITOR,
NOTARY PUBLIC
Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015
206 Confederation Building,
Wínnipeg, Man.
L
—^
GILBART FUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart .Liccnsed Embalmer
PHONE 3271 - Selkirk
H E R E N O W !
ToastMaster
MIGHTY FINE BREAD!
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTON
Manager Salcs Mgr.
PHONE 3-7144
GUARANTEED WATCH, & CLOCK
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clocks
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-3171