Heimskringla - 06.10.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. OKT., 1954
ll^ímskrtnglci
(Stofnuð lStt)
Kamnx 6t á hverjum mlðvilmdegl.
Elgendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
VerO blaOslns er 53.00 árgangurlnn, borgist fyrlríram.
Allax borganlr aendiat: THE VIKING PRESS LTD.
öll vlðsklftabréf blaðinu aðlútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritatjóri STEFAN EINARSSON
Utanáskrlft til ritstjórans:
F.DITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave., Winnlpeg
Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON
"Heimakringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Authorized aa Second Ciacs Mail—Post Office Dept., Ottawa
WINNIPEG, 6. OKT., 1954
Góður Frónsfundur
Fyrsti Frónsfundurinn á starfsárinu sem var haldinn s.l.
mánudag í G. T. húsinu, var einn þeirra, er lengi mun verða talinn
bezti fundur félagsins—að öðru leyti en því, að hann var ekki
eins vel sóttur og verðugt var. En það er önnur saga.
Því var hreyft í byrjun fundar, að þjóðræknisdeildin hefði í
huga, að efna til leiksyninga á vetrinum. Virðast nú öll viðleitni
í þá átt horfin hér. Leikfélag Sambandssafnaðar, sem þrautseig-
ast reyndist, hefir ekkert hafst að síðari árin.
Þessi boðskapur deildarinnar, er einn af hinum ágætu starfs-
mönnum hennar, Heimir Thorgrímsson flutti þingheimi, fann
mikið bergmál í hugum áheyranda. Var því vöflulaust að því geng-
ið, að kjósa nefnd í máið til að leita íyrir sér um framkvæmdir
í því. Voru þessir í nefndina kosnir: Frú Hólmfríður Danielson,
frú Helga Sigurbjörnsson, Heimir Thorgrímsson, Páll Hallsson
og Jón Jónsson, núverandi forseti Fróns.
Vonandi fær maður senn að heyra góðar fréttir af þessu mikii-
væga máli. Leikir eru ein hin mesta menningarlind og um leið
hin skémtilegasta í hvaða þjóðfélagi sem er.
Annað á skemtiskrá kvöldsins, var erindi, er frú Hólmfríðui
Danielson flutti um hinn fyrsta víðfræga íslenzka listamann,
Albert Thorvaldsen. Var frásögn frú Hólmfríðar bæði fróðleg og
skemtilegt í senn. Er þess með þakklæti vert að minnast, því það
er ekki ávalt að frásagnir um stór efni og undursamleg listaverk,
verði að sama skapi alþýðlegar og skemtilegar og þær eru fræð-
andi. Frásagnalistin hefir oss nú sem oft áður virst frú Hólmfríði
í því efni flestum tamari.
Loks var svo á fundinum sýnd mynd af lýðveldistökunni 1944.
Hafði próf. Finnbogi Guðmundsson útvegað myndina, er hann var
heima til að sýna á íslendingadeginum á Gimli. En sýning hennar
kom þar ekki að notum vegna óhentugra véla. En þarna sást hún
ágætlega. Og frómt frá sagt, hefir engin mynd hér áður að heiman,
verið samanberandi við hana. Þessi mikli viðburður, er hinn stór-
fengasti í sögunni, og það mun flestum koma saman um er hana
sáu, að íslenzk þjóð hafi aldrei öðrum komið stærri fyrir sjónir,
en á mynd þessari af hátíðinni. Það hefir sitthvað þótt að ýmsum
myndum frá fslandi, sem hér hafa verið sýndar, enda hafa þær
verið viðskifta og iðnreksturs-auglýsingar, sem ýmsa kosti hafa
en sem aldrei hafa fyllilega samrýmst hugsunum manna hér í sam-
bandi við sýningar af ættlandinu; menn vilja ekki öðru vísi sjá
það en í sínum fegursta skrúða og eldri sögulegra viðburða. Og
hér er einmitt sú mynd af henni loksins komin. Það er mynd, sem
maður getur fyrst sagt um, að ágætt sé að sýnd sé sem víðast.
Ef Frón heldur eins vel áfram og það byrjar starf sitt, ættij
það skilið, að íslendingar gæfu starfi þess meiri gaum en þeir
gera með því að sækja fundi þess.
hafa verið við samverkamenn
sína nær og fjær og hve happa-
drjúgt starf þeirra hefur reynzt
til kynningar og eflingar ís-
lenzkri tónmennt.
Hafi þau nú heila þökk fyrit
starf sitt — og Steingrímur fyrir
gjöfina, sem hér hefur verið
lýst. —Finnbogi Guðmundsson
FURÐULEGAR GETGÁTUR
í tveimur undanförnum núm-
erum af Heimskringlu hefir rit-
stjórinn rætt mál eitt þýðingar-
mikið, sem nú er á dagskrá
Kanadamanna; en það er aðstaða
tveggja stjórnarformanna lands-
ins — Lousis St. Laurent forsæt-
isráðherra Kanada, og M|aurice
Duplessis, stjórnarformanns
Quebec-fylkis, sem standa á önd-
v e r ð u m meið og gefur
ekki aðeins í skyn, heldur segir
blátt út að forsætisráðherra Kan
ada, sé þar að leika fyrirlitlegan
feluleik.
Mér er ekki Ijóst hve margir
af lesendum Heiskringlu hafa
kalla skattinn. Duplessis bað
landstjórnina að innkalla skatt-
inn fyrir hönd fylkisins hjá
þjónum sínum í Quebec-fylki.
Stjórnin neitaði.
3.—Ríkisþingmenn frá Que-
bec með fulltingi Duplessis
kröfðust þess á þjóð þinginu síð
asta að landstjórnin gæfi eftir
af tekjuskatti sínum frá Quebec
upphæð, sem svaraði upphæð
þeirri er Duplessis stjórnin
þyrfti að innkalla svo að fylkis-
búar yrðu ekki að borga tvöfald
ann tekjuskatt. Stjórnin neitaði
aftur. Og þannig hefir þetta
mál staðið með illhug og illvilja
frá hendi Nationalista stjórn-
inni í Quebec og blöðum henn-
ar þar til 19. s.l. mánaðar að for-
maður ríkisstjórnarinnar, Louis
St. Laurent fór til Montreal og
á opinberum mannfundi sagði
Nationalistum, Quebec-búum og
kanadisku þjóðinni í þeild að
þetta framferði gæti ekki hald-
ist og yrði að hætta, að Kanada
yrði að vera númer eitt, an
Quebec númer tvö.
Að hér sé um pólitiskann
kynnt sér aðstöðu þessara manna
eða málin sem aðskilur þá, en J skollaleik að ræða frá hendi St.
rót þeirra mála á sér djúpar ræt-
ur—alla leið aftur til fylkja-
sambandslaga Kanada, eða árs-
ins 1867.
Þegar sambandið var myndað
voru frakkar mannflestir og
vald mestir allra fylkjanna sem
að sambandið mynduðu og á-
skildu sér sérréttindi sem engu
öðru fylki var, eða hefir verið
veitt, en þar á undan voru þeir
einráðir, og það eru einmitt þeir
einræðisórar, sem staðið hafa í
veginum, og standa enn, fyrir
sæmilegri samvinnu, og sam-
komulagi á milli Quebec og Kan
adastjórnar, eða þó réttara sagt,
á milli Nationista í Quebec og
Kanada-stjórnar.
Laurents, eins og Heimskringla
vill telja mönnum trú um, nær
ekki nokkurri átt. Slíkt er ekki
aðferð til að vinna sér, eða flokk
sínum póltiskar vinsældir í Que-
bec, eins og líka má sjá af undir-
tektum blaðanna þar, bæði
franskra og enskra, því að þau
veitast að St. Laurent með
grimmd og beiskju fyrir að dyrf
ast að láta sér upn munn fara, að
Quebec fylkið, eigi, og verði að
sitja skör lægra heldur en sam-
bandsríkið Kanada, þó að þau
gjöri það að vísu með því, að
leggja aðal áherzluna á tekju-
skattsmálið, en minnast lítið,
eða ekkert á aðal atriði ræðu St.
Laurents sem vitanlega var, að
Nýtt Sívirkt
Dry Yeast heldur ferskleika
ÁN KÆLINGAR
Konur sem reynt hafa hið nýja, skjótvirka, þurra ger
Fleischmans, segja að það sé bezta gerið, sem þær hafi reynt. Það
er ólíkt öðru geri að því leyti að það heldur sér vel þó vikur standi
upp á búr-hillu. Samt vinnur það sem ferskst duft, verkar undir
eins, lyptist skjótt, framleiðir bezta brauð, af allri gerð til fyrir og
eftir matar.
Uppleysist: (l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið
i það einni teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið
þurru geri á. Lát standa 10 mínútur. (3)Hrærið vel í. (Vatnið not-
að með gerinu, er partur öllu vatni er forskriftin gerir ráð fyrir).
Fáðu þér mánaðarforða hjá kaupmanninum í dag. 4546—Rcv.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast
Orðakast það, sem nú á sérlæðsta valdið að því er kanadisk-
MERKILEG GJÖF
Steingrímur K. Hall, tónskáld
í Wynyard, Sask., fyrrum org-
anisti og söngstjóri Fyrstu lút-
ersku kirkju í Winnipeg, hefur
riýlega gefið íslenzkudeild
Manitobaháskóla merkilegt safn
íslenzkra tónlagahefta, er hann
hefur safnað og haldið til haga
um langa ævi. Er gjöf þessi gef-
in til minningar um frú Sigríði,
konu Steingríms, er lézt síðast-
Iiðið vor, en hún var, svo sem
kunnugt er, mjög samhent manni
sínum í margháttuðu starfi hans
að tónlistarmálum og sjálf frá-
bær söngkona, er lengi mun
verða minnzt meðal Vestur-ís-
lendinga og annarra, er til henn-
ar þekktu.
f safni Steingríms eru rúm-
Iega 40 hefti, bundin í 8 stór
bindi. Tónskáld, er verk eiga í
safninu, eru þessi:
Árni Thorsteinsson
Bjarni Þorsteinsson
Björgvin Guðmundsson
Brynjólfur Þorláksson
Gunnar Erlendsson *
Hallgrímur Helgason
Jón Laxdal
Jónas Tómasson
Ólafur Hallsson
Ragnar H. Ragnars
Sigfús Einarsson
Sigurbjörn Sigurðsson
Sigurður Helgason
Sigurður Þórðarson
Sigvaldi Kaldalóns
Steingrímur K. Hall
Allur þorri tónlagaheftanna
hefur upprunalega borizt Stein-
grími eða Sigríði konu hans sem
gjöf frá hinum ýmsu tónskáld-
um. Við mörg laganna eru enskir
textar (einnig stundum þýzkir),
þýðingar íslenzkra ljóða. Gegn-
ir furðu, hve margir íslenzkir
söngtextar hafa verið þýddir,
en Steingrímur hefur, svo sem
kunnugt er af sönglögum hans
sjálfs, gert sér sérstakt far um
að semja lög við íslenzk ljóð í
enskum þýðingum.
Flest lög safnsins eru þar í
prentuðum útgáfum, en sum þó
í handriti jafnframt eða einvörð
ungu. Er svo um sum lög gef-
andans, og fylgir leyfi hans
til að prenta eða fjölrita
lög í nokkrum heftum, er hann
tiltekur sérstaklega.
Gjöf þessi barst háskólanum
um hendur Páls Bárdals, gamals
samherja Steingríms í tónlistar-
málunum, og hefur Páll lagt með
gjöfinni þrjú söngvahefti (3.—5.)
Jónasar Helgasonar, er út komu
í Reykjavík 1878, 1879 og 1881,
en eftir þeim heftum sungu
landar hér fyrst á árum, nýkomn-
ir af íslandi.
íslenzkudeild háskólans er
mikill fengur að gjöf Steín-
gríms, því að hér er saman kom-
ið á einn stað mjög gott sýnis-
horn íslenzkrar tónlistariðju síð-
ustu áratugina bæði austan hafs
og vestan. En jafnframt sýmr
safnið, í hve nánum tengslum
þau Steingrímur og Sigríður
stað á milli stjórnarformanna í
Kanada og Quebec, á sér líka
sögu. Hún hefst með ákærum
frá hendi Nationalistanna og
frönsku blaðanna, um það, að
lands stjórnin sé árið út og árið
inn að troða á rétti frakka í
Quebec.
Að skattsamningur Kanada-
stjórnarinnar við fylkin sé
gildra sem að hún með undirferli
og slægð hafi sett, til að veiða
frönsku Nationalista stjórnina í
Quebec í, og þetta, þrátt fyrir
það, að þeir hljóta að vita, að
stjórnin í Ottawa átti ekki hinn
minsta þátt í að skapa, eða skipu
leggja það skattfyrirkomulag,
sem nú, að öll fylkin í Kanada
njóta góðs af að undanteknu
Quebec fylkinu einu, og bera
margfallt meira úr býtum, en áð
þeir gerðu, áður en skattsamn-
ingarnir voru gerðir.
En tólfunum kastaði fyrst í
fyrra vetur, þegar að vanalegar
inntektir fylkisins nægðu ekki
til að mæta vaxandi útgjöldum
þess svo að Nationalista stjórnin
varð að finna nýja tekjulynd til
að mæta hallanum, sem að nam
$22,000,000.00, og þeir mættu
honum með því, að löggilda
tekjuskatt sem að nam þeirri
upphæð, og var að mig minnir
15% af tekjum fylkisbúa um-
fram vissa upphæð, sem var
tekju frí.
Nú fór málið verulega að vand
ast. Það var kominn á tvöfaldur
tekjuskattur í fylkinu, land-
stjórnarskattur og fylkisskattur,
og ótal erviðleikar störðu Na- sis
tionalista stjórninni í augu.
1.—Fylkisbúar sem nú urðu
að borga tvöfaldan tekjuskatt
stjórnmál snertir yrði að vera i
höndum Kanada þjóðarinnar
sjálfrar, en ekki höndum Nation-
alistanna í Quebec, að þjóðin
ætti og yrði, að vera ein og óskift
en ekki Kanadamenn og Frakkar.
Það er ekki ófróðlegt að at-
huga hvernig að blöð landsins
utan Quebec-fylkis, sem að hafa
látið til sín heyra, líta á þessa
viðureign forsætisráðherranna.
Blaðið Globe and Mail í Toronto
sem að er andvígt St. Laurent í
stjórnmálum sagði þetta: “Hvað
svo sem að sagnritarar seinni
tíma kunna að segja um afrek
forsætisráðherrans, Mauris Du-
plessis, þá verða þeir óumflyj-
anlega, að sitja einn langt fyrir
ofan aðra—að hann varð til þess,
að fransk—kanadiskur forsætis-
ráðherra Kanada gerði aðdáan-
lega yfirlýsingu, um stöðu Que-
bec-fylkis innan fylkjasambands
ins, yfirlýsing, sem getur orðið
til þess, að opna nýtt tímabil í
lífi þjóðarinnar.
Mr. St. Laurent reis upp á
æðsta stig stjórnmálalegrar
visku.’’
The Windsor Star (óháð): —
“Enginn maður ann fylki sínu
meir en Mr. St. Laurent, og eng
inn ann Kanada heldur betur en
hann. Hann metur hag Kanada
umfram hag nokkurn hluta þess.
Hann lítur á Kanada sem heild—
ekki eins og aðskilda parta land
fræðilega, hagfræðilega, eða trú
málalega . . . Vor meining er, að
St. Laurent skilji betur fólkið í
fylki sínu heldur en Mr. Duples
Hamilton Spectator (íhalds-
blað): “Kanadamenn, hvaða
flokk sem þeir tilheyra, eru ekki
sætsiráðherrann, fyrir að draga
drauginn fram úr skotinu (að
skilnað Quebecfylkis) og dregið
hann fram í hreina og holla dags-
birtu. . . . Mr. St. Laurent hefir
leyst af hendi þjóðþrifa verk,
með því að koma hreint til dyra
og segja: “Eg trúi því ekki, að
2.—Hvernig átti að fara að inn í lítilli þakklætisskuld við for-
ertice
• RELIABLE
• COURTEOUS
EXPERIENCED
4 See your FEDERAL AGENT for yeor round crop service.
FEDERAL GRAIN
L I M I T E D
S E »VI N c’ > Rð 0 U CC I i ACIOSS I H E CANADIAN WEST
JOHN SHANSKI
KYNNIST
LIBERAL
ÞINGMANNSEFNI YÐAR . . .
331 skrásettur erindreki úr öllum deildum Selkirk
kjördæmis, sótti nýlega afstaðinn framboðsfund
Liberala ásamt fjölda annara, en fylgdust með af
áhuga miklum öllu því, sem fram fór; á þessum fjöruga
fundi var Mr. John Shanski valinn sem þingmannsefni
í aukakosningunni til sambandsþings, er þar verður
haldinn hinn 8. nóvember.
John Shanski er maður á bezta aldri aðeins 45 ára;
hann hefir ávalt borið hag kjördæmisins fyrir brjósti,
en íoreldrar hans eru búsettir að Malonton. Hann
hefir rekið timburverzlun og selt húsavið miklum
fjölda einstaklinga innan vébanda kjördæmisins, en
þrátt fyrir miklar annir gaf hann sér tíma til starfa
við YMCA, jafnframt því að hafa með höndum
forustu Selkirk Chamber of Commerce. Hann er einnig
gerkunnur búnaðarháttum í kjördæminu og því
manna hæfastur til að vinna því gagn í þeim efnum.
Með þetta fyrir augum og fjölþætta reynslu hans á vett-
vangi opinberra mála, er John Shanski ágætlega tii
þess falíinn, að gæta hagsmuna Selkirk-kjördæmis
í Ottawa.
John Shanski er einbeittur stuðningsmaður núverandi
sambandsstjórnar og því líklegur til að hafa heillavæn-
leg áhrif á stefnu hennar.
Þeir, sem leita kosningar af hálfu annara flokka eiga
ekki eins hægt um vik að koma hugðarmálum sínum
í framkvæmd. ,
Með það fyrir augum að láta eitthvað til sín taka
varðandi stjórnarfarsleg áhrif og viðhalda góðri
stjórn, er sjálfsagt að greiða frambjóðanda Liberala,
Jhon Shanski atkvæði þann 8. nóvember og hvetja
aðra til að gera það líka.
GREIÐIÐ ATKVÆÐI
og
VINNI FYRIR
SHANSKI, JOHN
X
Published by authority of Liberal Election Committee S