Heimskringla - 15.12.1954, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.12.1954, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. DES. 1954 Pfeimskringla (StotnuO lStt/ lamtu úi á hrerjum mlövikudegt SJgendur: THE VIKIHG PRESS LTD. #53 og 955 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsimi 74-6251 VeriJ blaðeln* er $3.00 árganguiinn, borgist fyrirlram. AIU borganir aendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréí blaðinu aPlútandi sendist: rhe Viktng Prese Limited, 853 Sargent Ave., Winnlpeg Rltatjóri STEFAN EiriARSSON OtdA&aksllt dl ritstjorans. iiDITO HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Wlnnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON “Heimakilnqla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS «5.4-855 Sargent Avenue. Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 A-attiOtired as Second Class Mai)—Post Otlice Dept., Ottgwa WINNIPEG, 15. DES. 1954 Höldum jól! (Útdráttur úr ræðu eítir Peter Marshall í Readers Digest.) Alt breytist. Siðir manna, störf og stofnan- ir, jafnvel þó dýrkaðir séu í dag, eru horfnir, dotnir úr sögunni, á morgun. Það er fátt, sem stendur af sér straum breytinganna. Eftir einni undantekningu frá þessari reglu munum vér þó. Hún er jólafögnuðurinn. Hann má aðallega segja fólg- in í þessum orðum sem okkur hafa fyrir löngu verið kend:— Yður er frelsari fæddur. f insta eðli sínu er jóla boð- skapurinn þetta og ekki annað. Þó við rekumst á ýmislegt, er honum er nú samfara, og okkur geðjast ekki að, er þetta kjarni hans. Okkur þarf því í sjálfu sér ekki að bregða við breytingu, sem ég hefi séð bent á, að sé á uppsiglingu og eg vil ekki ganga framhjá. Hún er sú, að í stað þess að Sankti Kláus komi til -okkar á hreindýrunum sínum, komi 'hann í þyril-flugvél (hel’- copter). Það yrði lengi ^ð hafa þetta fyrir fullorðnum áður en þeir tryðu á komu hans með þessum hætti. Þannig er því einnig varið með gula litinn, sem nú er svo mikið að ryðja sér til rúms, að vel getur verið að hann útrými hinum græna og rauða lit, sem venjulega tíðkast á jólum. Og ekki gera öll jólakortin oss hrifna. Eg get nefnilega ekki sagt að mér geðjist að því jólaskrauti öllu, s"em útilokar stjörnuna, jöt- una, vitringana eða úlfaldana. Engla verður ekki heldur um- flúið að sýna. En það er ekki nauðsynlegt að klæða þá nútið- ar kjólfötum. Það er eiginlega ekki mikil nauðsýn, að leita uppi fleiri nýj- ar sögur, en gert hefir verið um hátíðarviðburðinn. Hún er raun- verulega ekki nema ein til, og það er ekki hlaupið að því að umbæta hana. Hún er þannig. Og í þeirri bygð voru fjár- hirðar er voru úti og héldu nátt- vörð yfir hjörð sinni. Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kring um þá, og urðu þeir mjög hræddir. % Og engillinn sagði við þá: Ótt- ist ekki því sjá eg flyt yður gleði boðskap um mikinn fögn- uð sem verða mun fyrir allan lýðinn. Því í dag er yður frelsari fæddur, sem er Kristur, Drottinn i borg Davíðs. II Við finnum nú öll til þess að jólin nálgast. Umferðin á götun- um eykst. Þú finnur hvergi án- ingarstað fyrir bílinn þinn. Búð- irnar eru troðfullar. Og hver þvælist fyrir öðrum hvert sem er snúið sér. Þú ert að hugsa um jólagjafir og ert að reyna að ráða í, hvað þú eigir að kaupa þessum eða hinum. Þú hugsar um skyldmenni og vini, sem svo erfitt er að veija gjafir, svo vel sé. Þér dettur ekki neitt í hug, sem þeim muni geðjast að. Ef til vill er ekkert í búðinm sem þeir þurfa með. En hvað er þá um einhver tákn ástúðar sem koma fram í vináííu, skilningi, umhugsun, hjálp, brosi, árnan, fyrirbeiðslu, Þú getur ekki keypt neitt af þessum hlutum í neinni búð. Og þó eru þetta hlutirnir, sem fólk vanhagar mest um. Við þörfnumst þessa allir. Og blessun er það hverjum, sem hlýtur þetta á þessum jólum, eða hvenær sem er. III Látum ekki jólaösina útiloka fögnuð jólanna úr hjörtum vor- ! um, því það er þar, sem hann á heima. Jólin eru ekki í búðunum, heldur í hjörtum manna. Og við- urkennum aldrei það, sem sumir segja að jólin séu ekki annað en “verzlunargrikkur.” Þau verða það aldrei, nema með góðu leyfi hirðuleysis sjálfra vor. Heldur megum við ekki viður- kénna það sem sumir segja um, að jólin séu aðeins fyrir börnin. Það sýnir að við höfum aldreí skilið jólin rétt. Þess eldri sem við verðum, því meiri er þýðing þeirra fyrir okkur, vegna þess að þá skiljum við þau betur, en áður. Jólin eru eign eldri sem yngri. Og að segja að sér sé harla á sama um þau, er ekki satt, þvi það getur engum verið sama um fæðingu Krists. IV Þökkum guði fyrir að gefa okkur jólin! Og megi þau vara alt árið. Því vegna aðfangadagskvölds- ins og jóladagsins er allur heim- urinn betri, en í annan tíma og mennirnir einnig. Kærleikurinn hefir þá gagntekið þá, sem ekki kemur oft í annan tíma fyrir. Þó jólatrén séu nú rafljósum skrýdd og hlaðin margvíslegu og fögru nýju skrauti, er það þýðing fagnaðar boðskaparins sem er öllu bjartari. Samhliða hrifningu barnanna af jólaskrautinu öllu, og jóla- leikjum þeirra, sem síðar mun alt skýrast fyrir þeim og þau átta sig á, hvað meinar, eru það aðal-atriðin í jólafagnaðinum sem eigi mega gleymast. Það er hinna eldri að sjá um, að hinir ungu nemi þau, er skilningur þeirra vex á lífi manna. V. Engan undursamlegri lofsöng höfum vér hlýtt á en þann, er sunginn var af englunum: “Friður á jörðu og velþóknum Guðs yfir mönnunum!” Það hafa ýmsir sagt, að lof- söngur þessi hafi lítið náð til ástands mannanna í heiminum, enn sem komið sé. Þetta getur satt verið. En er ekki um loforð í engla- söngnum að ræða, loforð frá Guði, sem ekki getur farið hjá að rætist, þó saga mannanna sýni það ekki enn! Getur ekki skeð, að mennirnir átti sig ein : hvern tíma á því, að lífi þeirra ! stafar nú hætta af framferði' ! þeirra og að ekki er nema um j einn veg að ræða mönnunnum til farsældar, þann er guð birti oss )í orðunum: Friður á jörðu, ' o. s. frv. I Heimskringla óskar lesendum sínum “GLEÐILEGRA JÓLA”. RÆÐA Frh. frá 3. bls. mannaskipti að sumarlagi eflaust hið verklegasta, er unnt væri að gera. Mundu slík kynni reynast ómetanleg báðum aðilum og hvorirtveggju þekkja sjálfa sig betur á eftir og þau lönd, er þeir byggja. Vort verður tjónið engu síður en þeirra, ef vér aðgerða- laust látum þá rekS frá landi vestur á hið mikla þjóðabaf. Aðstaða íslendinga í heima landinu nú er ekki ósvipuð að- stöðu landanna, er vestur flutt- ust, að því leyti, að þeir hafa lent í iðukasti erlendra strauma og vinda, er gnauða á þeim héð- an og handan. Reynsla vesturfar- VINNIÐ AÐ SÍGRI I NAFNI FRELSISINS -augl. JEHOVA gf INNILEGAR JÓLA OG NÝÁRSÓSKIR til vorra mörgu íslenzku vina • BUILDING MECHANICS LIMITED 636 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Með beztu óskum um gleðileg jól og nýár til vina og viðskiftamanna THE ELECTRICIAN 689 Sargent Ave. Phone 74-8572 Winnipeg, Man. Við óskum öllum íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! ★ Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír ASGEIRSON’S PAINTS, WALLPAPER & HARDWARE .:. SIMÍ 34 322 698 SARGENT AVE. HÁTIÐAÓSKIR .... # Megi jóla hátíðin gefa yður mikinn fögnuð, og nýárið færa öllum frið, hamingju og alsnægtir. Dr. S. MALKIN Phys. & Surg. 857 SARGENT AVE. Dr. CHAS. MALKIN Dentist PHONE 74-4391 NOTFÆRIÐ LÆGSTA FLUGFARGJALD TIL ÍSLANDS Heirasækið ættjörðina um jólinn! Santa Claus er réttur! Bezta gjöfin er þér getið fært ástvinum yðar heima á Islandi, er nærvera yðar um jólin. Þér sparið mikla peninga með því að notfæra yður “The Great Circle’’ ferðalag, sem meinar mciri fjárráð og ánægju þá heim er komið. Reglulegar áætlunarferðir frá New York með 4ra hreifla "Douglas Skymaster.” AÐEINS ^ggg.tm hringferð frá NEW YORK til REYKJAVIKUR Um frekari upplýsingar, spyrjist fyrir hjá umboðsmanni yðar. n /71 n ICELAMDICl AIRLINES UlAAUu 15 Wesf 47th St.( N. Y. 36, Pl 7-8585 To Our Many Icelandic Friends and Customers I offer Sincere Wishes for a Very Merry Christmas and a Happy New Year OXFORD CAFE 797 Sargent Ave. Phone 74-1384 Winnipeg, Man. Prop.: JOHNl K. ®r Við óskum vorum mörgu íslenzku viðskiftavinum Gleðilegra Jóla og Happasæls Nýárs! F.ngin ástæða til að ætla títisalcrni hreingerningu óþægilcgt verk. GILLETT’S LYE heldur tithýsi yðar hreinu og hcilnamu alla tíð. Það cyðir daun og sótthreinar fullkomlega, og iælir flugur burtu. Skvettið inn hálfri lítilli GILLETT’S vikulega. Tekur aðeins 10 sekúndur. Kostar aðcins fáein ccnts. Fyrir fullkomna sótthrcins- un: Þvoið sæti og veggi öðru hvoru úr uppleysingar efn- inu Tvær matskeiðar GIL- LETT'S LYE f pott af vatni. Viðarverk verður hreint og ferskilmandi samstsindis. — Kaupið GILLETT'S LYf. nú þegar.olp-3S3 INNILEGUSTU ÓSKIR . .. um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra lslendinga, og góðs gæfuríks nýárs. UNION LOAN AND INVESTMENT CO. 508 Toronto General Trust Buiiding Winnipeg, Man. H. Peturson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.