Heimskringla - 19.01.1955, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19 JANÚAR 1955
Authorlxed tn Second Cla«a Mail—Po«t Otflce Dept., Ottawa
WINNIPEG, 19 JANÚAR 1955
PRAVDA-FRÉTT
í Pravda flokksblaði kommún-
ista í Rússlandi stóð nýlega eft-
irfarandi frétt.
Bandaríkin eru að reyna að
hefta ferðir erlendra manna um
Ný-Englandsríkin, vegna hung-
urs og allsleysis, sem þar ríkir á
meðal íbúanna.(!)
Fregnriti er N. Karev iheitir,
er borin fyrir fréttinni. Hann
hefir verið á ferð hér vestra og
hefir með eigin augum séð á-
standið. Á móti því sé því ekki
til neins að bera.
Karev fregnriti segir, að á
ferðamannaskrifum Bandaríkj-
anna sé alls ekki hægt að fá
landabréf eða myndir af héraði
því, sem um er ferðast.
Fregnritinn heimsótti Lawr-
ence Lowell og Haverhill í Mass.
og M’anchester í New Hamp-
shire, en getur ekki með fréttinni
látið myndir fylgja er sýnt gætu
bágindin vegna þessa banns.
Hér getur verið átt við lög, er
nokkur fylki hafa gert hjá sér,
um að banna innflutning á kom-
múnistum frá Rússlandi.
En blaðið heldur áfram. -—A
götum bæja í Austur-Banda-
ríkjunum sézt ekki maður á ferli,
úr hinum miklu strompum
klæða- og skóverkstæðanna er
ekki reyk að líta. í búðum er
hvorki kjöt eða smjör að fá, jafu
vel ekki smjörlíki. Alt sem þar
faést eru kartöflur, baunir og
annað garðhnasl.
Ríki þessi hafa þrátt fyrir
þetta verið talin miðstöð menn-
ingar og bókmennta Norður-Am-
eríku. Það er hugsanlegt að New
York ríki eigi yfir meiri auði að
búa. Eg spurði sessunaut minn
víðförulann mann eitt sinn í lesi.
frá Niagara til N. Yorkborgar,
hvort hanh hefði í löndum þeim
sem hann hafði ferðast um í Ev-i
rópu og Asíu, nokkurs staðar
séð auðnulegri bygð, en ríkið
sem við vorum á ferð um. Hann
sagði hana hvergi til vera Á með
an Bandaríkin framleiða nóg fyr
ir hálfan heiminn af mat, virðist
lítil ástæða fyrir Rússa að vera
að gráta yfir bjargráðaleysi
þeirra.
Það getur verið að Pravda
skáki í því skjóli, að landar sínir
viti ekki betur en þetta. En aö
þeir séu alls ókunnugir um starf
Bandaríkjanna, þrátt fyrir öll
járntjöld, er ekki að reiða sig
á. Rússinn hefir til þessa átt
næga slægvizku til að geta metið
boðskap stjó|rna sinna að verð-
ugu.
‘MARGT ER SKRÍTIÐ
Ekki síður í náttúrunni, manns-
eðlinu, og sögunni en í
“Harmóníum”.
-L. F.
Drápgjarnasta dýr merkurinn-
ar er sagður vera maðurinn (en
þó má kannske undanskilja
hreysikattarkynið, og þá sér-
staklega wolverine dýrið). Hanri
á það því varla skilið að eiga sér
“vin og verndara’’ meðal rándýr-
anna- En svo er þó. Dýr það (af
kattarkyninu) sem á ensku er
kallað puma er vingjarnt mann-
kyninu. Þess er ekki dæmi aö
puma hafi nokkuru sinni ráðist
á mann; meira að segja, það ver
sig ekki fyrir manninum nema
í nauðir reki og ungviði þess sé
í hættu og það ver manninn fyr-
ir öðrum rándýrum. Náttúru-
fræðingurinn W. H. Hudson, og
vísindamaðurinn Humbolt, taka
þetta skýrt fram í ritum sínum.
Hudson lifði í fleiri ár í Argent-
inu í suður-Ameríku, en í skóg-
um þess er mikið af rándýrum aí
kattakyninu, jaguar, spotted
leopard (pardus dýr) og puma,
og setti ihann það fyrir sig að
kynnast þeim eftir megni. Hann
fullyrðir, að ekki aðeins sé mað-
urinn óhulltur fyrir puma-dýr-
inu, heldur og verji það hami frá
árásum af öðrum dýrum. Hann
segir frá manni, sem datt af hesti
og fótbrotnaði langt frá manna-
byggðum, og lá einn síns liðs
og hjálparlaus í fleiri dægur unz
hann fannst af leitendum. í all-
an þann tíma stóð puma dýr yfir
honum og jafnvel barðist við
iaguar dýr sem vildi granda hon-
um og matast. Hudson segir
þetta atvik alls ekki einsdæmi,
enda almennt viðurkennt í Ar-
gentínu að í puma dýrinu eigi
maðurinn vin og verndara,
hversu lítið sem hann kann að
verðskulda þá vináttu, svo dráp-
gjarn sem hann er, og ófyrirleit-
inn gegn dýraríkinu.
•
Á öndverðri 17. öldinni geys-
aði langdregin styrjöld á Rúss-
landi milli tveggja kirkjuflokka
en það sem þeim bar á milli var
það, hvort klerkarnir, þegar þeir
gáfu blessun sína, skyldi rét'ca
upp tvo fingur, sleikifingur og
löngutöng (eins og rómversk
kaþólskir gera enn í dag), eða
þumalinn. Tví-fingurinn bar sig
ur úr bítum, en ekki fyrr en
fjöldi hafði biðið bana af, og
aðrir liðið mikið tjón. Á Eng-
landi um sama leyti stóð yfir
skæð rimma, með mikilli háreysti
og gauragangi, milli tveggja
klerka, þeirra Richard Baxters
og Dr. Owens, og áhangenda
þeirra út af því, hvert dauði
Jesús hefði verið gjald þeirrar
skuldar sem manninum bæri að
borga, eða það sem Guð með-
tæki sem jafngildi. (“A payment
of the very thing which by lav/
we ought to pay, or something
held by God to be equivalent.”/
—Trúarflokkar af mörgu tæi
spruttu upp og döfnuðust, sumir
um smáatriði guðfræðislegs eðl-
is, og manni einum jafnvel tókst
að mynda trúarflokk um veiklun
sína, sem hann sagði væri lögð
á sig af Guði, og hann því helg-
ur maður. Af þessu tæi er ekkí
svo lítið af “vísdómi fyrri alda.”
•
í Rómaborg, ihagaðu þér sem
Rómverji. (In Rome, do as the
Romans do.) —Landkönnuður-
inn frægi, Roy Chapman Ar.-
drews, segir frá því er hann náði
til smáborgar í ytri Mongóliu
eftir langa útivist á Góbi eyði-
mörkinni. Honum var tekið vin-
gjarnlega af bæjarbúum, og sér-
staklega af borgarstjóranum,
sem flutti hann heim til sín og
veitti honum beina af rausn og
alla aðhlynning og heiður í hans
valdi- Og þegar að háttatíma kom
ánafnaði hann Andrew fegurstu
dóttir sína til rekkjunauts. Gest-
ur færðist undan og sagði hús
bónda, svo greinilega sem hann
gat á þann hátt sem þeir reyndu
að gera sig hvor öðrum skiljan-
legan, að þetta væri móti sið-
venju í sínu heimalandi, og gæti
hann því ekki þegið boðið. En
daginn eftir frétti hann að stúlk
an fríða, dóttir húsbóndaris,
hefði fyrirfarið sér um nóttina
með þeim hætti, að steypa sér
fram af klettabrún nálægt bæn-
um. Hún gat ekki framar lifao
við þá svívirðingu sem gesturinr:
hafði sýnt henni. En síðan hefur
Andrews það á samvizkunni, að
hafa ollað bana fagurri stúlku í
blóma lífsins—hátt gjald fyrir
varðveizlu sakeysis, frá hvaða
hlið sem litið er á málið.
•
Ein af þeim smásögum sem
þykir varið í er eftir ameríska
blaðamanninn Bob Considine,
og heitir: “Well, a Little Moie
Time”. (Jæja, dálítinn tíma
enn). Hún byrjar á ihimnum uppi,
þar sem móðir stingur upp á því
við son sinn að hann ætti að taka
sér hvíld frá miklum störfum.
Hann felst á málið, og ræður að
fara til smáhnattar í mikilli fjar-
lægð, þar sem hann hafði áður
verið fyrir svo sem tveim þús-
und árum. Maekael, engillinn
stórvængjaði, flytur hann til
jarðatinnar og lenda þeir í New
York borg, en Maekael heldur
þaðan heim aftur. Ferðamaður-
inn útvegar sér nútíðar klæðnað
og fer svo með loftfari til Miami
í Florida. En af því að bæði útlit
hans og nafn gefa til kynna að
hann sé af vissum kynstofni,
mætir hann nokkrum mótþróa af
hálfu gestgjafenda að veita hon-
um skýli, þó fé sé í boði- Svefn-
herbergi eru öll upptekin í betri
gistihúsum. Þó nær hann loks
inni í minniháttar klúbb einum,
þar sem hann er ekki of nákvæm-
lega spurður um uppruna, nemz
fæðingarstað, en Bethlehem er
einnig borg í Bandaríkjunum, i
Pennsylvania, þar sem mikið er
unnið að járnsteypu. En þar sem
hátíð—jól—er í aðsígi, er uppi
fótur og fit í klúbbnum og mik-
ið um dýrðir og verið að stofna
til samsætis þetta kvöld. Klúbbv
erjar eru glaðir og vingjarnlegir
og bjóða hinum nýja gesti að
taka þátt með þeim í hátíðahöld-
unum. En er hann var spurðui
nð nafni, var sem þeim hrykki
við, og blærinn yfir atlotunum
við hann breyttist að mun. Það
hryggði hann, sannarlega, sagði
sá sem fyrir hátíðahöldunum
stóð, en reglur klúbbsins, o.s.frv.
‘ Þú sjálfsagt skilur . . .” “Já,
eg skil”, svaraði gesturinn. Svo
gekk ihann út og að götuhorn-
inu, leit upp til stjarnanna og
hrópaði á Mnekael. Biðandi,
stundi hann við og í hálfum
hljóðum: “Jæja, dálítinn tíma
enn”.
•
Megi segja það, að skaparinn,
eða náttúran, hafi nokkuð sér-
stakt í huga við sköpun karl-
mannsins þá er það það, að hann
sé hærður á andliti. Frá getnað-
arþroska aldrinum til dauðadags
vex skegg á vörum hans og
kjömmum, látlaust og hvíldar-
laust, dag og nött, í sótt og
heilbrigði. Hvernig svo sem
hann klippir og sker, heldur
skeggvöxtur hans fullu fjöii-
Flár á skalla hans, þar sem hann
þarfnastþess, ekki ósjaldan þynn
ist og hverfur, en á andliti, þar
sem þess er engin þörf, en er
einmitt til lýta og óhagnaðar—
hamingjan góða; Þar vex það og
vex, hvað sem á daga hans dríí-
ur. Þó hann liggi fyrir dauðans
dyrum, og þurfi að taka á öllum
sínum lífskröftum til að halda
við tórunni, þá heldur skegg
hans áfram að vaxa, jafnt og
þétt, og miskunnarlaust. Missi
hann fingur eða augu, sem hann
þarfnast til bjargræðis, vaxa þau
ekki aftur. Sei, sei, nei! Óhappa
atvik, segir náttúran, og skal eg
reyna að græða sigg yfir sárin;
en skeggvöxt skal eg veita þér,
svo lengi sem þú lifir, skeggvöxt
nauðugur, viljugur skaltu hafa
til daga þinna enda. Af gjafmiidi
minni og vizku veiti eg þér þetta
hnoss—hár á kjömmum, og skal
vöxtur þess aldrei bregðast þér,
á hverju sem veltur!
•
Jimmy Doolittle heitir Ame-
rískur flugmaður sem þegar var
orðinn frægur á tíma fyrri styrj-
aldarinnar. En hann hefur það
meira til síns ágætiá, að hann er
ræðumaður með afbrigðum, og
er því oft beðinn að hafa orðið á
samkundm. Hann á það einnig
til að vera glettinn, eins og
þessi saga sýnir. — Það var
skömmu eftir fyrra heimsstríðið
að hann átti að tala í stórveizlu
með háttsettum embættismönn-
um í Washington. Hann kom því
svo fyrir að andspænis ihonum
við borðið sat vinur hans og
frægur flugstjóri, Casey Jones.
Við enda ræðu sinnar dró Doo-
little upp flösku úr vasa sínum
sem hann gaf til kynna, en þó
Þetta Nýja Ger /
Verkar Fljótt Heldur Ferskleika
Þarf Engrar Kælingar
Nú getið þér bakað í snatri án fersks gers! Takið aðeins pakka
af Fleischman’s skjótvirka þurra geri, úr skápnum yðar og notið
alveg eins og köku af fersku geri! Hér er alt sem gera þarf:
(l)Leysið það vel upp í litlu af volgu vatni og bætið í það einni
teskeið af sykur með hverju umslagi af geri. (2) Stráið þurru geri
á. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel í. (Vatnið sem notað er
í gerið er hluti þess vatns, er forskriftin segir) Fáið mánaðar forða
í dag frá kaupmanninum. x 4548—Rev.
1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast!
óbeinlínis, að væri full ai'
sprengjuefninu nýja, TNT, sem
svo mikið orð fór af á seinni ár-
um stríðsins. Sagði hann að þetta
efni væri svo kröftugt, að sem
svaraði þessari flösku-fylli
nægði til að gjöreyðileggja sal-j
inn og bana öllum viðstöddum.
En sá væri hængurinn á við
þetta efni, að það væri erfitt
meUferOar —páð springi sttmö-
um við hristing eða smáhögg. En
með því fleygði hann flöskunni
til Casey Jones og bað hann að
grípa hana. Jones virtist reyna
þetta, en varð handaskol, og
flaskan datt niður á gólf. Hafði
Jones reynt aö grípa hana með
annari hendinni, því að í hinni
hélt ihann á skambyssu undir
borðinu, sem hann hleypti aí,
kúlulausu skoti á blikkdall, x
sömu andránni er flaskan féll
Varð af þessu hvellur mikill.
Flöskuna, sem var full af tólg,
sakaði ekki, sem er meira en
hægt var að segja um taugar
þeirra er viðstaddir voru—ann-
ara, það er, en þeirra Doolittles
og Jones. —Meira.
ERU ORKULINDIR ÍS-
LANDS GLEYMDAR?
Hvar, sem við berum niður í
erlendum hlöðum um þessar
muildir, cr ovíiagurit\n ocuxal.
Hvað eigum við að gera, þegar
öll kol og öll olía jarðarinnar ei
til þurrðar gengn? Ýmsir hafa
litið vonaraugum til kjarnork-
unnar, en enn virðist notkun
hennar í hernaðarskyni yfir-
skyggja öll jákvæð not.
Nýlega gat að lesa grein í nor-
rænu blaði með fyrirsögninni:
Eigum við að lifa á sól og vindi?
Inntak greinarinnar var á þessa
leið: Frumskilyrði þess, að mann
kynið geti lifað á jörðinni, er,
að það hafi næga orku til að fram
leiða þær vörur, sem sérhvert nu-
Á meðal þæginda útibús banka
Bankinn í grend við þig, er í nánu sambandi við þig,
hérað þitt og banka um allan heim.
f strjálbygðum héruðum, njóta Canada-búar hinna
sömu þæginda og tryggingar sem í þéttbýli.
Þegar bygöir vaxa, eykst bankaþjónusta í þeim eftir
þörtum.
Það góða við bankarekstur Canada er að forstjóri
hvers útibús, getur frætt þig um f járhagsástandið
bæði inn og út á við. í Canada eru útibú um allan
heim. Hagurinn af þessu bankafyrirkomulagi, er
sniðinn eftir þörfum íbúanna, eins og dags daglega
sýnir sig í þjónustu bankanna.
BANKAR SEM ÞJÓNA BYGÐ ÞINNI
Adv. No. 7-54