Heimskringla - 19.01.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.01.1955, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 19 JANÚAR 1955 tímaþjóðfélag þarfnast. Vanti þessa orku, verða mennirnir að hverfa atur að frumstæðustu lifn aðarháttum. Kunnur enskur vís- indamaður, E. W. Golding, sem er yfirverkfræðingur brezku raf orkumála rannsóknarnefndarinn- ar (Electric Research Ass’n.). hefur sent Unesco álit sitt á við horfinu til orkumálanna. Gold- ing álítur, að birgðir jarðarinnar af olíu og náttúrlegu gasi verðí að mestu þrotnar eftir 50—100 ár. Kol til eldsneytis geti hins vegar ef til vill enzt í 1—2000 ár. Kjarnorku til friðsamlegra nota álítur hann, að ekki verði um að ræða fyrr en eftir hálfa öld, svo að nokkru nemi. Verkfræðingurinn bendir á tvær ótæmandi orkulindir, sem sjálfsagt sé að beizla, áður en allt um þrýtur: sólina og vind inn, en vindar eru mjög háðir magni sólarljóssins. Hér er, ihvað vindinn snertir, ekki um beina nýjung að ræða, því að síðan um 600 hafa vndmyllur verið notað- ar víða um lönd- Golding gerir ráð fyrir, að með því að beizla vinda um heim allan megi vinna orku, er jafngildi 1500 millj. lesta af kolum á ári. Jafnframt er áætlað, að rafmagn frá vind- rafstöðvum muni ekki verða dýt ara en rafmagn það, sem nú er tramleitt með kolakyndingu. Orka sú, er Golding telur, að vinna mætti úr sólarhitanum, er alveg gífurleg eða sem svarar ,17000 milljörðum lesta af kolum á ári. f því sambandi er þess að geta, að í Bell rannsóknarstofn uninni i Bandaríkjunum er ný búið að smíða rafhlöður, sem breytt geta sólarljósinu í raf- straum. Gefa þessar tilraunir, sem eru enn á byrjunarstigi, von um góða raun. í Indlandi er ný- búið að gera uppdrátt að sól- brennara, sem áætlað er, að verði mjög ódýr. Hann verður álíka stór og venjuleg suðuplata og á honum verður hægt að elda mat handa fjögra manna fjöskyldu á hálf-tíma. Ýmislegt fleira er nú á döf- inni í þessum efnum úti í heimi. Veldur tilhugsunin um skort á orku mannkyninu til handa vís- indamönnum og öðru hugsandi fólki sí og æ miklum áhyggjum og heilabrotum. En meðal ann- arra orða: Vita þessir vísu menn ekki um alla ihina mörgu og vatns miklu, ónotuðu fossa á íslandi? Sagt var fyrir tveim árum, aö orkuráðendur í Vestur-Evrópu hefðu verið að svipast um eftir virkjanlegum fallvötnum alli suður til sunnarverðrar Afriku, en hefðu að þeim athugunum loknum komizt að þeirri niður- stöðu, að betur mundi borga sig að semja um kaup á raforku frá íslandi. Vonuðu þá ýmsir, að fossavirkjunardraumar Einars skálds Benediktssonar, þess manns, sem einna hæst hefur hugsað fyrir hönd íslenzku þjóð arinnar, mundu ef til vill senn r*tast. En hvernig hefur þetta stórmál sofnað? Vonandi óttast menn ekki, að verra né áhættu- samara sé að selja héðan rafmagn fyrir nokkur hundruð milljónir róna í erlendum gjaldeyri á ári En sPj^a í íslenzka síldarhapp- c rættinu? Varla mundi það þjóð hættulegra í nokkurri mynd. Er nokkuð verra að selja útlending um rafmagn en t.d. sjávarafurð- —Samtíðin Gísli Sveinsson sæmdur stórkrossi Forseti íslands sæmdi nýlega að tillögu orðunefndar, Gísla Sveinsson fyrrum sendiherra og alþingisforseta, stórkrossi hinn- ar íslenzku fálkaorðu. —Mbl. Vilhjálmur Þór bankastjóri Bankaráð Landsbanka íslands samþykkti á fundi sínum í gser að raða V ilhjalm Þor, forstjóra SÍS, bankastjóra í stað Jóns Árnasonar, sem nú hefur látið ai bankast ‘ órastörfum. -—Mbl. -8. des. Pierre leit vissulega fremur illa út. Hann hafði djúpan skurð á enninu og annan á kinn- inni; andlit hans var fölt með blóðrákum, og bráðabirgða umbúðirnar, sem bundnar voru und ir hökuna, bættu sannarlega ekki útlit hans. Hann hafði sáran höfuðverk, og kvalir í augun- um af að vera svona útleikinn úti svo lengi í hinum sterka sólarhita, en hin eðlilega glaðværð hans var hin sama, og hann svaraði hlæjandi: “Góða ungfrú, þú hefir allt of mikið fyrir mér! Það er að vissu leyti mitt lán að Sigurd kastaði þessum steini—þar sem það varð til þess að þú aumkvast yfir mig. En gerðu þér enga fyrirhöfn; ögn af köldu vatni og hreinn vasa- klútur er allt sem eg þarfnast.” En Thelma hafði þegar byrjað á sínum ein- földu hjúkrunartilraunum. MOeð lipurð og mjúk um handatiltektum kannaði úhn sárin—þvoði þau og bjó um þau vandlega—og svo fór hún, mjúklega og liðlega að því, að Duprez lokaði augunum og óskaði að þessi læknisaðgerð tæki sem lengst. Hún tók vínglasið sem faðir hennar kom með samkvæmt beiðni hennar, og sagði skörulega: “Drekktu nú þetta herra Pierre, og svo verður þú að sitja kyr og hvíla þig þangað til að tími er kominn til að fara fram í skipið; og á morgun hefurðu engan verk í sárunum, það er eg viss um. Og eg held ekki að örin eftir þau ættu að sjást mjög lengi.” “Ef það verður”, svaraði Pierre, “ætla eg að segja að eg hafi fengið sárin í einvígi, og þá verð eg fræg hetja!—Og allar fríðar konur elska mig!” Hún hló—en varð brátt alvarleg. — “Þú mátt aldrei segja það sem er ekki satt,” sagði hún. “Það er rangt að blekkja nokkurn, jafnvel í hva'ð smáu sem er.” Duprez starði á hana undrandi, ekki ólíkur barni sem hefir verið ávítað- “Segja aldrei nema það sem er satt”, hugsaði hann. “Guð minn góð- ur! Hvað yrði mér þá úr lífinu?” Á meðan var gamli Guldmar að skenkja hin- um ungu mönnunum vín og spjalla við þá um leið. “Eg skal segja þér það, Thelrna mín”, sagói hann alvarlega, “að eitthvað er alvarlega rangt við Sigurd okkar. Aumingja drengurinn hefir alltaf verið auðsveipur og viðráðanlegur, en í dag var hann eins og villidýr—fullur af hrekkjum og mótþróa. Eg harma það mikið! Eg er mjög hræddur um að sá tími geti komið, að hann verði of hættulegur til þess að vera í þjón ustu þinni barn”. “Ó, pabbi!” rödd hennar var þrungin af kvíða og trega—“vissulega verður það aldrei! Honum þykir of vænt um okkur til þess að vinna okkur nokkurt mein—hann er svo þægur cg þýðlyndur!” “Það getur verið!” sagði gamli bóndinn, og hristi höfuðið, efandi. “En þegar vitið er ekki heilbrigðt, þá er heilinn eins og kjölfestulaust skip—siglingin verður aldrei örugg, Hann mundi ekki meina neitt ilt, ef til vill—og þó gæti hann orðið hættulegur í æðisköstunum, og iörast þess jafnskjótt á eftir. Það er gagnslítið að fárast þegar skaðinn er skéður—og eg játa það að eg er hræddur við það hvernig hann hef- ir hagað sér í dag”. “Eftir á að hyggja”, sagði Lorimer, “það minnir mig á að Sigurd hefir tekið það í sig að leggja alveg óvenjulega mikla fæð á Philip. Það er kynlegt, en það er satt. Ef til vill er það sem æsir taugar hans. “Eg hefi tekið eftir því sjálfur,” sagði Err- ington, “og það hryggir mig mikið, því eg heti ekki gert honum neitt á móti sem eg get munao. Hann beiddi mig vissulega að fara í burtu heðan úr Altenfirðinum, og eg neitaði þvi eg hafð: ekki neina hugmynd um að honum væri svo mik il alvara með að eg léti að þessari beiðni hans. En það er mjög augljóst að hann virðist ekki geta þolað nærveru mína.” “Og þá!” sagði Thelma, blátt áfram og kvið vænlega, “hlýtur hann að vera mjög veikur vegna þess að það er öllum eðlilegt að falla þú vel í geð.” Hún talaði í sakleysi, og af hjartans sannfæringu; augu Erringtons leiftruðu og hann brosti—það var eitt af þessum sjaidgæfu þýðlegu brosum hans, sem ljómaði upp allt and- litið. “Það er mjög fallegt af þér að segja það, ungfrú Guldmar!” “Það er aðeins sannleikur!” svaraði hún hreinskilnislega. Á því augnabliki birtist rjótt og blómlegt andlit í dyrunum með spyrjandi augnaráði. “Já, Britta!” sagði Thelma brosandi; “við erum alveg tilbúin.” Andlitið hvarf samstundis og Olaf Guldmar bauð þeim fram í eldhúsið, sem var meðfram borðstofa, þar sem ríkulegur kvöldverður stóð reiðubúinn á stóra, fægða greniviðarborðinu. Stóri hægindastóllinn bónd- ans var færður þangað handa Duprez, sem, þó að hann héldi því fram að hann væri skemmdur á eftirlæti, virtist kunna því vel; og brátt voru þau öll sezt við hið vistumhlaðna borð, að Brittu meðtaldri. Á borðinu glampaði fornog fagur silfurborðbúnaður og útlent postulín á snjó- hvítum heimaunnum borðdúk. Professional and Business — Directory—=— Eftir nokkrar mínútur hófst glaðvært sam- tal. Macfarlane kepptist við hinn síkurteisa og glaðværa Duprez að hæla Brittu, sem var nógu lagleg og aðlaðandi til þess að verðskulda slíkt, og sem var, auðsjáanlega meira, en einföld þjón- ustau stúlka, þar sem hún var mjög handgengin sinni ungu húsmóður, og þar sem litið var á hana eins og eina af fjölskyldunni. Það ríkti ekkert fálæti eða kuldi í þessum félagsskap, og ómur- inn af hinum glaðværu röddum bergmálaði í háu lofthvelfingunni. Þau nutu öll til fullnustu þessarar ágætu máltíðar, og hinn hái dillandi hlátur bóndans yfir einhverju snjöllu gaman- yrði Lorimers, hafði rétt, hljómað gegnum hús- ið, þegar kuldaleg og óþýð rödd iheyrðist kaila hátt: “Olaf Guldmar!” — Það varð skyndileg þögn. Allir litu hver á annan undrandi. — Aftur var kallað: “Olaf Guldmar!” “Já!” þrumaði bóndinn gremjulega, og1 snéri sér snöggt við í stólnum. “Hver hrópar á mig? “Það geri eg!” og ihá og visin kvenvera kom í áttina til þeirra og staðnæmdist í dyrunum, án þess að koma alveg inn. Hún lét dökkt sjal, sem hún hafði haft yfir sér, falla niður á herö- arnar, og úfna hárstrýið hékk niður með visnum cg hrukkóttum vöngum hennar, og dökku aug- un hennar glömpuðu illgirnislega þegar hún renndi þeim yfir ihópinn. Britta rak upp dálítið hljóð, þegar hún sá hver' komin var og án þess að hugsa um hvort það yrði talin ósiðsemi eða ekki, grúfði höfuðið ofan að treyjuermi franska mannsins, og verður að segja Duprez það til maklegs hróss, að hann brást mjög vel við þvi! Bóndinn reis úr sæti sínu og svipur hans var orðinn harðúðlegur. “Hvað vilt þú hingað Lovísa Elsland? Hefir þú gengið alla leið frá Talvig í heimsókn sem getur engra hluta vegna verið kærkomin?” “Eg veit vel að eg er enginn aufúsugestur hér,” svaraði Lovísa, með lítilsvirðingu, og tók eftir hræðslu Brittu og undrunarsvipnum á Err- ington og vinum hans, “eg verð aldrei boðin Velkomin hér við neitt tækifær, og allra sízt þegar setið er að veizlu og sumli—því hvet gæti svo sem tekið á móti boðskap himnaföðurs- i ins, sem hefir munninn útroðinn af ljúfmeti ogj heilann ruglaðann af áfengum vínum? Já, þrátt | fyrir það allt—þrátt fyrir misgerðir þínar og I ranglæti Olaf Guldmar er eg hér komin, styrkí l af guðlegum krafti, þori eg að stíga fæti inn á þitt andstyggilega heimili, 0g krefjast—einu * sinni enn réttar míns. Láttu barn minnar látnu j dóttur af höndum við mig! Skilaðu aftur þessari villuráfandi stúlkukind, sem ætti að vera stoð mín og styrkur í elli minni og allsleysi, og væri það, ef þú hefðir ekki vélað hana frá mér með heiðinglegum tálsnörum — slepptu henni, og segðu henni að fara iheim með mér til míiis eyði- lega bústaðar. Gerirðu það, skal eg koma í veg fyrir það, reiðarslag sem hvílir ógnandi yfir bú- stað þínum—eg skal stöðva hið svarta ský tor I tímingarinnar—eg skal afstýra reiði Guðs.—Já, vegna hins liðna—vegna, hins liðna!” Síðustu orðin tautaði hún í lágum hljóðum, við sjálfa sig, eftir það sveipaði hún að sér sjalinu, og beið eftir svari. “Það sver eg við alla guði feðra minna!” hrópaði bóndinn, með reiðiþrunginni rödd, “að þetta yfirgengur allan minn skilning og þolin- mæði! Hefi eg ekki margsinnis sagt þér, heimski vesalingur! að dóttur-dóttir þín er enginn þræll hún er frjáls—frjáls að fara til þín aftur ef hún vill; frjáls að dvelja hjá okkur, þar sem_ hún virðist hafa fundið ánægjulegra heimili heldur en þinn aumlega kofa í Talvig. Britta!” og hann sló hnefanum í borðið. “Líttu upp, barn! Láttu í ljósi þinn eigin vilja. Þú býrð yfir nægi legum viljakrafti og sjálfstæði. Hér er þinn eigin ættingi. Viltu fara með henni? Hvorki eg eða húsmóðir þín skulum aftra því á nokkuru hátt að þú gerir það sem þú heldur að sé þcr fyrir beztu.” x Britta leit upp svo skyndilega að Duprez— sem hafði fundist notalegt að litla höfuðið hvíldi við handlegg hans—hrökk við, og ennþá meira undrandi varð hánn, þegar hann sá kaida þrjózkusvipinn, sem kominn var á ihið, litla kringlótta andlit stúlkunnar.—“Fara með þér;” æpti hún hátt, og beindi orðum sínum að gömlu konunni sem stóð í sömu sporum og virtist hin rólegasta. “Heldurðu að eg sá búin að gleyma hvernig þú fórst með móður mína, og hvernig þú barðir mig og sveltir? Þú vonda gamla kona! Hvernig dirfistu að koma hingað? Eg skammast mín fyrir þig! Þú hræddir móður mína til dauða —það veiztu að þú gerðir! Og nú ætlar þú að gera það sama við mig! En það tekst þér aldrei! Það get eg sagt þér! Eg er nogu gömul til að gera eins og eg vil, og eg vildi heldur deyja heldur en búa hjá þér!” Að svo mæltu brast hún í grát af æsingnum og reiðinni, og skeytti engu þótt Duprez reyndi að hugga hana, og ryddi úr sér heilli þulu af ihrósyrðum á frönsku. QfGoe Phoae 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appoiratment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögirœðingai Bank oí Nova Scotia Blde- Portage og Garry St S(mi 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLIN’IC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inaurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994 Fresh Cut Flowers Daiiy. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST4 Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úSLúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phene 74-7474 Winnipeg c— M. Einai'sson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 44395 V- Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronio General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 724315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing. Addressing, Typing r Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. r'” '\ FINKLEM AN OPTOMETRISTS and OPTICj^ANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjuin kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingnm, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi S.. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 1 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afimÉliskökur gerðar samkvæmt pontun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Gut Flowen Funeral Designs, Corsageís Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 \ GRAHAM I’.AIX & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 _Rts. Ph. 3-7390 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU p— Hafið HÖFN í Hug l ICELANDIC OLD FOLK HOME SOCIETY — 3498 Osler Street ■ Vancouver 9, B. C. 1] JACK POWELL, B.A. LL BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederation Building, Winnipeg, GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 S_______________ IMMORTAL ROCK ----ihin nýja verðlaunasaga eftir , frú Laura Goodman Salvarson, fæst nú í Bjömsons’ Book Store 'að 702 argent Ave. Winnipeg, og kostar $3 50 (Canadiari noney). i Póstfrítt út á land. H E R E ..NOW! ToastMaster mightV* FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, j. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.