Heimskringla - 02.03.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.03.1955, Blaðsíða 1
247 MAIN — Phone 92-3311 LXIX, ÁRGANGUR CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 818 PORTAGE S.---------------- NÚMER 22. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR GULLNA HLIÐIÐ Eins og auglýst er á öðr- um stað í blaðinu, ætlar unga fólkið, sem nýlega er komið hingað frá íslandi (Leikfélag landans) að sýna fáeina þætti úr hinu vinsæla leikriti Davíðs Stefánsson- ar, Gullna hliðinu. Er þess skemmslt að minnast, að Gullna hliðið var sýnt í þjóð- leikhúsinu í Reykjavík 21. janúar s.l. á sextugsafmæli höfundarins. Er þess að vænta, að ís- lendingar í Winnipeg fjöl- merini á leiksýningu þessa og hylli þannig það hinna yngri íslenzkra skálda, er notið hefur almennastra vin sælda vestan hafs. Á undan leiksýningunni verður söngur fjögurra stúlkna. Samkoman hefst kl. 8:15 bæði kvöldin. Stórblað kennir íslending- um um dauða brezkra sjómanna f fréttagrein, sem brezka stór- blaðið Daily Mail birtir fyrir nokkru, er slík fádæma illkvittni í garð íslendinga og rangfærsl- ur, að einstakt má teljast, þegar í hlut á stórblað. Lætur blaðið orð að því liggja, að íslendingar séu “meðsekir”, er brezku togar- arnir Roderigo og Lorella fór- Ust í mannskaðaveðrinu mikla ut af Horni á dögunum. E>essi grein birtist í Daily Mail hinn 28. jan. Segir blaðið, að það sem brezkir togarasjó- menn kalli “dauðafrost” og var þess valdandi að ís hlóðst utan á skipin, hafi valdið því að þeim hvolfdi. “Dauðafrostið” skall einnig á Egil rauða, sem var á svipuðum slóðum og fór hann á hliðina, heldur blaðið áfram. j Þar eð togarinn Egill rauði er íslenzkur togari, segir blaðið, og því leyfilegt að sigla inn fyrir 12 mílna bannsvæðið (!!) gat togarinn verið nser landi en hin- ir brezku. |Björgunarsveit tókst að skjóta björgunarlínu um borð í Egil rauða og bjarga 26 mönnum af áhöfn hans, en af togaranum fór- ust 10 menn segir blaðið og end- urtekur töluna, til þess eins að undirstrika muninn, á manntjóni Breta og íslendinga, en blaðið g«tur þess réttilega, að með hfezku togurunum tveim hafi farist 40 menn. Slík frétta og staðreyndaföls- un, sem hér hefur átt sér stað hjá brezka stórblaðinu, sem kem ur út í milljóna upplagi, er ekk- ert hégómamál fyrir okkur fs- lendinga. Hér fyrirfinnst ekki 12 mílna bannsvæði. Fiskiveiðitakmörkin eru miðuð við 4 milur og inn fyr ir Þá línu er öllum skipum leyfi legt að sigla, t.d. leita vars, og umræddan dag voru brezkir tog arar i vari undir Grænuhlíð, m. a. brezki togarinn Andanes, sem veitti aðstoð við björgun skips- hafnarinnar á Agli rauða. - Brezku torgararnir Roderigo og Lorella, voru að því, sem fregnir herma í 40—50 sjómílna fjarlægð út af Horni. Maður fer nærri um hug hins abnenna og óupplýsta lesanda ^aiiy Mail” til íslendinga, við ^estur fréttagreinar þessarar. ^að er því ekki ósönngjörn krafa ab fslendingar verði á opinber- um vettvangi beðnir afsökunar á skrifum stórblaðsins og að rit- stjóri þess geri hreint fyrir sín- um dyrum í máli þessu. —Mbl. 5. febrúar Niður með gálgann Nefnd hefir verið kosin úr báðum deildum Ottawaþingsins til þess að rannsaka breytingar á hegningarlöggjöf landsins. Til að athuga þetta mál sem bezt, hefir fulltrúum frá fylkj- um landsins verið boðin þátttaka í fundum þingnefndar. Malið sem fyrst kom til athug- unar, voru hengingar og hýðing- ar. Tók fulltrúinn frá Saskatche- wan þar fyrst til máls. Kvað hann fyrir löngu mál komið, að rífa gálga landsins niður. Líf- láts hegningu ætti að nema úr lögum, nú þegar. Pyndingar væru og í fullu ósamræmi við hugsunarhátt vorra tíma. Reynsla þykir nú fengin fyrir því, að líflátshegning dragi ekki úr morðglæpum. Jafnvel þó þeim hafi fækkað á Bretlandi, er líflátnir eru, virðist morðtil- hneigingin ekki hafa minkað hjá mönnum. Sex fylki í Bandaríkjunum hafa afnumið líflátsdóma. Eru öll þessi ríki í tölu 10 ríkja, er fæst morð hafa. En það hefir þó ekki afnumið morð. Morð virðast meira áhræra heilbrigði en nokkuð annað. Ráðið til að útrýma þeim, er því lækning, eins og oft hefir verið sagt. Frá sambandsþinginu fáum við að sjálfsögðu síðar fréttir af þessu máli. Rauðskinnar Indíánar Ameríku hafa frá því fyrsta verið kallaðir rauð- skinnar. Þeir hafa verið taldir af Mongólum í Asíu komnir. En nú hefir fræðimaður einn, dr. Richard MacNeish að nafni fundið forn mannabein og áhöld úr steini norður við Firth River, er hann var þar á s.l. sumri í kenslufríi sínu. Er hann á því að þessar leifar séu af rússnesk- um Síberíubúum og þeir muni hafa verið fyrstu menn er hing- að komu og fyrstu íbúar Canada og allrar Ameríku. Það á að gera Út um þetta með rannsókn- um á aldri leifanna með nútíðar áhöldum. En fyr en sú rannsókn sýnir sannleikann í þessu máli, er ekki til neins að vera að gera sér í hug um samband orð- anna rauðskinni og Rauð-Rússi. Alaska teygir sig nu samt langt út í hafið eða meira á móti Síberíu en Kína. Og hver veit nema að Síbería hafi fyrir óra tíma verið byggilegri en nú og á daginn geti komið að Rússar eigi Canada en ekki við, sem nú búum hér? Sjö vikur liðnar og enn talað! Blaðinu Financial Post fórust orð í sðustu vikulok um Ottawa- þingið á þessa leið: Sambandsþingið hefir nú starf að í sjö vikur, það er, unnið 4i/2 dag á viku, og 5% kl.st. á hverj- um degi. Það er orðinn talsverð ur vinnutími. En hvað liggur nú eftir þingið? Aðeins tvent, enn sem komið er. Það hefir samþykt að leyfa Vestur Þýzkalandi að sameinast Atlanzhafsþjóðunum í vörnum Evrópu. Og það hefir samþykt framlengingu á atvinnuleysis- tryggingum verkamanna. Þetta er alt sem þingið hefir á sjö vikum í ló komið. Mest af hinum dýrmæta þing- tíma hefir verið helgaður um- ræðum um hásætisræðuna. Hafa stjórnar andstæðingar sjaldan komist af með minna en 40 mín- útna ræðu hver. En það getur þó ekki mikið heitið hjá tveggja klukkutíma ræðum, eins og þeirri, er Pickersgill flutti um hinn mikla fólksinn-flutning til þessa lands, Canada til þrifa, en sem á 10 árum frá 1941—1951, nam þó ekki nema Yz miljón manna alls! Á ræður þessar end- ast fáir til að hlýða. Er áheyr- enda hópurinn oftast 12 manns, auk eins þriðja til helmings þingmanna. Kvarta þingmenn undan því, hve áhugalaus almenn ingur sé og telja eftir sjá í hve fáment sé á áheyrenda pöllun- um. En auðvitað hafa þeir enga hugmynd um, að tími almenn- ings geti einnig verið dýrmætur og sé að minnsta kosti dýrmæt- ari, en að sitja undir masi þing- manna. Um orðið “Royal” Blaðið Toronto Globe and Mail, bendir nýlega á það, að orðið “Royal” sé að verða eitt af þeim orðum, er Canadastjórn láti sér ant um að útskúfa. Ástæðan fyrir að blaðið minn- ist á þetta, er sú, að CPR félagið fór nýlega fram á að nefna sér- staka lest, er gengur milli Mon- treal og Vancouver “Royal Can- adian”, en stjórn Canada neitaði að löggilda nafnið. Þetta þykir mjög skrítið, ekki sízt, þar sem CPR rekur hótel í Toronto, sem heitir Royal York. Og ætli að nú verði farið að þurka nafnið Royal Mail af öll- um póstvögnum, byggingum og skrifstofum, er það bera um alt landið. Engu hefir verið lýst yfir um að nota ekki orðið Royal. Stjórn in bara þurkar það út, þar sem 'henni sýnist, eins og orðið “dom inion”, sem hún hefir verið að má af spjöldum sögu landsins. í Canada eru engin lög fyrir þessari útskúfun vissra orða. — Það fór t.d. nýlega fyrir fjár- málarétt Canada, að skera úr hvort nota mætti orðið “Royal” í registruðum vörumerkjum. Rétturinn úrskurðaði, að á móti notkun orðsins væru engin lög í Canada. CPR getur því þrátt fyrir þetta tekið orðið upp, ef því sýn ist. PÁLL S. PALSSON: Minningar frá Islandsferðinni 1954 Byron Geslison, Faye Bearson, Victor Leifsort, vara-forsetar hundrað ára hátíðarnefndarinnar í Utah, og John Y. Bear- son forseti nefndarinnar HUNDRAÐ ÁRA AFMÆLI ÍSLENDINGA í ÚTAH Dagana 15., 16., og 17 júní n.k. mun íslendingafélagið í Utah halda minningarhátíð í tilefni af hundrað ára afmæli fyrsta ís- lenzka landnámsins í þessari álfu,—en það var í Spanish Fork, Utah og hófst árið 1855. Herra Petur Eggerz frá sendi- ráði íslands í Washington, verð- ur virðulegur fulltrúi íslands á hátíðinni. Afkomendur fslendinga í Utah hafa haldið íslendingadag 2. ág- úst svo árum skiftir. Var hátíða- hald þetta sérstaklega vel sótt s.l. sumar og hófst við það tæki- færi undirbúningsstarfsemi fyr- ir hundrað ára afmælið. Nefnd var kosin og er formaður henn- ar John Y. Bearson, en vara-for- setar, Victor Leifson, Faye Bear son og Byron Geslison; skrifari og féhirðir er Lois B. Christen- sen, en upplýsingastjóri Will- íam M. Johnson. Aðalnefndinni hefir verið skift í margar deildir og er hver deild önnum kafin að undirbúa veglega hátíð. Verður nánar getið um hátíðahöldin síð ar. Eftir bréfum er eg hefi fengið frá Jóhn Bearson verða hátíða- höldin afar fjölbreytt og við- hafnarmikil, og bað hann mig að sjá um upplýsingastarfsemi hér í tilefni af hátíð þessari, þegar að því kæmi. Nýlega kom bréf frá William Johnson, upplýs ingastjóra nefndarinnar, þar sem hann biður mig að hefjast handa og byrja með því að birta eftir- farandi boð til íslendinga í blöð unum. Og vil eg hér með birta það orðrétt: “To commemorate the establish- ment of the first permanent Ice- landic settlement in America, the Icelandic Association of Utah extends a gracious invita- tion to all people of Icelandic descent to join with them in the Icelandic Centennial Celebra- tion to be held June 15—17, 1955 at Spanish Fork, Utah. “This settlement was made by sixteen Icelandic pioneers who came to Utah in the years 1855- 1856-57. “The celebration will begin with a religious service June 15th and continue on the even- ine of June 16, and all day June 17th. “We are very desirous of a representation of all Icelandic groups throughout the United States and Canada.” Eg hef haft náið samband við Utah íslendinga í s.l. tíu ár og hafa verið birtar um 7—8 grein- ar um þá í timaritinu Icelandic Canadian. Sag;a þeirra er afar fróðleg og mikill menningar bragur á öllu starfi þeirra. Er hugmyndin að bi'rta nokkrar greinar um Utah-íslendinga í ís- lenzku blöðunum hér í tilefni af hátíðinni, því fslendingar hér munu hafa áhuga á að fræðast um þessa ágætu þjóðbræður vora. Óefað fara hópar af fólki úr öllum íslenzku byggðunum á Hundrað ára Hátíðina í Spanish Fork í sumar. Hólmfríður Danielson Inngangurinn að þessum sund urlausu ferðaminningum verður stuttur, en eg get ekki látið hjá líða að taka fram í byrjun þessa máls fáein atriði viðvíkjandi heimferð okkar hjónanna síðast liðið sumar, sem við ekki höfum haft tækfæri að þakka fyrir á viðeigandi hátt, og eru þau atriði j þó stór þáttur í keðju þeirri sem við höfum steypt úr endur- minningunum um þessa ógleym- ianlegu ferð. | Stuttu áður en við fórum frá 1 Gimli, söfnuðust nokkrir vinir J okkar saman til þess að kveðja okkur að heimili Ted og Marj- | orie Árnason- Voru okkur færðar þar hugheilar árnaðaróskir og gjafir, sem við þökkum hér með. Skinu þessar vina-óskir á loft- vegum okkar heim til íslands. Annað atriði sem eg vil minn- ast hér, er kvöldið -sem nokkrir vinir heimsottu okkur á heimili dóttur okkar og tengdasonar í Elmwood. Minningarnar, sem i sú heimsókn skildi eftir, urðu að björtum geislum sem fylgdu ofckur skýjum ofar til landsins ógleymanlega, íslands. Ekki yfir gáfu þeir okkur þar, heldur hafa þeir skinið bjart á minnngahimn inum altaf síðan, og munu svo gera til daganna enda. Mánudagsmorguninn 7. júní, 1954, lögðum við á stað frá Win- nipeg. Var fjöldi vina og vanda- manna á loftstöðinni að kveðja okkur. Vegna óvenjulegs óveð- urs, sem geysað hafði um vestur fylkin, kom ekki loftskipið sem við áttum að fara með til Tor- onto, en eftir tveggja klukku- stunda töf var annað loftfar sent með farþegana austur, en þessi bið varð þess valdandi, að við urðum strandaglópar í Toronto, og komum því ekki til New York fyrr en um miðnætti, í stað þess að áætlunin var að koma þangað um miðjan dag. Þegar til gistihússins var kom- ið höfðu herbergi okkar verið leigð öðrum, en fyrir lipurleik gestgjafans var okkur holað hér og þar í gistihúsinu, án þess að yfirvega giftinga-vottorð eða aðrar stjórnarskýrslur, og þegar fundur var haldinn í farþega- félagi okkar morguninn eftir, en við vorum fimm í því félagi, var það allra álit að vel hefði skip- ast, og allir voru ánægðir með sinn hlut, Eg, fyrir mitt leyti, var ánægður yfir valdstjórnan gestgjafans, “og víkkaði bólið mitt einn.” New York get eg aðeins líkt við hreinsunar-eldinn, sem við lesum stundum um í katólskum fræðum, enda dreymdi mig þann veg um nóttina. Eg reyndi samt af alefli að sporna á móti þeirri hugsun, eg reyndi að telja mér trú um að dvölin þar yrði stutt, og að við værum á leið til fyrir- heitna landsins, og að tímalengd- in sem við dveldum á þessum stað yrði ákveðin eftir þvi hve mörg eða fá góðverk við höfðum unnið áður en þangað var kom- ið, því sjálfsagt fanst mér að þeir hefðu skrásetjara við hreins- unar-eldinn, sem svaraði til embættis Péturs í Paradís. En sjálfsagt var þetta nú allt saman heilaspuni sprottin upp af gamalli hjátrú og hræðslu við að fara í verri staðinn eftir dauð- an, en eg var áreiðanlega bráð- lifandi, og máli mínu til sönn- unar dreif eg mig fram úr rúm- inu og fór að ganga um gólf það sem eftir var nætur. Það sem eftir lifði nætur leið við fagrar endurminningar frá fyrri árum þegar eg var að alast upp á íslandi, og var það mun meira við mitt skap heldur en hugsunin tun hreinsunar-eldinn, sem eg algerlega hratt burt úr huga mínum. Heim til íslands var ferðinni heitið, og nú var sú stund óðum að nálgast að lagt væri á stað frá gistihöllinni miklu í New York á leið til flug- vallarins. Það, að stíga upp í íslenzkt flugfar og vera boðinn velkom- inn af fagurri “flugfreyju” á ís- lenzku tungumáli, fer eins og heitur straumur um allar þínar æðar, sem svo ber það beina boð- leið til hjartans. Þar byrjar hið ógleymanlega, forsmekkur þeirr ar miklu sælu sem í vændum er, og sú sæla er mikil og minnis- stæð- íslenzkir starfsmenn hins mikla flugdreka, sem nú er stíg- ið upp í, ávarpar mann á ís- Ienzku, hæverskir, brosmildir og vingjarnlegir. Manni verður ósjálfrátt og Ijúft að treysta þeim fyrir lífi sínu sem nú er að byrja í loftinu í stað þess að hafa verið jarðfast frá fæðingu. Djarfir menn, sterkir menn, lærð ir menn, glæsilegir menn, standa nú á verði um líf þitt, með það eitt í huga, að skila þér heim til ættjarðarinnar langþráðu, og framkoma þeirra fullvissar þig um það, að þekking þeirra á þeim öflum sem þeir hafa í hendi sinni, muni skila þér til fyrir- heitna landsins, með aðstoð hins mikla eilífa anda, sem í öllu og alstaðar býr. Flugdrekinn klýfur skýin og svífur áfram í sólskini ofar öll- um skýjabólstrum, skýin og þok- an verða að útliti eins og dún- bingur, eða uppbúið rúm sem þægilegt væri að hvílast á, en stundum svipar þeim til ísbreiðu, þar sem ísinn er hrannaður, eins og oft vill verða á Winnipeg- vatni. Samt fanst mér þau oftar líkjast dúnsæng, og var mér það nokkuð geðfeldara. Að lifa þá stund að sjá sólar- lag ofar skýjum er svo guðdóm- legt fyrirbrigði, að aldrei mun gleymanst. Þar birtist sú mynd sem engin jarðnezk hönd getur málað. Sú mynd er máluð aðeins af Honum, sem málara og lista- menn hefir skapað. Svo er það um tvo klukkutíma áður en lagt er á hið breiða At- lanzhaf.—Fólkið sem flugdrek- anum stjórnar tekur sér stutta hvíld á meðan að þeir sem trúað er fyrir að líta eftir að allt sé ábyggilegt til hins mikla flugs eru að verki sínu. Svo er lagt á hafið. Nóttin hefir þanið vængi sína yfir land og haf, á þvi svæði, en um leið og þú lítur i andlit þeirra sem drekanum stjórna, er fullvissa fengin fyrir öryggi því sem mannleg vizka, tækni og lærdómur geta látið þér í té, og þú stígur léttum fet- um upp stigann og tekur sæti þitt, og innan skamms breiða mjúkar hendur flugfreyjunnar íslenzka ullar-ábreiðu yfir þig og lætur mjallhvítan dúnkodda undir höfuð þitt, og þá er þitt, að sofna, dreyma eða hugsa. Næsta atriði er, að ísland birt- ist þér í allri sinni dýrð. Morg- unsólin gyllir haf og hauður. Jöklarnir horfa til þín hljóðir og mjallhvítir, þeir bjóða þig velkominn, en þú verður að hafa kynst þeim til þess að skilja hvað býr þeim í brjósti. Undir Framh. á 2 síðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.