Heimskringla - 02.03.1955, Síða 3
MARZ 1955
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
WINNIPEG,
2.
sem félag vort getúr naumast lát
ib sér óviðkomandi. Enda þótt
útflutningsstraumurinn slitnaði
um allt-langt árabil, varð þessi
flutingur Vestmannaeyinganna,
fyrst til Kaupmannahafnar árið
1854, og svo alla leið vestur til
Utah hið naesta ár, forboði þeirra
miklu tíðinda, að íslendinga-
byggðir' voru stofnsettar víðs-
vegar hér í álfu.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri Reykjavíkur, og frú, eru
væntanleg hingað til Winnipeg,
24. marz. Koma þau hjónin hing-
að í boði Háskóla Manitobafylk-
is og Þjóðræknisfélagsins, og
mun Gunnar flytja fyrirlestur
við háskólann og nokkur erindi
hér í borginni og nágrenni.
Stjórnarnefndin hefir kosið í
undirbúnings- og móttökunefnd
þá Gretti L. Jóhannson, Finn-
boga Guðmundsson og séra Phil-
ip M. Pétursson.
Milliþinganefndir, sem skipað
ar voru á þingi s.l. vetur, munu
gera grein fyrir störfum sínum
nú. Er þar um að ræða Laga-
breytingarnefnd, sem falið var
að athuga nauðsyn þess að end-
urskoða lög félagsins með sér-
stöku tilliti til afstöðu deilda
félagsins á Kyrrahafsströndinni.
Þá er einnig nefnd í Samningu
kennslubókar í íslenzku við hæfi
vestur-íslenzkra barna og ungl-
inga; svo og Skógræktarmála-
nefnd og Húsbyggingarmála-
nefnd.
Af þessum lestri er það ljóst,
að félag vort hefir mörgum verk
efnum að sinna, og mörg vanda-
mál að leysa. En það ætti ekki
að skjóta mönnum skelk í
bringu. Ef félag vort hefði eng-
invandamál til meðferðar, væri
það dautt. Dauð félög hafa eng-
invandamál. VitS höfum nú fylkt
liði til þess að glíma við vanda-
málin og verkefnin og leysa þau.
Verkefnið mesta er viðreisn og
viðhald þeirra deilda félagsins,
sem örðugast eiga uppdráttar og
standa höllum mæti. í því efni
er vert að athuga hvort félagið
er þess megnugt að ráða út-
breiðslu stjóra til að ferðast um
byggðirnar einhvern hluta árs-
ins. Þar sem líkt stendur á um
félagssamtök eins og hjá okkur,
er það jafnan talið nauðsynlegt,
og jafnvel lífsnauðsyn að ráða
slíkan starfsmann.
Um leið og eg fel þinginu mál
vor til afgreiðslu, þakka eg
stjórnarnefndinni ánægjulega
samvinnu á árinu.
BLOOD BANK
TMIS
SPACE
contributed
B Y
DREWRYS
MANI.JOÍA
D I V I $ I 0 N
WESTERN
CANADA
BREWERIES
L I M I T E D
HD-S52
Thelma
(RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI)
Stúlkunni varð dálítið bilt við þegar hún
sá þá fara svo skyndilega, og stóð upp úr stein
hásætinu í flýti. Errington hafði lagt blysið til
hliðar til þess að geta hjálpað henni með báðum
höndum ofan af klettastallinum; en feimni
hennar og taugaóstyrkur yfir því, að vera skilin
eftir ein með honum gerði hana reikandi á fót-
um—hún var æst og áköf að komast út á eftir
hinum og í fátinu skrikaði henni fótur, og var
nálega dottin.
Á næsta augnabliki hafði hann gripið hana
: faðm sinn, og vafði hana að sér í æstri geðs-
hræringu. “Thelma! Thelma!” hvíslaði hann,
“eg elska þig, yndið mitt—^eg elska þig!”
Hún titraði í hinum sterku örmum hans og
reyndi að losa sig, en hann þrýsti henni aðeins
fastar að sér, án þess tæplega að vera sér þess
meðvitandi, en honum fannst á því augnabliki,
að á þessari yndislegu veru í faðmi hans hvíldi
öll þungamiðja heimsins, öll hans tilvera, öll
hans 'lífshamingja—og uppfylling allra hans
fegurstu framtíðardrauma. Svimandi sælutil-
finning gagntók hann allan. Glitrandi hellirinn
gekk í gullnum bylgjum fyrir augum hans —
það var ekkert til lengur—enginn alheimur, eng
in tilvera—ekkert nema ást, ást, ást, sem brauzt
eins og ólgandi flóðalda út í hverja taug og æð
í líkama hans.
Hann leit upp, og sá á eftir vinum sínum
sem voru nálega komnir út að hellismunnanum.
Þar myndu þeir líta aftur og — “Fljótt,
Thelma!” og heitur andardráttur hans snerti
kinn hennar. “Yndið mitt! Ástín mín! ef þú ert
ekki reið—þá kysstu mig! Eg mun skilja það!”
Hún hikaði. Það augnablik óvissu og kvíða
fannst honum eins langt eins og gangur ald-
anna eða hringbrautir hnattanna. Hún lyfti
höfðinu feimnislega. Hún var mjög föl, og
andaði ótt.
Hann horfði á hana í þögulli, kvíðafullri
eftirvæntingu—og sá í hálfbirtunni móta fyrir
hinu fagra andliti hennar sem virtist færaSt
nær honum. Svo fann hann snertingu—mjúka
og fína eins og rósablað, þrýst á varir sftiar—
og «itt töfrandi augnablik gleymdi hann öllu—
hann sveif eins og París — í lýsingu Hómers—
á gullskýi, og vissi ekki hvort hann var á himni
eða jörðu. “Þú elskar mig, Thelma?” hvíslaði
hann frá sér numinn af undrun og gleði. “Eg
get ekki trúað því, ástin mín! Segðu mér að þú
elskir mig?”
Hún leit upp. Ný ósegjanlega dýrðleg gleði
skein úr augum hennar og ljómaði upp kafrjótt
andlitið—þögul sælukennd nývaknaðrar, sak-
lausrar og hreinnar ástar. “Elska þig?” sagði
hún svo lágt og þýtt, að það hefði getað verið
hvísl Ijósálfs, sem hefði svifið framhjá. “Já!
meira heldur en mitt eigið 'líf!”
.14. KAFLI
“Hello!” hrópaði Guldmar, hátt, og skim-
aði inn í skuggalega ganginn sem lá inn í hell-
irinn, og sem dóttir hans og Errington komu
bráðlega út úr. “Jæja, hvað seinkaði ykkur,
rengur minn? ViÖ héldum að þið væruð rétt á
eftir okkur. Hvar er blysið þitt?”
“Það slokknaði á því”, svaraði Philip fljótt,
um leið og hann hjálpaði Thelmu sérstaklega
kurteislega yfir sleipa steina fyrir utan hellis-
munnann, “og okkur gekk dálítið erfiðlega að
rata út”.
“Þú hefðir nú getað hóað í okkur”, sagði
Macfarlane dálítið tortryggnislega, “og við hefð
um lýst ykkur út.”
“Ó, það var ekkert alvarlegt!” sagði Thelma
með töfrandi brosi. “Philip barón virtist rata,
°g það var nú ekki svo mjög dimmt þarna inni”.
Lorimer leit á hana og las allt greinilega
sem letrað var í ánægjulega andlitinu hennar.
Það dofnaði sem snöggvast dálítið yfir honum,
en hann tók eftir því að gamli bóndinn var að
athuga dóttur sína með snert af þykkju og
undrun, hann ásetti sér að reyna að leiða athygli
allra hinna 'frá því hvað hún var kafrjóð, og
hvað augu hennar ljómuðu skært af gleði. “Jæja
þið eruð bæði komin heil og ómeidd”, sagði
hann, glaðlega, “og eg vil fastlega ráðleggja að
engar frekari tilraunir verði gerðar til að rann-
saka Soroe-eyjuna í dag. Lítið á loftið; og rétt
núna heyrði eg þrumuhljóð.”
“Þrumuhljóð!” hrópaði Errington. “Eg
heyrði það ekki!”
“Það þori eg að segja að þú segir satt!”
sagði Lorimer, og bsosti dálítið. “Samt heyrðum
við það fremur greinilega, og eg held að okkur
sé bezt að halda fram í skipið.”
“Það er ágætt!” sagði Philip, og stök^t
glaðlega upp í bátinn til þess að hagræða sess-
unum í skutnum fyrir Thelmu.
Aldrei hafði hann verið fríðari eða glæsi- [ ,*•
legri útlits, eða verið eins glaðlegur og f jörug j
ur, og allir 'félagar hans gátu ekki annað en tekið
eftir því. “Eitthvað mjög gleðiríkt hefir komið
fyrir Philip okkar,” sagði Duprez, í hálfum
hljóðum. “Hann er uppi í skýjunum af ánægju!”
“Og eitthvað ekki eins geðfelt hefir skyndilega
viljað herra Guldmar til”, svaraði Macfarlane,
lágt. “Gamli maðurinn er allt í einu orðin svo
þungbúinn.”
Svipur bóndans var í sannleika dapur og
alvarlegur. Hann talaði naumast nokkurt orð
þegar 'hann settist í bátinn hjá dóttur sinni—
einu sinni tók hann hönd hennar, horfði á hana
um stund, bar hana svo upp að vörunum og
kyssti hana innilega. Þeir létu frá landi, og
voru brátt komnir á hraða ferð út til skipsins
yfir sjó sem hafði verið lygn og sléttur áður,
en var orðinn úfinn og með allmiklu öldurisi
á meðan þau dvöldu í hellinum.
Himininn var orðinn alskýjaður, þó að
daufar sólskinsrákir gægðust með erfiðleikum ,
fram á milli skýjanna, dimmdi stöðugt. Kol-
svört stormský mynduðu risastóran bakka í
norðri með rauðri og koparlitri umgerð. Þegar |
þau komu út að skipinu sáust eldingar í loftinu
og nokkrir stórir regndropar tóku að falla. Er-
rington hraðaði Thelmu um borð og ofan í skips
salinn. Vinir hans með Guldmar, fylgdu á eftir,
og skipið var brátt í gangi og klauf hraðvaxandi
öldur á leið til Alten-f jarðarins. Háar þrumur—
eins og fallbyssuskothríð heyrðust frá Soroe
um leið og þau fóru þaðan, og Thelma titraði dá
lítið þegar hún heyrði þær.
“Þú ert ofurlítið taugaóstyrk, ungfrú Guld
mar?” spurði Duprez, er tók eftir skjálftanum.
“O, nei,” svaraði hún, fjörlega. “Tauga-
óstyrk? Það er að vera hrædd—eg er ekki
hrædd við þrumuveður, en mér fellur það ekki.
Það er eins og grirnm ófreskja; og eg hefði vilj-
að óska að allur þessi dagur htfði ljómað af
sólskini og gleði!” Hún þagnaði, og úr augum
hennar ljómaði draumkennd blíða.
“Þá hefirðu verið glöð og ánægð í dag?”
sagði Lorimer, í lágum og mjög þýðum rómi.
Hún brosti við honum þar sem hún sat í
legubekknum. ‘ ‘Glöð og ánægð? Eg hefi aldrei
verið eins sæl!” Hún þagnaði, og yndislegur
roði litaði kinnar hennar, og þar sem hún sá að
hljóðfærið var opið, sagði hún skyndilega: “Á
eg að syngja fyrir ykkur? eða ef til vill eruð
þið allir þreyttir og viljið heldur hvílast?”
“Hljómlist er hvíld”, sagði Lorimer, eins
og í draumleiðslu og fylgdi henni eftir með aug
unum þegar hún stóð upp og gekk a_ð hljóðfær-
inu. “Og rödd þín, ungfrú Guldmar, myndi sefa
og hugga þreyttustu sálina sem nokkurn tíma
hefir dvalið í mannheimum.”
Hún snéri sér við og leit til hans, undrandi
yfir því hvað rödd hans var döpur. —“Nú, þú I
er ákaflega þreyttur, herra Lorimer—eg er viss '
um það! Eg skal syngja norskt vögguljóð fyrir ,
þig til þess að þú sofnir. Þú skilur þó ekki orð-
in—en gerir það nokkuð til?”
“Ekki hið allra minnsta”, svaraði Lorimer,
brosandi. “Söngkonurnar í London syngja á
þýzku, ítölsku, spönsku og ensku. Enginn veit
hvað þær eru að segja; þær vita það tæplega
sjálfar—en allir láta sér það vel líka, og það
er hefðbundin tízka.”
Thelma hló innilega. “En hvað það er kát-
legt!” hrópaði hún. “Það er til að skemmta fólki
geri eg ráð fyrir. Jæja—hlustaðu nú”. Thelma
lék þýtt forspil, og söng síðan þýtt, ástríðu-
þrungið og angurvært lag með svo yndislegri
rödd og snilldartækni—að jafnvel hinn kald
lyndi og ósveigjanlegi Macfarlane sat í draum
kenndri leiðslu. —Duprez gleymdi að ljúka við
að búa til vindlinginn sem hann hélt fínlega
milli fingranna, og Lorimer átti erfitt með að
aftra tárunum sem komu fram í augu hans.
Hún lék eitt lagið eftir annað. Andi hljómlist-
arinnar sjálfrar virtist hafa gagntekið sál henn
ar.
Á meðan fór Errington út úr salnum eftir
ótvíræðu og ströngu merki sem gamli Guldmar
hafði gefið honum að koma með sér. Fyrir utan
dyrnar sagði bóndinn með hálf óstyrkri rödd:
“Eg óska eftir að tala við þig, Philip barón,
einan og í næði, ef það er mögulegt.
“Já, í öllum bænum!” svaraði Philip
“Komdu upp í klefann minn á þilfarinu. Þar get
um við verið í fullkomnu næði.” Hann fór á j
undan og Olaf Guldmar fylgdi á eftir þegjandi.
Það var helliregn, og grænar, háar öldur brotn-,
uðu öðruhvoru við skips'hliðarnar, og þeyttu
hvítu, söltu haflöðrinu hátt í loft upp. Þrumur
klufu himinhvolfið, og endurkast hljóðsins berg
málaði reiðulega. Tíðir eldingaglampar leiftr-
uðu eins og björt sverð dregin úr svörtum skeið
um — þó var að heiða til í suðri, og daufar gull
örv,ar féllu frá hulinni sól með sefandi og mýkj-
andi bjarma á úfið yfirborð sjávarins. Guldmar
leit í kringum sig, og varð sýnilega léttara fyr-
ir brjósti—hann tók ofan og lét vindinn og regn
ið leika um hið hvíthærða höfuð sitt; augu hans
hvíldu, ástúðlega á öldurótinu.
Professional and Business
= Directory
—t
Office Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGUKDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögírœðingar
Bank oí Nova Sootía Blde.
Portage og Garry St
Sími 928 291
Dr« P. H. T. Thorlakson
WINNIPFG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025
Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurcmce and Financial
Agents
Simi 927 538
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fisb
311 CHAMBERS ST.
Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994
Fresh Cut Flowers Dally.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur llkkistur og annast um
útfarir. Allur útbúnaSur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvctrða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipcg
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osborne St.
Phone 4-4395
Union Loan & Investment
COMPANY
RentaL Insurance and Financlal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
------------------------------— ’
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s)
Office 92-7130 House 72-4315
Bookkeeping. Income Tax, Itxsurance
Mimeographing, Addressing, Typing
Halldór Sigurðsson
k SON LTD.
Contractor & Builder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 72-1272
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
FINKLEMAN
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
Kensington Building
275 Portage Ave.
PHONE 92-2496
Winnipeg
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píanós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vörur.
Knrteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSON, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI 3-3809
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winmpeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar sarakvæmt pöntun
Sími 36-127
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
"S
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 74-4558 - Rts. Ph. 3 7390
S.------------------------r>
Office Ph. 92-5826
Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Medical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
J. WILFRID SWANSON
& CO.
Insurance in ali its branches.
Real Estate — Mortgages — Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Hafið HÖFN í Hngí
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
r
~s
GILBART FUNERAL
HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
Roy Gilbart, Licensed Embalnoer
PHONE 3271 — Selkirk
V.
JACK POWELL, B.A. LL.B.
BARRISTER, SOUCITOR,
NOTARY PUBUC
Otf. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015
206 Confederation Building,
Winrupeg, Man.
GUARANTEED WATCH, & CLOCK
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clocks,
Silverware, China
884 Sargent Ave. Phone 3-3170
\.--------------------------—j
— -v
HERE JOW!
T oastM aster
MIGHTY FINE BREADI
At your grocers
J. S. FORREST, J. WALTON
Manager Sales Mgr.
PHONE 8-7144