Heimskringla - 09.03.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.03.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. MARZ 1955 FRÉTTAYFIRUT OG UMSAGNIR Gamlir kunningjar! Georgi K. Zukov marskálkur, sem nýlega hefir verið skipaður hermálaráðherra Rússa og Eis- enhower forseti, eru gamlir kunningjar. Þeir hittust alloft í stríðinu 1945, einkum í Berlín, drukkust þar á og mæltu hið virðulegasta fyrir minni hvor annars. Taldi Zukov Eisenhower hinn mesta hershöfðingja sinnar tíðar. Þegar fregnir bárust af því, að Zukov h'efði verið gerð- ur að 'hermálaráðherra, og að svo gæti farið, að herinn hefði meiri völd í Rússlandi en hann hafði á tíð Malenkovs, spurðu blaða- menn Eisenhower, hvers hann vænti af hinni nýjustu byltingu * Rússlandi. Forseti kvað auð- sætt, að óeining ríkti milli for- ustumanna Rússlands. Hitt væri óvíst, að breytingarnar leiddu til versnandi sambúðar Rússa og annara þjóða. Hann mintist þess að hann og Zukov væru gamal- kunnugir og hefðu, er báðir voru i Berlín oft rætt þjóðmálin í ein lægni. Hann hefði bent Zukov á, að óhugsandi væri, að lýðræð- isríkin hæfu árásarstyrjöld. Tók Zukov vel í það, að þann skiln- ing þyrfti að útbreiða á meðal almennings. En hvað sem til kom, ihlaut Zukov aldrei þá við- urkenningu hjá Stalin, sem hann átti skilið og má ætl-a, að þá hafi greint á um stefnu. Segir Eisen- hower frá þessu í minningum sínum um stríðið. Og fyrir því Segir hann ekki gott að gera sér 8”"—**• Viafi ávalt hald- ið i fullri einlægni fram stjórn- arstefnu kommúnista, þó hann viðurkenndi margt gott og bless að í lýðræðisstefnunni vestlægu, eins og Eisenhower túlkaði hana. Eisenhower sagði fregnritum, að loknu samtali við þá, að hann ætti bjarndýrsfeld enn í eigu sinni, sem Zukov hefði gefið sér eitt sinn í heimboði hjá honum. Canada sigraði Síðast liðinn sunnudag háðu Rússar og Canadamenn stríð um heims-titilinn í hockey leiik. Stóð svo á, að margar þjóðir höfðu leikið, en Rússar og Canada voru þeir einu, er engum leik höfðu tapað. Var trú margra, að Rússar mundu vinna. En leikar fóru svo, að Canadaflokkurinn vann 5 sigra á móti engum af Rússa hálfu. Flokkurinn frá Canada, sem heitir Penticton V’s frá Penticton, B. C., var klappað lof í lófa, ekki aðeins fyrir sig- urinn, heldur einnig fyrir fá- séða fimi og fegurð sýnda í leiknum. Háttalag þingmanna Bæði dagblöð þessa bæjar fluttu greinar s.l. laugardag um hve smánarlega þingmenn reki störf sín. Winnipeg Tribune bendir á, að sambandsstjórninni hafi lengi verið legið á hálsi fyrir að taka ekki atvinnumál landsins til rækilegrar íhugunar. Loks var þetta gert og voru umræður all- heitar um málið, enda er þetta eitt af mestu velferðarmálum, sem hreyft er á þinginu. En svo þegar til úrslita kom um málið s.l. fimtudag upp úr hádeginu, GULLBRÚÐKAUP Mr. og Mrs. Einar Jónsson Miðvikudagirin 16. febrúar var efnt til samfagnaðar á Steep Rock í Manitoba. Fjölmenni var þar komið bæði úr byggðum ná- lægum og fjær að. Þennan dag skyldi minnast þess, að fimmtíu ár voru liðin frá því, að gefin voru saman í hjónaband í Báru- húsinu gamla við tjörnina í Reykjavík, Sólveig Þorsteins- dóttir og Einar Jónsson. Afmælisfagnaður þessi var í alla staði 'hinn ánægjulegasti og skemmtilegt var kveldið og vel undirbúið. Veizlustjóri var Mr. Armstrong. Ræður fluttu séra S. Sigmar frá Gimli, séra H. J* Keil frá Moosehorn og séra Rragi Friðriksson frá Lundar. ^dr. F. Snidal á Steep Rock flutti ^Veðjur og árnaðaróskir frá Sam Sveitingum þeirra hjóna og af- ^enti þeim gjöf frá þeim. Söng- ar var bæði mikill og góður. Var Par að heyra kórsöng, tvísöng °S einsöng og einnig var almenn Ur sÓngur samkomugesta. Veit- lngar voru allar frambornar með ^nkilli rausn. Tengdasonur Peirra hjóna, Mr. K. E. Porter þakkaði fyrir hönd fjölskyld- unnar. Þá las veizlustjóri upp kveðjur og skeyti, sem borizt höfðu víða að. M.a. má nefna skeyti frá venzlafólki á fslandi, frá ræðismanni íslands í Win- niPeg, forseta Þjóðræknisfélags ins, Dr. Valdimar Eylands, ís- lenzku blöðunum í Winnipeg, Mr. Scottie Bryce, M.P., Mr. Stuart Garson, dómsmálaráð- herra, forsætisráðherra Mani- toba, Mr. D. L. Campbell, Hr. Ólafi Hallsson og frú, Eriks- dale, séra Sigurði Ólafssyni í Selkirk, o.fl. Báru þessar kveðj- ur vott um vinsældir þeirra hjóna meðal manna af mörgum þjóðernum og stéttum. Fögur gjöf barst frá séra H. Krikow Að lokum reis úr sæti sínu Einar Jónsson og flu-tti þakkir þeirra hjóna. Mælti hann á ís- lenzku, en sama ræða var einnig fiutt á ensku um kveldið. í ræðu sinni lét Einar í ljósi þakkir sín ar til Guðs fyrir náð Hans og blessun við þau hjón. Fögur voru og orð þau, er hann fór um for- Framh. á 4. bls. þá voru aðeins 35 menn á þingi af 265 alls, til að greiða atkvæði. Það er talið hugsanlegt, að nokkr ir af þeim 230 þingmönnum, er fjarri voru, hafi haft góða og gilda ástæðu fyrir burtuverunni. En fjöldinn er haldið að hafi skoðað vikulokahelgina verið byrjaða. Hún stendur oftast yfir frá fimtudegi til þriðjudags. En það má mikið vera, ef afsak- anir allra f jarverandi hafa reynst mikilvægar. Winnipeg Free Press bendir á, að daginn sem málið um kjör- dæmaskipun var afgreitt á fylk- isþingi Manitoba, hafi aðeins 12 verið viðstaddir til að greiða at- kvæði. Mál þetta skifti það, hvort 5 sveitakjördæmum ætti að fækka, en tala þingmanna í bæjum að hækka að sama skapi. Einnig þar var um mál að ræða, sem mikið getur oltið á um stjórnarstarf fylkisins. En að- eins fimti hv^er þingmaður hirti um hver málslokin urðu. Getur virðingarleysi nokkurs einstaklings fyrir starfi sínu eða sjálfum sér, gengið lengra en þetta? Kirkjan og hermálin Wpg. Tribune hélt s.l. viku áfram að birta álit presta þessa bæjar á hermálunum samhliða kirkjumálum. Birti blaðið heila síðu, með greinum frá sjö prest- um í viðbót við það, sem áður var íkomið. Það er fróðlegt að heyra afstöðu guðsmannanna um hermálin eða gæti verið það, ef þeir færu ekki flestir of dult með skoðanri. sínar. Væri þó ekki mikið að óttast í þeim efn- um, því hvorki kirkjan né þjóð- félagið bannar hér skoðanafrelsi. Enn sem komið er, er það aðeins einn prestur, sem hiklaust hefir haldið fram, að kenningar kirkna séu í eðli sínu friðarkenningar og svar Krists, mundi ekki vera hægt að hugsa sér annað en það, við þessum spurningu Winnipeg Tribune. Presturinn er, sem þegar frá upphafi þessara um- ræðna er kunnugt séra Philip M. Pétursson, prestur Sambands- safnaðar í Winnipeg. Faure, áður forsætis- ráðherra Edgar Faure heitir sá er ný- lega tók við stjórnartaumunum í Frakklandi. Er það 21 stjórnari landsins síðan í stríðinu 1945. Hann var forsætisráðherra árið 1952 í 40 daga. Er fyrirfram haldið, að stjórn hans nú kembi ekki hærur við völd. f flokki hans eru Gaullistar og republikanar, sem sín á milli hafa í erjum átt, og eru hvor um sig, nægilega sterkir til að steypa stjórninni, ef til þess þyrfti að grípa. Róttækir sósíal istar í flokki hans eru og ekki ávalt stöðugir í rásinni og eru ekki líklegir til að styðja sömu stjórn til lengdar. Faure er lögfræðingur að mentun. En hann hefir oftast verið við fjármál riðinn í stjórn arstöðum, sem hann hefir stund- að síðan 1949 og var f jármálaráð- herra og utanríkismálaráðherra á tíð Mendes-France. Hann er með sátta umleitunum við Rússa og syndakvittum fyrir öll landa- rán og þjóðarmorð þeirra. Horfurnar 1956 Hvernig eru horfur flokkanna í Bandaríkjunum í sambandi við kosningarnar 1956? Um það fer tvennum sögum. Republikar starblína á sigur Eis enhowers í síðustu forsetakosn- ingum 1952, er mi'klu meiri var hlutfallslega, en flokks hans. Er bent á að svo geta farið 1956. Einn þriðji öldungadeildar þingmanna verður þá kosinn eða 32 alls; eru 17 af þeim republik- anar, en 14 demókratar. Einn óháður (Senator Wayne Morse frá Oregon, sem kosinn var sem republikani 1952 en. yfirgaf flokk sinn). Þegar menn gera sér grein fyrir kosningunum 1952, kemur í ljós, að meiri hluti hinna kosnu republikana var oft harðla lítill. Er sigur þessara ríkja eflaust að þakka Esenhower, en ekki flokki republikana. f 12 ríkjum unnu þá republikanar aðeins með 5% meirahluta, en demókratar i 5 ríkjum með sama meirihluta. I 5 ríkjum unnu republikanar þá yfirfljótanlega, en demó- kratar í 9. Af tölum þessum að dæma virðast republikanar ekki standa eins vel að vígi og demókratar. En í slðustu kosningunum 1954, unnu demókratar þó ekki eins mikið á og margir sýnast hafa haldið. Það er skoðun margra að Eisenhower hafi ekki tapað fylgi og að eins geti farið og í síðustu forsetakosningum, að hann nái sínu fyrra fylgi aftur og verði endurkosinn, þrátt fyr- ir óhagstæðan styrk nú í þing- inu. Tvö skáld heiðruð Með nýju ári, hafa Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi og Guttormur J. Guttormsson á Víðavöllum í Nýja íslandi ver- ið gerðir að heiðursfélögum í Rithöfundaféiagi íslands. Hafði borist prívat skeyti um þetta vestur, en blöð hér ekki vitað um það fyr en að nú er frá því sagt í nýkomnum fréttum að heiman. Þeir eru tveir fyrstu heiðursfélagar Rithöfundafé- lagsins. Guttormur hefir nú meðtekið skrautritað skírteini frá Rit- höfundafélaginu um þetta. Heimskringla og V estur-ís- lendingar fagna skaldinu með heiðurinn. ótrúlegt, enn satt Bandaríkjamenn eru aðeins 6% af mannkyninu, en samt eiga þeir: 70% af öllum bílum. 50% af öllum símum. 45% af öllum útvarpstækjum. 35% af öllum járnbrautum. Þeir nota: 56% af öllu silki. 53% af öllu kaffi. 51% af öllu gummí. Þeir framleiða: 62% af allri olíu. 53% af allri baðmull. 34% af öllum kolum. 32% af öllum kopar. 30% af öllu járni. —Samtíðin Not vetnissprengju í stríði Winston Churchill forsætis- ráðherra Breta hélt því fram s.l. viku á brezka þinginu, að Banda ríkin væru eina þjoðin, er vetn- isprengjuhernað gætu rekið full um fetum með fárra klukku- stunda fyrirvara. Varnir gegn henni sagði hann að ekki væru til. Eina vörnin væri löggilt afvopnun. Þetta er vor hjartans samfæring. En hinu mætti þó ekki gleyma, að í þessu efni væri mikill munur enn á hugsunarhætti Rússa og vestlægu þjóðanna. Útvarp Rússa og stjórnarblað ið Pravda, svöruðu því um leið og Churchill lauk orðum sínum, að þeir gætu afmáð Bandaríkja- NÚMER 23. Minningarorð um Sigurð kaupmann Sigurðsson Sigurður kaupmaður Sigurðsson Vinur minn, Sigurður: Verklægni mín með pennann, er minni en viljinn, að mæla til þín nokkrum vinar- og kveðju- orðum, og þakka þér góða við- kynningu. Mér kom það mjög á óvart, er síminn bar mér þær fréttir að þú værir farinn af leiksviði lífs- ins, en um það er ekki að fárast, sú för liggur fyrir okkur öllum, þá líkaminn er ekki hæfilegur bústaður fyrir sálina. Þú hafðir lokið þínu lífsstarfi með prýði, þér var því ekkert að vanbúnaði, að byrja þitt nýja líf á nýjum og betri lífssviðum. Það er inni- leg ósk mín, og einlæg vissa, að þar vegni þér vel, þar njótir þú mannkosta þinna og innrætis. Konan þín, Ragnheiður, og börnin, er þú gekst í fösturstað, ásamt þeim er þú festir vináttu við, blessa minningu þína, hlakka til að mæta þér, þegar þau koma inn á eilífðarlandið. Sigurður Sigurðsson var fædd ur 9. janúar 1874 að Svelgsá í Snæfellsnessýslu, foreldrar hans voru hjónin Sigurður Guðmunds son sjálfseignarbóndi og Ingi- þjóðina í hvellinum jafnvel þó i leiðinni þyrfti fyrst að þurka út þjóðina á berzka hólmanum. Kennir leiklist við ungmennanámskeið Frú Hólmfríður Danielson er nýlega komin heim frá Brandon, M|an„ þar sem hún flutti erindi um menntamál Manitobafylkis fyrir sameiginlegan fund hald- in af átta deildum I.O.D.E. sam- bandsins í Brandon og nærliggj- andi héruðum. Á sunnudaginn fer frú Hólm- fríður norður til Crawford Park (Clear Lake) þar sem hún mun segja til í leiklist við ungmenna- námskeið sem haldið er ár hvert undir umsjón Bændafélagssam- takanna (M.F.A.C.). Um 36 ungmenni sækja nám- skeið þetta og í lok kennslutíma bilsins verður haldið leiksýn- ingakveld sem allir nemendur taka þátt í. Þjóðræknisdeildin “Frón” efn ir til skemtifundar í fyrstu Sam- bandskirkju, Sargent og Bann- ing föstudagskvöldið 1. apríl n. k. kl. 8 e.h. Hr. Jón Ásgeirsson f.v. forseti Fróns hefur góðfús- lega lofast til þess að segja frá ferð sinni og dvöl á íslandi á þessum vetri. Eins og við öll vitum þá er Jón skýr og aðgæt- in maður, og mun hafa aðgætt alt vel sem að hann sá og heyrði. Fleira verður til skemtunar sem auglýst verður síðar. —Neíndin björg Brandsdóttir. Sigurður fluttist til Canada 1904. Hann byrjaði að vinna fyrir bændur í Glenboro, næst stundaði hann fiskiveiðar á Winnipegvatni, og nokkru síðar vann hann við lagn- ingu járnbrauta. Það næsta, sem hann tók fyrir var að læra rakaraiðn í Winni- Peg> °g setti hann upp rakara- stofu í Calgary 1910. Tveimur árum síðar byrjaði hann fast- eignasölu með öðrum manni; 1918 setti hann á stofn húsa- gagnasölu, en í örsmáum stíl, því allt sem hann gat lagt til fyrir- tækisins voru $400.00, en það blómgaðist fljótt og vel hjá Sig- urði, og var orðið stórt og um- fangsmikið fyrirtæki, er hann seldi verzlun sína 1952. Sigurður Sigurðsson kvæntist Ragnheiði Jósepsdóttur Schram 28. september 1938; er hún ætt- uð af Sauðárkróki á íslandi. Ragnheiður er fædd 1893; lifir hún mann sinn og heldur við hinni fyrri rausn og gestrisni þeirra hjóna. Ragnheiður reynd- ist Sigurði hinn ágætasti félagi; er hún kona greind og glaðsinna, listhneigð og smekkvís, bar heimili þeirra hjóna þess hvar- vetna vott. Tveir bræður Sigurðar eru enn á lífi, Halldór Sigurðsson byggingameistari í Seattle, Washington, og Guðmundur Sig urðsson bóndi á Svelgsá; einnig tvö stjúpbörn, er hann reyndist sem bezti faðir, eru þau búsett í Calgary við ágætar kringumstæð ur. Spakmælið segir: “Ef þú vilt þekkja manninn, þá sæktu hann heim”. Enginn, sem heimsótti Sigurð og Ragnheiði, mun gleyma komunni til þeirra. Hiöfðingjar í lund og háttum, með glaðværð og góðvild, sem voru Sigurðar sterkustu ein- kenni. Við réttum þér hendina, þökk- um fyrir kynninguna og þína hlýju vináttu. Guð blessi þig, vinur. Soifanías Thorkelsson SIGURÐUR SIGURÐSSON DÁiNN Með afbrigðum ágætur drengur, íslandi og þjóð vorri sómi; því lifa ekki valmennin lengur, sem “lýsa” að almanna-dómi. H. A. Magnússon SIGURÐUR KAUPMAÐUR frá SVELGSÁ Höfðingslund og hjartagæzka hnitmiðuðu feril þinn; löngum var þig gott að gista, gamli trygðavinur minn. Tíðrætt varð um eitt og annað, eyra lagt við stuðlað mál, — stundum líka þrætt og þjarkað, þess á milli drukkin skál. Smár í engu vera vildir, . vanst með drengskap lýðsins traust. Greiddir tíund guði og mönnum gleði með og ref jalaust. Tíðum þó að ylti á ýmsu, áður fyrrum nóg um strit, flestum vanda fram úr réði framtak þitt og hyggjuvit. Hrikafegurð heimalandsins huga jafnan seiddi þinn. Sléttan líka í þér átti ítök mörg við barminn sinn. Skapgerð ofin þéttum þáttum— þótti vænst um Ásatrú, æðrulaus og ósigraður út í mistrið sigldir þú. Einar P. Jónsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.