Heimskringla - 27.04.1955, Síða 3
WINNIPEG, 27 APRÍL 1955
HEIM SKRINGLA
3. SÍÐA
um, en ekki eru allir svo heppn-
ir að hafa þannig ástæður, og
það eru þau börn, sem Barna-
vinafélagið Sumargjöf sér fyrir
vistarheimilum. Félagið staif-
rækir leikskóla, dagheimili,
vöggustofur, leikvelli, skóla fyr
ir uppeldisfræðinga og fleira.
Að vísu njóta þessar stofnanir
stuðnings frá ríki og bæ, en
reksturinn er kostnaðarsamur og
ágóði sumardagsins fyrsta eða
Barnadagsins er góður stuðning
ur. Og það er sannarlega vel til
fundið að velja sumardaginn
fyrsta sem dag barnanna, og dag
til að minna almenning á, að til
eru börn, sem fá eigi notið sólar-
blíðu sumarsins af eigin ramleik
né foreldra sinna. Enda hefur al
menningur aldrei skorizt úr leik
um að styðja þennan nytsama'
félagsskap og hans háleita mark.
Sumardagurinn fyrsti er sann
arlega dagur barnanna, hvort sem
svo er ákveðið með lögum eða
ekki. Sumardagurinn fyrsti er
upphaf gróanda og þroska og
felur vonir um framtíðina i
skauti sér. Börnin sjálf eru gró'
andinn í mannlífinu, og við
þroska þeirra eru bundnar fram
tíðarvonir hverrar þjóðar og
gleði og boðar birtu og yl sum-
arsins.
Þess vegna býð eg ykkur aft-
ur, góðir landar
_1 GLEÐILEGT SUMAR! —
GULLNA HLIÐIÐ
Leikfélag landans sýnir á ný
þætti úr Gullna hliðinu eftii
Davíð Stefánsson íimmtudags-
kvöldið 5. maí kl. 8.15 í neðri sal
Sambandskirkjunnar við Bann-
ing St.
Önnur sýning verður í sam-
komuhúsi Geysisbyggðar föstu-
dagskvöldið 6. maí kl. 8.30, el
færð leyfir.
Aðgöngumiðar á $1.00 munu
fást við innganginn.
* * *
The regular monthly meeting
of the Jon Sigurdson Chapter
I.O.D.E. will be iheld Friday
evening, May 6, at the home oí
Mrs. O. Cain, 14 Vinborg Apts.
VIB HÆNSNARÆKT REYN-
IST LYE BEZT
Þrátt fyrir þó enn sóu til staðir,
sem skjótvirk og dýr hreinsunar-
efni megi nota við, er þeim sem
hænsnarækt stunda ekki að öðru
betri notkun, en Lye. Þar verður
að muna, að hversu sterkt og skjót-
virkt sem efnið til hreinsunar er,
eru not þess ekki ávalt tiltækileg.
Engin leið hefir betri fundist til
að halda fuglahjörðinni við góða
heilsu, eins og notkun lye við
hreinsun hænsna húsa.
LYE GERIR MARGT
Lye er bæði ód-.rast og á hrifa-
mes‘ við hreinsun á hænsnahúsu-
um °g áhöldum, er þú notar við
hana. Ekkert hreinsar feiti skjót-
ara cða óhreinindi yfirleitt, en
LYE; það bæði prýðir það sem
hreinsað er, og hefir áhrif á að
bæta loftið. (Og hænsni eru við-
kvæm fyrir fýlulykt). Lye hefir
mikil áhrif á eyðingu gerla eins
og Coccidiosis, Laryngotracheitis,
Infectious Bronchitis, Pullworm,
Fowl Cholera, Racillary, White
Diarrhoea ungra fugla, og Round-
worm egg.
NOTIÐ LYE REGLULEGA
Hænsnaræktar maðurinn sem
hreinsar að staðaldri með viður-
kcndri lye-blöndu (sem kostar um
lc. gallonið) mun sjaldan, ef
nokkru sinni hafa þörf fyrir sterk
og dýr rotvarnarefni. Hann mun
heldur ekki verða fyrir tapi í fæðu,
sýkingu eða dauða fugla. GLF-23
Thelma
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
Bóndinn samsinnti því, og benti hópnum
að leggja af stað, með Sigurd á undan. Erring-
ton dvaldist þó samt sem áður dálítið undir því
yfirskini at5 hann hefði gleymt einhverju, og
tók unnustuna í faðm sinn, og kyssti hana ást-
úðlega.
“Farðu varlega, yndið mitt!” ihvíslaði hún
og hann flýtti sér ti-1 að ná vinum sínum, sem
af ásettu ráði höfðu ekki litið aftur, og því ekki
séð faðmlög elskendanna.
Sigurd, samt sem áður, hafði séð þau kveðj
ast, og sú sjón virtist auðsýnilega hafa æst
hann og hvatað ferðum hans, því að hann stökk
upp fyrstu hæðina í slíku æði, að hinir áttu
fullt í fangi með að fylgja honum eftir— og það
var ekki fyr en bóndabýlið var komið í hvarf
að hann hægði svo ferðina að ihinir gátu þrauta-
lítið haldið i við hann.
Undir eins og fjallgöngumennirnir voru
horfnir sýnum, fór Thelma inn í húsið og sett-
ist við rokkinn sinn. Bráðlega kom Britta inn
með annað spunaáhald, og stúlkurnar sátu hvor
hjá annari nokkra stund og ekkert rauf þögnina
nema hið jafna, mjúka hljóð rokkanna, og kurr
dúfnanna fyrir utan gluggann.
“Fröken Thelma!” sagði Britta að lokum,
feimnislega.
“Já, Britta?” Og húsmóðir hennar leit upp
spyrjandi.
“Hvaða gagn er að því að þ ú sért að spinna
núna?” spurði litla þjónustustúlkan. “Þú verður
fín aðalsmannskona, og þær vinna ekki neitt!”
Thelma snéri hjólinu hægar og hægar,
þangað til það stöðvaðist alveg. “Vinna þær
ekkert?” sagði hún, hugsandi. “Eg held að það
geti ekki verið rétt hjá þér, Britta. Það er ó-
mögulegt að það sé til fólk sem alltaf er iðju-
laust. Eg veit ekkert hvernig aðalsfrúr eru.”
“En það veit eg!” Britta kinkaði hrokkna
kollinum spekingslega. “Það var stúlka frá
Hammerfest sem fór til Christianiu að leita sér
að vist — hún var mjög hög í höndunum og vön
saumum, og mjög góð að spinna, og fín frú tók
'hana með sér undireins frá Noregi til London.
Og frúin keypti rokkinn hennar eins og sýnis-
grip, sagði hún, og lét hann standa í horninu í
dagstofunni sinni, og sýndi öllum vinkonum
sínum Ihann, og þasr hlóu og sögðu: “En hvað
þessi 'hlutur er skrítinn og fallegur!” Og
Jansena—það var nafn stúlkunnar—spann aldrei
eftir það—hún var í línfatnaði sem hún fékk i
búðum—og hann var alltaf að bila, og Jansena
var alltaf að gera við hann, sífeldar aðgerðir,
og fatnaðurinn var svo endingarlaus!”
Thelma hló. “Það "ír þá betra að spinna,
eftir allt saman, Britta, ætli það sé ekki?”
iBritta leit út eins og hún væri á báðum átt-
um. “Eg veit það ekki,” svaraði hún, “en eg er
viss um að háttstandandi frúr spinna ekki, því
eins og eg var að segja þér, fröken, var þessi
húsmóðir Jansenu háttsett _frú, og hún vann
aldrei neitt—alls ekkert—nema fara í fína bún-
inga, og sitja í stofunni sinni, og þegar hún fór
eitthvað út ók hún í skrautlegum vagni. Og það
munt þú líka gera, fröken!”
“Ónei, Britta,” sagði Thelma ákveðin. “Eg
gæti aldrei unað slíku iðjuleysi. Er það ekki
heppilegt að eg hefi svo mikið af líni fyrirliggj
r.ndi? Eg á alveg nægilegt í allan giftingarfatn
aðinn.”
Litla þjónustustúlkan var hugsandi. “Já, kæra
fröken,” sagði hún lágt og hikandi, “en eg var
að hug’sa um hvort það ætti við að þú klæddist
fatnaði sem þú hefir spunnið í sjálf, því, sjáðu
nú til, húsmóðir Jansenu átti alls konar indælan
klæðnað allan blúndulagðan, og þessi föt komu
öll rifin úr þvottinum, og Jansena varð að
standa í því stöðugt að gera við þau eins og sín
eigin föt. Þau endast ekkert—og þau kosta
mikla peninga; en fínar höfðingskonur verða að
klæðast svona fötum.”
Eg er ekki viss um það, Britta”,sagði
Thelma, hugsandi. “Þó gæti verið að Philip
yrði ánægður með minn heimaunna brúðarfatn-
að. Ef þú hefir meiri þekkingu hvað þessu við-
víkur, þá verðurðu að segja mér hvað þú heldur
að eigi bezt við.”
Britta var í miklum vafa. Hún hafði fræðst
um margt af vinkonu sinni, viðvíkjandi lifnað-
arháttum í London >hún hafði jafnvel óljósa
hugmynd um hvað meint væri með brúðarfatn-
aði, með öllu sínu fína útflúri, dýru, og oftast
endingarlausum hégóma; en ‘hún vissi ekki
hvernig hún ætti að útskýra það fyrir hinni
ungu húsmóður sinni, sem geðjaðist bezt að
öllu sem einföldustu, og var stranglega á móti
hóflausri eyðslu og íburði í nýtízku kvenklæðn-
aði, svo að hún sá sinn kost vænstan að segja
ekkert.
“Eins og Iþú veizt, Britta”, hélt Thelma á-
fram, stillilega, “ætla eg að giftast Philip, og
eg má ekki gera honum neitt á móti skapi í
neinu. En eg skil þettá ekki fyllilega. Eg hefi
alltaf klæðst mikið til á sama hátt — og hann
hefir aldrei minnst á eða fundið neitt að klæðn-
aði mínum.” Hún leit efandi og auðsjáanlega ó-
rólega, niður á einfalda ,hvíta ullarkjólinn sinn
og sléttað hugsandi úr fellingunum.
'^Britta, örlynd og hjartagóð, flýtti sér til
hennar, og kyssti hana með kvenlegri einlægni
og bjartsýni. “Góða mín! Þú ert yndislegri og
fallegri en allar aðrar stúlkur í heiminum! hróp
aði hún. “Og eg er viss um að Philip finnst það
líka!”
Yndislegur roði færðist í kinnar Thelmu,
og hún ‘brosti. “Já, eg veit að honum finnst
það!” svaraði hún, stillilega. “Að öllu síunan-
lögðu skiftir það ekki miklu hverju maður
klæðist.”
Britta var hugsandi—hún horfði ástúðlega
á húsmóður sína—á hið fagra, bylgjandi hár
hennar. “Demantar!” sagði hún lágt við sjálfa
sig, með hrifningu. “Demantar, eins og sá, eða
þessir sem þú hefir á fingrinum, fröken, dem-
antar, dreifðir um þitt hrokkna hár eins og
daggardropar! Og hvítt, satín, gljáandi, skín-
andii-r- fólk héldi að þú værir engill!”
Thelma hló dátt. “Britta, Britta! Þú ert að
fara með endaleysu! Enginn klæðlst þannig
nema drotningar í álfasögum.”
“Ekki það?” Og Britta- leit spekingslega
út en nokkurn tíma áður.
“Við skulum sjá til, góða fröken—við skul-
um sjá til!”
“Við”, spurði Thelma, undrandi?
Litla þjónustustúlkan kafroðnaði, og leit
niður fyrir sig feimnislega. “Já, fröken”, sagði
hún mjög lágt. “Eg beiddi Philip barón að lofa
mér að fara með þér þegar þú færir frá Noregi.
“Britta!” Undrun Thelmu var svo mikil að
hún kom ekki meiru upp.
“Ó, góða mín! Vertu ekki reið við mig;
grábtændi Britta, með glampandi augum og
roða í kinum. “Eg myndi deyja úr leiðindum
hér þegar þú værir farin! Eg sagði föður þínuns
það—það gerði eg!—Og svo fór eg til Philips
Professional and Business
• = Directory~
Qtfice Phone
924 762
Res. Phone
726115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations by
Appointment
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINMPFG CI.INIC
St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Lld.
REALTORS
Rental, Insurernce cmd Financictl
Agents
Slmi 927 5S8
308 AVENUE Bldg. — Winnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors ol
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917
r-----------------------------1
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osbome St. Phone 4-4395
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Lögirœðingar
Bank of Nova Scotia Bldfi.
Portage og Garry SC
Sími 928 291
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025
Home 6-8182
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 994
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Coneert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
utfarir. Allur útbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann aiiai«>fiT^T
minmsvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insurance and Finandal
Agents
Sími 92-5081
508 Toronto General Trusts Bldg.
baróns — hann er svo mikið prúðmenni—stolt-
ur, og þó svo ljúfur og lítillátur—og eg beiddi
hann að lofa mér að vera þjónustu-stúlkan þín.
Eg sagði honum að eg vissi að allar aðalsfrúr
‘hefðu þjónustumeyjar, og ef eg væri ekki nógu
ferðug í mér þá gæti eg lært, —og —og” Britta
byrjaði að gráta —Eg sagði að eg kærði mig
ekki um neitt kaup — aðeins að fá að vera í ein-
hverju litlu horni í húsinu sem þú byggir i—
til þess að sauma fyrir þig, og sjá þig, og heyra
rödd þína stundum —” Hér var ungu stúlkunni
allri lokið—og kom ekki meiru upp fyrir gráti,
og faldi andlitið í svuntunni sinni.
Það glitruðu tár í augum Thelmu, og hún
flýtti sér að leggja ‘handlegginn utan um Brittu
og reyna að hugga hana með öllum þeim blíðu-
yrðum sem henni duttu í hug. “Svona nú, góða
Britta mín! Þú mátt ekki gráta svona!” sagði
hún, blíðlega. “Hvað sagði svo Philip?”
“Hann sagði”, kom Britta loksins upp fyr-
ir ekkanum, “að eg væri góð stúlka, og að sér
þætti vænt um að mig langaði til að fara!” And
lit hennar gægðist ofurlítið útundan svuntunni
með eftirvæntingarsvip og þegar hún sá aðeins
innilegan og ástúðlegan svip á hinu alvarlega
andliti Thelmu, hélt hún áfram hughraustari.
“Hann kleip mig ofurlítið í kinnina, hló, og
sagði að hann vildi mig heldur fyrir þjónustu-
mey heldur en nokkra þar!” Og hún lagði þunga
áherzlu á síðasta orðið.
Thelma brosti og strauk úfna jarpa hárið
hennar. “Mér þykir mjög vænt um þetta,
Britta!” sagði hún, einlægnislega. “Ekkert
hefði getað glatt mig meira. Eg verð að þakka
Philip fyrir þetta. En eg er að hugsa um pabba—
hvað gerir þá pabbi og Sigurd?”
“Ó, það er allt afráðið, fröken,” sagði
Britta, og var nú óðum að ná sér eftir geðshrær
inguna. “Bóndinn ætlar í eina af sínum löngu
sjóferðum á Valkyrjunni — það er timi til kom-
inn að 'hún sé eitthvað notuð —og Sigurd fer
með honum. Sjóferð gerir þeim báðum gott —
og slaðurstungurnar í Bosekop get þá vaðið
elginn eins og þær vilja því ekkert okkar verð-
ur hér til þess að gefa því nokkurn gaum!”
“Og þú kemst undan hramminum á ömmu
þinni!” sagði Thelma, glaðlega, um leið og hún
tók til við spunann aftur.
Britta hló hjartanlega. “Já, hún kemst lík-
lega ekki svo greiðlega til Englands!” hrópaöi
hún. “Ó ,hvað eg skal verða glöð og ánægð! Og
þú” ___ hún leit biðjandi til húsmóður sinnar
— “Þú ert ekki óánægð með mig fyrir þjónustu
stúlku?”
“Óánægð!” Thelma leit á hana með sam-
blandi af ásökun og hlýju. “Þú veizt ihvað méi
þykir vænt um þig, Britta! Það verður eins og
eg hefði ofurlítinn hluta af gamla heimilinu
mínu alltaf hjá mér”.
“Þegjandi kyssti Britta á hönd hennar, og
þær héldu áfram við verk sitt. Hið jafna, til-
breytingarlausa hljóð rokkanna byrjaði á ný—
það var eins og þægilegt undirspil við fjörugt
samtal stúlknanna, sem eins og allt kvenfólk—
allstaðar í heiminum— þurftu að spjalla um og
bollaleggja hina nýju og ókunnu lifnaðarhætti
sem þær vissu að biðu þeirra í framtíðinni.
1 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 BookJceeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor <5> BuUdex • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212
r*
MALLON OPTICAL 405 GRAWAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496
COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Onnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. EHc Erickson, eigandi Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsh. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809
I BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753
\ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 Res. Ph. 3-7390 0 \ -> A Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.
J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU ^ .. "S Hafið HÖFN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Sfreeí — Vancouver 9, B. C.
Ir GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmcr PHONE 3271 - Selkirk l ■ GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 - J
JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederation Building, Winntpeg, Man. HERE _NOW! T oastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144 * S-