Heimskringla - 15.06.1955, Blaðsíða 1
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Stór sigur íhaldsflokksins
í Ontario-fylki
í fylkiskostningum í Ontario
9. júní, var Læslie Frost stjórnin
endurkosinn með miklum meiri-
hluta. Hún hlaut 68 þingsæti_í
meirihluta af 98 alls. Er þetta í
fimta sinni, sem íhaldsstjórn er
endurkosin í þessu auðugasta
og mannflesta fylki í Canada.
Tala þingmanna hinna ýmsu
flokka er sem hér segir. Er talan
frá 1951 kosningunum í svigum.
líhaldsflokkurinn 83 (79), lib-
eralar 10 (7), CCF 3 (2), Lib.
Lab. 1 (1), Ind. P.C. 1 (0), Lab.
Prog. 0 (1).
(Þingmenn voru áður 90, en eru
nú 98; var fjölgað á síðasta þing
tímabili.
Eflaust hefir fylki þessu reitt
eins vel af, og að líkindum betur,
en nokkru öðru fylki landsins.
Af því munu stjórnarskifti þar
ótíð. Þrátt fyrir þetta, hefir þa'ð
verið í andstöðu við sambands-1
stjórn 0g aldrei notið þaðan
skófna eins og Quebec hefir
gert, nálega öll árin sem liðin
eru af þessari öld. í vestur-fylkj
um Canada á liberal fransk-
lunduð stjórn nú hvergi fylgi
nema í Manitoba. Og það er
mjög um talað, að vesturfylkin
séu betur af fyrir að vera laus
við liberalisma.
Minjagripur
Nýlega sendi ein deild Mani-
tobastjórnar út spil sem hún
haffti látið gera sem ^minjagripi1
handa leröalongum, áem koma
hingað til 9ð sjá sig jury Jg vlija^
ná í eitthvað, sem JmfrAj þá á'
staðina, sem þeir he^hws/yfu. Spil j
þessi gera þetta. Þ* *uJ fzp met5,
ágætlega fögrum Jrai'iciÍum af
mörgum stöðum, áín/ifi&ið eru
heimsóttir á sumrum, auk nokkra
merkra staða úr bæjum og bygð-
um í Manitoba. Sem mingjagrip-
ur (souvenir) eru spilin því
ágæt. En eg er hræddur um að
þau séu ekki eins góð til að spila
á þau og að þeim, sem til þess
nota þau, verði á að horfa meira
á myndirnar en hugsa um boðin
sín í bridge. Og þá vita menn á
hverju er von. Með þakklæti fyr
ir sendinguna.
Forseti sambandsstjórn-
ar þjóna
W. Kristjánsson
Síðast liðna viku hélt Sam-
band stjórnarþjóna í Canada
(Canadian Council of Provincial
Employer Association) fund í
Windsor, Ont. Á fundinum var
W. Kristjánsson frá Winnipeg
kosinn forseti sambandsins.
Hann hefir verið forseti Mani-
toba Government Employee As-
socation áður, sem er í þessum
landssamtökum.
Vesturfylkin Alberta, Sask.,
og Manitoba og Ontario og Que-
bec. eru í þessu sambandsfélagi
landsins. H, B. Hunter annar
maður frá Manitoba, var kosinn
féhirðir sambandsfélagsins aj
Windsor fundinum.
$5,000 árslaun
Verða vinnulaun innan
skamms orðin $5,000 á ári í
Bandaríkjunum?
Af grein að dæma s.l. viku í
ritinu U.S. News, er ekki efi tal-
inn á þessu.
Eins og kunnugt er, hafa vinnu
laun farið mjög hækkandi síðari
árin. Hefir sumum (þótt alveg
nóg um það. En aðrir hafa litið á
það sem órækasta vottinn um-að
fátækt verði brátt upprætt, og
sé það raunar nú þegar í landi
framfaranna og frelsisins, Banda
ríkjunum.
Það var fyrir einum 20 árum,
sem farið var að halda því fram
að kaup almennings mundi brátt
hækka upp í $2500 að meðaltali
á ári. Það var auðvitað þá talinn
draumur. Og þetta dróst fyrstu
15 árin eftir lok fyrra hreims-
stríðsins. En úr því fór að skána.
Og þegar leið fram að árunum
1940, var kaup 80 af hundraði
verkamanna orðið $2,000 á ári.
Það höfðu að vísu nokkrir náð
takmarkinu fyrir síðara stríð.
Það höfðu 1929 um 29% allra f jöl
skylda $2,500 í kaup. En sú
kauphækkun var ekki almenn
fyr en nokkru síðar.
En hvað er iþá að segja um
$5,000 árslaunin? Þau hafa nú
um 40% af öllum fjölskyldum
landsins. Og sú kauphækkun
virðist mikið skjótar útbreiðast,
svo að það pykir mjög sennilegt,
að það megi innan skamms telj-
ast árskaupið.
Þeim sem minna en $2,000 árs-
laun hafa, hefir á s.l. 20 árum
fækkað um 21 miljón manna. —
Þeim sem árslaun hafa er nema
$5,000 til $7,500 hefir fjölgað %m
12 miljón fjölskyldur og ein-
staklinga.
En hvað er nú með verðhækk-
un síðari áranna, sem í kjölfar
hins háa kaups hefir siglt? —
Stenst þar ekki á kostnaður og
rbati. Hverfur ekki háa kaupið
með háverðinu?
Síðan 1929, sem oftast er talað
um sem grunnverðlagsár og
grunnvinnulauna, hefir
framfærslu kostnaður hækkað
um 59%, Með þessu er átt við,
að nú verður að greiða $4,000 fyr
ir það sem áður eða 1929 kostaði
$2,500.
Ennfremur hefir útgjaldalið-
urinn í sköttum hækkað á hverri
fjölskyldu á þessum sama tíma
úr $17. upp í $600.00.
Þrátt fyrir þessa skelli, eru
tekjur almennings eða hverrar
fjölskyldu nú 30% meiri en þær
voru 1929 og 47% hærri en 1925.
Hér er um meðaltal að ræða.
En útgjöldin leika ekki alla
jafnt. Undanþága frá skatti hef
ir mikið hækkað. Þeir sem lítinn
eða engan skatt greiða, eru því
nú alt að helmngi betur af en
segjum 1929.
A tímabilinu frá. 1950 hefir
einn f imti lægst-launaði hluti
þjóðarinnar, grætt 14% á sínum
tekjum, en einn fimti hluti þjóð-
arinnar, sem haestar tekjur fær,
hefir aðeins grætt 3% hlutfalls-
lega á sínum tekjum.
Þær biljónir hækkandi tekna,
sem í þessu eru fólgnar, eru ekki
allar í vasa manna. Þeim hefir
verið eytt í heimilisþægindi,
bíla, sjónvörp og annað, sem við
köllum óiþarfa og getur verið
það, en sem ekki er hikað við að
veita sér. Sumt hefir auðvitað
verið lagt fyrir til geymslu, eins
og banka inneignir sýna.
ÍSLENDINGUR KOSINN
Paul Thorkelsson
Önnur deild þessa bæjar hefir
oftast reynst hliðholl fslending-
um í bæjar kosningum. Þannig
reyndist það og í aukakosningu
í skólaráð er fram fór 8. júní.
Kosninguna hlaut Paul Thor-
kelsson, forstjóri Thorkelsson’s
Limited. Hann sótti undir merkj
um borgaraflokksins ,CEC.
íslendingar óska hinum ágæta
og fjölhæfa landa sínum til
lukku.
%
Um 1930 voru 44 miljónir vinn
andi manna í Bandaríkjunum, en
10 miljónir vinnulausar. Nú eru
66 miljónir vinnandi og 3 milj-
ónir leitandi að vinnu.
í verksmiðjum er ekki óvana-
legt kaup $2.50 —$3.00 á klukku-
stund. Meðalkaup í þeim er talið
$1.86.
Það var í síðara veraldarstríð-
inu 1945, sem vinnulaun hækk*
uðu geysilega, vegna vinnu-eftir
spurnar: því fylgdi hækkandi
v.erðlag. Persónulegar tekjur
Bandaríkja þjóðarinnar eru nú
295 biljónir dala. 1945 voru þær
175 biljónir, og 1936, 68 biljónir.
í Bandaríkjunum er þetta
þakkað hinu “frjálsa framtaki”,
þar sem stjórnir skifta sér
minna af athafnarekstri, en
annars staðar er gert, eins og
t.d. í heimi kommúnista og ann-
ara landa, er fram fyrir hendur
einstaklinganna taka sí og æ. Of
mikil afskiftasemi sumra annara
stjórna í athafnalífi, sýnir ein-
mitt þetta sama.
Þar sannast þau orð Emersons:
Því minna sem oss er stjórnað,
því betra er það !
Utah-íarar
Þessir lögðu af stað sunnu-
dagskveldið, kl. 6.40 S.T., frá
Winnipeg til að vera á hundrað
ára afmæli í Spanish Fork þann
15.—17. júní: Halldóra Thor-
steinson, Kristín Johnson, Anna
Arnason, Ruby Couch, Helga
Goodman, Arthur Reykdal með
þrjá drengi sem munu eiga að
sýna íslenzka glímu á hátíðinni.
Þau fara með bus alla leið til
Spanish Fork. Frú Halldóra
Thorsteinsson hafði rokk sinn
og ýmsa merkilega sýningar-
muni er hún hefir sjálf búið til
og sezt auðvitað við að spinna á
sýningunni. *
Ávarp til íslendinga
Marcel Boulic, bóndi, við-
skiftamaður og fyrverandi
oddviti, sendir íslendingum,
sem eru fjölmennir í kjördæmi
hans, kveðju sína og æskir stuðn
ings þeirra í aukakosningunni
27. júní.
Hann sækir undir merkjum
Progressive Conservative flokks
ins.
Stjórnina sem nú situr við
völd í Manitoba, segir hann orð-
ið svo útlifaða, að hún sé farin
að skoða það ætlunarverk sitt að
koma í veg fyrir nokkrar breyt-
ingar til þrifa og framfara, vegna
þess að hún óttist að því fylgi
féleysi og launalækkun vina
sinna.
Málin sem stjórnin vildi ekki
hlýða á, var að olíuskatturinn
væri aðallega notaður til vega-
gerða innan sveitanna. Annað
var að taka upp Blue Cross skipu
lagið í læknmálum og gefa
ellistyrk þegum fría lækningu
og bót sinna meina. Á vísinda-
aðgerðir áhrærandi hveitirækt-
ina, en stjórninn var harðánægð
með fyrirkomulagið eins og það
var og benti á hveitiverðið. Jú,
það er nú $1.56 hæst, en það svar
ar til 63 centa verðs árið 1939.
Íhaldsflokkurinn var á móti
endurskoðun grunnskatts, sem
fylkisstjórnin ætlaði að græða
$400,000 á ef hún fengi breytt.
Andstæðingar stjórnar báðu um
skýringu á hvað gera ætti ef flóð
bæri að höndum í fylkinu. Stjórn
in hafði ekki svo mikið sem dott-
ið þetta í hug. Nú fáum við flóð-
fréttirnar annars staðar að nieð
þeirra hræðilegu afleiðingum.
Hér er meira en mál komið til
að skifta um stjórn og vinna í
anda Roblins, Willis, Ross, Ev-
ans, Harrison, Thompson og f 1.,
er fylkið vilja hefja til verð-
ugs frama. Ef þið greiðið at-
kvæði með mér, gerið þið það,
sem eg virðingarfylst vona að
þið gerið 27. júní.
FJÆR OG NÆR
Sex íslendingar komu til Win
nipeg frá fslandi s.l. þriðjudags
morgun. Þeir komu með “Loft-
leiðum til New York. Þeir gera
ráð fyrir að sjá sig hér um, eiga
flestir hér einhverja kunningja.
Hve naer þeir halda heim er ó-
ráðið og óvíst að þeir verði sam-
ferða til baka. Nöfn gestanna frá
íslandi eru þessi:
Hjörtur Kristjánsson og frú
Ingigerður Sigurðardóttir, og
Eva ólafsdóttir, öll frá Reykja-
lundi. Soffía Finnbogadóttir frá
Sólvöllum í Mosfellssveit, syst-
ir séra Braga Friðrikssonar, á
Lundar, Manitoba. Bryndís
Schram frá Reykjavík. Frú
Margrét Karlsd. Bardal frá R.-
vík, fer vestur til Vancouver að
heimsækja son sinn, Grettir
Björnsson. Guðmundur Rós-
mundsson frá Urriðaá, Miðfirði,
búsettur í Reykjavík. f förinni
voru að minsta kosti tveir fleiri
er vér náðum ekki í nöfnin á.
★ ★ ★
Mr. Paul Thorkelsson, hinn
nýkosni skólaráðs maður í Win-
nipeg, biður Heimskringlu að
flytja löndum sínum bezta þakk-
læti sitt fyrit stuðning þann,
er þeir veittu honum við skóla-
ráðskostningar. Hann sagði þá
með því, hafa sýnt fornan dreng-
skap og einingu, er hann mundi
ávalt mikils meta og reyna að
sýna sig verðugann.
★ ★ *
Við uppsögn níunda bekkjar í
Sargent skólanum 10. júní i St.
Pauls Church á Notre Dame,
voru 3 íslenzk börn sæmd ser-
stökum heiðri fyrir frammistöðu
sína við nám. Lillian Bjarnason
hlaut námsskeið fyrir hæstu ein
kunn í bekk sínum,- hún hlaut
95.8 stig. Fyrir góð námsafrek
hlutu_ þau Dennis Eyjólfson og
Heather Sigurdson viðurkenn-
ingu. Dennis er forseti stúdenta-
ráðs í 7, 8, og 9, bekk.
Dennis er sonur Arnheiðar og
manns hennar Fred Eyjólfsson-
ar, sem nú er látinn. Afi og amma
hans eru Guttormur skáld og
Jensína kona hans.
Heather er féhirðir stúdenta-
ráðsins. Hún er dóttir Mr. og
Mrs. Joe Sigurdson og dóttur-
dóttir Mr. og Mrs. Guttorms-
son. Foreldrar Lillian, eru Haf-
steinn Bjarnason og Lilja dóttir
Jóns Jóhannssonar á Lundar.
★ ★ ★
Kirkjuþing
The Western Canada Unitar-
ian Conference (fyrv. Sameinaða
kirkjufélag íslendinga í Vestur-
heimi) heldur kirkjuþing dagana
30. júní—3. júlí í Wynyard, Sask.
Fulltrúar sækja eftir því sem
enn er vitað með vissu, meðal
annars frá hinum frjálstrúar
söfnuðum í Wynyard, Edmon-
ton, Regina, Gimli, Winnipeg og
víðar. Ekki eru allir söfnuðirnir
búnir að ákveða fulltrúatölu sína.
Gestur og ræðumaður verður
Rev. Rchard B. Gibbs frá Bos-
ton. Hann er útbreiðslustjóri
Unitarafélagsins þar. (Director
of Church Extension and Main-
tenance). Þingið byrjar fimtu-
dagskvöldið 30. júní, með skrá-
setningu fulltrúa, og skemtihalds
°g byrjar með fundum föstudags
morguninn og stendur yfir til
sunnudags, 3. júlí.
★ ★ ★
Samband Unitara og frjálstrú-
arkvenna heldur þing á sama
tíma og heldur opinbera sam-
komu laugardagskvöldið þar
sem meðal annars verður aðal
ræðumaður Rev. Richard B.
Gibbs, frá Boston. Einnig verða
myndir sýndar.
★ ★ ★
Eitt af því sem góðfrétt má
heita er það, að stjórn Saskat-
chewan fylkis gerir ráð fyrir að
gefa út á 50 ára afmæli fylkisins
sögu um íslendnga í fylkinu.
Hefir hún fengið Walter Lindal
dómara til að skrifa hana.
★ ★ w
Steindór Ólafsson frá Garðar,
Norður Dakota, og frú og dóttir
þeirra, Ólafía frá Denver, Col.
komu til bæjarins s.l. fimtudag
og héldu til baka daginn eftir.
Þau komu i heimsókn til skyld-
íólks síns hér i bæ. Mrs. Ólafs-
son sagði svipað af veðri syðra
og hér og jafnvel enn ósáð ein-
hverju, en ekki miklu.
★ ★ ★
Tilkynning
Ársþing unitariska kvennasam
bandsins verður haldið í Wyn-
yard, Sask. 1. júlí 1955. Verður
það haldið í sambandi við aðal
kirkjuþing Untara í Vestur-Can
ada. f tilefni af því vildi eg einn
ig tilkynna öllum vinum og
styrktarmönnum sumarheimilis-
ins á Hnausum, hvaða not hafa
verið gjörð af heimilinu í síðast
liðin 3 ár síðan við urðum að
hætta við að starfrækja það sjálf
ar. Hemilið hefur verið lánað
endurgjaldslaust munaðarlausum
börnum frá Winnipeg (The
Childrens’ Aid Society), í 6 vik
ur, fyrsta árið í tvo mánuði. —
Einnig höfum við lánað það í
tvær vikur, Broadway Home,
Mentally retarded Girls, sem
höfðu mikla ánægju af verunni.
Nú vil eg fyrir hönd Sambands
ins þakka kærlega öllum sem
hafa styrkt þetta fyrirtæki með
peningagjöfum í Blómasjóðinn,
og á annan hátt, og vona í fram-
sem vilja styrkja okkur í fram-
tíðinni gjöri það ef þeim finst
að við séum að gjöra góðverk
með því að lofa þessum foreldra
lausu börnum að njóta sín í sum-
arfríinu. Nafn nýja fjármálarit-
ara verður í báðum ísl. blöð-
unum í næsta mánuði.
Vinsamlegast
Sigríður McDowell, fors.
DÁNARMINNING
Sigríður Sveinson
Hinn 25. janúar síðast liðinn
lézt á Victoria spítalanum í Win-
nipeg Mrs. Sigríður Sveinson
frá Marquette, Manitoba.
Sigríður var fædd á Glæsibæ
Eyjafirði á íslandi 29. júlí 1892.
Foreldrar hennar voru þau Ihjón
ín Árni Jónsson læknir, (í ætt
kominn af hinni fjölmennu
Kjarna ætt á íslandi) og Sigur-
veig Friðfinnsdóttir.
Föður sinn misti hún á unga
aldri (1897) og kom hún með
móður sinni og stjúpföður til
Canada 1905. Þau dvöldu um
tíma í Winnipeg en fluttu til
Charleswood 1907 og voru búsett
þar nær í tuttugu ár. Þar giftist
Sigríður eftirlifandi manni sín-
um Sveini G. Sveinsyni 24. des-
ember 1918. Eignuðust þau fjög-
ur börn öll á lífi, þrjá sonu: Dr.
Goodwin, dýralæknir í Dauphin,
Manitoba; Emil Sigurvin, bú-
andi að Marquette, Manitoba,
með föður sínum; Henry, starf-
andi í Fort Nelson, B. C., og
eina dóttur, Eleanor Anna (Mrs.
J. E. Thompson) Sault Ste.
Marie, Ontario. Tveir bræður
Sigríðar eru á lífi: Jón Arnason
og Arni Benediktson í St. James
Man. Einnig tvær systur: Sig-
ríður, á íslandi »og Ingibjörg,
Mrs. W. J. McGoregan, St. Vi-
tal Manitoba, og svo stjúpfaðir
Jón Benediktson í St. James.
Sigríður heitin var vel gefin
kona til muns og handar, hún
var umhyggjusöm og skylduræk-
in móðir og eiginkona, og ávalt
reiðubúinn að rétta hjálparlhönd
til þeirra, sem þess þurftu við
Hennar er sárt saknað af vinum
og vandafólki, en sérstaklega af
manni hennar eftir langa og á-
nægjulega samfylgd.
Blessuð sé minning hennar.
Einar Magnússon frá Selkirk,
var staddur í bænum í morgun.
★ ★ ★
Mr. og Mrs. I. N. Bjarnason
frá Gimli, komu til bæjarins i
morgun. Þau leggja af stað í
ferð til fslands í kvöld og gera
ráð fyrir að vera heima um
tveggja mánaða skeið. Mr.
Bjarnason er ættaður frá Reiðar-
firði, en Mrs. Bjarnason frá Ak-
ureyri. Dvelja þau eflaust lengst
af í þeirri fögru Neapel íslands.
Héimskringla óskar hinum góðu
hjónum ágætrar skemtunar, eins
og þau eiga skilið á ferðalaginu.
★ ★ ★
Þjóðræknisdeildin Frón til-
kynnir hér með að bókasafn
deildarinnar verður lokað 29. þ.
m. fyrir sumarmánuðina. Eru
þeir sem bækur hafa að láni vin-
samlegast beðnir að skila þeim
í bókasafnið ekki seinna en 29.
júní.
Innilegt þakklæti fyrir góða
samvinnu á liðnum tíma. Vonum
að við sjáumst aftur með haust-
inu. Farið vænlega á öllum ferð
um ykkar, hvert sem er í lofti,
á sjó eða á landi. Góða sumar-
skemtun.
Fyrir hönd Fróns.
J. Johnson
735 Home St.