Heimskringla - 13.07.1955, Page 1

Heimskringla - 13.07.1955, Page 1
r'- 1 CENTURY MOTORSÍTO. 247 MAIN — Phone 92-3311 — S.- fo CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE LXIX, ARGANGUR WTNNIPEG, MIÐVTKUDAíGrNN, 13. JÚLÍ 1955 NÚMER 41. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR ISLEN DING AD AGURINN Á GIMLI 1. ÁGÚST 1955 Á Gullöld fslendinga lágu all- ar leiðir til Þingvalla. Þegar að þingtíma leið var uppi fótur og fit í Öllum héru'ðum landsins því að allir sem því gátu viðkomið riðu til þings. Á Þingvöllum safn aðist saman, ekki einungis lög- gjafar og dómsvald þjóðarinnar til þess að greiða úr vandamál- um hennar, heldur safnaðist þar saman múgur og margmenni úr | öllum áttum til þess að ihitta fólk frá öðrum héruðum lands-j ins, til þess, sem sagt, að sýna sig og sjá aðra, og til þess aðj endurnýja kunningsskap og treysta vináttuböndin. En ekki síst ti] þoss að taka þátt í íþrótt-1 um og njóta allra skemtana er fram fóru. Um margra ára skeið hefir Gimli verið Þingvöllur Vestur-^ íslendinga; kemur þar saman ár! hvert stærri mannfjöldi íslenzks fólks en nokkurstaðar annarssta'ö ar á þessu meginlandi. Þar koma gestir úr öllum' áttum til þess að heilsa Upp á gamla kunningja; og þar kemur byggðafólk í þús-j undatali því þar er þægt ag njóta sín sem allra bezt í hinum fagra og rúmgóða skemtigarði Gimli- bæjar. í ár verður íslendingadagur- inn haldinn lsta. ágúst. Er þaðj eins og vitanlegt er frídagur fyr ir borgarbúa í Winnipeg, og má búast við að þeir þyrpist norður tii Gimli þennan dag ens og und- anfarin ár. Einnig er búizt við stærri fjölda en venjulega úr norðurbyggðum, því áhugi fyrir íslandi 0g íslenzkum málum! virðist nú heldiir fara vaxandi á meðal þeirra.- íslendinga sem nokkuð skipta sér af menningar- málum yfirleitt. Til skemtiskrár hefir verið mjög vel vandað, eins og venja er til, og verður ýmislegt á boð- stólum sem er nýstárlegt. Bíla skrúðför hefst frá CPR stöðinni kl. 11 f.h. Qg verður Fjallkonan í fararbroddi ásarnt Hirðmeyjum sínum, í veglega skeyttum bíl. Nefndin mælist til þess að allir sem eiga kost á því skeyti bíla sína og taki þátt í þessari skrúðför, því það getur orðið, með aðstoð almennings, afar virðulegur og tilkomumik- ill þáttur í hátíðarhaldinu. Verð- laun verða veitt fyrir hina bezt skreyttu bíla. Verður farið frá CPR austur að aðalstræti og sem leið liggur út að skemtigarðin- um. Fjallkonan verður að þessu sinni, 'hinn góðkunni píanósnill- ingur, ungfrú Snjólaug SigUrd- son, sem nýkomin er heim frá New York, þar sem hún hefir getið sér mikinn orðstír undan- farin ár fyrir frábæra tækni og listagáfu í tónleikum. Hefir Snjólaug allstaðar komið fram fslendingum til sóma, og mun svo verða enn. Tónskáldið víðfræga, Björgvin Guðmundsson, sem nýkomin er frá slandi með frú sinni, hefir góðfúslega orðið við beiðni nefndarinnar, um að verða á há- tiðinni, og spila úrvals kórlög íslenzk, af plötum og segul- bandi, frá kl. 12:30 f.h. til kl. 1.45. Fyrir minni fslands talar séra Bragi Friðriksson, prestur að Lundar, Manitoba. Er ekki alls fyrir löngu kom frá íslandi og hefir fengið orð fyrir að vera snjall ræðumaður. Á Lögbergi hinu forna hefði hann sómt sér vel. Ungur íslenzkur lögmaður, Aðalsteinn Kristjánsson, sem heima á í Winnipeg, mælir fyrir minn Canada. Hann er sonur Frðriks heitins Kristjánssonar og ekkju hans, frú Hólmfríðar, mikill námsmaður og góður ís- lendingur eins og hann á ætt til. Vann hann tvívegis verðlaun fyr ir frammistöðu sína við lögfræð isnámið. Nú eru við æfingar úrvals söng A menn er syngja munu mikið á ihátíðinni er það “quartette”, und ir stjórn frú Björg fsfeld, en söngmennirnir eru: Albert Hall- dórson, Hermann Fjelsteð, Al- vin Blondal og próf. Sigurður Helgason. íþróttir verða hinar sömu og að undanförnu fyrir yngri sem eldri, að viðbættum tveim atrið- um; mílu hlaup fyrir þá sem keppa um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn, og stangar- stökk (pole vault) open event. Dans frá kl. 9.30 til kl. 2.30 f.h. í Gimli Pavilion. Valið orch- estra. Áreiðanlega liggja allar leiðir íslendinga til Gimli á mánudag- inn 1. ágúst. Með nútíðar farar- tæki þarf enginn að segja eins og Ásta í Skuggasveini* ’Fótur vor er fastur þá fljúga vill önd”. Einu sinni á ári vilja allir'ís- lendingar finnast, og samenast um sín áhugamál. Hittumst heilir fyrsta ágúst á Gimli, Þingvöllum Vestur-ís- lendinga. Frekari upplýsingar munu birt ast í næsta blaði. Hjálmur f. Danielson Fyrir hönd nefndarinnar ISLEN DING AD AGURINN / PEACE ARCH PARK Eins og undanfarin 12 ár koma íslendingar frá Vancouver, Blaine, Point Roberts, Belling- ham og víðsvegar að, saman í hin um fagra Friðarbogagarði á landamærum Canada og Banda- ríkjanna til þess að minnast þess að þeir eru af einu og sama bergi brotnir og til að gjöra sér glað- ar °S góðan dag með frændum og vinum. Nefndin hefir ákveð- ið að þessi dagUr skuli vera sunnudagurinn, hinn 31. júlí, og heitir 'á allar góðar vættir, að þann dag skuli vera heiður him- in og “hafið skínandi bjart’O Það hefir verið vandað til skemti' skrárinnar og hefir í því efni verið tekð sérstakt tillit til hinna^ yngri meðal fullorðinna Vestur-j íslendinga. Við viljum byggjai brú milli kynslóðanna til þess að sérhvað það sem hefir varan- legt gildi í okkar ættararfi glat- ist ekki, óbornum kynslóðum til ómetanlegs skaða. Það verður enginn matur seld- ur í garðinum þetta ár. Það verð ur því nauðsynlegt að búa sig út að heiman “með nesti og nýja skó”. En heitt kaffi verður veitt ókeypis öllúm sem hafa merki íslendingadagsins. Hittumst heilir í Peace Arch Park, 31. júlí. Skemtiskrá aug- lýst síðar. —A.E.K. Ný þjóðernisstefna? Vegna þess að Canada á hvorki flagg eða þjóðsöng viður kendan, gætu margir haldið, að þeir væru ekki miklir þjóðrrækn ismenn. Það er satt, að þeir ■verða fyrir miklum áhrifum frá erlendum þjóðum, t.d. Banda- ríkjunum, Bretlandi. En eigi að síður, þykir þeim eftir ekki mjög langa dvöl hér mikið variðj í þetta land og líta á það sem ættland sitt. Að gera því mikið úr, að íbúar Canada séu ekki þjóðræknislega sinnaðir, er líklegt, að við lítið ihafi að styðjast. Á meðal er- lendra þjóða, getur verið að þeir básúni ekki tilfinningar sínar eins mikið og aðrar þjóðir. En það sem hér er að gerast, er það, að hér er að vakna eða er vakn- aður nýr andi milli hinna mörgu þjóðarbrota, andi, sem vægara dæmir um það, sem skilur eitt þjóðerni frá öðru og trúir á- kveðnara en nokkur önnur þjóð, að samvinna allra þjóða sé fram- kvæmanleg, þrátt fyrir þjóðrækn islegan uppruna. Það er hér vissulega jarðveg- ur fyrir þess konar hugsunar- hátt. Og að það búi í hugum manna hér, er all augljóst af framkomu borgara landsins að dæma. Það má að því er virðist, vafalaust vænta þess, að hér sé vísir til nýs þjóðernisisma að spretta upp, sem vel gæti verið til fyrirmyndar í sambúð þjóða heimsins sem fyrir tækni sakirj eykst nú svo óðum að ætla má,j að verði það sem koma skal. Að| læra að lifa og búa saman í sátt og friði, verður þá eitt a-f boð- orðunum. Og að það verði inn- legg Canada til komandi menn- ingar, er bæði líklegt og ákjós- anlegt. Keflvíkingar hæst launaðir Hvar eru tekjur hæstar á hvern íbúa á íslandi? Skýrsla, sem birt er yfir þetta í Alþýðublaðinu 9. júní, fer um þetta þessum orðum. Tekjur á hvern íbúa í Kefla- vík eru 17.200 kr. (ruml. $1,000) en á hvern Reykviking 15.700 kr. Tekjur á mann á öllu landinu 12.900 kr.—árið 1953. Tekjur einstaklinga á landinu munu hafa hækkað nálega um 500 miljónir á árinu 1951 til ’53, að því er segir í nýjum hagtið- indum. Tekjur á íbúa voru hæst- ar í Reykjavík árin 1951 og ’52, en árið 1953, skauzt Keflavík all j hátt upp fyrir höfuðstaði?m ’í tekjum á íbúa. Á öllu landinuj voru tekjur á íbúa 1953, 12,900 kr. í kaupstöðum 14,700 kr. í j kaupstöðum öðrum en Reykjavík 13,000 kr. í sýslum 9.900 kr. í Hagtíðindunum segir enn- fremur, að augljóst sé, að tekj-1 urnar hafi hækkað verulega frá 1952 til 1953 vegna mikillar vinnu á vegum varnarliðsins, bæði beint og óbeint. Alþbl. 9. júní Yiðskifti sem segja sex íbúar Tjekkóslóvakíu eins af peðríkjum Rússlands, eru svo lánsamir, að geta smurt bráðum sitt svarta brauð með canadisku smjöri, þótt margur Canadamað- ur láti sér nægja smjörlíki. Þessu víkur svo við, að sambandsstjórn hefir gert samning við stjórn Tjekkóslóvakíu um að selja 'henni smjör fyrir 37 cents pund- ið, sem hún greiddi 60 cents fyr ir. Er sagt að tapið á smjörinu, sem hér um ræðir nemi $75,000. Hin fyrirhugaða sala í bráðina kvað nema 300,0000 pundum, en er aðeins byrjun. Birgðir stjórn arinnar efu um 60 miljón pund. Sambandsstjórn kvað gera nokkuð af þannig lagaðri sölu á brigðum sem hún hefir á hendi. Fyrir skömmu gerði hún mjög svipaðann kaupskap þessu við Vestur Þýzkaland á svínakjöti. Kjötið var þeim selt á hálfu verði borið saman við það sem Canadabúar borga fyrir það. En þetta má heita betra en að brenna vöruna eða kasta henni í sjóinn. Eiga bíla-eigendur að borga fyrir alla vegi? Það er sagt að bílaeigendur greiði 38% af kostnaði vegagerð ar í Canada. Sumir segja það of lítið og finst að þeir ættu að greiða fyrir alla vegi gerða. Þeir einir hafi þeirra not. Aðrir ekki. Þetta er ekki rétt hermt. Það er fjöldi annara sem vega hafa not en bíla eigendur. Meðfram þjóðvegum rísa upp olíustöðvar og búðir af ýmsu tæi, er góðs njóta af vegagerð. Þjóðvegir greiða fyrir að byggja upp land- ið, eins og járnbrautir. Núver- andi skattur er einnig svo hár á bílum, að jafnvel Sambands- stjórnin sá sér ekki annað fært en að setja hann (excise tax) niður um helming. Líkaminn kældur niður í 25 gráður Danska blaðið Dagen Nyheder skýrir frá því nýlega (12. þ.m.), að ungur danskur læknir hafi komið með nýjar aðferðir í heila skurðlækningum, sem vakið hafa mikla athygli sérfræðinga og vonir um góðan árangur. Mprgir helztu heilasérfræð- ingar Norðurlanda voru nýlejga á læknafundi í Lundi. Þar skýrði Nils Lundbertg yfirlæknir í Lundi frá 19 miklum heilaskurð um, sem hann hefir gert með því að kæla líkamshita sjúklinganna um 200 símar og kjallarar flæddu víða. En vestan frá Stephenfield Siding, 14 mílur vestur af Car- man, segir þá fágætu frétt, að tveir tómir járnbrautavagnar, er þar stóðu á spori, hafi brunað af stað undan storminum og ekki stöðvast fyr en í Springfiéld, 28 mílum austar. Vagnarnir fóru sem leið lá um Carman, en engan sakaði ferð þeirra. Var þó ferð- hraðin sagður um 40 mílur á kl,- stund. ÍSLENZK KONA KOSIN SÆMDASTÖÐU í Frú Eric A. Isfeld Það er bæði veglegur og verð- skuldaður heiður sem frú Eric A. Isfeld var sýndur með því að vera kosinn forseti Canadian Federation of Music Teachers Association á fundi félagsins, er nýlega stóð yfir í Vancouver. Frú Isfeld hafði verið vara-for- SIGVALDI SIGURÐSSON VÍDAL 29. júlí 1881—8. júlí 1955 niður í 25 gráður á Celsíus. Kom sst; £gur> Qg unnið starf sitt af aðstoðarlæknir hans, Kaj Nilsen fram með þessa aðferð fyrir 3 •árum. Ekki er þó unnt að segja neitt um framtíð þessarar að ferðar—eða Hypotermi, eins og hún er kölluð á læknamáli—en margt bendir til, að hún muni reynazt heilladrjúg í framtíð- inni. —Mbl. 15. júní Kosningaskylda í hverri kosningu, sem nú fer fram eftir aðra, greiðir ekki helmingur kosningabærra manna atkvæði. Þetta hefir gengið þannig um mörg undanfarin ár. Nú er farið að vekja máls á, að skylda hvern og einn til að greiða atkvæði. Það mun ófrjálst þykja. En hvað er þá með skóla skyldu? Það er ekki verið að spyrja börnin um hana. Það mun fyr en síðar verða að gera einhverjar breytingar á kosningalögunum, ef núverandi vanræksla heldur áfram. Sniallwood og Canada Joseph Smallwood, liberal for sætisráðherra Newfoundlands, hótaði í ræðu nýlega eystra, að slíta sambandi við Canada, ef sambandsstjórnin skágengi At- landzhafsfylkin og Newfound- land eins og hún hefði gert í sambandi við hernaðarstörf, sem hún léti Quebec og Ontario aðal- lega sitja að. Það segir ekki neitt um hverju stjórnin svarar þessu. Tillaga sem enginn studdi Þegar verið var að athuga launahækkun dómara í efri mál- stofu sambandsþingsins nýlega mótmælti Senator Ralph Horner íhaldsflokks sinni, samþyktinni og gerði tillögu um að fella veit- inguna. En hún var ekki borin upp til atkvæða, vegna þess, að engin fekst til að styðja hana. ósérplægni er störf hennar öll einkenna. Og á því þarf vissu- lega að halda í þessari stöðu, því skipulagning og stefna músic- kenslu, eins og kennarar sjá hana ákjósanlegasta, krefst mikillar árvekni og starfs, auk góðra og sjálfsagðra sér- eða faghæfi- leika. Kosnlng frú Isfeld er því í senn vitnisburður góðum hæfi leikum hennar og henni til sóma, sem og þjóðfrændum hennar, ís lendingum, hvar sem eru. Járnbrautavagnar fjúka í storminum sem s.l. viku, slitnuðu HEIÐURSMERKI fslendingar eru orðnir kunnir á sviði mennta- og starfsmála um alllangt skeið, svo slíkt er ekki beinlínis nýtt í sögu þeirra, en yfirlýsing sú er hér fylgir er þó dálítið einstök í sinni röð Þessi gáfaða unga stúlka sem hér um ræðir, er May Kardal, dóttir Ola Kardals söngmanns °g Sylvíu konu hans. Eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjun- um er henni veitt sérstakt heið- ursmerki fyrir gáfu, lærdóm og hefðun. May var fermd snemma í sum- ar í fæðingarbæ sínum, Gimli. Vafalaust fylgja henni ein- lægar framtíða hamingjuóskir allra vina hennar og kunningja. J. G. the AMERICAN LEGION CERTIFICATE of SCHOOL AWARD This Certificate of Distinguish- ed Achievement is awarded MAY KARDAL of Baker School, in recognition of attainment acquired as win- ner of The American Legion School Award. In further recognition of the possession of those high qualities of Honor, Courage, Scholarship, Leader- ship and Service Which are neces sary to the presentation and pro- tection of the fundamental insti- tutions of our government and the advancement of society. hér geisaði This Award is made by Lester í þessum bæ Tjernlund, Post No. 451. The Föstudaginn 8. þ.m. andaðist á sjúkrahúsinu á Gimli, Sigvaldi Sigurðsson Vídal. Þangað hafði hann verið fluttur af almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg, eftir að hafa gengið undir tvo hættu- lega holdskurði. Hann átti innan þriggja vikna 74 ára afmæli. Sigvaldi var ættaður frá Víði- dal í Húnavatnssýsu ,sonur Sig- urðar Vídals og Kristínar konu hans, og kom til þessa lands sem sex ára drengur árið 1887. For- eldar hans bjuggu að Fitjum í Hnausa bygðinni, en hann, er hann náði fullorðins árum, stofn aði bú sitt að Harðangri í Fram- nesbygð, og bjó þar góðu búi til 1925. Hann bjó næst á Hnausum til 1951 og flutti sig þá til Ár- borgar og átti þar heima úr því. Hann vann sér traust og tiltrú bygðarmanna og stóð stöðugt í stöðu sinni, sem bóndi, sem gæslumaður ljósvitans að Hnaús um, sem umsjónarmaður fiski- veiða og sem skólaráðsmaður. Hann var góður og tryggur vin- ur og hugsaði æfinlega meira um hag og velferð annara en sinn eigin. 24. ágúst, 1911, kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Sigríði Johnson frá Árnesi. Þau eignuðust átta börn sem eru öll á lífi nema tveir drengir, sem dóu í inflúenzu árið 1918. Annar var Haraldur, sem dó 7 ára að aldri, en hinn var Victor, unga- barn. Hin börnin, sem lifa eru: Sigríður Solveig ( Mrs. Svein björn Johnson); Hannes Krist- inn, í Carman, Man.; Haraldur Victor, skólakennari Winnipeg; Sigurjón Grímur, í Árborg; Sig- urrós Anna (Mrs. P. L. Palsson í Árborg); Sigurður, í Árborg; Einnig eru fimm barnabörn. Systkini Sigvalda, sem lifa hann eru Rögnvaldur, Gestur, og Sigurrós. Hann andaðist, eins og áður er getið, 8. júlí á Gimli. Kveðju- athöfn fór fram á gamla heimil- inu á Hnausum, mánudaginn 11. júlí, að fjölda vinum og ætt- mennum viðstödum. Veður var gott. Sólin skein björt og heit. Vinirnir sem saman voru komnir til að kveðja, sátu í bekkjum í forsælunni af iháum trjám. En hljóðauki bar til þeirra kveðju- orðin, sem flutt voru yfÍLhinum jarðnesku leifum hins látna, inni í húsinu. Séra Philip M. Péturs- son jarðsöng. Jarðað var í graf- reit Hnausa bygðar, í um'hverfi og meðal vina sem hinn látni hafði þekt i fjölda mörg ár. — Góður vinur kveður, en minning hans lifir um ókamin ár. Dapartment of Minnesota The American Legion. Duane E. Spiess Post Commander Veron E. Stech Post Adjutant Miðvikudagskvöldið s.l. 6. júlí töluðu séra Philip M. Pétursson og Dr. Gordon W. Maclean af þræði, yfir kerfi CBC á “Points of View” um framleiðslu á efnis orku sprengjur. Hver leit sinum augum á málið, eins og menn urðu varir í vor, í sjónvarpinu hér. Séra Philip hefur borist skeyti frá Vancouver, Saskatoon og Toronto fyrir afstöðu hans í málinu. Frá Toronto hefur beiðni komið til CBC um að gert verði “afrit” eða “copía” af á- varpi séra Philips til notkunar á fundum ýmsra félaga.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.