Heimskringla - 13.07.1955, Síða 4

Heimskringla - 13.07.1955, Síða 4
4. SÍÐA WINNIPEG, 13. JÚLf 1955 HEIMSERINGLA FJÆR OG NÆR Inn á skrifstofu Hkr. leit s.l. laugardag Archie C. Orr, sem um mörg undanfarin ár hefir bú- ið í Vancouver. Hann er hér eystra að heimsækja skyldfólk. Með honum er kona hans og son- ur, Archie, sem er eina barnið þeirra og er útskrifaður af B.C. háskóla. Var ihann í Bandaríkjun um að fá sér nýjan bíl og kom til móts við foreldra sína í Chi- cago, sem með honum fara vest- ur. Sonur þeirra hefir atvinnu hjá stóru félagi vestra. Arohiei þekkja hér margir frá fornu fari, var hann samtíðis þeim er iþetta ritar starfsmaður hjá S. Thorvaldson. Um leið og vitS mintumst þess sagði hann mér að hann hefði í gærkvöldi verið að spila bridge hjá Mr. og Mrs. Marino Thorvaldson og þátttak- endur hefðu allir verið gamlir samstarfsmenn hjá S. Th. Archie er einn hinn skemtilegasti mað- ur að hitta, síglaður, skarpur í hugsun og kallar hvítt og svart sínum réttu nöfnum. Hann gerði ráð fyir að fara vestur upp úr helginni. ★ ★ ★ Endurkosin í stjórnarnefnd Dr. Richard Beck prófessor var nýlega endurkosinn í stjórn arnefnd ríkisháskólans í Norður Dakota. Er hann einn af sex há- skólakennurum, sem sæti eiga í nefndinni og kjörnir eru á al- mennum kennarafundi; en sjálf kjörnir eru yfirmenn (Deans) hinna ýmsu sérskóla innan há- skólans. Dr. Beck á einnig sæti í ýmsum öðrum meiriháttar há- skólanefndum, svo sem bókasafns nefndinni. ★ ★ ★ Heimskringla meðtók eftirfar- andi línur í gær og var beðin að birta þær:' Eg var á ferð í strætisvagni og bus í gær og las sömu auglýs- ! ROSG THGATRE —SARGENT S ARLINGTON— Photo-Nite every Tuesday and Wednesday. T. V.-Nite every Thursday. —Air Conditioned— LÆKKAÐ JÁRNBRAUTA- FARGJALD til SASKATOON IÐN -SÝNING ARINN AR 25. til 30. júlí EITT OG HÁLFT FAR BÁÐAR LEIÐIR (Styðsta leið 30 cents) Frá öllum járnbrautarstöðvum í Manitoba, Saskatcihewan og Alberta í GILDI FRÁ 23.-30. JCLt svo komið verði 30. júlí til Saskatoon -klukkan 5 eftir hádegi, (Standard Tími). FARIÐ TIL BAKA EKKI SEINNA EN E ÁGCST Ef engin lest 1. ágúst, þá með næstu lest. Sjáið farbréfa salann inguna í báðum frá bílasala, hún var á þessa leið: Hversvegna koma menn sér ekki hjá óþæg- indum. af að ferðast með strætis vögnum með því að kaupa brúk- aða bíla á góðu verði af oss? ★ ★ ★ Afhjúpun og vígsla Þann 17. júlí fer fram afhjúp un og vígsla minnismerkis um íslenzka brautryðjendur í Álfta vatns- og Grunnavatnsbyggðum. Athöfnin hefst með guðsþjón- ustu í lútersku kirkjunni að Lun dar kl. 11 f.h. Dr. V. J. Eylands flytur ávarp en séra Bragi Friðriksson préd- ikar. Við minnismerkið flytur hr. Kári Byron, oddviti, ávarp. Hr. Skúli Sigfússon afhjúpar minnis merkið, en séra Bragi Friðriks- son vígir það. Að því loknu verða sungnir þjóðsöngvar ís- lands og Canada. Einnig flytur séra Philip M. Pétursson ávarp, og kveðju frá Þjóðræknisfélag- inu flytur Dr. V. J. Eylands. Hr. Gísli Magnússon les skýrslu und irbúningsnefndar. Þá verða leik- in æftjarðarlög og veitingar fram bornar. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. Walter Anderson og sonur þeirra, frá Everett, Wash., eru stödd í bænum í iheimsókn hjá skyldfólki og vin- um í Winnipeg. Mrs. W. Ander- son er í heimsókn til móður sinn ar (Mrs. Allan) Mr. W. Ander*- son er bróðir S .S. Anderson. Þau komu til bæjarins s.l. laug- ardag. Ráðgera að skreppa til Piney. ★ ★ ★ Mrs. John Hand og börn úr þessum bae lagði af stað um helg ina suður til San Bernardino, Calif., þar sem hún og maður hennar gera ráð fyrir að dvelja. Maður hennar fór fyrir mánuði suður. Mrs. Hand er dóttir Mr. og Mrs. Haraldar F. Davíðson í þessum bæ. ★ ★ ★ Strætisvagnafélagið býst við að einn af hverjum 10 viðskifta- vina þeirra, hætti að ferðast með strætisvögnunum vegna hækk- unar nýlega á fargjaldi. Þó það kosti mikið má búast við meiri tekjum en sem því nemur af far- gjaldahækkuninni. En svo er þetta áætlunarreikningur enn sem komið er. ★ ★ ★ Til íslenzkra íþróttafélaga Eins og vitanlegt. er verður kept um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn á íslendinga- daginn á Gimli þann 1. ágúst. fl sambandi við það verða íþróttir* hinar sömu og síðastliðið ár en! einni verður bætt við. Það er1 míluhlaup fyrir menn. Ennfrem ur verður bætt við stangarstökki í þann hluta íþrótta sem öllum er leifileg þátttaka (open event). Veitið athygli nákvæmum fréttum af íslendingadeginum í næsta blaði. Hjálmur F. Danielson Fyrir hönd upplýsinganefndar GAMLAR SKRÆÐUR úr sjóði endurminninganna eftir G. J. OLESON Kafli No. 5. J. ÁGÚST VOPNI Um langt skeið stórbóndi í Swan River dalnum og einn merkasti frumherji þar. Eg sá hann í fyrsta sinn vorið 1898 á heimili Gottskálks Pálssonar i Hólabyggðinní nálægt Glenboro, Manitoba. Varð honum á síðari árum gagnkunnugur. Voru þeir Gottskálk þá að bollaleggja að flytja til Swan River. Ágúst er einn af hinum alkunnu Vopn- f jarðarbræðrum. Kom vestur 1892 eða ’93 vann algenga bænda- vinnu hjá hérlendum nálægt Baldur, Man. í 6 ár þar til hann flutti til Swan River 1898. Flutti hann búslóð sina og fólk á uxum alla leið og var mánuð á leið- inni, og sýndi hann ódæma þrautsegju og karlmensku, voru síðustu 100 mílurnar frumskógar óbyggð og vegleysur. Átti hann ekki 7 dagana sæla fyrstu tvo ára tugina því það var óhemju verk að ryðja skóginn auk þess að afla lifilbrauðs. Gáfust margir upp, en Vopni skeikaði ekki frá settu marki og sigraði allar þrautir, og byggðin hans er nú með allra beztu byggðum í Mani toba. Hefur þar ekki brugðist uppskera í rúm 5 ár. Þrír synir Ágústs eru nú gildir bændur þar í dalnum. Ágætir menn. Vopni hefur verið góður fé- lagsmaður, og tekið drjúgann þátt í hérlendu félagslífi og nýt ur mikils álits hérlendra manna. íslendingur er hann heill en ekki hálfur, og hefur ætíð styrkt íslenzkan félagskap, og þó hann hafi verið iangt af alfaraleið, hefur hann iðulega sótt stærri íslenzkar hátíðir í Winnipeg og öðrum byggðum íslendinga. Hann er>allvel ritfaer og Skrilar undra vel cnn, þo kominn se all- langt ýfir áttrætt. Hann er til- komumikill í sjón og á velli, og besti drengur eins og margir Vopnfirðingar. Kona hans var Arnbjörg Jónsdóttir að Hólmum í Vopnafirði, dáinn á Betel 2. janúar 1949. Ágúst giftist aftur Maríu Freemansdóttir frá Ljótsstöðum í Vopnafirði. Hún var áður gift Ingólfi Árnason. Þau sitja nú í helgum steini í Wellwood, Man. og njóta elli áranna. Eru þau bæði glaðsinna, frjáls og vin- gjarnleg við alla. Eru þau nú farin að bera nokkur elli mörk, hann er nú 87 ára fæddur 1. feb. 1867, á Ljótsstöðum í Vopna- firði. María er 82 ára, fædd 16. nóv. 1872 á Ljótsstöðum í Vopnafirði. Bæði fædd á sama bæ. Heill og heiður þessum gömlu heiðurshjónum. Séra Guðm. Árnason sem skrifað hefur Land námssögu íslendinga í Swan River (Alm. O. S. Th„ 1923) tel ur Vopna með merkustu íslenzk um bændum í Manitoba. Mun það satt vera. Er hann ekki síð- ur einn af allra merkustu ísl. landnámsmanna ihér í þessu fylki. COPENHAGEN (openO^ “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” Sprækir, hundruö ára gamlir öldungar Hve gömul verða þau dýr, sem lifa lengst? Verða þau 100, 200 eða 1000 ára! Til eru sögusagnir, er greina frá fílum, sem hafa lif- að í mörg þúsund ár — en það eru og verða sögusagnir einar.j segja vísindin. En viltir fílar verða alt að 290 ára, hinir tömdu verða ekki nema 80 — 120 ára gamlir. í einum af ritum sínum -hefur UNESCO nýlega byrjað með spurnnigadálk, þar sem rætt er um vísindi á þann veg að auðskil- ið sé alþýðu manna. Margir les- endanna hafa í þessum dálki m a. spurt um aldur dýra. Nokkur svör fara hér á eftir: Krókódíll- inn verður mörg hundruð ára gamall. Risaskjaldbakan verður a. m. k. 200 ára, aldurs fílanna er þegar getið, perluskel yfir 100 ára, geddan, laxinn verða 80—100 ára, fálkinn, uglan, hrafninn og jáfagaukurinn 60—100 ára, örnin og villigæsin 80 og storkurinn 70. Yfirleitt verða dýr ekki eins gömul og jurtir. Til eru runnar, sem eru taldir vera yfir 13000 ára gamlri.—“Freyr” Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- leifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yfir- leitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. MINNINGAR P. S. P. FIND TNE PEOPLE YOU M4 MMSY i VD*mi?E.G K juví . ’ 4 lo —w...x—,<■ r i ■ ' X','■ ■.'y'.-'/M•fövízáir:-#'. '. Frh. frá 3. bls. eru þær vel giftar og eiga mann- vænleg börn. Virtist mér eg vera m jög frændmargur í þessu snotra og vingjarnlega þorpi við Breiðaf jörð. Taldist okkur til að eg ætti um eða yfir 70 skyld- menni á þessum stað. Urðu því margar heimsóknirnar og við- tökurnar alstaðar hinar ágæt- ustu. Einn daginn fórum við til Helgafells, var þar fagurt um að litast, skoðuðum við kirkjuna þar, sem er bæði aðlaðandi og heillandi, og ekki sizt vegna sög unnar sem hún á að baki sér. Staðnæmdumst við hjá leiði Guðrúnar ósvífursdóttur, sem er utan þess garðs sem kirkjan nú stendur í. Liggur leiðið frá norðri til suðurs, eða eins og St. G. St. segir: “Út og suður”. Leið ið er snoturlega hlaðið upp og er sjáanlega vel annast um það. Þjóðtrúin segir, að ef vissum reglum sé 'fylgt við þetta leiði áður en gengið er upp á fellið, og aldrei litið til baka á göng- unni upp, megi maður þegar upp er komið óska sér í ihljóði þriggja hluta, og muni þær ósk- ir rætast ef öllum reglum sé fylgt. jy[ér dvaldist nokkuð við þenn- an forna legstað. Þarna lá undir graenni torfu ein af fremstu kon um íornaldar íslands, kona, sem FLEYGAR — hin nýja ljóða- bók eftir Pál Bjarnason, er nú komin á markaðinn. Er 270 blað- síður. Kostar $5.00 í bandi Og fæst hjá — BJORNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg þannig er lýst í íslendinga sög- um: “Guðrún var kvenna vænst, er upp óxu á íslandi, bæði að á- sjánu og vitsmunum. Hún var kurteis kona, svá at í þann tíma þótti alt barnavípr, þat er aðrar konur höfðu í skarti hjá henni Allra kvenna var hon kænst ok bezt orði farin, hon var örlynd kona”. Þessa konu hafði ógjæf- an elt á röndum að heita mátti frá vöggunni til grafarinnar, og þarna var hennar síðasti griða- staður. Frá leiði Guðrúnar gerigum við upp fellið. Var eg elstur þeirra sem þessa ferð tóku sér á hendur, og vegna þreyttra fóta og gallaðra lungna óskaði eg að ganga seinastur allra, bað eg fylgdarlið mitt að muna allar reglur og líta aldrei til baka því eg myndi ekki verða langt á eft- ir þeim þegar á leiðar-enda væri komið. Var þetta bundið fast- mælum, og hver sá um sig sjálf- an á þessari “Pílagríms-för”. Bkki er því að neita, að fyrsta brekkan varð mér erfiðust, en hvað sem olli því virtist mér sem gangan yrði greiðari eftir því sem ofar dró, og efsti hjallinn, “örðugasti hjallinn”, varð mér léttastur. Ðf til vill geta sér- fræðingar .eða sálfræðingar út- skýrt þetta fyrirbrigði, en ef frumögn (atom), var þarna að verki, þá hefir það ódeili risið upp frá gröf Guðrúnar ósvífurs-1 aóttur. Útsýnið frá efstu brún Helga- félls er dásamlegt og ógleyman- legt, þaðan mátti sjá yfir mest- an hluta Breiðafjarðar með öll- VINNIÐ AÐ SIGRI I NAFNI FRELSISINS “aug' JEHOVA Mimisj BETEL í erfðaskrám yðar MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MAN UFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - THE ENGINE FOR YOUR BOAT Always dependable under the most rugged conditions . . . the Graymarine is de-.. signed particularly for its particular job. The size and type you re- quire is available through Mumford, A\EDLANP, |IA\1TEP, 576 Wcdl SU Wpg. Ph. 37 187 um hans “óteljandi eyjum”. Skyggni var hið ákjósanlegasta og veðrið dásamlegt. Nú var sú von og löngun sem eg hafði bor- ið í brjósti frá barnæsku upp- fyllt, sú, að mega komast upp á Helgafell, og horfa yfir æsku- stöðvar móður minnar. Framh. When the southeastern Manitoba community of Vita was battered by a vicious tornado last month, one of the first big helping hands for the stricken area came from Shea’s Winnipeg Brewery Limited, the province’s oldest industrial resident. Shown above, left, in the ruins of one Df the many ihomes wrecked by the disastrous storm, is Dr. H. V. Waldon, head of the Vita Hospital and Chair- man of the Vita Disaster Committee. Beside him, Shea’s tepresentative Pete Langelle holds a $1,000 cheque, donated by his firm to the Vita Disaster Fund. TIL AÐ BÆTA HEIMINN Trú manna á guð er að réna í hverju landi. O.g ekkert getur bætt hana nema hans heilaga lækning. Óguð- leikinn grefur um sig í þjóðfélaginu. Hvað annað en hans heilagi opinberun, getur hreinsað hugann og endurvakið þar trú .... Það sem guð hefir bent á sem hið eina og máttugasta lyf til að græða mein heimsins, er sameining allra manna um allan heim um trú, sem allir geta eignast. En þessu takmarki verður þó ekki auðveldlega náð, án máttar og alvisi hins máttuga og hreintrúaða læknis. BAHA’U’LLAH. KENSLA I TRÚ BAHA’I Bóklegan fróðleika er að fá að Box 121, Winnipeg J

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.