Heimskringla - 03.08.1955, Page 1

Heimskringla - 03.08.1955, Page 1
CENTURY MOTORS LTD* 247 MAIN — Phone 92-3311 fP TR^ CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN-716 PORTAGE —^ LXIX, ARGANGUR WINNIPBG, Mli)VIKUDAG®íN, 3. ÁGÚST 1955 NÚMER 44. NOKKUR KVEÐJUORÐ ÞORSTEINN J. GÍSLASON (12/5 1875 — 19/7 1955) Þegar eg hugsa um alla hina mörgu einstaklinga, sem eg hef kynnzt meðal Vestur-fslendinga undanfarin ár, finnst mér eg eiga um fáa þeirra hugljúfari minningar en Þorstein J. Gísla- son í Brown. Nú iþekkti eg hann auðvitað ekki nema nokkur efstu ár hans, en í mínum augum var hann þó alltaf ungur—þrátt fyrir ellina, því að hann var lifandi og vak- andi í því er var að gerast í kringum hann. Þorsteinn og kona ihans ágæt, Lovísa Jóns- dóttir Þorlákssonar voru nokk- urskonar íslenzkir verndarvættir einnar fámennustu íslendinga- byggðarinnar vestan 'hafs og settu á hana, að mér fannst, alveg serstakan svip. Og þótt Þor- steinn sé nú dáinn, spái eg því, að áhrifa han« muni lengi gæta 1 byggðinni og hinir yngri menn taka þar við, sem hann varð frá að hverfa. Það er ekki ætlun mín að lýsa bér lífsferli Þorsteins, hversu vel hann reyndist móður sinni, er hann missti föður sinn ungur, eða skýra frá landnámi þeirra mæðgina í Brown og víðtækri hlutdeild hans í málefnum þeirr- ar byggðar. Það munu aðrir gera, sem þekktu hann lengur og gerr en eg. Heldur eiga þessar línur aðeins að vera dálítii kveðja 'frá ungum vini Þosteins, er ávallt mun minnast göfugmennsku hans og góðra samverustunda með honum á liðnum árum. Finnbogi Guðmundsson DÁN ARFREGN SIGRÚN BARDARSON DODD Dáin er að heimili sínu í Seattle, Wash., 2. júlí s.l., Sigrún Bardarson Dodd. Sigrún var fædd í Winnipeg 1. april 1894. Hún var yngsta barn Sigurðar Barðarsonar læknis og seinni konu hans Guðrúnar Davíðsdótt- ur. Hún var enn á æskuskeiði þegar hún fluttist með foreldrum sínum vestur til Blaine, Wash- ington. Hinn 4. janúar 1815 gift- ist hún Theodore Dodd, og var heimili þeirra í Blaine fyrstu 4 árin. Fluttu þau þá til Belling- ham, þar sem þau bjuggu all- mörg ár. Síðustu 15 árin var heimili þeirra í Seattle. Sigrúnu lifa auk eiginmanns hennar tveir synir: Theodore og Lárus báðir til heimilis í Bel- lingham, ^ tvær dætur: Betty Erickson og Bonnie Carpenter, báðar í Seattle. Einn bróðir, Leo Bardarson, í Oakland, Calif. ein hálfsystir Mrs. Olson r Seattle, og 8 barnabörn. Sigrún var góð kona og hjálp- söm við iþá sem voru hjálpar- þurfi og hún náði til. í þessu fór hún ekki í manngreinarálit og rétti gjarnan hendur móti þeim sem aðrir smáðu. Hið síð- asta mjög erfiða, sjúkdómsstríð bar hún með Iþolinmæði og trausti til hans sem lífið gaf. “Far þú í friði, friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir alt og alt.” —A. E. K. BERGMÁL FRÁ ENGLANNA SÖNG (Lag: Beautiiul brown eyes) i Við syngjum þér sumar í hjarta sólskin og bros á vör, þótt hauskvöldið gráti við glugg- ann er gleðin með okkur í för. Viðlag: Bernskunnar brosljúfi heimur á bergmál frá englanna söng. Ó, hlustaðu á vorljóðin ljúfu, ef leið þín er köld og myrk. Þau færa þér fegurð og unað. Þau flyitja þér huggun og styrk. Bernskunnar brosljúfi o. s. frv. I sorginni vonirnar vaka, vorið í haustsins róm, geislar í rökkursins rósum, rósemd í stormsins hljóm. Árelíus Níelsson M O L A R Ef Bandaríkin fara burt úr Ev- rópu væri öll norðurálfan hnýtt í klafa rússneskra kommúnista. Sir Winston Churchill Látinn er í Bandaríkjunum Cordell Hull, ritari Bandaríkj- anna frá 1933 til 1944. Hann var 84 ára. Hann hlaut friðarverð- laun Nobels 1945. Hanp var efri og neðri deildar þingmaður um mörg ár, og þótti eftir að hann varð ríkisritari, hafa óvanalega þekkngu á utanríkismálum fyrir Bandaríkjamann—að dómi Chur- chill og annara. FJÆR OG NÆR Þjóðræknisfélagsins í Fort Garry hótelinu á þriðjudaginn og hurfu heim á leið samdægurs. EGYPT ALAND ER MIKIÐ FRAMTÍÐARLAND A, : V erkmamannamálin eru þó í betra ásigkomulagi en þau voru. B. : Að hverju leyti? Ef verka- rnaðurinn er ekki rekinn af verk- gefendafyrir oflitla vinnu, er hann rekinn af verkamannasam- tökunum fyrir ofmikla vinnu. ftX “Fljúgandi diskar eru að minni skoðun”, segir John Steinbeck, “glögt tákn ókyrðarinnar í heim- inum á þessum tímum.” Mrs. H. F. Danielson, Win- nipeg, leggur af stað í dag vest- ur að hafi. Flytur hún ræðu á íslendingadegi Vancouver og Blaine-búa 31. júlí í Peace Arch Park. Hún mun og hafa verið beðin að flytja ræðu í Seattle og víðar vestra meðan dvalið er á Ströndinni. ★ ★ ★ Þeir Hon. Thor Thors sendi- herra íslends í Bandaríkjunum og Canada, Valdimar Björnson ritstjóri frá Minnieapolis og Dr. Richard Beck prófessor við rík- ísháskólann í Norður Dakota, komu hingað til borgarinnar um síðustu helgi að tilmælum Þjóð- ræknisfélagsins til að athuga að- stæður, er leitt gætu til samein- ingar islenzku vikublaðanna — Heimskringlu og Lögbergs, og verður það mál að sjálfsögðu frekar skýrt á sínum tíma; þeir satu boð framkvæmdarnefndar & MANITOBA pool elevators Winmpeg Manitoba SASKATCHEWAN WHEAT POOL Regina Saskatchewan ALBERTA WHEAT POOL Calgary Alberta Á seinna hluta síðustu aldar kom til hinna lítt- byggðu sléttufylkja Vestur-Canada, fyrsti hópur íslenzkra innflytjenda er tók sér bóifestu á strönd Winnipegvatns. Á árunum sem síðan eru liðin, hafa áyalt verið að bætast við fyrsta hópinn menn frá eyjunni í ægi blám. í dag taka afkomendur þessara innflytjenda mikinn þátt í vexti og upp- byggmgu þessa lands. fslendingar hafa sem þjóð sannað að alt er ekki undir fjölmenninu komið. Það sem mestu varðar, er að atvinnurekstur sé skapaður sem í því er fólg- inn, að gera eyðiland að frósamri bygð og færsælli. ■s. f Canada hafa íslendingar reynst trúir sjálfum sér, sem í ættlandi sínu; þeir eru er hingað er kom- ið fyrst og fremst Canadamenn, fúsir til að leggja fram það bezta sem þeir eiga í bókmentum og verklegum efnum, þessu landi og þjóð til framfara og heilla. í sléttufylkjunum hafa .þeir með öðnim bændum fylgst vel með í hveiti samtökunum. Þeir hafa staðið þar framarlega í fylkingu. Hveitisamlag Vestur-Canada er stolt af því að eiga svo marga menn og konur af íslenzku bergi brotna. Egyptar hafa verið landbúnað arþjóð frá því á dögum Faraó- anna. Sjötíu af hverjum 100 íbúum lifa á landbúnaði. Landbúnaður- inn leggur til 27% af þjóðartekj unum, sem nema er svarar til 2.4 miljarða dollara árlega og 94% af útflutningnum. Það, sem gerði efnahags afkomuna ótrygga var, að ekki var nema um einn höfuð atvinnuveg að ræða, allt snerist að kalla um baðmullarræktina og á sviði iðnaðar að vinna úr baðmullinni, sem Egyptar töldu hina beztu í heimi. En fólkinu fjölgaði—og því fjölgar nú um 350,000 á ári—og ekkert var gert til að auka ræktunina, og næst um ekkert átak var gert á sviði iðnaðar. Af þessu leiddi að mikill hluti þjóðarinnar þjáðist af næringar skorti—meðaltekjur námu ekki nema sem svaraði til 90 dollara á ári. Hinir nýju menn Egyptalands eru sannfærðir um, að eina bjarg ráðið sé að snúa alveg við blaði, og stefna í aðra átt. Sóknin á sviði iðnaðar byrjaði Iþó fyrir þeirra tíð um 1930. Árið 1939 voru starfsmenn í iðnaði 300,000. f síðari heimsstyrjöldinni þrengdist um innflutning og það varð að bæta upp, ennfremur að fullnægja ýmsum þörfum 250,000 erlendra hermanna, sem höfðu bækistöðvar í landinu. Og nú eru 700.000 iðnaðarverkamenn í landinu, sem framleiða iðnað arvörur árlega hátt á annað hundrað milljarð dollara að verð mæti. Mikil aukning hefur átt sér stað á sviði vefnaðarvörufram leiðslu, tilbúnum áburði, stáli o. s.frv. Útflutningur á ýmsum iðnaðarvörum er hafinn til Ev- rópu og Vestur-Asíulanda og víðar. í Egyptalandi er nú þriðja stærsta sykurverksmiðja í heimi, en þar eru framleiddar 230,000 smálestir af sykri árlega. Hún er eign Ahmeds nokkurs Abboud sem lætur til sín taka á fleiri sviðum. í Egyptalandi bíða hinna ungu manna, sem nú hafa örlög landsins í hendi sér mikil við- fangsefni—viðreisn á öllum svið am. Deiluefnið mikla, Suezdeil- an, hefur verið til lykta leidd með samkomulagi, og nú veltur allt á því að friður haldist innan lands, svo að valdhafarnir geti sinnt viðreisninni án þess að þurfa samtímis að standa í því að bæla niður innanlandsóeirðir. Hið mikla verkefni Gamal Ab del Nassers forsætisráðherra og annara leiðtoga er viðreisn á öll um sviðum, ekki síst á sviði land búnaðar og iðnaðar. Bæta þarf lífskjör og afkomuskilyrði þeirra sem erja jörðina—í landi, þar sem þurrir sandar hindra frekari útþenslu rætkaðs lands, nema hafizt verði handa um miklar vatnsveitur í landi—í landi þar Framh. á 4. bls. Canadian Co-operative Wheat Producers Limited WINNIPEG — CANADA m nqnuiimn íslendingadagurinn í GIMLI PARK Mánudaginn 1. Agiíst 19 S 5 v Forseti nefndarinnar: Snorri Jónasson Fjallkonan: Snjólaug Sigurdson Hirðmeyjar Joanne Marja Laxdal Heather Sigurdson íþróttir fyrir börn og ungar stúlkur byrja kl. 12 (D.S.T.) íþróttasamkepni um Oddson skjöldinn og Hanson bikarinn byrjar kl. 2 e.h. (D. S. T.). Bílaskrúðför frá CPR stöðinni á Gimli byrjar kl. 11 f.h. (D.S.T.) Björgvin Guðmundsson, Tónskáld, spilar íslenzk ilög af plötum og segul- þræði frá kl. 12.30 til kl. 1.45 e.h. (D.S.T.) SKEMTISKRÁ BYRJAR KL, 2. e.h. (D.S7T.) 1. O Canada. 2. ó’Guð vors lands. , 3. Forseti, Snorri Jónasson setur hátíðina. 4. Ávarp Fjallkonunnar, Miss Snjólaug Sigurdson. 5. Fjórraddaður söngur: Albert Halldorson, Hermann Fjelsted, Alvin Blondal, Prof. Sig. Helgason Undir stjórn B. Violet fsfeld. 6. Ávörp gesta. 7. Söngur 8. Minni íslands: Séra Bragi Friðriksson, Lundar, Manitoba. 9. Kvæði, lesið af Próf. Finnboga Guðmundssyni. * " 10. Söngur 11. Minni Canada: Aðalsteinn F. Kristjansson, L.L.B., Winnipeg 12. Söngur. j 1 13. God Save the Queen. Skrúðganga að landnema minnisvarðanum, að lokinni skemtiskrá. Fjallkon- an leggur blómsveig á minnisvarðann. Kveldskemtun byrjar í skemtigarð- inumjd. 7.45. Fjórir drengir sýna íslenzka glímu. Community singing byrj- ar kl. 8. Dans í Gimli Pavilion frá kl. 9.30 til kl. 2.30 f. h. Inngangur: Börn innan 12 ára frí. Eldri börn og fullorðnir—50 cents. Aðgangur að dansinum—75 cents fyrir alla.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.