Heimskringla - 31.08.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1955
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
“ísland. Kátt fólk—bjartar naet-
ur”, en höfundurinn heitir Her-
bert Scharkowski. Greinin er
svolátandi:
“Klukkan var tvö að nóttu, en
bjart sem á degi. Á einni mínútu
taldi eg 18 stóra ameríska bíla,
sem óku gegnum mannfjöldann
í miðbænum. Reykjavík, höfuð-
borg íslands, fagnaði þjóðhátíð-
ardeginum. Borgin telur 60 þús
und íbúa og liggur 850 kílómetra
norðvestur frá Skotlandi.
Jafnvel þótt maður hafi ekki
dvalið nema 30 klukkustundir í
landinu undrast maður engan
veginn þótt ekki dimmi um lág-
nættið. Maður undrast ekki held
ur yfir því iþótt manni sýnist bif-
reiðarnar vera fleiri en mann-
fólkið og að bílarnir séu allir í
sólskins skapi.
Frá því er Flugfélag íslands
flutti mig fyrstu áætlunarferð
sinni milli Hamborgarog Reykja
víkur hafa engar fimm mínútur
liðið svo, að nýtt undrunarefni
hafi ekki gagntekið mig.
í fyrsta lagi er það kvenfólkið.
Það hefir meðfæddan þokka til
að bera, sérkennilega fagrar
tennur og eru smekkvísar, meira
að segja fagurklæddar.
í bezta danssal borgarinnar,
sem er innréttaður í stíl við skips
lest, sátu þær með leiftrandi
augnaráði og þótti ekkert á móti
því þótt litið væri til þeirra. Þær
dönsuðu af fjöri en háttvísi og
um Boogie-woogie var ekki að
ræða. Þegar hljómsveitin lék síð
asta lagið klukkan hálf tólf (auð-
vitað “sjáumst aftur”) kvöddu
þær glaðklakkalega og héldu
heim til mæðra sinna. Annað
þekjjist ekki á fslandi.
úngar stúlkur vinna og græða
of fjár. Húsmæður á stórum
heimilum hafa orðið að s ætta
sig við þá staðreynd, að vinnu-
kona á heimili er þær óþekkt
fyrirbæri.
Eftir stríðið fluttust 150
þýzkar stúlkur til íslands til
þess að vinna að hússtörfum. En
100 þeirra eru þegar giftar. Kona
þýzka sendiherrans, Dr. Opplers,
sagði:
“Eg hefi nú um fjögurra ára
skeið haft sömu stúlkuna, Irm-
gard, ágæta stúlku. En í vikunni
sem leið kom hún til mín til þess
að segja mér hvað kindasvið væri
Ijómandi matur. Og það er auð-
sýnt að þeim, sem þykir kinda-
svið — þjóðarréttur íslendinga
—góð, er kominn í náin persónu
leg kynni eða tengsl við íslend-
Framh. á 4. bls.
Thelma
(RAGNAR STEFÁNSSC-N ÞÝDDl)
“Thelma, ástin min, yndið mitt eina!” hin
sterka rödd hans skalf. “Þú veizt ekki—hvernig
ættirðu að vita hvernig tilfinnngar mínar eru
gagnvart þér! Ánægður? Glaður? Hamingjan
góða— hvað þessi orð eru fátækleg til þess að
lýsa tilfinningum mínum! Eg get sagt þér hvern
ig þú lítur út, því ekkert getur nokkurn tíma
gert þig hégómagjarna. Þú ert yndislega falleg
—fegursta konan sem eg hefi séð, og skartið
fer þér dásamlega vel í kvöld. En þú ert meira
en fögur—þú ert góð og hreinhjörtuð og trúverð
ug, þar sem félagslífið er—. En því ætti eg að
eyðileggja bjartsýni þitt og trú á hið góða?
Aðeins, yndið mitt—við höfum verið hvort öðru
allt—og nú hefi eg einhverja heimskulega hug-
mynd um að sumt breytist—að við verðum ekki
svo mikið saman—og eg óska—eg óska til Guðs
að við gætum alltaf verið tvö ein saman án
allra afskifta annara.”
Hún horfði á hann undrandi, þó að hún
brosti: “En þér hefir snúist hugur, drengur
minn, síðan í morgun”, sagði hún. “Þá var þér
það áhugamál að eg væri sérstaklega vel búin—
og að eg skreytti mig með demöntunum þínum
áður en eg yrði kynnt þessari frú Winsleigh.
Nú ertu eitthvað dapur til augnanna, og virðist
eins og þú vildir alls ekki fara. Jæja, er það
ekki auðvelt að vera þá heima? Eg skal taka
þetta skraut af mér aftur, og við getum setið
saman og lesið. Eigum við að gera það?”
Hann hló. “Eg er sannfærður um að þú
gerðir það ef eg bæði þig þess!” sagði hann.
“Já, auðvitað! Eg er allt af ánægðust ein
með þér. Eg hefi engan áhuga fyrir þessu sam-
kvæmi—hvaða aðdráttarafl hefir það fyrir mig
ef þú óskar ekki eftir að fara?”
Hann kyssti hana aftur. “Thelma,
skemmdu mig ekki of mikið! Ef þú lætur mig
hafa mitt fram í öllum hlutum, hver veit hvaða
hræðilegur heimilisharðstjóri eg get orðið! Nei,
yndið mitt—við verðum að fara í kvöld—það er
ekki hægt að komast hjá því. Þú sérð það—
við þáðum boðið, og það getur ekki gengið að
sýna rustaskap. Auk þess, þegar allt kemur til
alls” — hann starði á hana með aðdáun— “lang
ar mig til að það sjái rósina mína frá Noregi!
komdu nú! Vagninn bíður.”
Þau fóru út í forsalinn, þar sem Britta var
reiðubúin með bláan, síðan möttul með hvítu loð
fóðri, sem hún lagði mjúklega yfir sína ást-
kæru fröken , rjóða andlitið hennar ljómaði af
ástúðlegri tilbeiðslu meðan hún athugaði hana
frá hvirfli til ilja, og sá að allt var eins full-
komið og það gat framast verið.
“Góða nótt, Britta!” sagði Thelma, hlý-
lega. “Þú mátt ekki vaka og bíða eftir mér. Þú
verður svo þreytt”.
Britta brosti—það var auðséð að hún ætlaði
að vaka, hvað seint sem húsmóðir hennar kæmi
BLOOD BANK
THIS
SPACK
CONTRISUTKO
»v
WINNIPEG
BREWERY
UMITÍÍ
heim, til þess að hjálpa henni til að afklæðast
cg gan£a ^ra klæðnaði hennar og skrautmunum.
En hún sagði ekkert—aðeins beið við dyrnar
meðan Philip hjalpaði konu sinni inn í skraut-
vagninn—og stóð hugsandi úti á hinum breiðu
svölum eftir að þau höfðu ekið burt.
“Væri þér ekki betra að koma inn, ungfrú
Britta," sagði kjaliaravörðurinn, hæversklega
—hann bar mikla virðingu fyrir hinni litlu her-
bergisþernu barónessunnar.
Britta hrökk upp úr hugsunum sínum, snéri
sér við, 0g fór inn í forsalinn. “Það verður margt
fínt aðalsfólk þarna í kvöld, geri eg ráð fyrir?”
spurði hún.
Kjallaravörðurinn nuddaði nefið vandræða
lega. “Fínt fólk? Þarna hjá Winsleighs? Jæja,
hvað fína og skautlega búninga snertir, þori eg
að segja að svo verður. En þar verður enginn
sem jafnast á við barónessuna—enginn!” Og
hann hrissti sitt gráhærða höfuð til áherzlu.
“Við vitum það vel, Morris! Það er enginn
eins og hún nokkurstaðar í öllum heiminum!
En eg skal segja þér að eg held að margt fólk
verði öfundsjúkt af henni.”
Morns brosti. “Það geturðu reitt þig á,
ungfrú Britta’, sagði hann með sannfæringu.
‘ Öfundsýki! Öfundsýki er ekki orðið yfir það!”
Hann virti hið unglega andlit Brittu fyrir sér
með föðurlegri velvild. “Þý ert aðeins barn,
s>vo að segja, og þekkir *kki heiminn mikið. Eg
er 'búinn að vera tuttugu og fimm ár hjá þessari
fjölskyldu, og eg þekkti móður Philips baróns,
h;na náðugu barónessu Eulalie—hann nefndi
lystiskipið sitt eftir henni. Já! hún var yndis-
leg kona—hún var frá Austurríki, og hún var
eins dökk eins og okkar núverandi barónessa er
björt. Hvar sem hún fór, get eg sagt þér, grétu
konur nálega af ílsku og öfundi yfir fegurð
hennar—og þær sögðu allt—henni til ósæmdar
sem þeim gat dottið hug. Þannig gengur það
víst til enn i samkvæmislífinu, skaltu vita.”
“Eins slæmt og í Bosekop,” tautaði Britta,
meira við sjálfa sig en hann, “London er aðeins
mörgum sinnum stærri”. Svo hækkaði hún rödd
ina aftur, og sagði: “Ef til vill verður einhvert
fólk nógu illgjarnt til þess að hatast við barón-
essuna, Morris?”
“Mig undraði það ekkert”, sagði Morris
spekingslega. “Það er mikið um hatur á ýmsan
hátt—og ef að kona er fögur eins og engill, og
ber af öllum hvar sem hún fer, <þá geturðu ekki
búist við að öðrum konum sé sérlega vel við
hana. Það er ekki til í mannlegu eðli — að
minnsta kosti ekki í kvenlegu eðli.
En Britta var orðin hugsandi aftur. Hún
gekk hægt inn í herbergi húsmóður sinnar, og
byrjaði á að taka þar til og hagræða fáeinum
munum sem skildir höfðu verið eftir í óreiðu.
“Að hugsa sér”, sagði hún við sjálfa sig “einhver
getur hatað frökenina í London, eins og það
hataði hana í Bosekop, af því að hún er ólík öll
um öðrum. Eg skal hafa augun opin—og eg skal
fljótt komast að hverjir sýna henni hatur og
illgirni! Fagri engillinn minn! Eg held fylli-
lega að heimurinn sé grimmúðugur þegar allt
kemur til alls—en hún skal ekki verða fyrir
öfund og illgirni, ef að eg get mögulega aftrað
því!” Og jafnframt þessari einarðlegu yfirlýs-
ingu, kyssti hún lítinn skó af Thelmu sem hún
var að láta á sinn stað—og lagaði hrokknu hár-
lokkana, áður en hún fór niður til kvöldverðar.
3. KAFLI
Hinir háreistu, stóru og uppljómuðu sam-
kvæmissalir Winsleigh-hallarinnar voru óðum
að fyllast af skrautbúnu fólki. Gestafjöldinn
streymir upp og niður stigann, lagðan dýrum
og þykkum dúkum. Það skrjáfar í silki og satin
kjólum, og ilmvatns og blómalykt gerir loftið
enn þá þyngra, og hitinn er óþolandi. Ósegjan-
lega tilbreytingarlausan klið af slitróttu sam-
tali leggur fyrir eyru, sem aðeins er rofinn af
uppgerðar hlátrum samkvæmisgestanna. Bráð-
lega koríia tvær athyglisverðar konur út úr
snyrtiherbergi kvenna—önnur er gildvaxin og
frúarleg, með grátt hár og þreklegan háls með
glitrandi demöntum—hin er grönn og ung
; túlka i ljósbleikum kjól, með dokk augu og
töfrandi litarhátt, sem hópur letilegra herra-
manna hjá stiganum víkur virðulega úr vegi
fyrir.
“Gott kvöld, frú Van Clupp!” segir einn
þeirra. “Það gleður mig að sjá þig, ungfrú
Marcia!” segir annar, ungur maður með dökk-
rautt hái>, og stórt blóm í hnappagatinu.
Ungfrú Marcia nemur staðar þegar hún
heyrir rödd hans og virðir hann fyrir sér með
undrunarbrosi. — Hún er falleg þessi Marcia—
töfrandi falleg—og hún hefir á sér látlaust hæv-
erskusnið sem er sérstaklega aðlaðandi. Því í
ósköpunum heldur hún ekki þessari dásamlegu
uppstillingu, spyrjandi og þögul? En hún tekur
til máls—og hrifningin sem hún vakti hverfur
— út í veður og vind. “Nei, nú er eg hissa!” hróp
sr hún. “Eg hélt að þú værir í París!—Mamma,
hefðirðu getað gert þér í hugarlund að lávarður
Algy yrði hér? Þetta er nú alveg kostulegt! Eg
eg hefði vitað að þú ætlaðir að koma hingað
hefði eg verið heima—já, það hefði eg áreiðan-
lega gert!” Hún kinkar kolli í sífellu á mjög
aaðurslegan hátt, meðan móðir hennar brosir
við öllum nærstöddum sínu uppgerðarlega sam
kvæmisbosi, og leggur á stað upp stigann, og
bendir dóttur sinni að fylgjast með. Marcia
gerir það, og Algernon Masherville lávarður
aðstoðar hana upp stigann.
“Þú—meintir ekki þetta?” stamar hann dá-
lítið óstyrkur— “Þú— þér ert ekkert á móti að
eg komi hingað, er það? Mér þykir voðalega
vænt um að sjá þig, aftur, þér er vel kunnugt
um að svo er!”
i '1 Professional and Business Directory—
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appoirvtment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Simi 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPF.G CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Financial Agents Simi 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg * Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. Phone 744)222 — Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 744)118 — )
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ef Fresb and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74 7451 Res. Ph. 72-5917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowexs Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 V A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um útfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann nllaW.n,^,. minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg
— The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg.
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Halldór Sigurðsson lc SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Simi 72-1272 V-
COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEM AN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 V .
BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnlpeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 345127 1 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Elhce Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3 3809 ^
Marcia rennir til hans skörpum rannsóknar-
augum. “Ójá! Eg þori að segja að þú segir satt!”
verður henni að orði, og biturt háð felst í oYðum
hennar og látbragði. “Ætlastu til að eg trúi þér
—jæja! skemmtirðu þér vel í París?”
“Dável”, svaraði Marsherville lávarður,
kærluleysislega. “Eg kom til baka fyrir tveimur
dögum. Frú Winsleigh mætti mér af hendingu í
leikhúsinu, og beiddi mig að líta inn í kvöld—
þvi þá væri dálítil sérstök skemmtun á ferðum,
sagði hún. Hefirðu nokkra hugmynd um hvað
hún meinti?”
“Auðvitað!” segir þessi fríða New York
stúlka, með dálitlum fláum hlátri. “Veiztu það
ekki? Við erum öll komin hingað til þess að
sjá fiskistúlkuna frá óbyggðum Noregs—'kven
persónuna sem Philip Errington giftist í fyrra!
Eg efast ekki um að hún verði öllum óstjórn-
legt hlátursefni, heldurðu það ekki líka?”
Masherville lávarður virðist hikandi. Gler
ið í öðru auga hans veldur honum óþæginda,
og hann fitlar við svarta silkibandið sem augna
glerið er fest við. Hann er enginn gáfumaður—
hann er reikulli, ístöðulausari og uppburðaminni
en flestir dauðlegir menn—en hann er göfug-
menni á sinn eigin aumingjalega hátt, og er
gæddur nokkurskonar hvikulu riddaraeðli, sem,
þó að það sé fremur veikbyggt, er betra en ekki
neitt. “Eg get sannarlega ekki sagt neitt um
það, ungfrú Marcia”, sagði hann, og röddin er
dálítið óstyrk. “Mér er sagt—í klúbbnum— að
að barónessa Errington sé orðlögð fyrir feg-
urð”.
-L GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 Rts. Ph. 3-7390 l .. , Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funerai Designs, Corsages Bcdding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753
J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU \ MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Spríngs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 -
; GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmci PHONE 3271 - Selkirk Hafið HÖFN í Hnga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. v J
Phone 223 D. R. OAKLEY, R.O. OPTOMETRIST Vision Specialist — Eyes Examincd Arborg, Centre Street, Tuesdays GIMLI, Man. . GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clockt, Silverware, China 884 Sargcnt Ave. Ph. SUnset 3-3170