Heimskringla - 28.09.1955, Side 3
WINNIPEG, 28. SEPT. 1955
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
nefndu, sem héldu því fram að
íæðismanns þjónustan væri sarr,-
bandsmál, sem leysa yrði meö
samkomulagi beggja aðila, þar
sem hins vegar hið upphaflega
norska sjónarmið var, að málið
væri skýlaust innbyrðis mál
Norðmanna. Frá 1895—1905 var
gerð hver tilraunin eftir aðra til
að reyna að finna lausn á hinu
erfiða vandamál að koma á fót
norsku ræðismannskerfi innan
sænsku utanríkisþjónustunnar
og undir hennar yfirstjórn.
Samkomulag náðist um, að
leysa skyldi málið með “sam-
hljóða lögum”, sem ekki væri
hægt að breyta án samþykkis rík
isvalds beggja landanna í nóv-
ember 1904 var svo langt komið
að báðair ríkisstjórnirnar höfðu
gert uppkastið að hinum sam-
hljóða lögum. Sænska uppkastið
fól í sér nokkur ákvæði, seni
bentu til sænskra yfirráða, sem
þess vegna voru skoðuð frá hinu
norska sjónarmiði sem “yfirríkis
ákvæði”. Þegar norska stjórnin
neitaði að fallast á þau og sú
sænska að breyta þeim, leiddi
það til endanlegra og ákveðinna
lykta í sáttaumleitunum í ræðis-
mannamálinu. Umræðunum var
formlega slitið í ríkisráði sem
skipað var norskum og sænskum
mönnum, í Stokkhólmshöllinni, í
febrúarmánuði árið 1905. Kon-
ungurinn lét bóka óskir sínar
um, að enginn skoðanamunur á
milli hinna tveggja þjóða kæmi
fram af hálfu sambandsins sem
slíks. Þessi ósk var óbein tján-
ing þess, sem nú mátti búast við,
að gerðist. Bæði stjórnmálaleið-
togarnir og reyndar öll alþýða
Noregs var ákveðin í að stíga nú
síðasta skrefið. Og menn voru
staðráðnir í að lenda ekki í sömu
sporunum og ,1895.
Eftir 1890 var tekið til alls-
herjar vígbúnaðar í landinu því
menn voru á þeim buxunum að
láta hart mæta hörðu, ef Svíar
vildu ekki taka réttlætiskröfur
Norðmanna til greina. Norska
Stórþingið hafði stigið óvænt og
ákveðið skref, enkum ef það er
í huga haft, að það hafði fyrir
1890 samþykkt ályktun þess efn
is að leggja alþjóðadeilur i gerð.
—Litið var á vígbúnaðinn sem
þjóðarnauðsyn og til hans stofn
að íþví skyni að tryggja sjálfs-
ákvörðunarrétt þjóðarinnar.
(Framhald í næsta blaði)
MI1SIMS7
BETEL
• erfðaskrám yðar
BLOOD BANK
THIS
WINNIPEG
BREWERY
L I M I T E D
Thelma
(RAGNAR STEFÁNSSGN ÞÝDDI)
Machtenklinken nam staðar, og breitt bros
þurkaði út reiðisvipinn á andliti hans. “Þú ert
mjög góður og vingjarnlegur, herra Lovelace,”
varð honum að orði— “og eg vildi allt gera
fyrir þig—en hallarfrúin skilur mig ekki—hún
móðgaði mig—það er betra að eg fari.”
“Ó, sei, sei! Við skulum ekkert fást um hvað
hún segir!” sagði Beau, fjörlega. “Komdu nú—
og láttu okkur heyra eitthvað af því bezta sem
þú átt til!”
Hann leiddi hinn ’hálf nauðuga snilling aft-
ur að hljóðfærinu, þar sem hann var kynntur
fyrir Thelmu, sem brosti svo yndislega við hon-
um að hann fékk nálega ofbirtu í augun.
“Ert það þú sem leikur verk Sc'humanns af
svo mikilli snilld,” sagði hún. “Maðurinn minn
og eg heyrðum til þin á einum af hljómleikum
Lamoureaux’s í París. Eg óttast,” hún leit alvar-
lega á hann, “að þér finnist það frekt og sjálfs-
elskufullt af mér ef eg beiddi þig að leika aðeins
stutt lag? Því auðvitað ertu hér til að skemmta
þér og tala við vini þína, og það virðist mjög
eigingjarnt að taka þig frá þeim!”
Augu vesalings þýzka hljómsnillingsins
urðu einhvern veginn undarlega rök. Þetta var
í fyrsta sinn á Englandi sem með hann hafði
verið farið eins og vin og göfugmenni. Allt til
þessa, í öllum boðum og mannfagnaði hafði
aldrei verið litið á hann eins og gest á neinn
hátt—hann var “listamaður”, ‘góður píanóleik-
ari”,—“maður sem hafði leikið fyrir Þýzka-
lands keisara” — og það var talið sjálfsagt að
hann léki fyrir ekkert, og væri þakklátur fyrir
“áhrif” honum í hag—áhrif sem upp að þessum
tíma höfðu ekki aflað honum nokkurs skildings.
Nú var hér göfug og yndisleg hefðarfrú sem ná-
lega bað afsökunar fyrir að biðja hann að leika
og á því að taka hann frá “vinum” hans! Hjarta
hans fylltist af djúpri og innilegri þakklætis-
tilfinningu—vesalings maðurinn átti enga ‘vini’
í London nema Beau Lovelace, sem var honum
góður og hlýr, en sem hafði engin áhrif á svið'.
hljómlistarinnar—og þegar hin mjúka siðfágaða
rödd Thelmu ávarpaði hann, hefði hann getað
kropið og kysst skóinn ’hennar fyrir hennar hlý
legu kurteisi og vinsemd.
“Náðuga barónessi”, sagði hann, með til-
beiðslufullri lotningu. “Mér er ánægja að leika
fyrír þig—það verður ánægja fyrir hljómlistina
að leitast við að gera sig fagra fyrir þig!”
Og eftir þessa öfgakenndu tilraun til að slá
gullhamra, settist hann við hljóðfærið og lamdi
af öllum kröftum á nótu til þess að kveða sér
hljóðs. Samtalskliðurinn varð háværari en nokk
urn tíma áður—og Thelmu til undrunar settist
frú Winsleigh hjá henni og hóf samtal við
hana.
Herra Machtenklinken barði á aðra nótu—
árangurlaust. Hávaðanum af samtalinu í saln-
um linnti ekki hið minnsta, og frú Winsleigh
spurði Thelmu, að því virtist með miklum á-
huga, hvort náttúnufegurðin í Noregi væri ekki
v töfrandi. Thelma kafroðnaði og eftir dálítið hik,
sagði hún: Fyrirgefðu mér — en eg vildi helzt
ekki segja neitt fyr en hljóðfæraslættinum er
lokið. Það er ógerlegt fyrir mikinn píanóleikara
að gera hugsunum sínum Og tækni nokkur skil
nema það sé þögn. Væri ekki betra að biðja
alla að hætta að tala meðan þessi herra leikur á
hljóðfærið?”
Clöru Winsleigh var skemmt. “Góða mín,
þú þekkir ekki þetta fólk”, sagði hún ’hirðuleys
islega. “Það héldi að eg væri gengin af vitinu ef
eg kæmi upp með slíkt! Það eru alltaf fáeinir
sem hlusta”.
Einu sinni enn hélt píanóleikarinn höndun
um í stellingum til að byrja — Thelma leit dá-
lítið óánægjulega út. Beau Lovelace sá það, og
brá á sitt ráð með það sama, hann snéri sér að
hinnum masandi manngrúa, og rétti upp aðra
hendina, og kallaði: “Gerið svo vel og gefið
hljóð!” Fólkið hastaði undrandi hvað á annað,
°g allt datt í dúnalogn—undarlega fljótt. Beau
“Okkur langar til að heyra dálítinn 'hljóð-
^æra*^tt”, sagði hann ákaflega rólega, en bit
urt. Samtalið getur haldið áfram á eftir”. Hann
kinkaði svo glaðlega kolli til herra Machten-
kiinken, sem eftir þessa uppörvun byrjaði eins
°Æ Ve ®uPakestur á yndislegu forspili eftir
opin. mátt og smátt eftir því sem hann lék
lengur, breyttist hið slétta og dráttadaufa andlit
hans og e göfugan, hugsandi, hrifningarsvip
_'hin hvössu aug'u hans Urðu mild og dreym-
andi, það sléttaðist úr hrukkunum á enni hans.
og þegar hann mætti hinum bláu alvarlegu aug
um Thelmu, brosti hann. Snerting nótnanna
varð fínni og mýkri—eftir forspiiið tók við þýð
og sérstaklega draumljúf “Nocturne”, sem hann
lék af töfrandi snilld, og að síðustu ofur létt
og leikandi tónverk, er varð þróttmikið og ang-
urvært, og minnti á litfögur blóm er vaxa í öllu
sínu dýrðlega skrúði á einmana og gleymdum
gröfum. Víðfrægi hljómsnillingurinn hafði
________'
fyllstu ástæðu til að þykjast af list sinnt
hann va sannur meistari í sinni mennt—og þegar
leik hans var lokið, var honum þakkað með há-
væru og innilegu lófaklappi, sem Lovelace og
Lorimer voru fyrstir til að koma af stað. Hann
svaraði því með að hneigja sig djúpt eins og
venjulegt er—en hið eiginlegasta og hjartfólgn
asta þakklæti hans átti Thelma. Fyrir hana
hafði hann tekið á allri sinni kunnáttu og snilld
—og hann hafði séð tár í fögr'u augunum henn
ar. Hann var eins stoltur af viðurkenningu
hennar eins og hringnum sem hann hafði fer.g
ið frá Rússa-keisara—og beygði sig djúpt yfir
hvítu hendina sem hún rétti honum.
“Þú hlýtur að vera mjög sæll, að finna til
allra þessara yndislegu tóna í sál þinni!” sagði:
hún. “Eg vona að eg sjái þig og heyri aftur eirr-
hvern tima eg þakka þér mjög mikið fyrir þá
ánægju sem þú hefir veitt mér!”
“Lávarðsfrú Winsleigh sagði ekkert—og
hlustaði á orð Thelmu með hálfgerðri fyrirlitn
ingu. “Er manneskjan hálfviti?” hugsaði hún.
“Hún 'hlýtur að vera það, annars væri hún
ekki svona hlægilega hrifin og þakklát! Maður
inn leikur vel á hljóðfæri—en það er íþrótt og
atvinna hans að leika vel—það er heimskulegt
að bera lof á þessa tegund fólks—það er aldrei
þakklátt, og það þrengir sér upp á mann.” —
Hátt spurði hún Philip barón: “Leikur barón
essa Errington á hljóðfæri?”
“Dálítið”, svaraði hann. “Hún syngur”.
Undireins sögðu margar óeðlilega kurteisar
raddir í kringum hljóðfærið—allar í einu. “Ó.
syngdu ofurlítið, barónessa Errington! Gerðu
svo vel að syngja eitt lag fyrir okkur!”
Og herra Francis Lennox færði sig nær og
horfði deyfðarlegu augunum á Thelmu, og
sagði lágt, “Þú verður ekki svo harðbrjósta að
neita 'okkur um slíka ánægju?”
“Nei, auðvitað ekki!” svaraði hún, undr
andi yfir þessari þrábeiðni. Eg er æfinlega glöð
og fús til að syngja.”
Hún dróg af sér löngu hvítu hanskana og
settist við hljóðfærið án allrar tilgerðarlegrar
undanfærslu. Hún leit síðan á Philip með ynd
islegu brosi, og spurði, “Hvaða lag heldurðu að
verði bezt, Philip?”
“Eitt þessara gömlu Norsku fjallalaga”,
svaraði hann.
Hún lék stutt mjúkt forspil—það var svo
þögult í salnum m^, að ekki heyrðist hið
minnsta hljóð—allir tróðu sér sem næst hljóð-
færinu—og störðu forvitnir og töfraðir á hið
fagra andlit hennar og hið demantskrýnda,
gullna hár hennar.
Eitt augnablik—og rödd hennar skær, mjúk
og þrungin af tilfinningu, hljómaði um salinn
í allri sinni tónadýpt og ferska töfrablæ sem
gagntók og 'hreif hvert einasta hjarta—og hinn
heimski fólksgrúi gapti orðlaus, hreyfingar-
laus, undrandi, og ringlaður. Svo þetta var bara
f jallasöngur frá Noregi? Hvað hann var frum-
lega einkennilegur, og frjáls og ferskur! hvað
hann var dásamlega mikilfenglegur!
George Lorimer stóð álengdar—hann
verkjaði í augun af tárum sem ekki var leyfð
útrás. Hann kannaðist vel við þetta lag—og
fyrir hugskotsjónum hans reis hið einmanalega,
mikilfenglega umhverfi Altenfjarðarhæðanna—
ur sá hann Thelmu eins og hann hafði séð hana
í fyrsta sinn—í hinum hvíta látlausa búningi
að spinna í dimma útskotinu fyrir innan hinn
rósumvafða glugga—aftur komu honum í hug
orð hins látna dvergs, Sigurds, “Öðrum veitist
það ef til vill að njóta sælunnar í fullum mæli
—en fyrir þig hafa himnarnir ekkert inni að
halda!” Hann horfði á hana nú—eiginkonu
Philips—í öllum ljóma hins skrautlega og íburð
armikla búnings—hún var yndislegri en nokk
urn tíma áður, og hið hreina og saklausa hjarta
lag hennar og lundarfar var enn óskemmt af
ríkidæminu og munaðinum í kringum hana,-
“Góði Guð! Hvílíkt Víti sem 'hún var komin í!
hugsaði hann, alvarlegur. “Hvernig fer hún aí
komast af við þetta fólk þegar hún fer að þekkja
það? Van Clupps, Rush-Marvells, og annað
fólk þeim líkt—og hvað Clöru Winsleigh snerti
—”. Hann snéri sér við til að athuga lávarðs
frúna vandlega.
Hún sat mjög nálægt hljóðfærinu—hún
horfði niður fyrir sig, en rúbinsteinarnir
skreyttu barm hennar bifuðust títt og órólega.
og hún fitlaði óþolinmæðislega við blævænginn
sinn.
“Mér kæmi ekki á óvart”, hélt hann áf
alvarlega í huganum, “þó að hún væri að brugga
einhverja hrekkvísi einhverjum til meins. Hún
lítur þannig út.”
Á því augnabliki, lauk Thelma við sönginn,
og salurinn bergmálaði af lófaklappi. Herra
Machenklinker var himinlifandi af hrifningu
og aðdáun. “Þetta er guðdómleg rödd!” sagði
hann með samúð og tilfinningaþunga,
Hinn fagra söngkona var umkringd af
tólki. “Eg vona”, sagði frú Van Clupp, með
sinni vanalegu framgirni og menntunarskorti
sem aldrei duldist þegar hún var að koma sér
í mjúkinn hjá ríku aðalsfólki, “eg vona að þú
heimsækir mig, barónessa Errington. Eg er
'heima á hverjum föstudagskvöldi til þess að
taka á móti vinum mínum.”
Professional and Business
Directory
-—
—————*
Offlce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingai Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Slmi 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182
J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Wlnnlpeg Dr. G. KRISTJAN SSON 102 Osborne Medical Bldg. Phonc 744)222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 — Res. 74-0118 ^ y
CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish "311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken
^ M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur úttoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg
---V The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, Income Tax, Insurance j Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Simi 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg.
~ \ Halldór Sigurðdson & SON LTD. ~ Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 ^
MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi FINKLEM AN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Poruge Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 > ,
BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tcgundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Vér verzlum aðeins með fyrsU flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809
j GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNT ANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 : Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funcral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753
J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU ( \ DENTIST Dr. HAROLD L FLEISCHMAH AT ARBORG—Every Tues. & Wed. Phone 7-6342 WINNIPEG—807 Henderson Hwy., EAST KILDONAN, MAN. Phone EDison 0834
GILBARTFUNERAL
HOME
- SELKIRK. MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmet
PHONE 3271 - Selkirk
L
l
Hafið H0FN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Osler Street —
Vancouver 9, B. C.
Phone 223
D. R. OAKLEY, R.O.
OPTOMETRIST
Vision Specialist — Eyes Examined
Arborg,
Tuesdays
Centre Street,
GIMLI, Man.
---------------^
GUARANTEED WATCH, & CLOC.K
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Clocks,
Silverware, China
t
884 Sargent Ave.
Ph. SUnset 3-3170
—■———'—