Heimskringla - 05.10.1955, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.10.1955, Blaðsíða 1
LXX ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN, 5. OKTÓBER 1955 Heilsast allvel Eisernhower forseti er sagt, að heilsist allvel. Síðast liðin mánudag skrifaði hann Nixon vara-forseta og fór fram á við hann, að hann tæki að sér eftir- lit öryggisráðsins og ráðuneytis- ins. Eisenhower er á Fitzsimon Army Hospital í Denver, hefir verið þar síðan 24. september. Læknir hans, Dr. Paul White, sérfræðingur í hjartasjúkdóm- um frá Boston, sagði honum líða vel í byrjun þessarar viku, og ekkert vera ómögulegt um að hann gæti tekið við starfi sínu áður en kosningar færu fram 1956. Eisenhower er 65 ára 14. okt. Fyrst eftir veikindafréttina, varð verðfall á eignamarkaðin- um í N. York. Sala á hlutum jókst talsvert og tap á þeim var frá einum til sjö dali. Blaðavika Vikan frá 1. október til hins 8. hefir verið ákveðin blaðaviká. Þýðing vikunnar aðallega er sú að reyna að bæta og efla blaða- starfið eftir föngum, svo að blöö in geti orðið þjóðfélagi sínu til sem mestrar aðstoðar með frétta- burði sínum og fróðleik um ný ungarnar, sem hver reka nú orð- ið aðra. Mælist vikan vel fyrir og hafa margir málsmetandi menn óskað fyrirtækinu til lukku, þar á meðal Louis St. Laurent forsætisráðherra Can- ada, Douglas Campbell forsætis- ráðherra Manitoba og Imperial Oil félagið, er mikla rausn og góðvild hefir sýnt blaðavikunni og starfi blaða yfirleitt. Að blöðin skiftist þá sem mest á greinum og blaðamenn kynn- ist út á við með því, er eitt sem yfir vakir. Viðskifta-þing Félag, sem undir nafninu Can adian Chamber of Commercc gengur, heldur ársþing sitt í Winnipeg um þessar mundir. Er það 26. þingig. Félagið stofn- uðu nokkrir viðskifta og iðnað- armenn í Canada 1925 í þessum bæ.‘ Voru fulltrúar þá 134, en eru nú um 150,000 og félagsbúin eða deildirnar um 730 í Canada. Fundur þessi er nokkurskonar alþingi viðskiftahöldanna. Á. honum eru öll vandamál iðnaðar- og viðskifta athuguð og reynt til að stýra hjá skakkaföllum eins vel og hægt er. Stjórnandi þessa volduga fé- lags, er íslendingur, G. S. Thor- valdson Q.C. Þinggesta, sem eru um 750 að tölu byður Winnipcg borg velkomna. The Community Chest Það getur verið, að mönnum sé ekki vel við söfnunarstofnan lr- En ef sá er til, sem nokkuð finnur sig geta gefið, á hann það víst, að hann getur ekki til neins betra varið fé því er hann getuir séð af, sér að bagalausu, en til Community Chest-nefnd- arinnar. Hver eyrir sem henni er gefinn, huggar, gleður og lækn- ar einhvern- Og æðri köllun er ekki til en sú, að aðstoða hjálpar þurfa. íhugið þetta er leitað verður til yðar um aðstoð af ofannefndri stofnun. 0 Góð skemtun Á Frónsfundi fór fram kapp- ræða s.l. mánudag, er góð skemt- un þótti að. Efni kappræðunnar var um það, hvort viðhald ís- lenzkrar tungu væri ekki veiga- mest af öllu þjóðraeknisstarfi ís- lendinga. Að því leyti, sem tungumál skifta mannkyninu í þjóðflokka, fremur en nokkuð annað, lætur að líkum, að við- Ihald þess, sé veigamest þjóð- ernisatriði. En hinu má ekki fyr ir því gleyma, að hver þjóð lærir svo mikið af annari nú orðið, að óútreiknanlegt er, hverri þessar eða hinar framfarir séu að þakka. Efnið er viðkvæmt, en kapp- ræðendur fóru svo ágætlega með það og fluttu mál sitt með svo miklum myndugleik, að bæði mikla skemtun og fróðleik var þar að hafa. Frón fór vel af stað með þess um fundi. Tvent íhugunarvert G. S. Thoivaldson, Q.C. í forsetafæðu sinni á þingi Canadian Chamber of Commerce í gær, gat G. S. Tihorvalcfson, Q.C. þess, að það sem honum virtist mestu skifta um viðskifta og iðnaðarrekstur þessa lands, væri það, hvort landið héldi ó- íslandi með foreldrum sínum þegar hún var tólf ára að aldri. Inga og James Mioorhead voru gefin saman í hjónaband annan nóvember 1897. Hann dó. 14. marz 1947. Mrs. Moorhead lætur eftir sig tvö uppkomin börn, eina dóttir. Mrs. B. A. Freeman, sem lifir í Neche, N. Dak., og einn soti, Harold Moorhead í Minneapolis, Minn. Einnig eina systir, Mrs. Ed. Landsiedel í Shaunavon, Sask. 11 barnabörn og 22 barna- barnabörn. Árið 1953 dó eldri sonur Ingu er hét James. Mrs. Moorhead bjó í Pembina til dauðadags, og var meðlimur lútersku kirkjunnar. Skyldfólk viðstatt við jarðarförina er sem fylgir: Robert Freeman frá Chi- cago, 111.; Mr. og Mrs. Harold Freeman, Mr. og Mrs. Vernon Johnson, og Mr. og Mrs. James Freeman, öll frá Grand Forks. N., Dak.; Gerald Freeman, Lang don, N. Dak.; Mr. og Mrs. Ed Lupien og Mr. og Mrs. B. A. Freeman og fjölskylda frá Neche, N. Dakota. TRCr A TRÉ hefir haldizt s um þúsundir ára Fyrsta tré, sem sögur fara af, er skilningstréð góðs og ills, sem óx í aldingarðinum Eden. Biblían segir að guð hafi bannað vorum fyrstu foreldrum að eta ávexti þess, en Eva stóðst ekki freistinguna, og af því hefir mannkynið sopið seyðið síðan. Sagan ber því vitni, að snemma hefir mannkynið talið að tré væri gædd yfirnáttúlegum eiginleik- um. Trén hafa verið mönnum ráð gáta. Menn hafa undrast stærð þeirra, sveigjanleik greinanna, hvernig þau laufguðust á vorin en felldu laufið á haustin, hinn undarlega þyt og klið í skógar- laufi, og þá eigi sízt hitt hvað trén gátu orðið gömul, allt að því ódauðleg og sívaxandi. Menn heldu því að þ au væri guðir, eða að guðir byggi í þeim. Þessarar trúar verður þegar vart hjá Egyptum, er fyrstu sög- ur fara af þeim. Osiris, inn æðsti guð þeirra, var talinn eiga sér bústað í tré. í Assyríu hefir einnig verið mikil trú á helgi trjáa, eins og sést á ýmsum mynd um þaðan. Sama trú var í Persa- Talið er að Olympsguðir hafi flestir upphaflega verið tré. endanlega efnalegu sjálfstæði, ... „ , , . t _ _* u,rí r , . . riki, en Babylomumenn truðu sinu með þvi að framleiða fyrirí ’ , * , erlendan markað. eða mei, þv, að!Þ«. snúa sér að byggja upp sjálfsteð; W.ttM 1 öllu þvr, sem „I vrer. a an markað heima fyrir. Hitt1 jorðmni. atriðið var, hvort að stjórnir yrðu færar um að styðja iðnaðar 14. - -i 4.-i uQcc =.<0'"i,uStl Suðmn, Zeus, var talinn rekstur nogu mikið til þess, að - , , . • - , . u A A- elga ser bustað í eikartré í “En- sia hinum hraðvaxandi mann-, . c . 4 cyclopedia Britannica” segir að fjolda fyrir atvinnu. Við þetta , . . ° ^ . *. , * 11 hinu elzta hofi Grikkja, Do hvorttveggja sagði hann að íðn- , . , J v , J • u r*- 4. - - i dona, sem helgað var Zeus, hafi aður landsins horfðist nu 1 augu1 * , - „ __ , ___. , , , , 6 J venð vefrett og ao hun hafi ver- ið fengin með því, að menn hlust ^ 4 , .,. uðu á þytinn í gömlu eikartré. að þetta annað en hið frjalsal , J , , * , * , , framtak I Er tallð liklegt að það se leifar við og það væri vafi á þvi í aug um margra, að nokkuð gæti lækn OáNARFREGN Mrs. James Robert Moorhead, qÓ annan september 1955 í hjúkra húsi í Grafton, N. Dak. Hún var 84 ára gömul. Hún var jarðsungin frá “ensk” lútersku kirkjunni í Pembina, N. Dak., 6. september, af presti safnaðarins, Rev. Gerhard Bret- heim. Ingveldur Helga Moorhead var fædd 16. júní árið 1871 að Eiríks1 stöðum í Svartárdal í Húnavatos sýslu á íslandi. Hún var dóttii' hjónanna Sigfúsar Pétursonar frá Kolgröf í Skagafirði, og Engijlráðar Sigurðárdóttir. Inga eins og hún var kölluð af kunningjum og vinum kom frá af gamalli trjádýrkun. Dionysus var »sonur Zeus og Semele og var frjósemisguð. Rómverjar kölluðu hann Bakkus og hjá þeim var hann guð vín- viðarins. Opello var sonur Zeus og Leto og hann var næst æðstur Olympusguðanna, og á hann var gott að heita í veikindum. f bók- inni “The Ascent of Olympus” segir; “Hann læknaði öll mein með mistilteinsberjum, berki og laufum og ýmsum jurtum, sem einu nafni voru kallaðar Apollo- jurtir. Er það undanfari töfra- meðalanna og lyfjabúðanna.” — Systir Apollo var Artemis, þau voru tvíburar. Encyclopedia Bitannica, segir: “Hjá Orchamen us var trélíkneskja hennar { stóru sedrustré, og bendir það til þess að upphalega hafi til- beiðsla 'hennar byrjað á tilbeiðslu trésins (Kedreatis, “sedrusgyðj- an”). Hjá Caryae var líkneskja Artemis, kölluð Karuatis (hnotu trés gyðjan)’. í Lakonia var myrt usviðurinn helgaður henni, en í Spörtu var það pílviðurinn. Þannig hefir tilbeiðsla þessarar fjölskyldu verið tengd við trjá- gróður. Rómverksa gyðjan Diana sam- svaraði Artmeis, en upphaflega hét hún Vesta og var dýrkuð hjá vatninu Nemi. í hafi hennar brann hinn eilífi eldur og er tal- ið að hann hafi verið kynntur með eik, sem talin var heilög. Hjá Rómverjum var Venus ásta- gyðjan ,en Afrodite hjá Grikkj- um. Tákn þeirra var hjónagrasið. fsraelsmenn áttu sér helga lundi, og þangað fluttu þeir fórnir sínar í stað þess að koma með þær til tjaldbúðarinnar, eft ir að þeir höfðu sezt að í Kanaan. Má sjá þetta hjá Esekiel spá- manni. Á Forum í Rómaborg var heil- agt fíkjutré, sem kennt var við Romulus, og dýrkað um aldir. Á Palatinehæðinni var annað heil- agt tré og ef einhver þóttist sjá, oað lauf þess væri að visna, þá var sjálfsögð skylda að hrópa slíkt út um borg og bæ, og þusti þá hver, sem vetling gat valdið, með vatnsfötu á staðinn, alveg eins og um mikinn eldsvoða væii að ræða. Þá er og trú á tré mjög ná- tengd Búddatrúnni Sagan segir að Gautama Búdda hafi setið í sex ár undir tré og með því hafi hann komizt yfir alla vizku og þekkingu þess. Þetta tré var kallað Bo og var af ætt fíkju- trjáanna. Það er fyrir löngu horfið af yfirborði jarðar og nú þekkist ekki þessi trjátegund. En á Ceylon er tré, sem er heil- agt og tilbeðið, og Búddatrúar- menn segja að það hafi sprottið upp af græðling af trénu, sem Búdda sat undir. Druidarnir, sem áttu heima í Frakklandi og á Bretlandseyjum, dýrkuðu eikartré, og það er sagt að nafnið Druidar þýði “eikar- menn”. Þeir dýrkuðu einnig mistiltein, ef hann óx á eikar- trjám, og venjulega heldu þeir helgisamkomur sínar undir eik- artrjám. Víða um Evrópu var eikin dýrkuð, vegna þess að hún naut sérstakrar hylli þrumuguðsins. Það er kunnugt, að eldingum lystur mikið oftar niður í eik en önnur tré. Grikkir og Rómverj- ar höfðu þann sið að afgiröa þann stað, þar sem elding hafði klofiö eikartré, vegna þess að þeir töldu þann stað heilagan. Annars hefir trúin á tré og ti’ beiðsla þeirra verið algeng um allan heim, og er enn algeng meðal frumstæðra þjóða. Forfeður vorir trúðu á lífsins tré, sem þeir kölluðu Yggdrasil. Þeir trúðu því einnig, að vorir fyrstu foreldrar hefði verið skap aðir úr tré. Annars var svo lítið um tré hér á landi, að þess er naumast að vænta að trú á þau væri mjög algeng. Þess eu þó dæmi að menn hafa haft trú á sér stökum trjálundum. Má þar nefna söguna um landnámsmann inn Þóri snepil, sem bjó að Lundi í Fnjóskadal og “blótaði lundinn”. Aftur á móti hafði Geirmundur heljarskinn illan bifur á reynilundinn, sem óx þar sem nú stendur bærinn Skarð. Meðal frumstæðra þjóða, svo sem Afríku og á Indlandi, er trjá dýrkun enn í fullu gildi. Svo ramt kveður að þessu að menn og konur giftast trjám í Indlandi og viðar í Asiu, eins og þau væri lifandi verur. Hindúar dýrka lót NÚMER 1. KVEÐJA OG ÞAKKARORÐ ÞORSTEINN J. GÍSLASON 'iandnámsmaöur og leiðtogi Þorsteinn J. Gíslason “Svo ertu Island í eðli mér fest, að einungis gröfin oss skilur.” Hann var fæddur að Flata- tungu í Skagaf jarðarsýslu 12. maí 1875. Foreldrar hans voru Jón Gíslason Stefánssonar og Sæunnar Þorsteinsd. frá Gil- haga í sömu sýslu. Var Sæunn dóttir Þorsteins Magnússonar og konu Oddnýjar Þorsteinsdóttir, er var afkomandi Rutar Konráðs dóttir systur séra Jóns Konráðs- sonar prófasts á Mælifelli. Þorsteinn ólst upp með for- eldrum sínum í Flatatungu, og með þeim flutti hann til Vestur- heims 1883. Þau settust að í grend við Hallson, N. Dak., á landi er faðir hans keypti. Faðir Þorsteins andaðist 1893, höfðu dvalar árin í hinu nýja landi orð - ið honum ærið örðug; lítil upp- skera, hin fyrstu ár, og hrörn- andi heilsa er leiddi til dauða 'hans. Eftir lát föður síns tók Þor- steinn við búsforráðum með móður sinni, kyntist hann snemma af eigin reynzlu, hörð- um kjörum frumlandnemanna. Síðar seldu þau bújörð sína og settust að í Hallson þorpi, unz fjölskyldan flutti til Brown- bygðar i grend við Morden, í suð urhluta Manitoba fylkis. Voru þau Þorsteinn, móðir hans og systkini í brjóstfylkingu ísl.- landnemanna þar. Flestir þeir er fyrstir námu þar land, munu hafa komið úr íslenzku byggðun um í Norður-Dakota. Af systkinum Þorsteins er nú einn bróðir á lífi: Jón Magnús, bóndi í hinni fornu Brown-bygð við Morden, gildur bóndi og hinn merkasti maður, kvæntur Margréti Pálsdóttir fsakssonar og konu hans Sigríðar Eyjólfs- dóttir, er bæði voru ættuð úr Árnessýslu. Látin eru: Anna Ingibjörg, Mrs. J. S. Gillis, d. 1927; Dr. Gísli Guðmundur, Grand Forks, N. Dak, d. 1934; Oddný, d. 1949, í Brown, P.O - bygð. Á ungþroska árum sínum, og alla ævi, átti Þorsteinn mikla fræðslu- og menta-löngun, en kringumstæður öftruðu honum frá skólagöngu utan þess að i tvo vetur studaði hann verzlunar- skóla í Grand Forks. Fyrstu árin í Brown-byggðinni bjó hann með móður sinni og systkinum er heima dvöldu. Árið 1909 keypti hann verzlun Jósteins Halldórs- sonar og starfrækti hana til árs- ins 1927. Samtímis hafði hann póstafgreiðslu með höndum í bygð sinni. Er hann hætti við verzlun, hóf hann bú á eignar- jörð sinni og bjó þar til dauða- I dags. Árið 1927 kvæntist Þorsteinn Lovísu hjúkrunarkonu Jónsdótt- ur Þorlákssonar frá Stóru-Tjörn- um í Suður Þingeyjarsýslu, bróð ur séra N. S. Thorlákssonar og þeirra systkina. Kona Jóns en móðir Lovísu var Petrína Guðna- dóttir Jónssonar fædd að Arnar- vatni í Mývatnssveit. Móðir Framh. á 2 síðu ustréð og það er enn siður þar í landi, að ungar konur ganga í kring um slík tré til þess að öðl- ast mikið barnalán. Sumir menn munu segja að í hinum menntaða heimi sé öll trjádýrkun fallin í gleymsku fyr ii löngu. En hvað á þá að segja um jólatrén? Þau eru arftakar mistilteins dýrkunarinnar í heiðni. Og jafnvel mistilteins dýrkunin er ekki fyrir borð bor- in enn, að minnsta kosti ekki meðal enskumælandi þjóða. —Lesbók Mbl. The Women’s Association of the First Lutheran Church meet Tudesday, Oct. llth at 2 p.m. in the lower auditorium of the cihurch. ★ ★ ★ The Icelandic Canadian Club meet in the lower auditorium of the Federated Church, Sargent and Banning, Monday evening, October 17 at 8.15 p.m. The speaker will be Miss Mattie Halldorson, and she will speak on her trip to Europe this last summer. Hvað kom fyrir stúlkuna í ull- arsokkunum? Ekkert! Members and friends of the Icelandic Canadian Club please keep this date and place in mind. SÉRA EINAR STURLAUGSSON LÁTINN í skeyti til dr. V. J. Eylands, frá Reykjavík, þriðjd. 27. sept. getur þess, að nýlátinn sé séra Einar Sturlaugsson prófastur á Patreksfirði. Hann lézt í Reykja vík. Þess góða manns er saknað af íslendingum vestan hafs sem austan.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.