Heimskringla - 05.10.1955, Síða 3

Heimskringla - 05.10.1955, Síða 3
WINNIPEG 5. OKTÓBER 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 'þjóðarbrotsins hér vestra. Yfir- lætislaus og sönn trú mótaði framkomu hans alla, samfara drenglyndi jafnt í prívat lífi sem félagslegri afstöðu. Hann átti glöggan skilnað á réttri með höndlun mála á mannfundum Þessvegna var hann svo affara- sæll samverkamaður á kirkju- og þjó'ðræknisþingum og öðrum mannfundum. Kýmnisgáfu átti hann í ríkulegum mæli, en beitti hennijafnan með stillingu og varúð. Hann var hugljúfur félagi og samverkamaður sem gott var að kynnast og ljúft að eiga sam- leið með, skapfestan mild og máttug. Ást hans á íslenzkum erfðum og íslenzku máli og órofa fastheldni við hvorttveggja var bygð á djúpri aðdáun og næmurn skilningi, er gekk tilbeiðslu næst. Hann var maður víðlesin, átti ágætt bókasafn, átti mörg hugðarefni og var víða heima; minnið var staðgott og trygt. Hana var einkar ljóðelskur og kunni ógrynni ljóða jafnt enskra sem íslenzkra. Oft naut fólk þess að hann las upp ljóð á mann- fundum utanbókar. 1 daglegu tali kryddaði hann oft ræðu sína með gullkornum úr formálinu— jafnt og úr ljóðum nútíðar- skálda. Hann átti djúp ítök í sál- um samferða manna sinna sökum skilnings og innsýni á duldum rökum í reynzlu og lífi manna— lærisveins lunderni hans gerði honum ókleyft að ganga á hag annara manna eða nota hin beittu brögð—sem óf mjög tíðkast í viðskiftum og samlífi manna. Þorsteinn hafði verið lasinn að heilsu í meira en tvö ár, naut hann þá sem ávalt frábærrar uiií- önnunar Lovísu konu sinnar. Hann var alvarlega veikur þrem- ur vikum áður en hann dó. Harin andaðist á sjúkrahúsi í Morden, þann 19. júlí. Útförin fór fram þann 22. s.m. Við útförina var lesið ávap frá vini hins látna— og um langa hríð sóknarpresti og samverkamanni hans, dr. Har- aldi Sigmar, er var hindraður frá að vera við útförina lasleika vegna. Einnig mælti sóknarprest ur umhverfisins, nágranni hins látna kveðjuorð. Undirritaður stjórnaði athöfninni og flutti kveðjumál. Hartnær 300 manns mun hafa verið viðstatt útförina. Ástvinir Þorsteins J. Gíslasonar, ásamt fjölmennum hópi frænda- liðs, samherja og vina tileinka honum og helga minningu hans orð skáldsins: "Vertu sæll, við SÖknum þírí’ S. Ólafsson blood bank THIS SPACE CONTRIBUTED B Y Drewrys manitoba DIVISION WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D Thelma (RAGNAR STEFÁNSSC'N ÞÝDDI) “Ójá,” sagði Thelma, blátt áfram. “En eg er nú ekki vinkona þín ennþá! Þegar við þekkjumst betur skal eg koma. Við munum sjást oft fyrst— og þá geturður séð hvort þú munir vilja að eg sé vinkona þín. Er ekki svo?” Illa dulin bros sáust á andlitum allra sem heyrðu þetta tilgerðarlausa en ákveðna svar við heimboði Van Clupps, þar sem frúin sjálf varð dálítið auðmýktarleg, og vissi ekki hverju hún átti að svara. Þessi norksa stúlka vissi auðsjáan lega ekki, eða var algerlega ókunnugt um kurteisissiði, samkvæmislífsins, annars hefði hún vitað og þekkt þá staðreynd að “heimboð" átti ekkert skylt við sanna vináttu auk þess, hvað vináttu snerti, hafði ekki frú Van Clupp forsmáð marga af sínum nánustu ættingjum og fornkunningjum vegna þeirrar mjög skynsam- legu ástæðu að hún hafði auðgast en þeir höfðu lent í fátækt? En nú kom frú Rus'h-Marvelle í allri sinni mekt og virðuleik. Henni fannst að hún hefði þau einkaréttindi að hún mætti leggja handlegginn yfir um mitti Thelmu. “Þú mátt til með að heimsækja mig, góða mín”, sagði hún með falslausri velvild—móður- legar tilfinningar höfðu vaknað í brjósti henn- ar gagnvart þessari stúlku sökum fegurðar hennar og sakleysis — “Eg þekkti Philip þegar hann var ungur drengur. Hann getur sagt þér hvað eg er hræðileg kerling! Þú verður að reyna að láta þér þykja örlítið vænt um mig hans vegna.” Thelma brosti yndislega. “Mig mun alltaf langa til að láta mér þykja vænt um vinafólk Philips”, sagði hún, hreinskilnislega. “Eg vor.a að þér geðjist að mér!” Frú Rush-Marvelle fékk iðrunar og ásök- unarsting í hjartað þegar hún minntist þess hversu treg hún 'hafði verið, og hvað mikla óbeit hún hafði haft á því að þurfa að kynnast hinni “lágættuðu” eiginkonu Philips—hún hikaði— en lét svo stjórnast af hlýjum augnabliks-áhrif- um, og dróg stúlkuna nær sér og kyssti hir.a yndislega björtu kinn hennar. “Öllum geðjast vel að þér, barnið mitt,” sagði hún, einlægnis- lega. “Philip er gæfumaður! Eg ætla að bjóða góða nótt, því það er orðð framorðið. —Eg skrifa þér 4 morgun og ákveð dag sem eg mætt’ eiga von á þér í hádegisverð.” “En þú verður einnig að koma í heimsókn til okkar Philips”, svaraði Thelma, og þrýsti hönd hennar. “Eg geri það—eg geri það!” Frú Rush-Mar velle hneigði höfuðið, ljómandi af ánægju, og lagði leið sína, til frú Winslegh, og sagði, “Góða nótt, Clara! Þökk fyrr mjög yndislegt kvöld!” “Clara setti upp ólundarsvip. “Ertu að fara undireins, Mimsey?” spurði hún—svo bætti hún við í lægri róm, “Jæja! hvert er álit þitt á henni?” “Hún er yndislegt barn—annað ekki!” svar aði frú Marvelle—svo virti hún, með alvarlegri athygli fyrir sér hið litfagra, harðlega andlit dökkhærðu konunnar fyrir framan hana, og bætti við í mjög lágum róm. “Láttu hana í friði, Clara—gerðu hana ekki óhamingjusama! Þú veizt hvað eg á við! Hrein og viðkvæm lund og saklaust hjartalag er veikt fyrir óverðskuld- uðum árásum og aðköstum!” Clara hló hörkuiega og lék sér að blævængn um sínum. "Hamingjan góða, Mimsey! Þú ert alveg óþolandi! Heldurðu að eg sé einhver ó- vættur sem ætli að gleypa hana? Þvert á móti, eg ætla að vera vinkona 'hennar.” Frú Marvelle var ennþá alvarleg. “Mér þykir vænt um að heyra það”, sagði hún; “bara sumir vinir eru hættulegri en svarnir óvinir.” Frú Winsleigh yppti öxlum. “Farðu heim, Mimsey—farðu heim í rúmið!” sagði hún, óþol inmæðislega. “Þú ert full af grillum! Eg hata viðkvæmnisleg spakmæli og heimspekilega orðskviði!” Hún hló aftur, og setti upp hálf- gerðan iðrunarsvip. “Svona nú! Eg ætlaði ekki ‘ð vera ókurteis! Góða nótt, kæra gamla vina!” póða nótt, Clara!” og frú Marvelle hafði upp á manni sínum í einu horni salsins, þar sem hann hafði verið meira og minna í felum, og kvaddi samkva»mið með tign og virðuleik. Margir af gestunum voru að fara niður til kvöld- eða miðnættisverðar um það leyti, en Philip barón var þreyttur af hitanum, ljósadýrð inni og hávaðanum og hvíslaði að Thelmu ein- hverju á þá leið hann vildi fara að hugsa til heimferðar, og hún bjóst undireins til að kveðja frú Winsleigh. ‘ “Viltu ekki neina hressingu?” spurði frúin. “Farðu ekki undireins!” En Thelma var ákveðin í því að letja ekki mann að fara ef hann óskaði þess—og þar sem frú Winsleigh sá að mótbárur höfðu engin áhrif, bauð hún þeim góða nótt mjög alúðlega. “Við verðum að sjást oft og kynnast mikið!” sagði hún, og þrýsti hönd Thelmu hlýlega. “Eg vona að við verðum mjög miklar vinkonur!” “Eg þakka!” sagði Thelma. “Eg vona það líka, ef þú óskar svo mikið eftir því. Góða nótt. Winsleigh lávarður!” “Lofaður mér að fylgja þér út að vagnin- um”, sagði hinn göfugi gestgjafi, og bauð henni handlegg sinn. “Og lofaðu mér að fylgjast með,” bætti Beau Lovelace við, og slóst í för með Erring- tcn, og hvíslaði að 'honum, “hvernig dirfistu að vera svona ósegjanlega hamingjusamur í þess- um ömurlega og syndumspillta heimi?” Er- rington hló—og þessi litli hópur var rétt kominr. fram að dyrum samkvæmissalsins þegar Thelma snéri sér skyndilega við. “Hvar er herra Lorimer?” sagði hún. “Eg gleymdi að bjóða honum góða nótt, Philip!” “Hér er eg, barónessa Errington”, Lorimer kom í hægðum sínum með fremur óeðlilegu j brosi—brosi sem hvarf alveg, svo að andlit hans varð óvenjulega dregið og fölt, þegar hún rétt: fram höndina, og sagði hlæjandi: “Þú óútreiknanlegi herra Lorimer! Hvar varstu?’Þú veizt að mér hefði leiðst það ef eg hefði ekki boðið þér góða nótt. Já, þú ert hirðulaus bróðir!” “Komdu heim með okkur, George”, sagði Philip barón, ákafur. “Þú verður nú góður drengur og gerir það!” “Eg get það ekki, Phil!” svaraði Lorimer með nálega viðkvæmum ákafa. “Eg get það ekki í kvöld—það er alveg satt! Beiddu mig þess ekki!” Hann þrýsti hönd vinar síns innilega— og mætti síðan djarflega brosandi augnaráði Thelmu. “Fyrirgefðu mér!” sagði hann. “Eg veit að eg hefði átt að gefa mig meira fram i kvöld—eg er hræðilega seinlátur, og latur ná- ungi, eins og þú veizt! Góða nótt!” Thelma horfði á 'hann grandgæfilega. “Þú lítur út fyrir að vera—eins og þú segir stundum sjálfur—ekki vel upplagður!’ sagði hún. “Alls ekki vel útlítandi. Mundu eftir að koma til okk- ar á morgun!” Hann lofaði því—og fylgdist síðan með þeim út að vagninum—hann og Beau Lovelace hjálpuðust að því að hlúa að Thelmu með loð- íeldinum, og voru seinastir að kveðja Philip með handabandi áður en hann settist við hlið konu sinnar og kallaði til ökumannsins að keyra heim. Það var hlýtt og stjörnubjart kvöld—og þegar Lorimer og Lovelace fóru aftur inn í Win sleigh höllina, horfði Beau út undan sér á 'hinn þögula félaga sinn. “Hugrakkur náupgi!” hugs aði hann; “mér er nær að halda að hann hrædd ist ekki dauða sinn. Kvalir og píningar toguðn aldrei leyndarmál hans út úr honum.” Upphátt sagði hann: “Heyrðu, erum við ekki búnir að fá nóg af þessu? Við skulum ekki hafa kvöldverð hér—ekkert nema undirstöðu- litlar kökur og rauðvíns glas, það hræðilega gutl mundi gera mig veikan. Komdu heldur með mér í klúbbinn”. Lorimer var því innilega samþykkur—þeir náðu í yfirhafnir sína hjá hinum stimamjúka Briggs, gáfu honum ríflegt þjórfé, og fóru leið ar sinnar. Það síðasta sem þeir sáu bregða fyrir í Winsleigh samkvæminu um leið og þeir fóru var Marcia Van Clupp sem sat á einu stigaþrep- inu, og var að gæða sér á köldum bringubita af hænsni—þar sem hinn gæflyndi Masherville lá- varður stóð á næsta þrepi fyrir ofan hana, og varð að láta sér nægja gult ávaxtamauk. Hann hafði ekki getað náð í neitt annað handa sjálf- um sér, því að hann hafði orðið skelkaður af þvi að heyra feitan náunga við annan enda borðsins sem veizluréttirnir stóðu á, hrópa “Kvennfólk gengur fyrir”, en sá hinn sami hafði þegar laum að fimm diskum af allskonar góðgæti í horn bak við gluggatjald, er hann ætlaði sjálfum sér. Meðan þessu fór fram dróg Philip barón konu sína að sér, stoltur, ánægður, og sigri hrós andi, og faðmaði hana að sér meðan þau óku beimleiðis og sagði, “Þú varst drotning kvöldsins, ástin mín! Skemmtirðu þér vel?” “Ó, eg kalla það ekki að njóta skemmtunar!” svaraði hún. “Hvernig er mögulegt að njóta nokkurs meðal svo margs ókunnugs fólks?” “Jæja, hvað er það?” sagði hann, hlæjandi. Hún hló líka. “Eg veit sannarlega ekki hvað það er!” sagði hún. “Eg hefi aldrei séð neitt því líkt áður. Mér virtist eins og allt fólkið væri á einhverskonar sýningu af einni eða ann- ari ástæðu. Og herramennirnir litu sannarlega þreytulega út—það var ekkert handa þeim að gera. Jafnvel þú, vinur minn, þú geispaðir nokkr um sirinum! Vissurðu af því?” Philip hló, meira en áður. “Eg vissi ekki af því, yndið mitt!” svaraði hann; “en eg er ekk- ert hissa á því þó svo hafi verið. Langir og tíðir geispar eru undantekningarlítið eini árangurinn af þessum heimboðum. Geðjast þér vel að Beau Lovelace?” “Mjög vel”, sagði hún, hiklaust. “En Phil- ip, mig myndi ekki langa til að eiga eins marga vini eins og frú Winsleigh. Eg hélt að vinir væru sjaldgjæfir?” “Þeir eru það líka! Henni er nákvæmlega sama um þetta fólk. Það er aðeins málkunningj ar hennar.” Professional and Business —===== Directory = Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CH.4RTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Wlnnipeg —V Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 74-0118 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize In Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken ' ”V M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um útfarir. Allur úifcúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg ' 1 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 V— MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smáscnd- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 10% Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi 1 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 —--~ ~ ■ ■ ■ ■ BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON. eigandi 714 Ellice Avc. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 i GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. S-7390 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU DENTIST Dr. HAR0LD L FLEISCHMAN AT ARBORG—Every Tues. & Wed. Phone 7-6342 WINNIPEG—807 Henderson Hwy., EAST KILDONAN, MAN. Phone EDison 0834 .W GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk S.- Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY l — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. __^ &—;— Phone 223 D. R. OAKLEY, R.O. OPT OMETRIST Vision Spccialist — Eyes Examined Arborg, T uesda vs Centre Street, GIMLI, Man. ~r> GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.