Heimskringla - 26.10.1955, Síða 3

Heimskringla - 26.10.1955, Síða 3
WINNIPEG, 26. OKT. 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA 6tétta. En stefna Peróns í efnahags- tnálum misheppnaðist. Er hann tók við völdum í Argentínu, var þar mikil velmegun, en það verð ur ekki lengur um landið sagt Allt gekk þetta þó vel fyrir hon um, meðan hann gat stutt sig við verkalýðinn og herinn var hon- um hollur. En þegar hann hafði uppi áform um að láta velja konu sína sem vara-forseta árið 1951, var hernum nóg boðið. Auðuga landeigendur fékk hann á móti sér með því, að ihann talaði um að skipta jarðeignum í landinu, og að lokum var hann kominn í deilu við kaþólsku kirkjuna, en hún getur oft verið þægileg til stuðnings, en hættuleg sem and stæðingur. í nóvember í fyrra ásakaði Per ón nokkra biskupa um að hafa rekið áróður gegn stjórninni, 80 prestar voru handteknir, og mik il ólga brauzt út í landinu. Stjórn in greip inn í rétt kirkjunnar til uppfræðslu, miklar mótmæla- göngur voru farnar í landinu og nokkrum prelátum var vísað úr landi. Hinn 16 júní í vor lýsti páfinn alla þá í bann, sem staðið hefðu að brottrekstri kirkjunnar manna .Sama dag gaus upp bylt ingin gegn Perón, en honum tókst í það skipti að hafa yfir- höndina. Hvað nú tekur við, vita menn. ekki enn. Fram til þessa hafa for ingjar úr hernum staðið á odd- inum, en varla verður séð, hvaða þjóðfélagsöfl helzt standa að baki þeim, þó má telja líklegt, að þeir styðjist fremur við eigna menn, kirkju og her landsins. Það þarf þó ekki að merkja neina breytingu á stjórnarfari lands- ins. f Suður-Ameríku fer stjórn arfarið ekki eftir flokksstefnum Iheldur fyrst og fremst því, hver mestu ræður hverju sinni. Þar eru stjórnmálin því tíðum kapp- hlaup um völdin og markast mjög af henti stefnu einstakra manna. Að þessu sinni hefir Lon ardi hershöfðingi unnið þetta kapphlaup, og má á næstunni bú- ast við, að í Argentínu verði ein- ræði hershöfðingjanna. Slíkt er þó engin ný bóla þar í landi- — Hafa margir hershöfðingjar far- ið þar með völd, allt síðan José Uriburu steypti af stóli Irigoyen forseta 1930. En hvaða afleiðing ar sem þetta annars kann að haf.i þá gefst nú ýmsum þeim flokk um, sem bannaðir hafa verið í stjórnartíð Peróns, tækifæri íil að endurskipUieggja starfsemi sína. T H I S SPACE CONTRIBUTED BY WINNIPEG BREWERY l. I M I T E O Thelma (RAGNAR STEFÁNSSC*N ÞÝDDI) Og furðu gegnir það, annars, hvað sumum Ameríku mönnum finnst það mikið í munni að rekja ætt sína til þessara náunga! Van Clupp fjölskyldan var auðvitað ekki bezta tegund ameríkumanna, langt frá því — hún var af þeim flokki, sem, sökum þess að hún var rík, dæmdi allt og mældi allt og alla á peningalegan mæli- kvarða, og leit á jafnvel óhjákvæmilega fátækt með megnustu fyrirlitningu. Vesalings Van Clupp! Það var stundum brjóstumkennanlegt að sjá hvað hann reyndi mikið til að vera fínn herramaður—reyndi svo mikið að apg móðinn og fylgja háttum og siðum aðalsfólksins, að hanr. gerði sig að hjákátlegu og hlægilegu skrípi. Hkmn tróð svo miklu af dýrum húsmunum inn í stórhýsi sitt að það var eins og sýningardeild í stærri húsgagnaverzlun—við tedrykkjur var notaður dýrasti “Sevres borðbunaður, þott all- an smekk og þekkingu skorti til þess að meta slíka Ihluti. Hann hlóð verðmætum fatnaði og ósmekklegum skartgripum utan á konu sína og dóttur, og lét taka mynd af sér í sömu stell- ingum og hertoginn af Wrigglesbury hafði gert þegar hans hátign hafði setið fyrir hjá sama myndasmið! Það var kostulegt að heyra hann miklast og raupa af sínum pílagríms-forföður— og í sömu andránni tala með ósvífni og napurri fyrirlitningu um visst “aðalborið beiningafólk’’ sem var komið út af “Coeur de Lion”! En af því að Errington-ættin var, auðug jafnframt því að vera af háum aðli, kraup Van Clupp fyrir Philip í ógeðslegri auðmýkt, og smjaðraði fyrir Thelmu með væmniskenndu látbragði—sem gat þó ekki breitt yfir frekjuna, ruddaskapinn, og fáfræðina sem voru sterkustu þættirnir í skap- ferli hans og framkomu; þarflaust er að geta þess að slíkar lyndiseinkanir og framkoma áttu ekki við Thelmu, og féll lítt á með þeim. Það voru aðrir einnig, gróðasjúkir Ameríkumenn, með endalaust skrum og látlausár íhólræður, sem angruðu hina hreinu og einlægu lund hennar—sem var eins fersk og tær eins og vind urinn sem blés á hennar eigin Norsku fjöllum. Einn af þessum var herra Francis Lennox, þessi ungi heldri maður, sem fylgdi ströngustu París- artízku í klæðaburði, og aldrei virtist hafa neitt sérstakt fyrir stafni—hún hafði óbeit á honum —meira þó af eðlishvöt, en að hún hefði veru- legt tilefni til þess. Hann var hæverskan sjálf Og lagði sig í líma til þess að þóknast (henni á allan hátt; þó fannst henni hin brúnu rándýrs- augu hans hvíla jafnan á sér—hann virtist alltaf vera við hendina, reiðubúinn að rétta henni te- bolla, sækja fyrir hana herðaslæðu—finna stól handa henni—halda á blævængnum hennar — íhann var stöðugt á verði eins og sérstaklega vel vaninn húsþjónn. Hún gat ekki, án þess að beita ókurteisi, haft á móti svona meinlausri og auðmjúkri hugsunarsemi, og þó hafði hún alltaf einhvert ógeð á því öllu, hún gat samt ekki gert sér ljósa grein fyrir af hverju það kom. Hún hætti á að minnast á það við vinkonu sína, frú Winsleigh, að sér geðjaðist ekki að vini hennar, sem hlustaði á hinar feimnislegu athuga semdir hennar með svip sem ekki var sem við- feldnastur. “Vesalings herra Francis!” sagði hún mcö dálitlum uppgerðarhiátri. “Þetta er nú svo ríkt í eðli hans að haga sér svona! Taktu þér það ekki nærri, Thelma! Hann er ekki hættulegur! Það er aðeins hans aðferð til að kynna sig vel!” George Lorimer hafði flúið af hólmi snemma á þessu samkvæmistímabili í London, og farið til Parísar til þess að dvelja hjá Pierre Duprez. Honum fannst það hættulegt að ganga i berhögg við freiátinguna of oft, því að hann vissi í sínu einlæga og göfuga hjarta að ást hans til Thelmu óx í hvert skifti sem hann sá hana—svo að hann forðaðist hana. Hún saknaði hans mjög mikið úr hópi sinna nánustu vina, °g fór oft að finna móður hans. Frú Lorimer, sem va rein af allra elskuleg- ustu gömlum konum sem hægt var að hugsa sér —hafði undireins gizkað á þetta leyndarmál sonar síns, en eins og hver önnur várkár og göf- ug kona, gerði hún það engum uppskátt. Það Voru mjög fáar ungar konur eins fallegar og töfrandi eins og hin aldurhnigna frú Lorimer, með snjóhvíta fallega hárið og mildileg blá augu, rödd hennar var eins glaðleg og fjörg- andi eins og þrastarsöngur á vorin. Næst frú Winsleigh, fell Thelmu bezt við hana af öllum sínum nýju vinum, og þótti mjög gaman að heim sækja hana í litla kyrláta húsinu hennar í Kens- ington—því þar var allt svo yndislega rólegt að það virtist eins og friðsæl höfn og hvíldar- staður frá öllu hafróti hefðbundinnar tizku hins auðvirðilega og tilgangslausa samkvæmislífs aðalsfólksins. Og Thelma þarfnaðist oft hvíldar. Eftir því sem lengra leið á hið setta tímabil skemmt- analífsins, fannst henni hún einkennilega þreytt og niðurdregin. Þessir lifnaðarhættir sem' hún var neydd til að fylgja og taka þátt í voru svo fjarlægir eðli hennar—þeir voru svo yfir- borðslegir og þvingandi—og hún var oft langt frá því að vera í góðu ásigkomulagi. Hvers- vegna? Já, hversvegna! Hún reyndi allt sem í hennar valdi stóð—en hún eignaðist óvini alls- ctaðar. Og aftur mætti spyrja hversvegna? Af því að hún hafði þann ihættulega og óvinsæla sið að segja alltaf sannleikann afdráttarlaust— og hún komst að því smátt og smátt, að mörgu fólki fannst hún koma undarlega fyrir — og að aðrir virtust hræddir við hana—og henni barst stöðugt til eyrna að hún væri álitin sérvitringur. Svo hún varð ennþá fálátari—jafnvel kuldaleg —hún lét sér lynda að láta aðra stæla um smá- muni og láta í ljósi heimskulegar skoðanir, án þess að gefa því mikinn gaum eða láta uppi sitt eigið álit á neinu. Smám saman byrjaði fyrsti skugginn að falla á hið hamingjusama hjónaband hennar. Það leiddi einhvern veginn af sjálfu sér þegar hún og maður hennar voru ekki alveg eins mikið. saman, félagslífið með öllum sínum skyld um og kvöðum hafði eðlilega aðskilið þau dá- lítið, en nú var það stjórnmálaleg metorðagirnd sem aðskildi þau ennþá meira. Nokkrir velvilj- aði vinir höfðu lagt að Philip að bjóða sig fram til þingmennsku, þessi hugiftynd hafði ekki fyrr náð tökum í huga hans, en hann fylltist sríögg- íega miklum ákafa, og ákvað að hann hefði allt- of lengi verið óákveðinn og áhugalaus og ekki sett sér neitt ákveðið takmark í lífinu—og tak- mark varð hann að hafa til þess að geta unnið sér eitthvað til virðingar og frama konu sinnar vegna. Þessvegna kvaddi hann einkarritara sinn Neville, tafarlaust sér til aðstoðar, og tók að sökkva sér með miklum áhuga ofan í hina marg- þættu stjórnmálaflækju Breta; hann lokaði sig inni í bókhlöðu sinni dag eftir dag, og las allt sem hönd á festi viðvíkjandi brezkum stjórn- málum—skrifaði bréf og svaraði bréfum, og safnaði nafnalistum—og gekk að þessu með svo miklum ákafa að hann gleymdi öllu öðru—jafn- vel ást sinni á Thelmu—sem þó var óbreytt og hrein og djúp eins og áður. Ekki það að hann vanrækti hana, hann var aðeins uppteknari við aðra hluti. Svo að það leiddi af sjálfu sér að hún fann sárt til ólýsan- legs tómleika og saknaðarkenndar—fann jafn- vel meira til þess hugarástands þegar hún var umkringd af vinum heldur en þegar hún var ein—og á þessum yndislega tíma ársins á Eng- landi, júnímánuði, varð hún daufleg og afskifta laus og augun hennar fylltust oft snögglega af tárum. Hin litla, trygga og athugula Britta, fór að veita þessu eftirtekt og brjóta heilann um ástæðuna fyrir þessari breytingu í útliti hús- móður sinnar. “Það er þessi hræðilega borg London”. hugsaði Britta. “Hér er svo heitt og mollulegt— ekkert ferskt loft handa henni. Allir þessir dansar og samkvæmi og leikhúsferðir—engin undur þó að hún sé úttauguð.” En það var eitt- hvað meira en þreyta sem olli því að augnaráð Thelmu var oft svo angurvært og kvíðafullt Einn dag var hún svo viðutan og undarleg að Britta fann til sárustu meðaumkvunar, hún veitti henni nána eftirtekt nokkra stund án þess að reyna að segja nokkuð. Að lokum fékk hún hugrekki til að segja; “Fröken!” hún þagnaði. — Thelma virtist ekki heyra til hennar. — “Fröken, hefir eitt- hvað komið fyrir sem hefir valdið þér leiðinda eða angurs í dag?’ Thelma hrökk við og leit upp, kvíðvænlega. Valdið mér leiðinda eða angurs” — hafði hún upp eftir henni. “Nei, Britta— því spyrðu að því ?” Þú lítur mjög þreytulega út, kæra frök- en,” hélt Britta áfram, blíðlega. “Þú ert ekki eins fjörleg og vel útlítandi eins og þegar þú fyrst komst til London.” Varir Thelmu titruðu. “Mér—mér líður ekki vel, Britta”, sagði hún lágt og skyndilega missti hún stjórn yfir tilfinningum sínum, og brast í grát. Á sama augnabliki kraup Britta við hlið hennar, og reyndi að hugga ihana með öllum blíðyrðum og ástúð sem henni gátu í hug komið, en varaðist að spyrja hana fleiri spurninga. Bráðlega varð hún rólegri—hvíldi höfuðið á öxl Brittu og brosti dauflega. Á því augna- bliki var drepið hægt á dyrnar og kallað: “Thelma! Ertu þarna?” Britta opnaði hurðina, og Philip barón kom í flýti inn brosandi—en nam staðar snögglega og horfði á konu sína hissa. “Hvað er þetta, ástin mín!” Ihrópaði hann hræðslulega. “Hefirðu verið að gráta?” Britta læddist út úr herberginu. Thelma fleygði sér í fang manns síns. “Phil up, láttu þetta ekki fá neitt á þig!” sagði hún lágt. “Mér fannst eg bara eitthvað svo einmana og döpur—það er ekki neitt! En segðu mér—að þú elskir mig—að þú skulir aldrei verða þreytt- ur á mér—þú hefir alltaf elskað mig, það er eg viss um!” Hann horfði á hana undrandi. “Thelma— því spyrðu svona einkennilegra spurninga? — Elska þig? Slær ekki hjarta mitt fyrir þig eina? Ert þú mér ekki allt í lífinu?” Hann vafði hana ástúðlega örmum og kyssti hana. ! Proiessional and Business j Directory— ""u m 3^ Otfice Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœöingar Bank of Nova Scotla Bld«. Portage og Garry St. Simi 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLIMC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winhipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Simi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg \ Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 74-0118 " ~ " ^ < " " " CANADIAN FISH PRODTJCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4895 A. S. BARDAL L I M I T E D selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg c : ~\ The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Book.keeping, Income Tax. Insurance c ^ Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg. MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Aru Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltunimgur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, cigandi \ FINKLEM AN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Buihling 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Simi SUnset 3-6127 "1 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsU. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 l P Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Avc. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers I Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - gilbart funeral HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmet PHONE 3271 - Selkirk Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. 5- r* C \ Sunnyside Beauty Salon SPECIAL — $10.00 Cold Waves for $7.00 Two wks only — Open Wednesdays PHONE SUnset 3-1060 V 3 GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clcwks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 V ■*

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.