Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.11.1955, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. NÓV. 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA framleiðslu kola, og Þýzkalandi. Hugmynd S. þ. um samvinnu Atlanzhafs þjóðanna sex, er að því er Saar snertir hreinas,ta ifjarstæða. Hvað næst verður reynt til að fríða Frakkland, er eftir að vita En Frakkland verð ur ekki Atlanzhafs bandalaginu, ef það fær engin hlunnindi, er svara til eignarréttar a Saar. Tító setti ofan í við Nehru Vikurritið Newsweek birtir fregn um það frá Belgrad, að eitt sinn meðan heimsókn Nehrus stóð í Júgóslavíu, hafi kastasð í kekki milli hans og Ttós forseta. Nehru kvað Tító hæla N Nu forsætisráðherra allt of mikið og það mundi gagna friðinum meira, ef hann sparaði ekk ilofið um Indland. —Tító bað Nehru kurteislega að reka ekki nefið í það, sem honum kæmi ekki við. NýJAR BÆKUR “The Saskatchewan Icelanders” by Judge W. J. Lindal, með yfir 80 myndum —aðeins $4.00. “Arctic Living” by Rev. Robert Jack, með myndum—aðeins $4.00 Ágætar bækur. Fást í Björnsson’s Book Store 720 Sargent Ave., Wpg. 3, Man. G R A MARINE THE ENGINE FOR YOUR BOAT Always dependable under the most rugged conditions . , . the Graymarine is de- signed particularly for its particular job. The size and type you re- quire is available through Mumford, MEDLAND, llMITEP, 576 Wall St„ Wpg vh; su 37-187 WESTERN CANADA BREWERIES BLOOD BANK THIS SPACE CONTRIBUTED B Y Dremys man ITOBA D I V I S I ON -—-— — Thelma (RAGNAR STEFANSS&N ÞÝDDI) "Þú hefir aldrei elskað neina aðra eins heitt?” Ihvíslaði hún, og fór dálítið hjá sér. "Aldrei!” svaraði hann, greiðlega. “Hvað kemur þér til að spyrja um slíka hluti?” “Hún var þögul. Hann horfði hrærður og athugull á kafrjóð ar kinnar hennar og tárvotu augnahárin. “Þú ert full af ímyndunum í dag, yndið mitt”, sagði hann að lokum. “Þú hefir ofþreytt þig. Þú verð ur að hvíla þig. Þér er betra að fara ekki í “Brilliant” leikhúsið í kvöld—það er aðeins skrípaleikur, og líklega grófur og hávær. Vij verðum heima og eigum rólegt kvöld saman—er það ekki bezt?” Hún leit upp thálf kvíðvænlega, og brosti, “Mig myndi langa mjög til þess, Philip!” sagtíi hún lágt; “en þú veizt að við lofuðum Clöru að fara með henni í kvöld. Og þar sem við ætlum bráðlega að fara úr London og aftur til War- wickshire, þá leiðist mér að hún verði fyrir von- brigðum” “Þér fellur mjög vel við Clöru?” spurði hann skyndilega. “Já, mjög vel”. Hún þagnaði og varpaði öna inni þreytulega. “Hún er svo góð og gáfuð — miklu gáfaðri og skemmtilegri, en eg get nokk- urn tíma orðið—og hún er svo heimsvön—veit cg skilur svo margt sem eg hvorki veit eða skil. Og hún dáist svo mikið að þér, Philip!” “Gerir hún það, í raun og veru?” Philip hló og roðnaði dálítið. “Mjög fallegt af henni, sjálf sagt! Svo þig langar í rauninni til að fara i Brilliant, í kvöld?” “Eg held það”, sagði hún, Ihikandi. “Clara segir að það muni verða mjög f jörugt og upp- lífgandi. Þú hlýtur að muna hvað eg naut þess vel að sjá ‘Faust’ og ‘Hamlet’ „. Errington brosti. “Þú munt komast að því að meðferð leikja í Brilliant er mjög ólík léik- listinni í þessum tveimur leikjum. Þú þekkir ekki inn á grófa skrípaleiki!” “Þá verð eg að fá fræðslu í því,” svaraði Thelma, og brosti einnig. “Eg þarfnast fræðslu í mörgu. Eg er mjög fávís!” “Fávís!” hann strauk blíðlega hrokkna hár hennar frá breiða og fagra enninu. “Yndið mitt, þú býrð'yfir þeirri mestu vizku sem til er, vizku sakleysisins. Eg vildi ekki skifta á því og lær- dómi hins vitrasta heimspekings!” “Þú meinar það í raun og veru?” spurði hún hálf feimnislega. **Já» eg meina það í raun og veru”, svaraði hann innilega. “Litla vantrúaða vina mín! Eins og eg myndi nokkurn tíma segja nokkuð við þig sem eg ekki meina! Mér mun þykja vænt um að komast burt frá London og setjast aftur að í Warwickslhire—þá get eg að minnsta kosti haft þ^g hjá mér aftur eina og óskifta—um tíma, að minnsta kosti.” Hún leit upp og augu hennar Ijómuðu skyndilega af gleði—öll hyggðarmerki horfin af andliti hennar “Og eg fæ að hafa þig hjá rnér!” sagði hún glaðlega. “Og við látum fm Wmsieigh ekki verða fyrir vonbrigðum í kvöld, Philip. Eg er ekki þreytt, og eg vil með ánægju fara í leikhúsiö.” “Gott og vel!” svaraði Philip, fjörlega. “Við gerum það þá! En eg held enn að þér muni ekki falla efnið í geð—þó að það vissulega komi þér ekki til að gráta. Þrátt fyrir það efast eg um að það veki neinn hlátur hjá þér. Samt sem áður verður það nokkuð sem þú hefir ekki séð eða reynt fyr.” Og ný reynsla varð það óneitanlega— reynsla, sem færði Thelmu undarlegar og flækjukenndar afleiðingar sem hana hafði aldrei dreymt um. Hún fór í Brilliant leikhúsið í fylgd með frú Winsleigh og manni sínum— Neville, einkaritarinn, fór einnig með þeim og sat í leikhússtúku þeirra. í fyrsta og öðrum þætti var leiktjaldaumbúnaðurinn svo skraut- Iegur og smekklegur og dansarnir svo hrífandi að hún gleymdi nálega undruninni sem fyrst hafði gagntekið hana við að sjá hversu fáklædd ar dansmeyjarnar voru. En í þriðja þættinum, þegar gildvaxin, ung iþróttakona hentist fram á syiðið að iheita mátti allsnakin, því mittiskýl- an var nálega gagnsae. Qg svo mjó, að hún var ekki breiðari en venjulegt belti, hrökk Thelma við og halfreis upp úr sætinu af skelfingu, og roði hljop fram i kinnar hennar. Hún leit hræðslulega til manns síns. “Mér finnst hvorki skemmtilegt eða við- eigandi að horfa á þetta”, sagði hún, í lágum hljóðum. “Væri ekki bezt að fara? Eg—eg held að eg vildi heldur vera heima.” Frú Winsleigh heyrði þetta—og brosti dá- lítið háðslega. “Láttu ekki svona heimskulega, barn!” sagði hún. “Ef þú ferð út úr leikhúsinu einmitt núna verður það til þess að allir stara á þig. Þessi kona er eftirlætisgoð leikhúsgesta og aðalstjarna og driffjöður leiksýningarinnar. Hún á fleiri demanta en bæði þú og eg.” Thelma virti vinkonu sína fyrir sér með alvörukenndri undrun—en svaraði engu. Ef frú Winsleigh var hrifin af leiksýningunni og óskaði eftir að dveljast þar lengur,—þá var það sjálfsögð kurteisisskylda að Thelma drægi ekki úr gleði hennar og nautn með því að fara skyndi lega út úr leikhúsinu. Svo að hún kom sér aftur fyrir í sætinu, en færði sig bak við stúkutjald- ið að mestu svo að hún sá lítið hvað fram fór á leiksviðinu. Maður ihennar hallaði sér ofan að henni og hvíslaði: “Eg skal fara með þig heim, ef þú vilt, ástin mín. Segðu aðeins til.” íHún hristi höfuðið. “Clara skemmtir sér við það!” svaraði hún, dálítið raunalega. “Við verðum að vera áfram.” “Philip var rétt að snúa sér að frú Wins- leigh til þess að færa í tal við hana hvort hún kærði sig um að sjá meira af leiksýningunni þegar Neville snerti allt í einu handlegg hans. “Má eg tala við þig einslega eitt augnablik, barón Errington?” sagði hann í einkennilega ihásum og hvíslandi rómi. “Einhversstaðar í ein rúmi—það er um áríðandi efni!” Hann leit út eins og ætlaði að líða yfir hann; andlit hans var náfölt, og augnaráð hans var tryllingslegt, og starandi. “Auðvitað!” svaraði Philip, undir eins, þó að hann væri fremur undrandi—hann bað konu sína og frú Winsleigh afsökunar, og fór með Neville út úr stúkunni. Á meðan hélt hin gildvaxna áfram að dansa og syngja klúra söngva með hárri og grófgerðri rödd og látbragði. Frú Winsleigh hló og lét í Ijósi aðdáun sína, óspart—hún hallaði sér að Tihelmu, sem enn sat í stúkuhorninu, og sagði með uppgerðar hlýju; “Vesalings viðkvæma og saklausa vina min! Þú verður að reyna að venjast svona sýningum. Karlmenn eru ákaflega hrifnir af þessari tegund leiksýninga. Jafnvel þinn óviðjafnanlegi Phil- ip hefir farið ofan og á bak við tjöldin með Neville—það máttu vera viss um!” Aumkunarlegi hræðslu og undrunarsvipur inn á andliti Thelmu hefði vissulega hrært við- kvæmara hjarta en það sem sló í brjósti Clöru Winsleigh—en hún var því viðbúin og brosti aðeins.. Farinn til þess að finna þessa hræðilegu kvennsnift bak við tjöldin!” sagði Thelma i lágum angistarfullum rórai. “O, nei. Clara! Hann gæti ekki aðhafst slíkt. Ómögulegt!” “Jæja, væna mín, hvar er hann þá? Hann er búinn að vera fullar tíu mínútur í burtu. Líttu bara á sætaraðirnar—allir karlmenn eru farnir úr sætum sínum! Eg get sagt þér að Violet Vere er aðdráttarafl fyrir karlkynið! Eftir hver þáttaskifti í leiksýningu hennar hefir hún reglu legt móttökuherbergi að tjaldbaki—fyrir karl- menn eingöngu—auðvitað! Konum er ekki leyfð ur inngangur!” Og Clara Winsleigh hló. “í öllum lifandi bænum, vertu ekki svona undr- andi og skelfd, Thelma—þú getur ekki ætlast til að maðurinn þinn hagi sér eins og hálfbjáni! Hann verður að svala nautnum sínum og skemmt anafýsn eins og annað fólk. Eg held að þú viljir helzt ihalda í hann eins og ungbarn! Þú kemst að því að það er hræðilega skakkt—hann verð- ur dauðþreyttur á þér, þó að þú sért góð, og þol inmóð eins og Griselda!” Thelma varð mjög föl í andliti, og hör.d hennar krepptist ósjálfrátt utan um blævænginn sem hún hélt á. “Þú hefir sagt það mjög oft upp á síðkastið, Clara!” sagði hún lágt. “Þú virðist svo sannfærð um að hann fái leið á mér að allir fái leið á öllu. Eg held að þú þekkir ekki Philip hann er ekki líkur neinni persónu sem eg ihefi kynnst. Og hversvegna ætti hann að fara á bak við tjöldin til kvennpersónu eins og Violet Vere —” Á því augnabliki voru stúkudyrnar opnað- ar snöggt, og Errington kom inn, einn. Hann leit út fyrir að vera í æstu skapi og kvíðafull- ur. “Neville er ekki frískur”, sagði hann snögg- lega, og beindi orðum sínum til Thelmu. “Eg lét fara með hann heim. Hann hefði ekki verið fær um að sitja hér til enda.” Honum varð litið hálfgremjulega á leiksviðið—tjaldið hafði i þeim svifum verið dregið upp og Violet Vere sást þar í hinu sama gófa og ógeðslega hlut- verki, og reykti nú vindil með ósvifnislegri ró- semi. “Mér þykir fyrir að hann er veikur”, sagði Thelma þýðlega. “Þessvegna varstu svo lengi í burtu?” “Var eg lengi?” sagði Philip, dálítið utan við sig. “Eg vissi það ekki. Eg fór bak við tjöld in að leita dálitilla upplýsinga.” Frú Winsleigh ihóstaði og varð litið til Thelmu, sem undir eins leit undan. “Eg geri ráð fyrir að þú hafir séð Violet Vere?” spurði Clara. “Já, eg sá hana”, svaraði hann, stuttlega. Hann virtist æstur og gramur—meira að segja </' ábærilega óþolinmóður Bráðlega sagði hann; “Frú Winsleigh, væri þér það mjög á móti skapi ef við færum heim? Eg er dálítið kvíðandi og órólegur út af Neville—hann hefir orðið fyrir áfalli. Thelmu fellur ekki þessi leiksýn- ing mjög vel í geð, eg veit það, og ef þér þætti ekki mikið fyrir því —” Professional and Business • Directory- Oföce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögírœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage ©g Garry St. Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPFÆ CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and Finanelal Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. Phone 744)222 Weston Office: Logan & Quelch Phone 74-5818 - Res. 744)118 ^ CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. K. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 954 Fresh Cut Flowers Daily. Plants In Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER aud Parts Service 99 Osborne St. Phone 44395 A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur úthúnaður sá besti. Enníremur selur hann aUskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg tí — The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Union Loan & Investment COMPANY Rentol, Insurance and Fiaandal Agents Slmi 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. r— Halldór Sigurðsson 4 SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 1 COUKTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjutu kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskípa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi r'- 275 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 ---------------------- BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 t'- "S GRAHAM BAIN & CO. PUBUC ACCOUNTANTS asd AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 Res. Ph. 3-7390 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouqueu, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding PlanU Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU 1 MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - gilbart funeral HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmei PHONE 3271 - Selkirk Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY t — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. Sunnyside Beauty Salon SPECIAL — $10.00 Cold Waves for $7.00 Two wks only — Open Wednesdays PHONE SUnset 3-1060 ■4 --------------------------- GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China l 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.