Heimskringla - 15.02.1956, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.02.1956, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. FEB. 1956 y Thelma (RAGNAR STEFANSSGiN PÝDDl) Herra Snawley Grubbs brosti, og lagabi gleraugu, í gullumgerð á sínu þrútna og blóð- rauða nefi. “Eg verð að segja þér þó,” varð hon um að orði, áður en hann byrjaði að lesa, “að það kemur of seint til að birtast þessa viku. Það er byrjað að prenta blaðið.” “Gerir ekkert til!” svaraði herra Francis. Það nægir að það komi út í næstu viku.” Hann gaf herra Snawley Grubbs leynilega nánar gæt ur meðan hann fór yfir blýantsrissið. Sá herra maður, sem ritstjóri og eigandi að ‘Snake’— nýju, en ákaflega útbreiddu og gróðavænlegu samkvæmislífsvikublaði— var of virðulegur og of fullur sjálfsþótta til þess að láta sjá á svip sínum hvað hann hugsaði. Honum varð aðeins að orði, um leið og hann braut vandlega saman litla miðann: “Mjög hnittið! Sannarlega mjög hnittið! Óhrekjandi sannleikur, auðvitað?” Herra Francis reigði sig drembilega. “Rengirðu orð mín?” “Ó, nei, langt frá því!” sagði herra Snawley Grubb með ákafa, og reyndi til að stilla herra Francis með því að leggja hönd sína mjúkt á öxl hans. “Staða þín og nafnbót — eðlilega hlýt ur að vera auðvelt fyrir þig að afla þér öruggr ar og réttrar vitneskju. Það leiðir af sjálfu sér! Eg get fullvissað þig um, að ‘Snake’ er í óum- ræðilegri þakkarskuld við þig fyrir margar vei samdar og kitlandi smágreinar um samkvæmis- lífið. Aðeins, eins og þú sérð, eg fyrir mitt leyti hefði aldrei getað hugsað mér að maður af eins gamalli og göfugri aðalsætt—og eins sið- fágaður eins og herra Philip Bruce-Errington er, myndi leggja sig niður við svona hluti. En vitanlega erum við allir holdlega sinnaðir!” Hann hrissti sitt klunnalega hnöttótta höf- uð mjög íbygginn. “Jæja,” hélt hann áfram eftir litla þögn, “þetta skal áreiðanlega birtast í næstu viku, því lofa eg þér.” “Þú getur sent mér hundrað eintök af blað- inu”, sagði herra Francis, og bjóst til að fara. “Eg geri ráð fyrir að þú sért ekki hræddur við að höfðað verði meiðyrðamál?” Herra Snawley Grubbs hló—nei, hann öskr- aði—hugmyndin virtist eiga mjög vel við kimn isgáfu hans. “Hræddur? Minn góði vinur, það er ekkert sem mér myndi koma betur! Það myndi koma ‘Snake’ á fastan grundvöll, og færa mér^tórfé! Eg vildi jafn vel glaður fara í svart- holið. Fangelsisvist fyrir meiri háttar misgerð ir og lagabrot, eins og það yrði að líkindum nefnt, væri ekki mikið að þola.” Hann hló aft- ur, og fylgdi herra Francis fram að útidyrunuin þar sem hann kvaddi hann ástúðlega með handa bandi. “Þú ert alveg viss um að þú viljir ekki koma upp á loft til okkar? Nei? Jæja, eg sé að þú hefir þarna vagn sem bíður eftir þér. Góða nótt, góða nótt!” Snawley Grubbs lokaði hurð- inniy og herra Francis fór inn í leiguvagninn, og var ekið til bústaðar hans í Piccadilly. Hann var nú í betra skapi og ánægðari með sjálfum sér—þó að hann væri enn reiður yfir sárum verk sem hann fann til milli augnanna þar sem hönd Thelmu hafði greitt honum högg- ið. Hann fann fáorðan miða frá frú Winsleigh í herbergjum sínum, er hljóðaði þannig: “Þú ert að leika leik sem þú tapar í þetta sinn—hún vill ekki trúa neinu án sannana—og jafnvel þó að þær væru fyrir hendi yrði það erfitt. Þér er betra að hætta eltingaleiknum, það liggur í mér—að í þetta eina sinn getirðu ekki eyðilagt mannorð giftrar konu.” Hann brosti beiskjulega þegar hann las síðustu orðin. “Ekki meðan félagssamtaka—mál gagn er við líði!” sagði hann við sjálfan sig. “Eins lengi og ritstjórar eru til sem taka orð háttsettra* göfugmenna fyllilega trúanleg, skal ekki sú skírlífasta kona sem nokkurn tíma hefir lifað komast hjá rógi! Hún vill fá sannanir. krefst sannana? Hún skal fá þær—sem eg lifi skal hún fá þær!” f stað þess að ganga til náða, fór hann aftur út að ganga til bústaðar í St John’s Wood—sem hann leigði og hafði til sinna afnota—þar sem víðkunn leikkona, þekkt undir nafninu Violet Ve're hafði aðsetur við ríkulegan kost og nautnalifnað. Meðan þessu fór fram gekk Thelma aftur og fram um gólfið í búningsherbergi sínu sem hún hafði flúið inn í gegnum leynidyrnar — sem aðdáandi hennar hafði mest undrast yfir. Hún skalf öll og titraði þegar hún hugsaði um þá svívirðingu sem henni hafði verið sýnd meðan hún var meðvitundarlaus — brennanói roði hljóp fram í kinnar hennar—henni fannst hún einhvern veginn hafa eitrast af hinum and- styggilegu kossum Lennox. Allt hið kvennlega eðli hennar fannst henni svívirt með þessari ó- hæfu. Fyrsta hugsun hennar var að segja manni sínum frá öllu saman undireins og hann kæmi heim.Það var hún sem hafði hringt bjöllunni sem hafði gert herra Francis svo bylt við, og hún var hissa á því að hringingunni var ekki svarað. Hún hringdi aftur, og Britta kom inn. “Það var Morris, sem eg vildi finna”, sagói Thelma, fljótt. - “Hann hélt að það hefði verið setustofu- bjallan”, svaraði Britta, auðmjúklega, því frök enin hennar leit mjög reiðulega út. “Eg sá hann í forstofunni rétt áðan, fylgja herra Fancis Lennox til dyra.” “Er hann þá farinn?” spurði Thelma, æst og áköf. Undrun Brittu fór vaxandi. “Já, fröken!” Thelma greip um handlegg hennar. “Segðu Morris að láta hann aldrei aftur inn í þetta hús — aldrei!” Bláu augu hennar leiftruðu af reiði. “Hann er þrælmenni, Britta! Þú veizt ekki hvað mikið þrælmenni hann er!” “Ó, jú, það veit eg!” Britta horfði festulega á húsmóður sína. “Eg veit það mjög vel! En, svo má eg ekkert segja! Ef eg þyrði það, gætl eg sagt þér margt einkennilegt, kæra fröken— en þú vilt ekki hlusta á mig. Þú veitzt að þér er það á móti skapi að eg tali um þessa nýju háttsettu vini þína, fröken, en —” hún þagnaði feimnislega. “Ó, góða Britta mín”, sagði Thelma, ástúð lega og greip um hönd hennar. “Þú veitzt að allt þetta fólk er meiri vinir Philips baróns en mín- ir—og fyrir þá ástæðu má eg ekki hlusta á neitt misjafnt um það. Sérðu það ekki? Auðvitað virð ist okkur framkoma þess og breytni einkenni- leg—en svo er lífið í London svo ólíkt því sem það er í Noregi—og við skiljum það ekki unair eins—” hún þagnaði, og andvarpaði dálítið. Svo hélt hún áfram: “Nú ferðu með þessi skilaboð frá mér til Morris, Britta—og kemur svo inn í svefnherbergið mitt—eg er þreytt, og Philip sagði að eg skyldi ekki vaka eftir honum.” Britta fór, og Thelma fór fremur hægt upp á loft. Það var liðið að miðnætti, og hún var æst og uppgefin eftir atburði kvöldsins. Hún var í vafa um hvað hún ætti að gera. Ef að hún segði manni sínum frá öllu sem hafði komið fyrir, mundi hann áreiðanlega fara til herra Francis og hegna honum á einhvern hátt—það gæti orðið úr því hörð deila sem Philip sjálfur liði fyrir—og allskonar óheppilegar afleiðingar yrðu árangurinn af þagmælskuskorti hennar. Ef hún aftur segði ekkert, og afsegði að Lennox kæmi á heimilið, mundi þá ekki manni hennar þykja hefðun hennar harla einkennileg? Hún braut heilann um þetta þangað til hún fékk sáran höfuðverk, og ákvað að lokum að halda þessu leyndu um hríð. Eftir það sem komið hafði fyrir, var ekki líklegt að herra Lennox mundi dirfast að þrengja sér inn þar aftur. “Eg skal spyrja frú Lorimer hvað bezt sé að gera”, hugsaði hún. “Hún er aldurhnígin og vitur, og mun vita hvað gera skal.” Um kvöldið þegar hún lagði höfuð sitt á koddann, og Britta breiddi dúnsængina ofan á hana ,skalf hún dálítið og spurði: “Er ekki mjög kalt, Britta?” “Mjög kalt”, svaraði litla þernan. “Og þao er að byrja að snjóa.” Thelma virtist hugsandi. “Það hlýtur að vera snjór og algert myrkur núna í Altenfirð- inum”, sagði hún. Britta brosti. “Já, áreiðanlega, fröken! Við erum betur farnar hér en þar.” “Ef til vill!” svaraði Thelma, þreytulega, og bjó sig undir að reyna til að sofna. Britta kyssti á hönd hennar og fór hljóð- lega út úr herberginu. Þegar hún var farin, opnaði Thelma augun og lá glaðvakandi og horfði á rósrauðan bjarma sem lagði á loftið í svefnherberginu frá litlum hengilampa í bæn- húsinu hennar. Allt á kafi í snjó og hjúpað myrkri í Altenfirðinum. En hvað sú mynd virt ist einkennileg! Henni kom grafhvelfingin sem móðir hennar hvíldi í í hug—en hvað það hlaut að vera kalt og drungalegt þar. Hún gat séð is- stönglana í anda sem mynduðust við inngang- inn í konungs-grafhvelfinguna—staðinn þar sem hún og Philip mættust fyrst. Hún gat nálega heyrt hinn hæga, þunglamalega öldugang við ströndina. Æska hennar í Noregi — námsár hennar í Arles—þetta voru aðeins draumar nú— löngu liðnir draumar. Öll tilvera hennar hafði breyttzt—hún var eiginkona nú—hún átti í vændum að verða bráðlega móðir—og þar sem hún var svo viss um uppfyllingu þessara leyni- legu, sæludrauma sinna í svo nálægri framtíð, því sóttu þá þessar þrálátu hugsanir um liðna tímann svona mikið á hana í kvöld? þar sem hún lá kyr, og horfði á ljosglætuna á veggnum, fannst henni herbergið skyndilega fyllast af skuggakenndum myndum—hún sá hið fagra al- vöruþrungna, og þjáningarfulla andlit móður sinnar—þá hina þreklegu líkamsbyggingu föð- ur síns og hið göfuga og einarðlega andlitsfall hans—þá brá fyrir vanskapaðri mynd dvergsins Sigurds, og henni fannst hún geta ímyndað sér að hún heyrði angurværa rödd hans—og þar sem hún hélt að hún væri að verða heimskulega taugaveikluð, lokaði hún augunum og reyndi að sofna. En árangurslaust—í hug hennar komu þá mörgum sinnum óviðfeldnari atburðir. — Hversvegna kom ekki Philip heim? Hvar var hann? Og svarið kom eins og storkandi djöfull hvíslaði því, orðin, "í faðminum á Violet Vere”! orðin sem herra Francis Lennox hafði slegið fram. Eirðarleysið og óróinn var að yfirbuga hana, hún reis upp. Hún ákvað að fara á fætur, og fór í morgunslopp og fór að lesa—þegar hún heyrði fótatak í stiganum. Hún þekkti hið ákveðna fótatak manns síns og skildist að Nev- ille væri í fylgd með honum, þar sem svefn- herbergi hans var á þriðja hæð. Hún hlustaði með athygli—þeir voru að tala í lágum hljóðum í ganginum fyrir utan herbergisdyrnar hennar “Eg held að það sé miklu betra að ganga hreint til verks með þetta”, sagði Philip. “Hún verður að fá að vita það fyr eða síðar.” “Konan þín?> í guðsbænum, segðu henni ekki frá því!” svaraði Neville. “Slíkt svívirði- legt —”. Hann lækkaði róminn svo að hann varð að hvísli, svo að Thelma gat ekki greint orða- skil. Eftir litla hríð kom maður hennar inn, og læddist ofur hægt til þess að vekja hana ekki. Hún breiddi út faðmin á móti honum, fagnandi og hann flýtti sér til hennar undrandi, með ást- úð og gleði. “Ástin mín! Ekki sofnuð ennþá?” Hún brosti—en það var eitthvað aumkunar legt við brosið ef að birtan hefði verið nægileg fyrir hann til að taka eftir því. “Nei, ekki ennþá, Philip! Og þó held eg að mig hafi verið að dreyma um — Altenf jörðinn.” “Ó, það hlýtur að vera kalt þar núna”, svar aði hann, glaðlega, “það er sannarlega nægilega kalt hér. f kvöld er bitur austanvirídur, og það er farið að snjóa.” Hún heyrði þessa veðurlýsingu hans með nærri því sjúklegum áhuga. Hugsanir hennar snérust brátt aftur að Noregi, og dvöldu þar. Til hins síðasta—áður en hún lokaði sínum þreyttu augum og féll í blund sem hún þarfnað ist svo mikið—virtist henni hún berast í anda til einkennilegra landfláka sem hjúpaðir voru í ömurlegu myrkri þar sem hún stóð alein, hald- in af óljósri undrun yfir þessu kaldranalega og óhugnanlega umhverfi. “En hvað það kem- ur ókunnuglega fyrir sjónir!” sagði hún hálf- hátt. “Allt hjúpað í snjó og myrkri í Altenfirð inum!’’ 8. KAFLl Næsti dagur rann upp kaldur og skuggaleg- ur. Þétt gulleit þoka hékk yfir stórborginni eins og hjúpur—það var kveikt á götuljóskerunum, en bjarminn af þeim lýsti tæplega upp göturnar, og hið kalda og rakaþrungna loft smaug inn í húsin og herbergin, hvað vel sem þau voru upp hituð. Philip barón leið fremur illa af slæmum höfuðverk og drunga þegar hann vaknaði um morguninn, og möglaði—eins og hver Englend ingur vissulega hefir fyllsta rétt til að mögla, yfir hinni ömurlega óhagstæðu og þreytandi vetrarveðráttu lands síns. Skap hans batnaði ekki þegar honum barst símskeyti á undan morg unverði þess efnis að hann var boðaður á fund í Midland-héruðunum samstundis í sambandi við framboð hans til þingmennsku. “Hvílík þó tilhlökkun eða hitt þá heldur!” hrópaði hann, og sýndi konu sinni skeytið. “Eg verð víst að fara—og kemst ekki aftur heim í kvöld. Þú verður hér alein, Thelma. Eg vildi óska að þú vildir fara til Winsleighs.” “Hversvegna?” sagði Thelma, með hægð. “Eg vildi miklu heldur vera hér. “Eg sætti mig við það, Philip. Eg er vön því að vera ein.” Eitthvað í rödd hennar fannst honum sérstaklega dapurlegt, og hann leit á hana með nákvæmri athygli. “Sjáðu nú til; ynd ið mitt”, sagði hann skyndilega, “ef þetta þing mennskubjástur veldur þér kvíða eða ama á einhvern hátt, þá hætti eg algerlega við það allt með það sama—já, það geri eg sannarlega!” Hann tók hana í faðm sinn. “Með öllu og öllu”, bætti hann við hlæjandi, “hvaða mismun gerir það! Landið kemst af án mín!” Thelma brosti ofurlítið. “Þú mátt ekki tala svona heimskulega, Philip”, sagði hún, blíðlega- “Það er ekki rétt að byrja á einhverju mikils_ verðu verki og halda ekki áfram með það. er alls ekki kvíðandi eða gröm. Hvað mundi fólk segja um mig ef eg, konan þín, vaeri svo sjálfs elsk að aftraþér frá að komast í virðingarstöðu meðal beztu manna þjóðar þinnar sökum þess að eg gæti þá ekki haft þá ánægju og munað að hafa þig alltaf hjá mér? Sannarlega verðskuldaði eg last og fordóma! Svo jafnvel þó að veðrið sé leiðinlegt og óhagstætt, vinur minn, verður þú að fara til þessa staðar sem þín er þörf, og eg skal hugsa stöðugt um þig meðan þú ert í burtu, og eg skal gleðja mig við og hlakka til að fagna þér þegar þú kemur heim á morgun!” Hún kyssti hann og vafði hann að sér augnablik þegjandi. Allan þann dag minntist Philip hinna blíðu og ástúðlegu kveðjuatlota hennar. Klukkan tíu lagði hann af stað, og lét Neville fara með sér; og eftir að Thelma hafði lokið hússtjórnarskyld um sínum, bjóst hún til að neyta hádegisverðar hjá frú Lorimer, og vita hvað hún ráðlegði í sambandi við frumhlaup herra Francis Lennox. En jafnframt ákvað hún fastlega að ekkert skyldi koma henni til að minnast á orðasveim þann sem búið var að bera út um eiginmann hennar og Violet Vere. “Eg veit að það er allt lygi”, sagði hún við sjálfa sig aftur og aftur. “Fólkið hér er eins heimskt eins og alþýðan í Bosekop, reiðubúið að trúa allskonar ósönnu slaðri eins lengi og það gefur því eitthvað til að tala um. En það má þvaðra eins og það vill—eg skal ekki segja eitt orð, ekki jafnvel við Philip—því að það myndi líta út eins og eg vantreysti honum? þannig taldi hún sér trú um að allur sá kvíði og angurværð sem hafði ásótt hana væri hugarburð ur, og varð nálega glaðvær í skapi. En meðan hún ákvað að gera sér lífið létt og hægí í fjarveru manns síns, var vinkona hennar, frú Winsleigh, að undirbúa aðrar ákvarðanir mjög ólíks eðlis. Frúin hafði fengið símaskeyti frá herra Francis Lennox þá um morguninn. Þessi gul- leiti miði hafði auðsjánlega haft ágæt áhrif á skap hennar, þó að hún bögglaði hann saman og kastaði honum í bréfakörfuna eftir að hafa lesið hann, og þar sem hin slægvitra þerna hennar, Lovisa Renaud, fann hann hálftíma síð ar, og laumaði honum í vasa sinn til þess seinna að athuga hann í góðu næði. Frú Winsleigh gaf skipanir um að hafa einkavagn sinn tilbúinn, og kvaðst ætla út í viðskifta-erindum—og áður en hún fór af stað tók hún vissa upphæð af bankaseðlum úr skraut gripaskríni sínu og tróð þeim í flýti í hand- tösku sína—handtösku, sem hún með fyllstu tiltrú rétti þernunni til þess að hún léti hana í selskinns handskýluna hennar. Auðvitað tókst Louise að komast að hvað handtskan hafði inni að halda—en þegar frúin hafði komið sér fyrir í va^ninum og gaf þær óvæntu skipanir að henni skyldi ekið til Bril- liant leikhússins í Strand, kom það Briggs svo á óvart, að hann leit undrandi til ‘Mamzelle’, sem aðeins brosti slægðarlegu og óútreiknan- legu brosi. “Hvert sagði frúin að ætti að aka henni?” spurði Briggs, efandi “Ertu farinn að missa heyrn, Briggs?” svar aði húsmóðir hans, glaðlega. “Til Brilliant leik hússins”. Hún hækkaði róminn, og talaði með skýr- um áhfferzlum. Það var ekkert um að villast. — Briggs lyfti hattinum, og deplaði á sama augna bliki augunum framan í Louise og svo rann vagninn af stað. Að kvöldi til var Brilliant leikhúsið snot- urt og viðkunnanlegt—bjart og útbúið með 'margskonar nýtízkuþægindum, og bar nafn sitt með rentu; um bjartan dag leit það allt öðruvísi út. Einhver drunga og óþrifnaðarblær virtist hvíla yfir því, og sterka lykt lagði að vitum af “gas” leka og ávaxtahýði. Að tjaldabaki. bættist þefur af gömlum og uppþornuðum bjór og ryki við það andrúmsloft sem fyrir var. ‘Brilliant’ hafði oft átt erfitt uppdráttar í liðinni tíð, og eigendur þess höfðu aldrei getað látið það bera sig fjárhagslega þangað til að þeir uppgötvuðu og réðu Violet Vere þangað. Með henni kom vel megunin. Kalt kæruleysi hennar og alger vönt- un á siðprýði og hæversku—ruddalegir dansar hennar og söngvar af klúrustu tegund, dróg múg og margmenni að leikhúsinu öll kvöld, og hinir þakklátu og ánægðu stjórnendur greiddu henni rokna kaup, umbáru alla dutlunga hennar og gallla, og gengu (hennar vegna á rétti alllra hinna leikendanna. Hún átti framúrskarandi vinsældum að fagna—æskulýðurinn í London dáðist að litaða hárinu og smurða og málaða andlitinu—jafnvel af rödd hennar, svo gróf og hás sem hún var, var gumað hástöfum, og dans hennar sem kitlaði mannsins óhreinustu og lítil- mótlegustu hvatir, þótti undursamlegur. Hertogar sendu henni skrautgripi úr gulli og gimsteinum setta—verðmiklar gjafir sem þeir að líkindum hefðu neitað eiginkonum sín- um og dætrum um.—Konungsbornir menn töldu það engan vanheiður að láta sjá sig nálægt dyrunum á búningsherbergi hennar á bak við leiksviðið—í stuttu máli var hún á hátindi frægð ar sinnar sem ein alræmdasta gleðikonan í Lon- don, og þar sem hún var ofdirfskufull fram úr öllu hófi, hryllilega óskammfeilin og algerlega samvizkulaus—naut hún lífsins í fyllsta mæli Á þeim tíma sem vagn frú Winsleigh nálgaðist “Strand” stóð aðalmorgunæfing nýs skrípaleiks yfir í Brillíant leikhúsinu, og rödd Violet Vere, há og ruddaleg eins og nautsöskur, barst um allt leikhúsið, þar sem hún gaf skipan ir eða hellti úr sér aðfinnslum eftir því sem á henni lá. Hún sat í upphækkaðri afstöðu á leik- sviðinu á bjálka sem málaður var til að líkjast kræklóttri grein á tré, og dinglaði fótunum í lausu lofti og barði stígvélahælunum saman í takt við sargandi fiðluspil, sem var einn þáttur inn í hinum svokölluðu “listdönsum” hennar sem mikið var dáðst 'að. Hún var óneitanlega myndarleg kona, með ljósan og fíngerðan hör- undslit og stór, dökk, og fjörleg augu — hún hafði stóran munn, sem grevibros lék nærri því alltaf um, og sýndi stórar, hvítar tennur—vöxt- ur hennar var þreklegur, og henni hætti við að safna of miklum holdum, en það virtist fremur en hitt auka vinsældir hennar hjá almenningi —margir aðdáendur hennar af karlkyninu lýstu holdafari hennar —með öllu þess seiðmagni, svipað og þeir myndu hafa komist að orði um alidýr—sem fituð eru til frálags.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.