Heimskringla - 19.06.1957, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.06.1957, Blaðsíða 1
CENTURY MOTORSITO. 247 MAIN — Phone 92-3311, fo TRM'j CENTURY MOTORS LTD* 241 MAIN-716 PORTAGE fréttayfirlit og umsagnir STJÓRNARSKIFTI ÁKVEÐIN Það hefir nú loks verið ákveð- ið, að John Diefenbaker taki við stjórnartaumum í Ottawá. Hann var kallaður á fund landstjóra í gær, eftir að Louis St. Laurent hafði farið þangað og tjáð land- stjóra, að hann æskti lausnar. Mr. Diefenbaker tók boðinu um stjórnarmyndun, vegna þess að um aðra leið var ekki að tala. Það þykir ávalt viðurlitamik- ið að halda eina kosningu eftir aðra. Er í þess stað gripið tU sterkasta flokksins að taka við, þó ekki sé nema til bráðabirgða. Sex mánuði eða ár er oftast reynt að fresta þeim kosningum. Stjórnarskiftunum verður í fiamkvæmd hrundið n.k. föstu- dag (21. júní). Verður liberal- sjtórnin við völdin, þar til inn- setningu nýrrar stjórnar er lok- ið. Og með því lýkur um leið 22 ára stjórnartíð Þberala. Hverjir skipa hið nýja ráðu- iteyti Diefenbakers og hinnar nýju íhaldsstjórnar, er ekki vit- að um með vissu.En að til mála komi þar, George Pearkes, Gor- don Churchill, Donald Fleming, George Nowlands, George Hees, er líklegt talið. Ennfiemur er kona nefnd í hópi ráðherraefn- anna. Heitir hún Mrs. Fair- clough, frá Hamilton. Hefir hún setið á þingi síðan 1950 og barist fyrir jöfnu kaupi manna og kvenna, fyrir sömu vinnu, mál sem nú hefir sigur unnið. Mr. Diefenbaker kvað gera ráð fyrir að sækja alveldisfundinn á Bretlandi 26. júní. Næst því er haldið að hann kalli saman þing til atS greiða skjótan veg tolHækkun og styrkja hækkun, þar á meðal elli styrks, en að þingi því verði brátt slitið og taki þriggja mán- aða hvíld. En á þeim tíma semji hann stefnuskrá stjórnar sinnar og leggi fyrir þing og athugi hag landsins raunverulega og fari síð an til kosninga. Það horfði hálf skrítilega við fyrst í stað, eftir að Diefenbaker var kallaður til Ottawa 14, júni tsi ráðagerða út af úrslitum kosn ingana -10. júní- Þáverandi for- sætisráðherra virtist ekki reiðu- búinn til að segja embættinu lausu. Höfðu ýmsir ráðherrar hans stælt hann upp í að sitja kyrran og freista að halda stjórn arstarfi áfram. En St. Laurent si þar að sér og kvaðst taka fult tillit til vilja kjósenda og fara frá völdum eins og beinast lægi tyrir. Gat orðið grár leikur úr öllu saman, ef skynsemi St. Laurents hefði ekki til ráðanna komið og tekið fyrir þetta. Um þessar mundir stóð Hkt á i Danmörku og hér. Enginn einn flokkur náði þar meiri hluta þingsæta i kosningum 17. maí. Var þá flokkurinn sem mest fylgi hafði, kvaddur til að mynda stjórn til bráðabirgða, alveg eins og hér. En á eitt var þar minst, sem maður er hissa á hve óvíða er nokkur gaumur gefin, er eins stendur á eftir kosningar og hér gerði og í Danmörku. Og það var að fylgis hæstu flokkarnir mynd uðu stjórn í hlytfalli við þing- styrk hvers. Þegar hér hefir ver ið á slíkt minst, hefir það þótt goðgá. Og hversvégna? Þá ættu skoðanir allrar þjóðarinnar inni í ráðunéytinu, eðá stjórn lands- ins. Að þar megi ekki nema einn flokkur eiga heima, stafar af ein tómri vitleysu og blindu flokks- fylgi. Það sýnir að flokksfylgið er tekið fram yfir það sem þjóð- arheildinni er til mestrar heilla. En þrátt fyrir það, lýstu flesúr flokkar í ný-afstoðnum kosning um yfir, að þeir vildu enga sam- vinnu við annan flokk en sinn í Ottawa stjórninni—og þykjast nieiri menn fyrir þetta pólitíska snjallræði sitt. Þetta er nú alt sem þörf er á að segja þar tU nýja stjórnin hefir tekið við völdum. TVÆR ÚTFARARSTOFNAN- IR BJÓÐA LÆGRI ÚTFARAR KOSTNAÐ The Manitoba Mortuary As sociation hélt fund nýlega. Kvaðst félagið hafa fengið til- boð um lækkun útfararkostnað- ;,r frá tveimur útfarar stofnun- um, en það er tilgangur þess að fá hann lækkaðann með því að breyta útfararsiðunum og fella sumt af nú-verandi venj um niður. Þeir sem vilja halda hinum kostnaðarsömu siðum við, geta auðvitað gert það. En sann leikurinn er sá, að útfarir eru of dýrar, ef tUlit er tekið til efnahags fjölda manna, eða jafn vel almennings og íburðar- og kostnaðarmeiri en margir hinna látnu mundu hafa óskað. Útfararfélögin segja að með miklum sparnaði mætti breyta svo útfararsiðum, að jarðarfarir þyrfcu ekki að kosta meira en frá $120 til $265 dali. En ekki er í því innifalin að taka gröf eða flutningur líks til brenslu í Minneapolis. Minn. Hvað hugsa menn sér að spara i sambandi við útfarir? Svarið er eitthvað á þessa leið: Að ieggja hinn látna í ódýrari kistu eða kassa en nú-tíðast, að flytja hann strax til grafar og moldu ausa. Sleppa úr smurn- ingu og sýningu líka. En síðar að minnast hins látna í kirkju, c.s.frv. Félag þetta, eða The Mani- toba Mortuary Association, var stofnað í janúar 1956. f því eru 56 manns. Formaður þess er sr. Philip M. Pétursson. Annað aðalmál félagsins er að vinna að því, að /bálstofu verði komið upp í borginni Winnipeg. Það kvað vera orðin há tala lát- inna, sem flutt er til Minneapol- is, vegna þess að hér er ekki nein líkbrenslu-stofnun HÉLDUR HEIM Á föstudagsmorgun heldur frú Helga Sigbjörnsson alfarin heim til ættjarðarinnar. Hefir hún liér haft umsjón íslenzku bóka- deildarinnar við Manitoba-há- skóla. Maður hennar, Björn Sig- björnsson er stundað hefir fram- haldsnám hér í plöntufræði, er fyrir nokkru farinn heim og er ^arfsmaður hjá búnaðardeild f slands Vestur-ísi£ndingum er eftir sjá í að hjón þessi eru að hverfa héðan. Þeir eru svo hepnir, að hafa áþt hér um skeið nokkra náms- og mentamenn frá ættjörð inni. Hafa áhrif þeirra verið hin ákjósanlegustu á viðhaldi lenzkrar tungu hér. Þátttaka þessara nemenda og kennara í íslenzku félagslífi, iiafa brugðið upp fyrir oss hér íslenzka málinu í sinni fegurstu mynd og veitt með því þann un- að, sem við mest þráum. Þetta gerðu hjón þau, sem HRAÐSKEYTl sent prófessor Richard Beck á sextíu ára afmæli hans 9. júní 1957 Níundu hverja nótt og þar á milli nætur og daga, æ með sömu snilli, drjúglega hefur Draupnir látið hringa drjúpa á Norðmenn, Vestmenn, fslendinga, nokkra að auk—ei neinn er Draupnis líki— Norður Dakóta gert að Hringaríki. Guttormur J. Guttormsson þar ofan í kaupið, er ekki furða, þó þeirra sé saknað. Spurningu vorri um hvernig henni virtist íslenzkan hjá okkur vestan hafs, svaraði hún á þá leið, að hún væri svo svipuð því, sem iiún væri heima, að hún vissi úr eral blöð hér reyndu að vekja athygli á þesfcari skyssu. Sann- leikurinn er, að greinina skrifaði hann fyrir kosningarnar en yfir það sást að taka þann hluta út er þetta áhrærði áður en ritið var í póstinn sent. í heil^ sinni er hvaða landsfjórðungi þeir væru, mstjórnargremm a moti upp- gerðar frelsi flokksstjórna og v.kki sízt Uberalstj. En það er að eins til að gera skyssuna ennþá stærri og skoplegri í augum and stæðinga Mr. Allens. af málfærinu einu. Auðveldast væri ef til vill að þekkja Akur eyringja á þessu. Þetta kom mér til að spyrja, hvar mál væri bezt talað heima. Eg bjóst ekki við ákveðnu svari, en hún kvað ýmsa hefði haldið fram, að málið væri hreinast og þróttmest í Horna- úrði. Af því hér var um mentaða konu að ræða, virðist Óss rétt, að geta þessa. SAMKOMA FRÓNS Skemtunin sem efnt var til í Sambandskirkju, 17. júní af Frón var meira en Fróns-fundur eða samkoma. Hún var í fullum mæli Heimskringla þakkar frú | þjóðhátíðardags minning. Aðal- Helgu dvölina vestra og óskar laéðuna hélt dr. Valdimar J. Ey ís- henni og manni hennár alls hins bezta. » VEÐFJÁRTAP $70,000.00 f kosningunum 10. júní þykir lilegkt, að veðf jártap þingmanna efna geti numið alt að $70,000.00. Það sem víst er talið, er að 334 umsækjendur fái ekki veðfé sitt til baka, en það nemur $200. á hvern mann. Alls sóttu um 858 um þingmensku í Canada. Fimm þingmannsefni sem hættu við að sækja ,en ekki fyr en eftir út- nefningu, tapa einnig tryggingar té sínu. Tapið virtist mest í Ont. og Quebec, í hinu fyrrnefnda 106, en í síðara 82. Allir flokkar töpuðu nokkru, en CCF mest, eða um 108 af 165 þingmannaefnum alls, Social Credit 78 af 114 alls, Conserv- atives 56 af 256 og Pberalar 41 af 262. Það sem alt veltur á, er að sækj andi fái helming atkvæða við þann sem kosningu hlytur. Þyk- ir það hart lögmál. En ábyrgðar laus framboð geta einnig eyði- ’agt kosningar, ef í það versta fer. HEIMSÆKIR ELIZABET II SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR í blaðafréttunum s.i. viku, var að því vik'ð, að Hammer- skjöld, ritari Sameinuðu þjóð- anna, væri að vinna að því ásamt brezku fúlltrúunum á þinginu, að íá Elizabetu Bretadrotningu til að flytja raeðu á þingi Samein- uðu þjóðanna, er hún kemur til N.York næstkomandi október. Það mun vera á valdi brezka- ráðuneytisins að ákveða hvort æskilegt sé að hún flytji ræðu á allsherjar þingi Sameinuðu þjóð anna, og ef þe'm virðist það fýsilegt að veita leyfið til þess. SKYSSA lands um Jón Sigurðsson og tíð hans, fróðlegt erindi. Grettir Jó iiannsson og dr. R. Beck fluttu ávörp og E. P. Jónsson kvæði— fslands minni, hið ágætasta. Séra P. M. Pétursson mintist og dr. R. Beck sextugs, en hann er nú forseti þjóðræknisfélags- ins. Söngur var og hinn bezti, og píanóspil. Þar kom og fram og söng tvö eða þrjú íslenzk lög, ungur ísiendingur Gustaf Kristj ánsson að nafni,, starfsmaður við ríkisútvarpið og vakti athygli með hreinþjálfaðri rödu sinni- Alt fór þarna fram á íslenzku— og að lokum var drukkið íslenzkt kaffi. Það er skemtilegt til þess að vita að þjóðræknisdeildin Frón virðist hafa tekið að sér, að minn ast þjóðhátíðardags vors 17. júní á sama tíma og flaggið íslenzka blakti við hún allap daginn í þessum bæ hjá blaðinu Wínnipeg Free Press, enda þótt þjóðhátíð- ardagsins sé hér minst í byrjun ágúst-mánaðar á Gimli. Tekur við stjórnartaumunum JOHN DIEFENBAKER GÓÐIR NÁMSHÆFILEIKAR VIÐURKENDIR Vilhjálmur Bjarnar frá Rauð- ará í Reykjavík, búsettur nú að 3055 13th Avenue South í Min- neapolis, varð samlöndum sínum einu sinni enn til sóma þegar námsverðlaunum var úthlutað nokkuð fyrir uppsögn ríkishá- skólans í Minnesota í miðjum júní-mánuði. í ágúst í fyrra fékk Vilhjálmur Bachelor of Arts gráðuna með magna cum laude einkun. Nú bættist við ein mesta viðurkenning á námshæfi leikum sem til er í háskólakerfi Vesturheims, kosning Viihjálms í heiðursfélagið, Phi Beta Kappa. Um leið var tilkynnt að Vilhjálmur hefði hlotið kosn- ingu í heiðursfélagið, Lambda Alpha Psi, viðurkenning sem byggist bæði á námseinkunum Ralph Allen, ritstjóra Mac- og á kunnáttu í tungumálum og Leans Magazine, eins stærsta bókmenntum. tímarits Canada, kom út tveim| Vilhjálmur varð “dux” í sínum dögum^ fyrir kosningarnar og bekk þegar hann útskrifaðist frá sagði þar frá úrslitum þeirra á Menntaskólanum í Reykjavík, þá leið, að liberal stjórnin hefðb 1942. Kominn tii. Vesturheims þá verið endurkosinn af hennar um haustið, hætti hann námi við otrauðu vinum. J Minnesota-háskólan sökum veik- Mr. Allen er einn’af fremstu 'nda. Á því tímabili trúlofaðist ritstjórum þessa lands, rit- .hann Dóru, dóttur Vilhjálms þau gefin saman í Reykjavík 19. maí, 1946, af séra Árna heitn- um Sigurðssyni, Fríkirkjupresti, móðurbróður brúðgumans. Vilhjálmur og kona hans komu aftur vestur árið 1947. Á meðan hafði hann hálfnað námsferil sinn í Norrænu-deildinni við Há- skóla íslands, þar sem hann naut leiðsagnar slíkra kennara og Sigurðar Nordal, Björns heitms Guðfinnssonar og Alexanders Jó hannessonar, í íslenzkum bók- menntum, hljóðfræði og mál fræði. Unnu þeir systkinasynirn ir, Finnbogi Guðmundsson og Vilhjálmur, við útgáfu Sigurðar Nordal á Flateyjarbók, 1944 og 1945. Var faðir Vilhjálms, Þor- lákur heitin Bjarnar frá Rauðar- á, bróðir frú Laufeyjar Vilhjálms dóttur, ekkju Guðmundar próf- essors Finnbogasonar. Veikindi töfðu námsferil Vil- iijálms á’ný eftir hann kom vest- ur í síðara sinn, en þar sem hann hefir nú náð fullri heilsu, stund ai hann enn framhaldsnám, með það fyrir augum að ná meistara- gráðu við Minnesota hdskólann í dseember, næstkomandi. Verð- ur aðal grein hans, ásamt Nor- rænu-fræðinni (Scandinavian area studies), bókavarsla—gráð- an verður nefnilega “Master of Arts in Library Science”. Vil- hjálmur hefur unnið við bóka- safn háskólans um nokkuð skeið í frístundum frá náminu, en kunningjar hans vita að hugur- inn stefnir enn að kennslu í Nor rænum fræðum hér í Vestur- heimi, og meðal þeirra er hik- laust spáð að hann vfnni sér enn írekari frama í því hlutverki. —V. B. á v a r p Próf Haraldar Bessasonar í af- mælishófi Dr. R. Beck menska leikur í höndum hans j heitins Eiríkssonar og Regínu hér er minst á, og þegar fram-,og hann er auk þess íhalds-J Þórðardóttur Helgasonar frá Ár- koma er hin ágætasta í aiia sta'ðil yinni. Það má nærri geta, að lib jborg í Nýja íslandi, og voru Það er löngu alkunna, að heið- ursgestur okkar hér í dag er með mikilvirkari íslendingum, sem lagt hafa leið sína í Vesturveg. “Snemma beygist krókurinn”, segir máltækið. Það varð snemma Ijóst, a'S Richard Beck væri eng- inn meðalmaður. Námsframi hans varð mikill. Ævistarfið hef ir verið í samræmi við það. Nú þegar maðurinn stendur á sextugu, er svo komið, að ekki er unnt að gera störfum hans skil í langri ræðu,‘ hiiað þá stuttu ávarpi. Eg ætla, að þar myndi ekki minna duga en heil bók. Það er okkur gleðiefni, að engin þreytumerki skuÞ sjást á þeim manni, sem þegar hefir af- kastað margföldu ævistarfi. Segja má, að Arngrímur lærði hæfi fyrst að marki að kynna ís- lenzka menningu erlendum þjóð um. Slík kynningarstarfsemi hef ir orðið Qslendingum haldbezta vopnið í viðskiptum út á við, og því vopni hefir einmitt Richard Beck brugðið svo eftirminnilega, að nafn hans mun ávalt ofarlega á blaði, þegar um getur þá fslend inga, sem bezt hafa reynzt fóstur jörðinni á erlendri grund. í nafni Ausutr íslendinga vil eg flytja honura þakkir fyrir öll landkynn ingar- og þjóðræknisstörfin. Við þökkum störfin, og við þökkum það hugarþel, sem að baki býr. Það vill stundum brenna við, að norrænir fræðimenn séu eins konar fornmenn, sem lifi á löngu Uðnum tímum og hirði minna um samtíðina, Fornmennska af því tagi er víðsfjarri heiðurs- gesti okkar. Eg hygg það sann- mæli, að Richard Beck sé fyrst og fremst nútíðarmaður. Má i því sambandi minnast þess, að hann hefir helgað sig íslenzkum bókmenntum síðari alda og unn- íð gagnmerkt brautryðjendastarf á því sviði. Þeir, sem hyggjast bæta heim- inn og vilja leggja nokkuð til málanna sjálfir, skiptast mjög í tvo hópa og fara tvenns konar leiðir. Margir eru þeir, sem sjá — (eða réttara sagt leitast við að sjá) umhverfið með augum hins miskunnarlausa gagnrýnanda og klifa á því eingöngu, sem miður fer. Slík starfsaðferð er fremur í því fólgin að rífa niður í stað þess að byggja upp og sú leið er oft háskaleg vegna þess, að hún á ósjaldan rætur sínar í “nei- kvæði” gagnrýnandans, sem beit ir henni. Hin leiðin er erfiðari, þegar málshefjandi gefur sjáifur for- dsemið með jákvæðu starfi og leitar hins sanna í fari annarra. Þá leið hefir dr. Richard Beck valið í emu og öllu. Þrátt fyrir eigin styrkleika hefir þessi vamm lausi maður aldrei vegið að öðr um. Mannkærleikur hefir verið honum leiðarljós og kjarninn í Öllum hans verkum. Um leið og eg óska dr. Beck til hamingju með sextugs-afmæl- iö vil eg árna fjarstaddri konu hans allra heilla í fram- tíðinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.