Heimskringla - 19.06.1957, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.06.1957, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEI-MSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚNf, 1957 Ifeimskrinjíla (atofnuB ltll) Cemui út á hverjum mlðvlkudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 856-855 Sareent Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Ver8 blaOslns er $3.00 árgangurlnn, borglst fyrirfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. öll viðsklftabréí blaBinu aélútandi senólst: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft tll ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnlpeg HEIMSKRINGLA is pubiished by THE VIKING PRESS LIMITEB and printed by VIKING PRINTERS 856-855 Sargent Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authoriied txs Second Clasa Mall—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 19. JÚNÍ, 1957 HÓLMFRÍÐUR DANIELSON: Jón Sigurðsson sem vísindamaður b> _____ “Dáinn, horfinn! ”Harma-fregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir; bað er huggun harmi gegn! Hvað væri ella guðleg gjöf, geimur heims og lífið góða? Hvað væri sigur sonarins góða? Illur draumur, opin gröf! Svo kvað Jónas Hallgrímsson er hann frétti um hið ótíma- bæra andlát Tómasar Sæmunds- sonar. En orð hans hafa hljóm- að í hugum íslendinga við miss- ’r margra mætra sona þó þeim hafi auðnast að ná hærra aldur- stigi, því slíka menn má þjóðin illa við að missa. Einn sá maður sem sízt missast niátti úr íslenzku þjóðlífi var frelsishetjan, Jón Sigurðsson, forseti. Þótt honum auðnaðist að helga líf sitt landi og þjóð til heilla nær því hálfa öld, átti hann þó enn mikið starf óunnið, og það var á því sviði sem oftast er lítt um getið er hans er minnst á vísindasviðinu! Bogi Melsteð segir í inngangi sínum að íslendingasögu, fyrsta bindi, þá er hann harmar það að íslendingar skuli eigi eiga full- komna sögu lands og þjóðar, sem þeir sjálfir hafi samið, þó að til sé íslands saga eftir þýzkann mann, Konráð Maurer, (sem hann gaf út og sendi íslandi þjóðhátíðarárið 1874): “Það er mikill skaði að Jón Sigurðsson skyldi eigi rita sögu þjóðarinnar, og er hart að vita til þess að fátækt eða féleysi skyldi hamla því mest. Jón Sigurðsson, stundaði og rannsakaði sögu vora alla æfi jafnframt því sem hann barðist fyrir frelsi lands- ijis og framförum. Þá er Jón var 49 ára og hafði lagt meir eða minna stund á sögu íslands í hálfan þriðja tug ára, bað Páll Melsteð, föðurbróðir minn, hann um að rita fslands sögu. Því svaraði Jón í bréfi 12. okt- óber, 1860: “Kæri góði bróðir minn . . . . að skrifa íslands sögu væri reyndar hægt, sem væri betri en ekkert, en ætti hún að vera stór og fróðleg, væri það ekki gaman — en á hverju á eg að lifa meðan eg er að semja. A almanakinu get eg ekki lifað eins og Norðri hélt”. Jón Sigurðsson vildi ekki gera þvílíkt verk sem sögu íslands í handaskolum, enda voru engin verk hans af því tæi. Hann vildi að sagan yrði “stór og fróðleg”, og svo úr garði gerð að hægt væri að semja eftir henni minni bækur um sögu landsins sem nothæfar væru sem kenslubækur og til Iesturs fyrir almenning. Þannig atvikaðist það að Jón Sigurðsson sá maðurinn sem hæfastur allra var til þess, samdi ekki sögu fs- lands! En hvað var það þá sem gerði Jón Sigurðsson, stjórnmála- manninn frelsishetjuna, öllum öðrum fremur hæfan til þessa starfs ? Jón Sigurðsson hafði flesta þá kosti Ú1 að bera sem höfð- ingja sæma, og hann var öllum ©ðrum hæfari til þess að vera íyrirliði landa sinna í frelsis- baráttu þeirra. Hann var allra manna fróðastur í sögu íslands, elskaði ættjörð af hjarta og var sannur frelsis- og framfaramað- ur; hann var einarður mjög og kjarkmikill, en þó stiltur pg nær gætinn; ágætlega máli farinn, rómurinn sterkur og áhrifamik- ill; ritmál hans lipurt, fjörmik- ið og kjarnyrt. Svipur hans og viðmót var höfðinglegt og hisp- urslaust, og hlaut að vekja virð- ingu og traust allra, er Utu hann. Auk þess var hann í allri við- kynningu ljúfur og götuglynd- ur; hann var ekki einungis leið- togi málefna, hann var sannur leiðtogi manna, og laðaði að sér alla þá beztu hæfUeika sem ís- land átti í þá tíð. Jafnframt sem þessir menn styrktu hann í fram- gangi frelsis- og framfara barátt unnar, styrkti hann þá í einka- störfun þeirra, og kom þeim á framfaraveg í ritstörfun, og bókmentum. Alla sína æfi var hann að hjálpa mönnum tU að komast framfara- og mentaveg- inn, og eggja þá til dáðar bæði í einkalífi þeirra og í málum landsins. En Jón Sigurðsson var miklu meira! Hann var stórfróður vís- indamaður í sögu og bókment- um, ekki aðeins sögu íslands, en um leið í veraldarsögunni og sögu mannkynsins í heild. Og þá um leið hafði hann þá kosti í ríkum mæli, sem ætíð hafa ein- kennt framfaramenn og mennta frömuði um heim allann, en það voru árvekni, iðni, þolgæði og vandvirkni! “Engin takmörk geta sagt við gáfur og iðni, ‘Hingað og ekki lengra’ ’’ var haft eftir hinum fræga tónsnýllingi, Beethoven. Og sannaðist það á Jóni Sigurðs- syni. Það voru einmitt hin merku vísindastörf hans, sem gerðu hann svo hæfan, langt fram yfir' aðra, til þess að koma fram máli sinu í frelsis og framfarabarátt- unni. Ritgjörðir hans í “Nýjum Félagsritum” og í dönskum blöð- um um réttarstöðu íslands voru byggðar á þqkkingu han|s og skilningi á sögu landisins—og sögu mannkynsins, svo að rök- semdir hans og tillögur var íllt að hrekja. Þá er Jón kom til Kaupmanna hafnar 1833, þá liðlega tvítug- ur, lagði hann strax fyrir sig nám í málfræði og sögu og var hin mikla fyrirmynd hans, ís- landsvinurinn Rasmus Kr. Rask, sá vísindamaður Dana “sem bar af öllum hinum sem gull af öðr- um málmum”. Rask hafði ferð- ast um fsland árin 1812-15, og lært íslenzku algerlega af sjálfs- dáðum og tilsagnarlaust. Það var hann sem fyrstur varð hvata- maður þess að Bókmenntafélagið ísienzka var stofnað. En það fé- lag og gagn þess og framgang bar Jón Sigurðsson fyrir brjósti alla æfi. f bréfi til dr. Svein- bjarnar Egilssonar, 17. júní 1837 skrifar Jón all ítarlega um mál félagsins. Finnst honum starfsemi fél. ábótavant og segir; “Mér þykir það ekki fullnægja skyldu sinni sem það ætti. . . . því ekki sé eg annað fyrir eni visnan ef ekki er bráðum gert yfir öll skjöl er snerta sögu við og það kröftuglega • . . . . Dana og ágrip af efni þeirra. en peninga ætla eg fyrst og! Þetta var ógurlega mikið verk fremst Bókmenntafélaginu að leggja til . . . .” Einnig minnist hann á í sama bréfi að hann óskar að “einhver vildi gangast fyrir að safna ger- semum ísl. bæði fornaldaleifum og gömlum bréfum. og skræðum, og er víst vafalaust að það má teljast upphaf allrar vísindastarf semi Jóns, það verk sem ledidi hann á þá braut er haun síðan gekk alla æfi. Árið 1841 var Jóni og Ólafi Pálssyni, síðar Dómkirkjupresti eins og allra handa nýrri í Reykjavík, falið á hendur að Excepter til íslands sögu ogifara til Stokkhólms og Uppsala annars fleira, svo að allt þvílíkt til þess að rannsaka hinn isl. ekki komist í útlendar hendur, eóa að menn gæti ekkert vitað um ísland nema hér. Mér finnst einmitt heppilega til takast núna þegar Bókmenntafélaginu - er hoðið safn Espólíns sáluga, og þannig eru fleiri sem að líkind- um gæfu eða seldu heldur því innlenda safni en hinum út- lendu’. “Vísindin efla alla dáð, Þetta hefði mátt kalla eink- unnar orð Jóns Sigurðssonar. Sannleikurinn er sá að báðir þættir í Hfi Jóns eru jafngild ir, og miðuðu í eina og sömu átt, þ.e. að verða fósturjörð hans tU sem mestra nota. Tveim árum eftir komu hans ti’l Hafnar varð Jón starfsmað- ur hjá Arna Magnaeum safninu. í meðmælum með honum stend- handritastofn þar, gera skrá yfir handritin og rita upp hin helztu þeirra. Ástæðan til þses var sú að Richard Cleasby hafði kvart- að yfir því að svo óhægt væri að ná í handrit þessi, en hann þurfti þeirra við samningu orða- bókar er hann hafði til stofnað og hafið starf að skömmu áður. Þeir félagar skiftu með sér sötrfum þannig að Jón gerði skrána yfir handritin en Ólafur leit upp þau sem þeim kom sam- an um. Bar þetta ágætan árang- ur því nú fyrst kom til fullkomin handritaskrá (í Árnasafni) sem menn lengst hafa litið til og not að. Nokkru áður hafði Jón byrjað að semja afar nákvæma skrá yfir alt Árnasafn, svo að hverju hand riti var þar ítarlega lýst, aldur þess ákveðin og ágæti þess eftir ur svo; ". . . Hin beztu meðmæli, þiem föngum sem til voru. Þetta írá Steingrími biskupi Jónssyni' var ótæmandi verkefni, enda var fyrir dugnað, iðni og siðsamlega það aldrei fullkomið. En þó heðgun; hann hefir og þar haftjvarð það til þess að Jón rannsak- tækifæri til að lesa og rita upp aði alt Árnasafn og fann þá gamlar ísl. skinnbækur og skjöl; hann hefir og nægilega sýnt dugnað sinn í þessari grein, á- samt mikilli nákvæmni, og ritar þar að auk mjög fagra og greini- lega hönd.” En þess utan hafði Jón fram- úrskarandi góða sjón svo hann komst fram úr letrinu á þessum æfagömlu skinnsneplum, þó það væri svo að segja gjörsamlega aímáð. Þess má geta að eitt handritið sem Jón rannsakaði hafði verið uppsrifað ofan í staf ina í sjálfu handritinu. Er það handritið af Hauksbók (Trjóa- mannasaga og Bretasaga), hand- rit Hauks Erlendssonar lög- manns (d. 1334). Hönd Hauks er falleg og vel greinileg enn blek ið hafði ekki verið gott og hafði snemma uppUtast, svo að letrið var víða mjög dauft. Þess vegna hafði Brynjólfur biskup fengið Sigurð lögmann Jónsson sem talin var vel læs á forn skrif, til að skrifa ofaní letrið og skýra það allt upp sem daufast var. En Sigurður hefir oft lesið frumrit- ið rangt og því skrifað rangt ofaní það. Sumstaðar sjást upp- haflegu stafirnir við hliðina á þeim nýju og bætir það vitund úr, þá er Jón Sigurðsson fór að reyna að lesa og lagfæra þessa uppskrift. Samt mun Jóni hafa heppnast að lagfæra nokkuð af bví sökum góðs skilnings hans á frumtextanum. Ef þessi ofaní dráttur hefði aldrei verið gerður hefði Jón með sinni ágætu sjón og nærgætnum skilningi getað lagfært og lesið hið gamla hand- rit svo að segja allt saman, þó máð væri, eins og honum tókst að lagfæra það sem áður hafði vcrið rangt upp skrifað úr öðr- um gömlum handritum. Eins og nærri má geta var þetta afar tímafrekt starf að viða að sér og bera saman öll þau gögn sem til þurftu svo að lesmál hínna gömlu skinnbóka kæmust í hið rétta horf. Enda var hann allt sitt líf að safna gömlum skinn- skruddum, skjölum og bókum, og hvað svo ramt að því að sumir bændur og bókamenn fóru í fci ur með það sem þeir ekki vildu af hendi láta þá er Jón var vænt anlegur í heimsókn. Eftir níu ár varð Jón skrifari Amanefndarinnar (1845) með þær stóru skyldur á heröum sem því starfi fylgdu. En árið 1838 hafði Jóni verið falið á hendur a ðsafna til hins mikla ritverks Dana er Vísindafélagið ætlaði að gefa út, Regesta diplomatica margt sem enginn hafði vitað um áður og sem ekki fannst í hinni ófullkomnu skiá Jóns Ólafssonar, Grunnvíkings. Það er óhætt að segja að alt sem Árnanefndin lét gera þessi árin hvort heldur var að lata skra- setja, rita upp, rannsaka eða bera handrit saman, var að miklu leyti verk Jóns. Hann bar sam- an eldra afrit frá Árna tíð af handritinu við Egilssögu og Eyrbyggju, sem er í Bókasafn- inu í Wolfenbuttel, og ieiðrétti það, svo að nú er það afrit svo ábyggilegt sem afrit geta verið. Annað handrit í sama safni, rímnahandritið, ritaði hann upp ?.ð sumu leyti en Gísli Brynjólfs- son að nokkru, og ber það sem Jón ritaði af hinu sem gull af eyri. Varla hefir nokkur maður tekið jafn nákvæmlega eftir rit- hætti handrita og fundið þýð- ingu hans sem Jón, alt frá dög- um Árna sjálfs, að undanteknum Konráði Gíslasyni. Þ>ar hjálpaöi honum einnig málfræðisvit hans og málþekking, svo að honum fór ekki sem sumum ókritískum löndum hans fyr og síðar, að láta sér nægja ranglesið mái, sem hvorki er í rétt hugsun né rétt mál, þótt það kostaði nokkra yfirlegu að fá það rétt lesið sem óglögt var. Það er sjaldgæft að leiðrétta þurfti eitthvað í því sem Jón hefir ritað upp. Um útgáfur Jóns mætti rita langt mál. Frá árunum 1825 hafði Fornfræðafélagið unnið að því að gefa út Fornmannasögur (sög ur um Noregs konunga og Dana) allmargar af þeim sem til voru 1 handritum. Þessar útgáfur, sem nota verður enn í dag voru all- góðar, þó fjarri þeim kröfum sem nú eru gerðar. Á árunum ,1829—30 gaf félagið út tvö bindi af íslendingasögum, með Land- námu og Norðurlandasögum iiokkrum. En sú útgáfa tókst herfilega, og menn sáu að þetta þurfti að bæta. Var nú stofnað til nýrrar útgáfu og byrjað með íslendingabók og Landnámu, og nú var auðséð að betur tókst til, enda var það Jón Sigurðsson sem mestan þátt átti í þeirri útgáfu. Hann skrifaði ítarlega formála, og útgáfunni fylgdu fullkomið nafnasafn og fjölmargar ættar- tölur, og hafði Jón samið það alt. Þetta er hin fyrsta útgáfa af því tæi sem heita mátti fullkom- in eftir algildum meginreglum og vísindalegum kröfum sem gilda enn í dag. Var verki þessu svo haldið áfram og fjórum ár- historiæ Danicæ, en þ.e. yfirlitjum síðar kom annað bindi með Harðarsögu; Hænsa Þórisögu; Gunnlaugss; Heiðarvíkingas.; Kjalnesingas.; og Jökulsþætti Búasonar og fleiru. Allt var þetta utbuið með sömu nákvæmni og fyrra bindið. Eins lét Forn- fræðafél. gefa út ýmsar aðrar sögur, þar á meðal Trójamanna- sögu og Bretasögur, sem fyrr er getið, og vann Jón að öllu þessu. Á þessum árum hafði Jón gef- ið sig að alls konar bókmennia- störfum. Minnst hefir verið á handritaskýrsluna. Hann kom þannig skjalsafni Árna fram í dagsljósið og skipaði því öllu í rétt horf, gekk frá þvi eins og það er nú í dag. Hann hjálpaði C. C. Rafn með útgáfu alls þess er finnst í fornritum um forn- sögu Rússa Antiquites Russes, 1850-52) og margt fleira. Það var Jón Sigurðsson sem mestan þátúnn átti 1 útgáfu Snorra Eddu. Hann endurbætti allan textann og kom útgáfunni í gott horf. Útgáfunni skildi fylgja sem “skýringar”, æfisaga hvers skálds og grein fyrir skáld skap hans. Þetta er mikið verk, skáldin eru næstum hálft annað hundrað, og það sem um þau er íð finna er á víð og dreif í sög- unum eða öðrum fornritum. Þessu öllu safnaði Jón og samdi svo æfisögur skáldanna, en hann dó frá því ófullkomnu. Það sem þá var Ú1 var gefið út árið eftir andlát hans, 1880. Annar maður hélt verkinu áfram og hafði góð not af safnseðlum Jóns. Af flestum þessum útgáfum las Jón einnig prófarkir, og kom nákvæmni hans og þolinmæði bar að góðum notum. JÓn Sigurðsson var kosin for- seti .Hafnardeildar Bókmennta- íélagsins árið 1851, og var það til æfiloka. Áður hafði hann ver- ið skrifari þess frá 1840. Óneit- anlega var hann “stoð og stytta” félgasins og hafði afskipti af öllu því sem félagið lét prenta. Árið 1851 var hafið safnritið “Safn til sögu íslands og ís- lenzkra Bókmennta að fornu og Nýju ’, sem gefið er út enn í dag. Hér var það vitanlega Jón sem mestur og beztur reyndist til framkvæmda, og kom fyrsta bindið út 1856. Einnig hvatti hann félagið til þess að gefa út í tveim bindum Biskupasögurnar, og er það eitt af hinum þarfleg- ustu fyrirtækjum félagsins. Ekki er hægt að telja hér upp allt hið merka starf Jóns í Út- gáfumálum, rannsóknarviðleitni 'ig söfnun “þjóðlegs fróðieiks”. í| samstarfi við Grundtvíg safnaði hann og gaf út “íslenzk Forn- kvæði”, í þremur heftum árin 1854, 1858, og 1859, sem kostað var af “Literatursamfundet”. — Hann gaf út rit margra merkra dáinna höfunda og var þar um vísindaleg heimildarrit aó raeða. Fyrir tilstilli Jóns gaf Bók- menntafélagið út kvæði Jóns Thoroddsens (1871) og skáldrit hans “Mann og Konu’’ (1876). Jón sá um prentunina, ritaði æfi sögu skáldsins og bættí við ýms- um öðrum upplýsingum. Kvæði “þjóðskáldsins” Jóns Þorkells- sonar á Bægisá hafði hann áður tínt sáman og gefið út í tveim bindum (Kaupmannah. 1842-3). Ásamt Fornbréfasafninu má ekki gleyma Lagasfaninu ís- lenzka. í handritasafni Jóns hvað vera tíu bmdi með laga- uppskríftum (Regesta, allt með hans hendi nema fyrsta bindið), frá öllum mögulegum stjórnar- ctofum og skjalasöfnum. Þetta er hinn mikli undirbúningur und ir útgáfuna sjálfa er hófst með árinu 1853. 17. bindi auðnaðist honum að sjá prentuð (hið síá- asta prentað 1877). Þetta var eitt hið þarfasta af verkum Jóns og eiginlega víðtækast að þýðingu. Það er eins og lög gera ráð fyrir, ótæmandi brunnur fyrir lögfræð inga, lagasögu og réttarfar allt. En það er meira. Það er ótæm- andi lind fyrir sögufræðinga og alla þá sem r annsaka vilja hag landsins. Þótt ekkert annað verk lægi eftir Jón mundi þetta halda nafni hans á loftf um aldur og æfi. Kunnátta hans í lögum og í ^ THIS YEAR . . . < make YOUR province your PLAYGROUND^ Kynnist MANIT0BA betur 1 ár gerið MANITOHA yðar sbemtigarð. Heimsækið sumar af stöðunum, sem menn eyða helgldögum sínum á og eru hinir beztu fyrir hvern að kynnast. Það eru: RIDING mountain national FARK — öll sú helgidagaskemtun, sem menn geta hugsað sér ér þar, böð, bátar, trail-riding, fiskirí, í mjög skemtielgu umhverfi. WHITESHELL FOREST RESEKVE Fallegt klettland, vatna og skóga með miklu dýralífi og bezta útbúnaði. DUCK MOUNTAIN FOREST RESERVE Undursamlegt að ganga um á milli fcg- urstu vatna, eins og Singoosh og Well- man. MANITOBA NORTHLAND Kannið hina ókunnu fegurð norðursins. Hið óviðjafnanleg Flin Flon, Cranberry Portage, The Pas. FRÆG VÖTN . , .... Margar mílur af sól-strondum vtð Win- nipegvatn, Manitoba vatn, Ktllarney, Rock og Dauphin votn. Skrifið eftir ritlingum um þessa fogru HÉR ERU FAIR AF ÞESSA ARS SKEMT- UNUM: Red River Exhibition —Winnipeg 22-29 júní Norður-fylkja sýning- Flin Flon 28 júní til 1. júlí Scottish Highland Games, Winnipeg 29. júní. Brandon Provincial Exhibition 1—5 júlí _______________________^ Bureau of Travel and Publicity department of industry and commerce L«<ji»otiY« Building—Winnipeg HON. F. L. JOBIN. Mlnist«r R. I. GROSE, D«puty Minister

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.