Heimskringla - 13.11.1957, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.11.1957, Blaðsíða 1
CENTURY HOTORSITO. 247 MAIN—Ph. WHitehall 2-3311 CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. V----------------------- T.XXII ÁRGANGUR WINNiraG, MIÐVIKUDAGINN 13. NÓV. 1957 NÚMER 7. Tókst loks að mynda stjórn í Frakklandi tókst loks að mynda stjórn s.l. viku. En áður en úr því varð hafði forseti René Coty kallað 5 til stjórnarmyndunar, sem ekkert varð úr. Sá er hann fór til síðast heitir Felix Gaillard og er 38 ára. Hann hefir fengið aðra flokka til að vinna með sér, hvað lengi sem það verður. NORSTAD HERSHÖFÐINGI “Þeir sem á Norur-Atlanzhafs- þjóðirnar ráðast skulu fá sig fullreynda’', sagði Lauris Nor- stad, yfirmaður Norður-Atlanz- liafs samtakanna, er hann var í Washington s.l. viku. Hann stóð ekki nema einn dag við vestra. En af samtökunum, sem hann veitir forustu, segir hann alt hið bezta, 15 þjóðirnar vinni fyllliega saman. Og þaer séu útbúnar með 150 flugvöllum á svæðinu frá Noregi norðan- verðum til austurlandamæra Tyrklands, leið um 4500 mílur vegar. Og sprengju-útbúnaður sé ærinn. Norstad tók við starfi sínu s.l desember. Þótti honum skemti legt að hitta Eisenhower að máli, sem áður hafði starf Norstad með íhöndum, og sem hann sagðist aftur mundi sjá í París á vísinda fundinum í næsta mánuði. Leist Norstad vel á hugmyndina að sameina vísindaöfl Norður-At- landzhafs þjóðanna. Nýí herforinginn Sá sem Khrushchev valdi til að taka við stjórn rússneska hers ins, eftir að hann rak Zhukov, heitir Rodison Y. Malinovsky, marskálkur. Hann er 59 ára, hefir verið í hernum mjög lengi. Þyk- ir hann áræðinn bæði í orðum og verkum. Hann var 16 ára kominn í her- inn og í fyrra stríðinu kyntist Bandaríkjamönnum, sem hann óskaði þá meiri samvinnu við, en nokkra aðra þjóð. Hann er blaðinn heiðursmerkjum úr síð- asta stríði. Páfinn talar Þíus páfi XII, fékk sér nýlega útvarpSstög j Vatikanið, svo að nú þarf hann ekki að sækja þaö. tíl útvarpsfélaga aö tala út um allan heim við áheyren(jur sína í Rússlandi sem annarsstaðar. Er Þetta í fyrsta skifti, sem hann á þess kost. Stöðin kostaði um 2'i miljón dali og hafa kaþólskir um víðan heim fyrir hana greitt. Þetta er sögð mjög öflug stutt- bylgjustöð. Taka ráðin af vörðunum Það geröist til tíðinda S.l. viku á vitfirringahaeli við Medical Lake í Washington-ríki, að sjúkl ingarnir tóku stofnunina í sínar hendur, en hneftu verðina 36 að tölu, i nokkurs kona varðhald. Þetta var út af sérstökum regl- um sem stóð til að lögleiddar yrðu, en vitfiringunum var illa við. Að sjö klukkustundum liðn- um, lofuðu verðirnir að gera að vilja húsmanna sinna og var þeim þá slept. Konur í lávarðadeild Stjórnin á Bretlandi hefir hreyft því, að það væri kominn tími til þess, að athuga það mál, að veita konum réttindi til að sitja í lávarðadeildinni brezku (Hous of Lords). Einn af leiðandi mönnum lá- varðanna The Earl of Home, fórust þau orð um málið, að flest ir erfiðleikar nútímans hefðu að vísu orðið til síðan konur fengu atkvæðisrétt, en það gæti verið til felli og hann væri með til- lögunni. Atvinnuleysi Á atvinnuleysi í Canada er nú oft farið að minnast í ræðum og útvarpi og það talið meira en nokkru sinni síðan síðasta stríði lauk. Tala atvinnulausra er sögð að verði um 750,000 á komandi vetri. En stjónin er þessu ekki samþykk, segir líklegra að at- vinnulausir verði 500,000. Við vinnu séu og fleiri en nokkru sinni fyr sem starfi af fjölgun vinnandi manna, innflutningi, o. s.frv. Töluna 750,000 hafi menn úr skrá atvinnuleitanda, en sem ekki séu allir atvinnulausir, eftir því sem stjórnin segir. Liberalar og CCF hafi þarna fundið átyllu fyrir umkvörtun á núverandi stjórn er liberalar eigi meiri sök á, en nokkur annar, ef um það væri að ræða. Hjónaskilnaður Ingrid Bergman, ein af fremstu leikkonum þessa heims og Robert Rosselini, eigandi hreyfimyndafélags á ítalíu, eru skilin. Þau giftust fyrir 7 árum. Fór leikonan frá manni sínum, lækni í Bandaríkjunum, og upp- komnum börnum og hefir síðan búi^ með Rossellini á ítalíu og leikið af og til. Ástæðan fyrir skilnaðinum nú, er sú, að Rossel- lini var farinn að dingla við ind- verska leikkonu, Sonali Das Gufta, að nafni, 27 ára gamla. Rossellini er 51 árs, en Miss Berg man 40.. Ingrid fæddi Rossellini son, sjö dögum áður en skilnaðurinn fór fram. Er haldið að Miss Bergman komi aftur til Hollywood og taki bar upp sitt fyrra starf. Síðasti leikur hennat þar var í Jóhönnu af örk. Samtök Ölgerðarinnar Hon. Davie Fulton, dómsmála- ráðherra sambandsstj. hreyfði því á þingi nýlega, að samtök í gróðaskyni mundu eiga sér stað hjá ölgerðar-húsum Canada, að hin smærri félög væru víða keypt og alla vega sameinuð i sparn- aðarskyni. Kvað hann þetta verða rannsakað. Liberalstjórnin var byrjuð á slíkri rannsókn, en varð smeyk við áhrifin og málið datt úr sög- unni. Þykir mörgurn Fullton tefla djarft, með að vekja þaS upp á ný. NOVll —Courtesy Winnipeg Free Press FRÉTTIR FRÁ SAMEIN- UÐU ÞJÓÐUNUM SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR 12 ÁRA Þann 24. október voru 12 ár Lðin frá því að stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna gekk í gildi Er sá dagur síðan talinn afmælis dagur alþjóðasamtakanna. Er dag urinn ár hvert hátiðlegur hald inn um víða veröld,' fyrst og fremst meðal hinna 82 þátttöku- þjóða, en einnig víðar. Á Norður- löndum var dagsins minst á líkan hátt og fyr. Forystumenn héldu ræður, efnt var til fundahalda, hljómleika, sérstakir útvarpsþætt ir samdir, o.s. frv. Það eru fyrst og fremst félög Sameinuðu þjóð- anna, sem gangast fyrir hátíða- höldum í tilefni dagsins, en hans er einnig minst í skólum og sum staðar á vinustöðum. Víða var dagsins minst á sér- kennilegan hátt. 1 Brazilíu hélt t.d. Fjallamannafélagið í Rio de Janeiro upp á daginn með því að félagarnir klifu eitt af hæstu f jöllunum, sem . umlykur borg- ina. Fóru þeir áður ókunna stigu upp fjallið og reistu fána Sam- einuðu þjóðanna á fjallstoppn- um. í sjónvarpinu var efnt til samkeppni í spurninga og svara stíl, þar sem verðlaun voru geisi- [ há, en spuningarnar allar frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Sveit flugvéla flaug í rökkur- byrjun yfir borgina og kastað var úr flugvélunum upplýsingaritum um samtökin. í Bandaríkjunum höfðu 5000 borgarstjórar gefið út fyrirmæli um, að dagsins skyldi minst og voru skipaðar jafnmargar nefnd- ir til þess að sjá um hátíðahöldin á hverjum stað. 3,200 útvarps- stöðva víðsvegar um Bandaríkin fluttu einhversskonar efni um S. þ. þennan dag og eins gerðu fjöldi sjónvarpsstöðva víðsvegar um Ameríku. Félag Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum gaf út svonefnda “bókahillu S. Þ., en það er safn bóka um Samein- uðu þjóðirnar. Útvarpsstöðvar í Tyrklandi, Grikklandi og Israel efndu til sérstakra útvarpsþátta í tilefni dagsins og var að lokum flutt bæn í dagskrárlok fyrir Samein- uðu þjóðunum og framtíð þess. í Ghile söfnuðust saman 20,000 börn á einum stað til þess að hylla fána Sameinuðu þjóðanna. í Rangoon (Burma) var efnt til alþjóðlegrar hátíðar, þar sem var dans og^hljómlist frá-fjölda þátt tökurkja S. þ. f Egyptalandi var ávarpi Dags Hammarskjölds að- alforstjóra Samtakanna útvarpað á ensku og frönsku, eins og hann hafði talað það, en síðan útvarp- að í arabiskri þýðingu. • NORRÆNIR SÉRFRÆÐ- TNGAR í ÞJÓNUSTU SAM. ÞJÓÐ. Sænski hagfræðingurinn K. G. Brolin, sem er aðstoðarforstjóri hagdeildar mentamálaráðuneytis ins sænska, er staddur í Teheran um þessar mundir, þar sem hann vinnur að því að skipulegja skóla hagskýrslur landsins. Það er UNESCO—Menta-vísinda- og menningarstofnun S. þ., sem gekkst fyrir Brolin var ráðinn til þessa starfa. Norskur efnafræðikennari, K. A. Risan frá Kristiansand hefir verið ráðinn til að fara til Ceylon til þess að leggja á árð um efna- fræði og stærðfræðikenslu í æðri skólum þar í landi. Risan er einnig á vegum UNESCO. • ISRAEL STEFNIR BÚLG- ARÍU FYRIR ALÞJÓÐA DÓMSTÓLINN Israel hefir kært Búlgaríu fyr- ir Alþjóðadómstólnum í Haag og krafist skaðabóta fyrir farþega- flugvél, sem skotin var niður yfir Búlgaríu. 58 manns, 51 far- þegi og 7 manna áhöfn, fórust er flugvélin var skotin niður þ. 27. júli 1955. Israel heldur því fram, að s.l. tvö ár hafi verið gerðar tilraun- ír til þess að komast að friðsam- legu samkomulagi við stjórnar- völdin í Búlgaríu um greiðslu skaðabóta, en að þær málaleytan- ir ihafi ekki hiorið neinn árangur. Fer Israel fram á, að alþjóðadóm stólinn skeri úr um það, að Búlg- aría sé skaðabótaskyld og einn- ig er farið fram á, að dómstólinn meti tjónið til skaðabóta. Israel bendir á, að allmargir af farþegunum hafi ekki verið borg arar í'Israel og að ættlönd þeirra muni gera sérstakar kröfur um skaðabætur á hendur Búlgörum. Alþjóðadómstóllinn mun bráðum taka málið fyrir. • ENDURSKOÐUN STOFN- SKRÁR S. Þ. FRESTAÐ Allsherjarþing S. þ. er nú sit- ur í N. York, hefir ákveðið að fresta umræðum um endurskoð- un á Stofnskrá samtakanna, sem samin var og samþykt í San Fran cisco. Verður enginn endurskoð- un framkvæmd fyr en í fyrsta lagi eftir tvö ár, eða á Allsherj arþinginu 1959. Ályktunin um, að fresta endur skoðun á Sáttmálanum, var lögð fram af sérstakri nefnd, sem skip uð var 1955 til þess að gera til- lögur um breytingar á Stofn- skránni, e f þær þættu æskilegar. Nefnd þessi ákvað áfundi í sum ar, að leggja til við Allsherjar- þingið, að Stofnskráin yrði höfð óbreytt enn um hríð. Á Allsherjarþinginu greiddu 54 þjóðir atkvæði með því að fresta endurskoðun, enginn j greiddi móttatkvæði, en 9 þjóðir sátu hjá, auk þeirra sem fjarver- andi voru. FóRST í BÍLSLYSI Eric James Bjarnason Eric James Bjarnason, frá Sel- kirk, maður um tvítugt, dó í Deer Lodge Hospital s.l. miðvikudag aí meiðslum er hann varð fyrir í bílslysi, laugardaginn 2. nóv. í grend við Austin, Man. Hann hafði verið starfsmaður hjá R.C.M.P. næstliðna 18. mán- uði, að Melfort, Sask. Eric var fæddu í Selkirk, og ólst þar upp og mentaðist. Hann lifa móðir hans, Mrs. Grace Perry Pruden, og ein systir, Mrs. Joyce O’Neill. Faðir hins látna, sem bjó í Sel kirk, var ættaður úr Gullbringu- sýslu (frá Útskálum) og hét Eric Bjarnason, er dáinn fyrir mörg- um árum. En afi og amma hins látna lifa og búa í Winnipeg. Þau heita Thorður og Vigdís Bjarnason. Móðir hins látna var ensk. MINNI ÍSLANDS ------ V fsland feðra óska-land þá illar vættir drundu Og frelsisskeið við feigðarsand Fórst á leipturstundu. Þá feður ættland fjellu þér í faðm og tryggðir bundu Við lækjarnið og nnd og sker Ljóss þíns geislum undu. Þú átt fjölbreitt fjallalyng í fögrum brekkum þínum Litlu skáldin líða í kring Á ljettum vængjum sínum Heiðavötnin himinskær Hrikajöklar næra og fossaval um fjallatær fallbergsstallar æra. Börn þín hert við ís og eld og segis voða-stundir Við frelsisstjörnu feigðarkveld Fossuðu þjóðarundir. Ánauð brynjuð æðar skar innst við hjartarætur En Lögberg helga ljós sitt bar Langar vetrarnætur. Þá var forna frægðin dýr Funi brann i sálum Sem röðuls bjarmi um rann þér skýr ráð í eigin málum. Landsins sál ei latti þá lýð til frelsisráða. Svall í æðum öflug þrá til Egils fornu dáða. Mundu tíð með eld og ís og ánauð þúsund falda. Þá var fróun frelsisdís Að fella í stuðla valda. Málið sterka’ er stemmdi völd Stjórnarfars og norna Stattu hrein með stæltan skjöld Stálið málsins forna. Frelsis Ijóma fjöll þín prýdd Fáni úr dróma sprettur! Heiðra morgna himinvýdd Hjúpast bræðra rjettur Landið forna lýsi hver Lýðsins stjórnardagur Megi orna um eilífð þér Upprennandi hagur. Franklin Johnson ÆVISAGA TÍZKUKÓNGS Christian Dior hefur skrifað bók um ævistaf sitt. Sjálfur er hann hlédrægur og fyrirferðar- lítill í einkalífi, en þeim mun að- sópsmeira er tízkuhús hans París og stjórnar með harðri hendi kventízkunni um víða ver- Öld. Hér eru nokkrar staðreynd- ir um þessa heimsfrægu stofnun: Tizkuhús Dior (Maison Chris- tian Dior) var opnað á Avenue Montaigne árið 1947. Allt var þá í. ólestri eftir 2. heimsstyrjöld ina. Borgir voru í rústum. Vöru skömtun og svartur markaður ríktu. En það, sem Dior ofbauð mest, var smekkleysið í kven- fatnaðinum. Hattarnir voru allt of stórir, pilsin of stutt, skórnir of þungir. Verst fór þó sítt hárið, allt í tjásum. Honum fannst ó- sköp að sjá Parisarstúlkurnar þegar þær hjóluðu um borgina. Dior segir: Árið 1946 klæddi kvenfólkið sig eins og skjald- meyjar (afleiðingar stríðsins). Eg teiknaði hins vegar föt með kvenlegum línum handa blomstr andi meyjum. Englendingar skírðu þennan búning NEW LOOK, og nafnið festist við hann. Hann fór undir eins sigur för um heiminn, miklu meiri en mig hafði órað fyrir. Frá því eg opnaði tízkuhús mitt, fylltist það svo af viðskiftafólki, að eg varð að láta taka úr því fallegan, gaml an stiga til að stækka húsakynn- in. Við miðdegisverð, sem nokkr- ir vinir mínir héldu mér í tilefni þess, að eg hafði opnað hús mitt, sagði C. Bérand: Njóttu þessar- ar stundar, Christian, því að hún kemur aldrei aftur. Aldrei fram- ar mun gæfan verða þér jafn eft- irlát og nú. Á morgun byrjar lífs baráttan við að halda í horfinu, og helzt verður þú að ganga sí og æ fram af þér. Dior lætur lítið yfir sér, seg- ist vera lítill fyrir mann að sjá, enda sé sér hollast að hafa sig lítt í frammi. —Tvisvar á ári kveðst hann demba sér í tak- markalaust erfiði: Þegar hann sé að skapa vortízkuna og haust- og vetrartzkuna. "Takmark mitt hef ur ávallt verið að gera konurnar 1 glaðari og fallegri”, segir hann. Svo lýsir hann þvi, hvernig tízku fötin verða til. Hann teiknar og teiknar daga og nætur og býst eins vel við, að 9/10 myndanna verði ónothæfar. En upp úr öllu erfiðinu fæðist smám saman hug mynd, og eftir það fer allt að ganga betur. Ævisaga Diors lýsir óhemju- miklu starfi. Það er næstum tor- skilið, að hinn hægláti höfundur skuli hafa skapað allar linurnar: A. H. Y. —Kvennaþáttur Samtíðarinnar Jón J. Sigurðsson málari, að 428 Sidney Ave. E. Kildonan, er að leggja af stað vestur á Kyrra- hafs strönd í dag. Hann staldrar eitthvað við í Edmonton. En úr því gerir hann ráð fyrir að halda til Bandaríkjanna, Blaine, Seat- tle, Utah og California. Hingað kvaðst hann ekki gera ráð fyrir að koma fyr en að 8—10 mánuð- um liðnum. Hann hefir og hug á a heimsækja Alaska.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.