Heimskringla - 04.12.1957, Blaðsíða 1

Heimskringla - 04.12.1957, Blaðsíða 1
Maður skotinn á gangi á götu úti Lögregla Winnipegborgar á- minti foreldra harðlega í gær fyrir það, að láta vopn liggja fyrir unglingum eða þar sem þeir gætu auðveldlega náð í þau. Ástæðan til þessa var sú að maður á göngu á götu úti, var skotinn í fótinn og er illa hald- inn af því. Kúlan sem hitti hann var úr 22 calimre byssu. Og skot iö framdi 13 ára drengur. Þetta skeði í Vestur-bænum. Lögregl- an hefir enn ekki gefið fregn- ritum nöfnin. Hamilton sigrar Um hinn dýra Grey Cup sig- urvegara bikar glímdu fótbolta- flokkar Winnipeg og Hamilton s.l. laugardag. Vann Hamilton- flokkurinn með miklum yfir- burðum. Tiger-Cats höfðu 32 á moti 7 vinningum Winnipeg Blue Bonibers. Blöð og útvarp hér töldu Win nipeg flokknum vísan sgiur en það brást með öllu. Og nú þegar tapið lætur nærri, að hafa gert út af við Winnipeg flokkinn, sem keppanda um tíma, um ieikfor- ustuna, er talað um alls konar slys, sem ástæðu fyrir tapinu. En því olli auðvitað ekkert utan rnunurinn á leikhæfni flokkanna. hower kemst ekki á fundinn. Van heilsa hans er og hörmuð um allan heim. Segja margir, að á þessum tímum sé enginn sem pláss hans skipi. Olíuframleiðsla í Sask. eykst Nýlega fanst ný og mjög arð- vænleg olíulind suðaustur af Regina í Saskatchewan fylki. Á komandi ári er búist við 66 miljón dala tekjum af olíurekstri íylkisins. Á glötunar barmi Sputnik númer 1 er nú komíð inn í gufuhvolf jarðar og lækk- ar um 15 mílur á dag á lofti. Herma fréttinar að geimfarið verði til jarðar fallið aður en 10 dagar eru liðnir af desember. Það hefir ekki reynst eins ending argott og tunglið sem náttúran spaði, og fer svo um flest mann- anna verk. Tunglið númer 2, heldur enn sina leið, en eini farþégin, sem xneð því var hundurinn, er sagð- ur dauður og er mikið harmaður. Er sagt að sí'ðasta skeyti hans hafi verið, að við skyldum ekki iiarma sig neitt, því liann sæi ekkert eftir, að koma ekki aftur| til Rússlands. Áths. eins af fylgjendum Eski- mos. Margir af beztu mönnum Win nipeg flokksins voru í lamasessi eftir að hafa þurft að mæta Ed- nionton Eskimos þrisvar á einni Viku, Og Eskimos voru og þó aö Winnipeg flokkurinn sigraði þá’ eru enn mesti og bezti flokk- ur Canada, Bandarískt geimfar heldur af slað Fyrir hádegi í dag (miðvikud.) eru Bandarikin að senda gerfi- tungl út í geiminn eins og Rúss- ar. Tunglið er að vísu talsvert minna en tungl Rússanna, en*það hefir mikið af áhöldum til rann- sókna á hinu og þessu, og ver'ður það alt til jarðar sent frá sjálf- virkri fréttastöð í gandreið þess- ari. Það verður gaman að sjá, hvernig geimfari Bandaríkjanna reiðir af ega hvort að það hefir nokkra kosti til að bera fram yfir rússnesku geimförin tvö. Þetta er fyrsta tungl-sending Bandaríkjanna, þð þau hafi um langt skeið unnið að hugmynd- inni að sigla um geiminn. Bandaríkin hækka toll Svo mikið, flyzt nú af canad- ísku nautakjöti tii . Bandaríkj- anna, að þau hafa hækkað tollinn um eitt cent á pundinu. Er þá allur skatturinn um 2% cent á pundi. Ekki á þó toliurinn að koma til mála á kjöt-upphæðinni, sem samið er um að fiytja megi inn á hverjum ársfjórðungi, en þag mun nema 120,000 gripum. Um 30,000 gripir hafa þegar verið Innfluttir og er spáð að allfi töl unni verði náð í lok dc-sember. Forseti fer ekki til Parísar Þrátt fyrir þó Eisenhower for seti sé á góðum batavegi, gangi dálítið um, horfi á leiki í sjón- varpi og fari í kirkju og sé stund tim að sjá á skrifstofu sinni, er fullyrt að læknar hans leyfi hon- um ekki að fara til Parísar 16. desember og sitja fund Norður- Atlanzhafs þjóðanna. Hann seg- ir sjálfur að ekkert utan bann læknánna haldi sér frá að fara. Nato saknar mikið ef Eisen- JÚÍLUS JÓHANNSSON SIGURÐSSON Júlíus Jóhannsson Sigurðsson, frá Grenivík, andaðist á Almenna sjúkrahúsinu í Selkirk 12. nóv. s.l., eftir stutta legu þar. Um 50 ára skeið hafði hann verið bóndi við Riverton, Man. Um næri tvö ár hafði hann dvalið á heimili Kristjáns Ingvars Sigurðssonar bróður síns í Selkirk og Lillie konu hans og notið ágætrar um- önnunar af þeirra hálfu. Júlíus var fæddur í Grenivík í Höfðahverfi við Eyjafjörð 9. júlí 1875. Foreldrar hans voru Jóhann smiður Sigurðsson, bóndi í Grenivík og Jóhanna kona hans, Jónatansdóttir. Hann fluttist með foreldrum sínum og systkin um vestur um haf 1878; eru nú öll eldri systkini hans látin, en af yngri systkinum hans eru tveir bræður á lífi, Mike, búsettur í Winnipeg, kvæntur, og Kristján Ingvar, fyrrnefndur, kvæntur Lillie Evans, í Selkirk. Júlíus ólst upp með foreldrum sínum á Gimli, í Winnipeg og Selkirk tii 13 ára aldurs, en upp frá því, fór hann að stunda ýmsa vinnu, og brátt iá leið hans á Win nipegvatn til fiskiveiða og á flutningsgufuskipum. Um hríð, er hann var ung- þroska maður var hann formað- ur á gufuskipi, sem sigldi milli fslendingafljóts og Selkirk. Hann nam snemma heimilisréttar land við Riverton og nefndi land nám sitt Grenivík, eftir óðali feðra sinna, Grenivík á Höfða- strönd við Eyjafjörð. Þann 9. júlí 1898 kvæntist hann Margréti Eiríksdóttur bónda á Odda við islendingafljót Ey- mundssonar. Hún dó 16. okt. 1903 —þeim varð tveggja barna auðið Sonur þeirra, Jóhann Eiríkur, fóstraðist upp með utóðurforeldr um sínum og mÓðursystkinum sínum í Odda; hann drukknaði fulltíða maður. Einnig áttu þau dóttur, sem dó á bernskualdri, er hét Margrét Dóróthea Helga. Július kvæntist á ný 4. ágúst 1917, og gekk að eiga Þórunni Björgu Pétursdóttur bónda Ey- jólfssonar að Höfn, Camp Mor- ton, frá Fossgerði við Eiðaþing- há og konu hans Sigurbjargar Magnúsdóttur bónda í Álftavík Sæbjörnssonar. Þeim Júlíusi og Þórunni Björgu varð ekki barna auðið. Hún andaðist í apríl 1956, höfðu þau þá nokkru áður flutt af landi sínu við Riverton, og sezt að í Höfn við Camp Morton, en þar bjó Þorsteinn bróðir Júlí-| usar (að síðari giftingu), voruj kvæntir systrum, dætrum Péturs í Höfn og Sigurbjargar konu| hans. Dvöldu Júlíus og kona hans þar um hríð, þótt á eigin heimili væri. Eftir lát konu sinnar flutti Júlíus til bróður sns í Selkirk, sem fyrr er að vikið. Júlus, eins og Jóhann faðir hans, bræður hans og frændur,! var hagur maður, og léku mörg,! verk í höndum hans. Að upplagi j til var hann gleðimaður, fullur af kankvísu fjöri, vinmargur ogj lífsglaður. Honum var gefið að laða að sér börn og ungmenni og ávann sér hylli þeirra og hlýhug. Hann var maður hjálpfús og bón- góður og átti ítök í margra hug- um, tryggur þar sem hann batt vináttubönd; hann átti mörg hin góðu einkenni hins íslenzka 1 manns . Útför hans fór fram 16. nóv. frá útfararstofu Mr. Gilbarts í Selkirk að allmörgu fólki við- stöddu. Hann vár lagður til hinztu hvíldar í grafreit Gimli-j safnaðar. Sá er þessar línur rit-j ar, flutti kveðjumál og jós moldu. — S. Olafsson Á það mætti minna í tilefni af þessari sýningu og hinni nýju útgáfu, að meðal þeirra þjóða, sem Bretland og írland byggja, Englendinga, Skota, Walesbúa og íra, hefur iafnan verið margt ágætra manna sem dáð hafa hinar fornu bók- menntir íslands og kunna að meta fegurð þeirra og annað gildi. frar hæfa t.d. ekki í annan sjóð að sækja ýmsan fróðleik um land sitt á vikingaöld og sögu- öld, og er það ekkiaðeins viður- kennt af nokkrum menntamönn- um, heldur frá því skýrt í al- mennum fræðslubókum um ír- land. Þá mætti og minna á nöfn manna sem William Morris og Sir William Craigie og margra íleiri, aðdáunar þerira á íslandi og íslenzkri menningu, og alls þess, sem þeir gerðu í þágu ís- lands, og íslenzkrar menningar. Seinast en ekki síst: Enn í dag er áhugi ríkjandi meðal ungra manna, karla og kvenna, sem nám stunda við menntastofnanir á Englandi og Skotlandi, fyrir ís- landi, sögu, máli og menningu, og það er vel. — Sýningin og fyrrnefnd útgáfustarfsemi munu verða til þess að glæða slíkan á- huga. —Vísir veðrum. Því minnast nú vinirnir sem eftir lifa hennar með sökn- uði og innilegu þakklæti í Guðs friði góða íslenzka kona. —A.E.K. SVEINSÍNA INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR JOHNSON ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 1877—1957 Bóksýningin í Edinborg Þessa dagana er haldin sýning á íslenzkum bókum og handrit- um, eins og frá var skýrt hér í Edinborg, “Aþenu N-Evrópu’’, blaðinu í gær, i tilkynningu fráí utanríkisráðnneytinu. Þar er þess getið, að einn af, aðalhvatamönnum sýningarinnar sé Sigursteinn Magnússon, aðal- ræðismaður íslands í Edinborg. Þjóðin má sannarlega fagna yfir framtaksemi hans og annarra,j sem að því hafa stutt, að efnt; hefur verið til þessarar sýning-| ar, vegna fornra og nýrra menn-j ingartengsla íslendinga og þjóð anna, sem Bretlandseyjar byggja, en þau tengsl hafa verið meiri og traustari, einkum fyrr, en al- menningur gerir sér ljóst, og þau ber vissulega að treysta, og þessi sýning ætti að stuðla að því. lenzkt fornrit í enskri útgáfu Eins og þegar hefur verið get-j er sýningin haldin í tiiefni afj :komu fyrstu bókarinnar í nýj-1 -n flokki íslenzkra fornrita, :m hið kunna og merka útgáfu- 'rirtæki, Thomas Nelson and 5ns, gefur út, þ.e. Gunnlaugs- ’gu- Ritstjórar útgáfunnar eru ■*r dr. Sigurður Nordal og G. urville-Petre, íslenzkukennari ð háskólann í Oxford. Vísast 1 þess, sem í fyrnefndri til- ynningu segir um þessa merku tgáfustarfsemi. á sýningunni srður handrit að Gunnlaugssögu r Árnasafni, fyrsta prentun sög- rinar í K.höfn., 1775, og ýmsar tgáfur Gunnlaugs sögu, en hún sfur áður verið þýdd á ensku, i Eiríki Magnússyni 1 Cam- 'idge og William Powell, 1875, í svo var amerísk þýðing (Scar n- !950) og svo hin nýja þýð- g Peters Foote Og R- Quurik, dinborg 1957. ___ Gunnlaugs iga cr einn af fegurstu gimstein m íslenzkra fornsagna, 0g kynn ig hennar í heimi ensku mæl- idi manna fyrr °g síðar ætti S vera þjóðinni gleðiefni. Ingibjörg, eins og hún var jafnan nefnd, var fædd 13. júní, 1877 að Syðstu-görðum í Kol- beinsstaðahrepp, í Snæfellsnes- sýslu. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson og kona hans Valdís Þorgeirsdóttir. Fluttu þau á önd- verðri landnámstíð vestur um haf og bjuggu lengst af i Mikley í Manitoba og þar var Ingibjörg alin upp. Var hún ein af sex systkinum. Af þeim eru þrjú enn á lífi. Þau eru; Árnína (Mrs. J. Borgfjörð) í Winnipeg; Þórður einnig í Winnipeg^ og Jón, í Sel- kirk. Ingibjörg giftist 8. október 1901, Jóhanni B. Johnson, ættuð- um frá Breiðafirði. Bjuggu þau : ýmsum stöðum í Manitoba, en þó lengst í Grunnavatnsbygð, til ársins 1929. En þá fluttu þau vestur til British Columbia. Bjuggu þau við Burns Lake og þar dó Jóhann í september-mán- uði árið 1934. Eftir missir manns síns dvaldi lngibjörg á ýmsum stöðum í B. C. Síðustu níu-tíu árin var hún hjá tengdabróður sínum, O. W. Jónsson og konu hans í Van- couver, og þar do hun a sunnu- dagsmorgun, hinn 18. ágúst þ.á. Þau Jóhann og Ingibjörg eign- uðust tvö börn, Björgu, er dó í æsku og Árna Valtýr, er dó 39 ára gamall frá konu og ungri dótt ur. Heitir dóttirin Margaret Jo- anne og elst nú upp með móður sinni Jónínu Johnson, er býr nú i Price Rupert, B. C. Auk þessara tveggja eigin barna lifir Ingibjörgu einn upp- eldissonur, Carl að naini. Er hann giftur og á fjögur börn. Býr hann nú í Churchill, Man. Það var margt vel um Ingi- björgu. Hún var prýðilega verki farinn og góðum gáfum gædd, en það sem mest var um vert, hún var góð kona. Kom þetta fram í sambúð hennar við alla sem hún umgekkst, sem eigin kona og móðir og sem vinur vina sinna. Hún lagði engum illt til og vinátta hennar var tállaus, bjargföst og ábyggileg í öllum SKIP FLYTUR JÓLAMAT FRÁ ÍSLANDI TIL FINNL. í gær fór frá Hafnarfirði skip hlaðið jólamat handa Finnum og Svíum. Það var skreið, sem eftir að hafa verið lögð í bleyti kall- ast “lutfisk”, og þykir hinn bezti matur, sem Finnar, Norðmenn og Svíar, eftir aldagamalli venju, borða aðeins um hátíðarnar, og þykir tilheyra jólahaldinu eins og hangi kjötið hjá íslending- um. Skreiðarfarmurinn, 300 lestir, sem fór með leiguskipinu Yvette var sérstaklega verkaður fvrir þennan markað. Skreiðin var flöskuð, en fyrir annan markað, evo sem Nigeriu er hún seld ó- flöskuð. Vísi átti í gær tal við óskar Jónsson hjá Skreiðarfram laginu um framleiðsluna á þessu ári. Framleiðslan er nú eitthvað á sjötta þúsund smálestir af full verkaðri skreið, en það er heldur rninna ne í fyrra og mun minna en á árunum frá 1953 til 1955, en þá var hún mest. Auk Nigeríu, eru nokkrir aðr ir markaði r fyrir islenzku skreið ina. Til dæmis hefur farið tals- vert magn af skreið til Trieste og suðurhluta Júgóslavíu. Enda þótt þessir markaðir séu hverf- andi í samanburði Við Nigeríu- markaðinn eru þeir mikils virði fyrir afsetningu þessarar fram- leiðslu. Vegna mikillar eftirspurnar á skreið á erlendum markaði, hef- ur nokkuð verið hengt upp af iiski í haust, en það er yfirleitt ekki venja að hengja upp í skreiö að haustinu. Við höfum verið heppnir með skreiðina í haust cg hefir hún yfirleitt verkazt vel. Auk skreiðarsamlagsins eru aðrir skreiðarframleiðendur. svo sem SÍS, Tryggvi Ófeigsson, Bæjarútgerð Reykjavíkur og Haraldur Böðvarsson á Akranesi. —Vísir 17. okt. KORNUPPSKERA Á SÁMS- STÓÐUM í MEÐALLAGI í SUMAR Kornræktin á Sámsstöðum fer stöðugt vaxandi, að því er Klem cnz Kristjánsson tilraunastjóri tjáði Vísir fyri nokkrum dögum —og náði hún í sumar yfir sam- tals rúmlega 17 hektara lands. Sáning stóð yfir á tímabiilnu frá 23. apríl til 6. maí í vor, og | \ar þá sáð í tæpa 5 ha. heima við,| 5 ha. úti á sandi og 8 ha. á Hvols- velli. Sumarið var að mörgu leyti; hagstætt og þroskaðist gróður-| inn yfirléitt ágætlega, nema hvað nokkur hluti hans eyðilagðist vegna ásóknar g æsa, sem komu niður á' láglendið um miðjan á- gúst aldrei þessu vant. Uppskera var i meðallagi og reyndist mjög auðveld. —Vísir Við kaffidrykkju í Sambands- kirkjunni s.l. sunnudagskvöld, eftir messu, var frú Elmu Gísla- son, einsöngvara kirkjunnar, af- hent að gjöf íslenzkt kristal- gljáandi armband, sem ofur lítil viðurkenning fyrir hið mikla starf hennar í þarfir safnaðarins. Skýrði frú S. E. Björnsson frá þessu með nokkrum vftl völdum orðum—og frú Gíslason þakkaði vináttu vottinn. RAUÐBRYSTINGS HREIÐRIÐ í grein á valbjörk, sem gegn mér hefst °S gullfladar há og sterk er rauðbrystings hreiður, sem hringinn í kring er hreinasta meistaraverk. Þar átti’ hún börn.; þar sat hún og söng: ein sælust móðir í heim, eða hún trítlaði út um grund að afla sér brauðs og þeim. Svo var það einn morgun, er móð irin þyrst i munni sér vætti af lind, að drengur, sem gekk hjá, greip um stein og guðlausa framdi synd: hún féll við drápshögg með brot- ið brjóst, og blóðið draup munni frá. Hann sá það sá litli’, að hann hafði hæft, og hróðugur var hann þá. En solin tárblíðum geislum grét þann guðslangan dag, því hún sá i blóðfjöðrum hjúfra sig hjálpar- laus í hreiðrinu börnin smá, unz af þeirri harmsýn meir en mett í mistri’ ihún tárum hneig. Frá hreiðrinu sárveik kvala- kvein i kulið næmt það steig. Því að hún, sem þau fyrir brjósti bar og bjástraði æ að þeim, lá myrt, og henni því auðið ei var afturkomu heim. Og náttkulið óx um óttubil unz aftur sólin skein og sá þau, grátperlum daggar dreif, nú dáin og laus við mein. Og stráofna hreiðrið stendur nú tómt og stöðugt því hnignandi fer, en kvöldgola sumarisns kyssir það og kveinstafi þaðan mér ber; þá hugsa eg dapur um drenginn þrátt og drembinn föður hans, sem tjáir sig mynd síns góða guðs, en—getur slíkt efni manns. Jón Runólfsson. —Eining Heimsókn Elísabetar drottn- ingar og Filippusar hertoga lauk i Washington í vikunni með miklum gjafaskiptum þjóðhöfð- ingjanna. Meðal gjafa, sem Elisa bet tók með sér heim var mál- verk af Karli prins, syni þeirra hjónanna, gert af Eisenhower forseta. En Ike dútlar við að mála í frístundum sínum eins og Churchill. Myndin af prinsinum er gerð eftir ljósmynd, og fékk Ike myndirnar lánaðar í brezka sendiráðinu í Washington. Drotning gaf forsetanum post ulinsfugl frá konunglegu postul insverksmiðjunum brezku í Worcester, en Eisenhower gaf hjónunum 20 cm háa postulins- figúru af Filippusi prins, þar sem hann situr á hestbaki og er að leika póló. Gerði þekktur amerískur listamaður myndina. Fótur styttunnar er prýddur skjaldarmerki drottningar og innsigli fosetans og eiginhandar skrift. Elízabet afhenti forseta borð úr valhnetu, og er mynd af innrásinni í Frakkland 1945 graf in í plötuna, en Eisenhower var þá yfirhersforigi innrásarliðsins. —Tíminn 26. október

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.