Heimskringla - 16.04.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.04.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA KEIMSKRINGLA Hfcimskrtnflla Kemur út i hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlim>ton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram Allar borganir sendist: THE VIKJNG PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited. 868 Arlington St.. Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 Arlington St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is publithed by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Arlington St., Winnipcg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Authortaod aa Second Clasa Mctil—Pogt Qfflce Dept.. Ottawa WINNIPEG, 16. APRfL, 1958 SUMARDAGURINN FYRSTI Sumardagurinn fyrsti er i næstu viku, fimtudaginn 24 apríl. IVerður hans minst með sam- komu í Sambandskirkjunni á Bannig og Sargent af Kvenfélagi sambandssafnaðar, eins og að undanförnu. Má þar ávalt eiga von mikils fagnaðar af að hitta landa sína og bjóða hver öðrum á gamla vísu gleðilegs sumars. Sumur á fslandi eru ekki löng. En vér j>ekkjum þó ekkert, er huga þeirra hrífur meira en koma sumars og sólar. Það má eflaust gott dæmi af því kalla það sem í kvæði einu stendur um sólina, eftir skáldið “Þorskabít”, eitt hagorðasta skáld Vestur-fslend- inga. Það býr vissulega almenn- ur íslenzkur andi í mörgum hend ingum hans, eins og t.d. í þessari vísu í nefndu kvæði: Hvað er það, sem heimi færir hita og ljós, og gjörvalt nærir ástar kossum ár og síð, vekur fugla af vetrar dvala vermir ungu blómin dala eins og móðir börn sín blíð. Eða þá þessi vísa í sama kvæði: Hún er öllu hærra situr, hennar kveðju geislinn flytur guðastóli glæstum frá, jafnt til allra jarðar búa, já, og hverju sem þeir trúa, mun þar gerir engan á. Þannig mætti mörg kvöld halda áfram að kveða og kyrja sér til hugar hægðar í rókkrinuj ur ljóðum skáldsins og njóta ís- lenzks unaðar af því, þar er margt að finna, en út í ekkert af þvi var hugmyndin að fara hér, nema þetta eina kvæði, og sem þó hef ir svo lítillega verið gert, að eg get ekki látið við svo búið sitja, nema bæta einni vísu við. Hún er svona: Loftsins hnatta leiðargyðja! Lýðir margir þig til biðja; mörg er villan verri en sú. Ekkert það sem augað kannar eða mannleg vizka sannar almátt drottins eins og þú. GLEÐILEGT SUMAR! MESTA ÆYINTÝRI ÁRS- INS Nautilus fer á norðurpólinn —undir ísnum Ef einhver hefði flogið yfirj norðurpólinn sólskinsdag einn 1 haust og litið niður, þá hefði hann séð einkennilega sjón. Hann hefði getað séð 1001 ameríska sjómenn eins og spjátr-^ unga í gúmbjörgunarbátum vera að taka myndir og skemmta sér í sínum eigin vökum í Norður-J íshafinu. Ef hann hefði flogið þarnal yfir klukkutíma seinna hefðu bæði bátarpir og sjómennirnir verið horfnir. Hann hefði ekki séð neitt nema ár með fáum vökum. Hundr uð mílna af úfnum, einmaalegum ísnum. Og hvergi vott af lífi. Hinir horfnu sjómenn voru til. Þeir voru frá Natilus, hinum fyrsta kafbáti í heimi, sem er knúinn kjarnorku og var þarna við ransóknarstörf. Hann var að kortleggja heimskautssvæðið undir ísnum. Til þess að gefa skipshöfn- inni tækifæri til að fá séi “frískt loft” og lika til að sýna, að það væri hægt, ákvað Wiliiam R. Anderson, skipherra í sjóhernum ameríska, að láta kafbát sinn koma upp á yfirborðið í einhverri af hundruðum smávaka, sem eru við norðurheimskautið. Það var eins og að þræða nál að stýra Nautilus, sem er 300 fet á lengd, gegnum mjóa rifu í ísnum. En Nautilus kom örugg- lega upp á yfirborðið og gat leyft skipshöfn sinni að líta heimskautaútsýnina, sem fáir hafa séð. Nautilús var hleypt af stokk- unum fyrir tveim árum og hefir nú siglt meira en 60 þúsund míl- ur neðansjávar án þess að þurfa eldsneyti til viðbótar. Hann er nú kominn aftur til Ameríku og er nú að undirbúa það, sem getur orðið hið mesta ævintýri 1958. Everestfjall er nú sigrað og suðurpóllinn er fallinn fyrir sameiginlegum árásum Fuchs og Hillarys og þá eru ekki eftir mikil ævintýri fyrir rnenn til að ráðast í. En Norðurpóllinn er þó eftir. Flugvélar fljúga yfir hann dag lega. Svolítill hópur hugrakkra manna hefir farið þangað fót- gangandi. En enginn hefir enn komið þangað í kafbáti, undir ísnum. En það er það sem Anderson skipherra og hans óraga áhöfn vonast til að geta gert á næst- unni. Á fyrstu ransóknarferð sinni undir hafþökum af is, sem var á stærð við heilt meginland, kom- ust þeir í 180 mílna náiægð við norðurpólinn; það var kvalræði að þurfa að snúa frá. —En gall- aður kompás neyddi þá til að hverfa frá, þegar þeir áttu eftir nokkurra stunda spöl að tak- marki sínu. Tilraun þeirra var ekki fyrsta tilraun, sem gerð var til þess að iara slíka för. Fyrir 25 árum fór brezkur landkönnuður, Hubert Wilkins að nafni, svipaða leið í kafbáti, sem líka var kallaður Nautilus. Nú býr hann við^ suð- urpólinn í gamalli stöð sem Scott bjó í einu sinni, og lifir þar á 47 ára gömlum, niðursoðn- um mat sem Scott skildi þar eft- ir. En Nautilus hinn fyrsti var skip sem hefði átt að rífa. Eftir 6 daga för kom hann aftur og hallaðist þá 30 gr. Hann var rif- inn og skrúfur hans beygðar eft ir ísinn. En Það er ólíklegt að áhöfn in á nýja Nautilus verði fyrir slíku hnjaski. í samanburði við skip Sir Hu- berts er nýji Nautilus eins og höll og kostaði 90 milljónir doll- ara að byggja hann. Kjarnorkan knýr hann ekki aðeins, heldur sýður hún líka mat áhafnarinnar. Hún hitar og endurnýjar loftið í kafbátnumj og eimar jafnvel vatnið, sem sjo^ .•nennirnir drekka. Þegar áhöfnin hvílist liggur hún á madressum úr kvoðu gúmmíi í herbergum, sem eru þægileg á lit og hvíla augað. Þau eru máluð græn, brún og gul. Og þarna er kvikmyndasalur, sjálfspilandi grammófónn og al- mennilegur stigi ólíkur venjuleg um stigum í skipum. Jafnvel Nautiuls Jules Vernes sem var einn af þeim fyrstu sem hugsaði sér rannsóknir undir ísn- um í kafbáti, þolir ekki saman- burð við þenna. Hvernig er það eiginlega, — hverju ííkist það, að sigla hundr- uð mílna með ísþak yfir höfði? Anderson skipherra skrifaði um ævintýri sín og lýsir því svo að það hefði verið heillandi ægi- legt og úttaugandi. Þegar Nautilus lagðist eins og stór stálhvalur, í köldum gráum vökum ísheimsins, stóð Ander- son höfuðsmaður á brúnni á skipi sínu og horfði á ógestrisna ís- breiðuna, sem teygði sig óra- vegu. Bjartur geislabaugur, sem pól- farar kalla ísblik hékk yfir hvítri víðáttunni. Þokubakkar liðu hjá. Anderson skipherra minnist þessa augnabliks. “Eg minntist allra leyndardómanna, sorgar- leikanna og hinna hræðiíegu lík- amlegu óþæginda, sem þarna höfðu komið fyrir. Eg hugsaði til könnuðanna — svo sem Ross, Pearys, Cooks, Amundsens, Vilhjálms Stefáns- sonar og sir Hubert Wilkins.” En nú voru allir á Nautilus ó- þreyjufullir eftir því að fara undir ísinn og sjá hvernig það væri. Það heyrðist urgandi hávaði í köfunartækjunum. Hægt og hægt seig Nautilus í ískaldan sjóinn. Og nokkrum mínútum síðar renndi hann undir ísskörina. Vísindamenn höfðu sett upp bergmálsvél á þilfarinu, sem með hljóðöldum lýsti stöðugt þykkt íssins og gerð. Þetta var eitt af þremur vís- indalegum vandamálum, sem Nautilusi var ætlað að ráða. Hin voru þessi: Hversu djúp- ur er sjórinn? Og: Eru ísjakarn- ir með egghvössum, banvænum göddum ofan í sjóinn? Eftir nokkrar klukkustundir hafði þessi vél safnað meiri, ná- kvæmri fræðslu um ástandið í ís- hafinu en safnað hafði verið í allri sögu pólrannsóknanna. Yfirleitt komust menn að því að ísbreiðan við pólinn er stór- kostlegt ísmagn, á stöðugri hreyf ingu. Sums staðar eru aðeins litlir ísjakar eða íshroði, sem auðvelt er að komast í gegnum á hvaða skipi, sem vera skal. Megnið af ísnum er óreglu- legar ísspangir, sem eru að víð- áttu sumar fáein fet, en aðrar þúsundir feta. Eitt af því, sem kom mönnum mest á óvart var það að fáar ís- spangir voru meira en 12 fet á þykkt, en að neðan var ísinn ekki sléttur heldur mjög óreglulegur. Ein af hættunum við rann- sókn undir ísnum er það að vill- ast. Þegar verið er svo nálægt seg- ulpólnum er hætta á því að komp ásar vísi skakkt til. Þó að Naut- ilus hefði einn segulmagns átta- vita og tvo gyroscope áttavita urðu þeir til þess að svipta And erson skipherra og skipshöfn hans þeim heiðri að vera fyrsta kafbátahöfn til að komast til norðurpólsins. Nautilus hélt för sinni áfram. Eftir að þeir fóru fram hjá 83. breiddarbaug tók segulmagns áttavitinn að snúast eins og brjál aður. En gyroscope-áttavitarnir hegðuðu sér eðlilega. Anderson skipherra segir síð- an: “Við fórum yfir 84. og 85 breiddarbaug. Svo virtist, sem norðurpóllinn yrði brátt i hendi okkar.” En svo sem tveim klukkustund um síðar, rétt áður en Nautilus komst að 86. breiddargráðu varð annar gyroscopic áttavitinn rugl: aður. “Þetta gerðist svo skyndi-J lega”, sagði Anderson, “og svo1 óákveðið, að eg starði á það og trúði ekki ir.ínum eigin augum. Þá skildist okkur að þetta var ekki hárri breiddargráðu að kenna. Þráður hafði brunnið sundur”. Þó að mögulegt væri að gera við þetta er gyro-áttviti venju- lega margar klukkustundir að jafna sig aftur. Nú voru siglingafræðingar að reikna út stefnuna eftir segul- magns-áttavitanum, sem snerist cil og frá og finna meðaltal sveifl anna til þess að geta áttað sig. Á 87. gráðu og lengra norður en nokkurt skip hafði komizt. aðeins 180 mílur frá pólnum varð Anderson skipherra mjög nauð- ugur að skipa svo fyrir að snúið skyldi við. Hvað hefði gerzt ef Nautilus hefði í raun og veru villzt? Eða ef hann hefði orðið fyrir slysi meðan hann var á ferðinni undir ísbreiðunni? Anderson skipherra segir: — “Ef við hefðum ekki getað fund ið leið eða op í ísnum, þá hefðum við getað hallað bátnum upp á við og skotið nokkrum tundur- skeytum í ísinn. Og þar á eftir? “Ef við hefðum ekki getað kom iðskipinu öllu upp gegnum ís- inn, þá hefðum við getað komið húsi okkar upp með neðansjávar kíkinum, radartækjunum og senditækjunum. Og svoleiðis hefðum við getað komizt í sam- band við umheiminn. Og víð hefð um líka getað yfirgefið skipið gegnum lúkugat á þiljunum.” Þegar Nautilus að lokum kom aftur undan ísnum var hann með beyglaða neðansjávarkíkja. Það var árangurinn af tveim tilraun- um til að brjótast upp í gegnum ísinn. Þegar hann reyndi í þriðja sinn tókst það. En nægum vísindalegum gögn um hefir verið safnað til þess að gefa sérfræðingum pólsvæð- anna og sjókortateiknurum næga vinnu árum saman. Alls sigldi Nautilus nærri þús- und mílur undir ísnum á 74 kl.st. Þó að tilgangurinn hafi aðal-1 lega verió visindalegur sýndi ferðin möguleika á því að kaf- bátafloti, sem knúinn væri kjarn- orku, gæti starfað undir ísnum borið eldflaugar og önnur vopn, gæti gert eyðileggjandi árásir á óvini, en verið sjálfur óhultur undir ísnum. Frá hvaða sjónarmiði, sem á þessa ferð er litið, ver'Öur hún | skráð sem eitthvert mesta könn-: unarafrek. Skipshöfnin hefir aðeins eina hugsun núna—að fara aftur af stað og komast til norðurpólsins, illa leiðina í þetta sinn. —Vásir 3. marz UNDIRBÚNINGUR STÓR- YELDAFUNDAR Almenningur í öllum löndum,: og þó einkum á Vesturlöndum, bíður þess nú með óþolinmæði og eftirvæntingu, að til samn- inga dragi milli Vesturveldanna og kommúnistaríkjanna. Um leið gerir almenningur sér litla grein íyrir þyí í hverju slíkir samning-; ar ættu að vera fólgnir, heldur vona flestir að bundinn verði endi á kalda striðið með ein-| hverju friðsamlegu og viðunan-; íegu móti, eða eitthvað verði frið samlegra umhorfs í heiminum enj nú er. Rússar gerðu það upphaflega að tillögu sinni að hinn marg-j umtalaði fundur yrði þegar í vor, en Vesturveldin halda þvi fram að nauðsyn beri til að athuga öll mál og málsaðstæður gaum- gæfulega áður, þar var jafnvel talið nauðsynlegt eða að minnsta kosti æskilegt að utanríkisráðhr. þátttökuríkjanna ættu með sér undirbúningsfund, þannig ?tð fyr irfram væri ákveðið um hvað rætt yrði á “aðalfundinum”, og á hvaða grundvelli. Rússar lögð i ust eindregið gegn slíkum undir búningsfundi, ef til viíl hefur þeim fyrst og fremst gengið til að sýna þannig adúð sína á John Foster Dulles hinum bandaríska Nú virðist svo sem vesturveldin WINNIPEG, 16. APRÍL, 1958 FREE... SEED GRAIN TESTS Það er hægt að fá vissu fyrir gæðum heima-ræktaðs útsæðis með því að hafa það prófað þér að kostnaðarlausu. Komið með prufu til UMBOÐSMANNS YÐAR séu hætt að leggja jafn mikla á- herzlu á undirbúningsfundinn. Krefjast þess þó eindregið að “aðalfundurinn” verði rnjög vandlega undirbúinn og komið þannig í veg fyrir að eingöngu verði um nýja “trúðsýningu” að ræða í áróðurskyni. Þykir mörg- um sem nóg sé komið af svo góðu í bili. Segja má að undirbúningurinn sé þegar í fullum gangi að tjalda baki. Bæði í austri og vestri er reynt, að því er virðist, að sam- xæma eftir megni ýmiss sjónar- mið og draga úr átökum. Leið- togar kommúnistaveldanna eiga þar að sjálfsögðu auðveldari leik, þar sem þeir eru ekki eins bundn ir af almenningsálitinu eins og eðlilegt hlýtur að teljast í lýð- ræðislöndum. M|argt bendir þó til að þeir eigi við nokkra örðug leika að etja, ekki sízt Pólverj- arnir, sem virðast vilja ná nokkru pólitísku sjálfræði fyrir rapacki tillögurnar. Það má áreiðanlega gera ráð fyrir að sambúð lýð- ræðisríkjanna og þeirra kom- múnistisku verði að þola ýmiss- legt á næstunni í sambandi við undirbúninginn að fundinum. Vesturveldin vinna nú að mestu leyti í gegnum A.-banda- lagsráðið, sem enn einu sinni sýnir og sannar mikilvægi sitt sem umræðna og viðræðnavett- vangur Vesurveldanna. Það hef- ur sýnt sig að rapacki-tillögun- um hefur smám saman unnizt fylgi meðal þeirra, en eins og kunnugt er f jalla :þær um svæði í Evrópu þar sem bönnuð verði staðsetning allra kjarnorkuvopna —það er þó ekki líklegt að til- lögur þessar hlytu samþykki þeirra eins og þær nú liggja fyr- ir, enda búast Pólverjar ekki við því. Mikilvægastar verða senni- lega umræðumar, sem þær tillög ur vekja, meðal annars hvað eft- irlit með framkvæmd þeirra snert ír, þar eð það er einmitt á eftir- litinu, sem allar afvopnunartil- lögur hafa strandað fyrst og fremst hingað til. Gæti samkomulag orðið um eftirlit með, þótt ekki væri nema svæðisbundna afvopnun, væri þar með stórt spor stigið í rétta átt. Margir munu telja. að þarna hafi gefizt tækifæri til að koma samningaumræðúnum úr þeirri sjálfheldu, sem þær virðast nú komnar í. —Alþbl. 6. marz. Umboð Heimskringlu á Lang- ruth hefir Mrs. G. Lena Thor- leifson góðfúslega tekið að sér. Eru áskrifendur blaðsins beðnir að afhenda henni gjöld og yflr- leitt greiða fyrir starfi hennar eins og hægt er. ★ ★ ★ HEIMSKRINGLA er til sölu hjá Jochum Ásgeirssyni, 685 Sargent Ave. Winnipeg. Hverja erum við að blekkja? 55 Hverjum höldum við að við séum að blekkja með að segja: Börn vor eru ekki þessu lík. Nágrannar vorir eru gott fólk. Við þekkjum þá alla. Áfengisneyzla tíðkast ekki á þeirra samkomum. —Hve mörg börn vina vorra þekkjum við? Hver lítur eftir samkomum þeirra? Hvað al- góður er sá, sem ekur þeim heim? Hverja blekkjum við, er við segjum, “Eg ætla að minka neyzluna þegar börn- in vaxa upp?” Og hvað eru börnin þá gömul? “Þegar eg vex upp, ætla eg að gera eins og pabbi”, segja þau. Þegar þau eru innan við tvítugt eru þau vaxinn upp úr barnaskap og ráða sjálf hvað þau gera. Og eftir það er ekki nikið tækifæri að betrum bæta þau. Hvern er að saka, ef ofdrykkja verður fjölskyldu vorri að falli, vegna vors eigin skeytingarleysis? Við erum ekki að blekkja börnin okkar, vini eða nágranna með skeytingarleysi voru. Þeir vita hver sökina á, ef iHa fer. VIÐ BLEKKJUM OSS SJÁLFA One in a series presented in the public interest by the Departmont of Ktlucation, Room 42, Legislative Building, Winnipeg 1. WHitehall 6-7289

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.