Heimskringla - 30.04.1958, Blaðsíða 1
r'-----
CENTURY MOTORS LTD.
247 MAIN-Ph. WHitehall 2-3311
CENTURY MOTORS LTD.
241 MAIN - 716 PORTAGE
1313 PORTAGE AVE.
■LXXII ÁRGANGUR
WINNLPEG MlfTVlKUDAGINN 30. APRÍL 1958
NÚMER 31.
FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR
Frá verklýðsfélaginu
Verkalýðsfélag þessa lands,
sem nefnt er Canada Labor Con-
gress, vakti talsverða athygli
rneð ársfundi sínum, er það hélt
hér s.l. viku.
Félagið hefir eflaust fært út
kvíarnar á síðast liðnum tveim-
ur árum, eða síðan 1956, að það
var myndað í Canada úr þeim
samtökum, er hér voru fyrir. En
þó vantar mikið á að félagið sé
eins víðtækt og ætla mætti.
Árið 1956 var tala alls verk-
lýðs Canada áætlaður 5—6 milj-
ónum manna. Af þeirri tölu
heyrðu þá verkalýðssamtökum til
23% eða um ein miljón manna.
Og tveir þriðju félagsmanna,
voru í erlendum samtökum,
bandarískum, en sem samband
höfðu við alþjóðasamtök.
Þessi bandarísku félög voru
bæði American Federation of
Labor og CIO verklýðsfélögin
syðra. Þó að þau sameinuðust
sin á milli og Canada samtökin
yrðu hluiti af þeim, grendi þessi
tvö félög á um eitt mál mjög
mikið. En það var um afskifti af
stjórnmálum. A.F. of L. vildi
aldrei hafa neitt með stjórnmál
að gera, en C.I.O. vildi ávalt
reyna að koma máli sínu fram á
þann hátt, og gerir það enn.
Naut CCF flokkurinn stuðning
af því, en hvort verklýðssamtök-
in hafa gert það, þykir vafa mál.
Og Jodoin, formaður Canada
Labor Congress, og stjórnari árs
fundarins, var á þessu ársþingi,
c.l. viku, á móti þátttöku í pólit-
ísku starfi. En svo fóru samt
leikar á þinginu hér að nefnd
var kosin til að rannsaka málið
og á að koma með tillögur að
tveim árum liðnum, um skipun
nýs pólitísks flokks, sem svo á
að gera að einum lið í stofn- eða
starfsskrá samtakanna.
Ýmsir innan samtakanna héldu
þó fram að þetta væri tilraun til
að vekja CCF flokkinn upp frá
dauðum er í valinn féll í kosn-
ingunum 31. marz. Var ennfrem-
ur á það bent, að kosningar þær
sýndu hvernig farið gæti, ef á
mátt pólitískra flokka ætti að
^yggja tilveru samtakanna. En
ekkert gat kveðið tilraunina nið-
ur.
Barátta fyrir kauphækkun
hefir veríð álitin mesta mál sam-
takanna. Efiaust hefir hún ein-
hverju orkað til góðs, þó yfir.
leitt sé álitið, að hin slæmu áhrif
verðbólgu og dýrtíðar spretti
einnig upp í spori verðhækkunar
að einhverju leyti. Hitt er meiri
galli, að þetta frumstarf samtak-
anna, er svipaðra almennri kaup-
mensku en nokkru öðru að því
leyti, að hún er offáum af heild-
ínm gróði meðan hún nær aðeins
til félaga innan samtakanna, en
ekki f jöldans, eða þrjá-fjórðu
allra vinnenda, sem skattinn
greiða þó, sem henni er samfara
eigi síður en aðrir.
Kosning Canada Labor Con-
gress fór þannig á Winnipeg-
þínginu, að forseti var endurkos-
inn Claude Jodoin til tveggja
ára. En vara-forsetar voru kosn-
ir Bili Dodge frá Montreal og
Stanley Knowles, Winmpeg. Var
áður aðeins einn vara-forseti.
tkvæði var greitt á þinginu
iTieð stuðningi við kindara í máli
jæirra við CPr félagið, en ekki
var hægt að skilja, hvort, það
meinti aðstoð við Iþá í verkfalli
*®a friðsamlega samnings
Tvö ^®fög eða deildir voru
re nar úr samtökunum fyrir að
hafa brotið lög Canada Labor
Congress, og óhlíðnast bending-
um yfirfélagsins. Það voru for-
ingjar Technical Engineers og
Operating Engineers, er tilkynt
var þetta á þinginu. Hefir hið
fyrnefnda félag 1300 félagsmenn
en hið síðarnefnda 10,000.
John Diefenbaker stjórnanfor-
maður Canada hélt ræðu á þing-
inu. Var hún ópólitísk en loforð
um miklar fjárveitingar til at-
vinnubóta. Verkamálaráðherra
Starr var einnig á þinginu og
ræddi um atvinnubætur.
MR. and MRS G. S. THOR-
VALDSON HEIDRÚÐ
AF ÍSLENDINGUM
í þágu þjóðernis vors.
Virtist oss kvöldið í þessu efni
minna á það, er íslendingar forð
um settust við eldinn, og sögðu
sögur íslenzkra kappa, sér til
bvatningar og dáða. Meðan á
slíku bærir í hugum Vestur-ís-
lendinga er ekki úti öll von um
þýðingu þjóðræknisstarf þeirra.
Hjá því fer varla, að fyrir það
eignumst við fleiri og fleiri unga
menn af íslenzku bergi brotnu,
er skipaðir verði sökum mann-
dóms og góðra hæfileika i mest
varðandi stöður þessa þjóðfélags.
Hópurinn sem þarna var stadd
ur tók að skilnaði í hendur heið
urshjónunum þakkaði þeim lang
an og góðan kunningskap og vin
áttu, og árnuðu þeim heilla.
Um 190 manns sóttu heiðurs-
samsæti er Mr. og Mrs. G. S.
Thorvaldson var haldið s.l. mánu
dag á Royal Alexandra hótelinu
af Þjóðræknisfélagi íslendinga
og Icelandic Canadian Club.
Tilefni samsætisins var að
heiðra hjónin hér, áður en þau
flyttu til Ottawa, þar sem þau
munu framvegis búa, að miklu
leyti eða alla jafna yfir þingtím
ann.
í söng og ræðuhöldum sem
stóðu yfir fullar 5 klukkutíma,
tóku þessir þátt:
Séra Philip M. Pétursson,
stjórnaði samsætinu fynr hönd
Þjóðræknisfélagsins.
Grettir Jóhannson, konsúll, las
upp heillaóskaskeyti, er heiðurs-
gestunum bárust frá Hermanni
Jónassyni, forsætisráðherra ís-
lands, John Diefenbaker, stjórn
arformanni Canada, Douglas
Campbell, forsætisráðherra Man'
itoba, Duff Roblin, foringja í-
haldsflokks þessa fylkis, Valdi 1
Orð málsmetandi manna
Eisenhower forseti segist
reiðubúinn að leggja niður til-
ratmasprengingar, þegar sér sé
sýnt fram á, að það sé örugt.
*
Dulles, ríkisritari, kveður
Khrushchev með einu hafa stuðl-
að að betra ssunkomulagi við
Bandaríkin, en Bulganin. Það sé
með að skrifa styttri bréf, en
hann.
ÁV ARP
forseta Sumarmálasamkomu
kvenfélags sambandssafn-
aöar í Winnipeg
24. apríl 1958
mar Björnssyni, féhirði Minne-j
soat og Ralph Pypus, forsetaj
verzlunarráðs Canada.
^rni ggertson lögfr. mælti fyr1
ir minni Mrs. Thorvaldson og
Walter J. Lindal dómari fyrir
minni Mr. Thotvaldsonar. Aðr-.
ir ræðumenn voru dr. Gestur j
Kristjanson, forseti Icel. Can. j
Club, og Frank Olson fyrir hönd
Þjóðræknisdeildarinnar á Gimli.
Af skyldmennum heiðurs gest
anna voru þeim færðir minjagrip
ír frá íslandi. Og blóm voru Mrs.
Thorvaldson afhent af Mrs. G.
Levy.
Með söng skemtu séra Eric
Sigmar og frú hans, við orgelið
var Mrs. Ken Honey.
Á meðal gesta samsætisins
voru: Dr. 0g Mrs. Thorbergur
Thorvaldson frá Saskatoon. Enn
fremur þessir þingmenn: Eric
Stefanson, þingm. fyrir Selkirk
dr. Steinn Thompson fyikisþ.m;
frá Gimli. Gordon Chown, þing-
maður. Elmer Guttormsson fyik
isþingm. frá St. George kjör-
dæmi.
Áður en skemtiskrá fór fram
neyttu menn rikmannlegrar mál-
tiðar.
Um ræðurnar mætti margt
gott segja. Langorðastur var vafa
laust W. J. Lindal dómari. Var
ræða hans eiginlega háskólafyrir
lestur um samrunna hinna mörgu
þjóðerna þessa lands—fróðlegt
og vel skrifað erindi. Þá var og
erindi Mr. Thorvaldsonar mjög
fróðlegt og vel samið ágrip af
stjórnarsögu eða stjórnarstefnu
Bretaveldis og sýnt á sama tíma
að þar væru stoðir sjórnskipu-
lags þessa lands, og staldraði höf.
nokkuð við sögu öldungadeildar
þýðingu hennar og tilgang.
Kvöldið var skemtilegt og fána
íslenzks þjóðernis haldið hátt á
lofti. Hinum nýja senator var
þakkað óspart fyrir afrek unnin
Eg vil setja þessa samkomu
með því, að bjóða ykkur öll vel-
komin hingað. Tek eg um leið
þetta tækifæri til þess að óska
ykkur gleðilegs sumars. Er það
gamall og góður siður, sem við
höfum haldið við hér, á meðal
okkar frá fyrstu tíð okkar hér
í landi.
Á íslandi er sumardagurinn
fyrsti einn fagnaðarríkasti dag-
ur ársins, og jafnvel þó hann
væri stundum kaldur, þá kom
hann ávalt með vonina um hlýj-
indi og fegurð sumarsins. Vet-
urinn var að hverfa, og í hans
stað var sumarið að ganga í garð,
með angandi gróður og bjarta
langa daga. Bráðum mátti eiga
von á sumarfuglunum sunnan úr
löndum. Þrátt fyrir erfið ferða-
lög, yfir höfin breiðu, gleymdu
þeir aldrei sínu gamla landi, þar
sem þeir höfðu fæðst og alist
upp. Var lóan þeirra skemtileg-
ust, og með þeim fyrstu, sem
settust í túnin með hörpuna
sína. Um hana kvað Páll Ólafs-
son eina af sínum snilldar vísum
við komu sumarsins:
Lóan er komin, að kveða burt
snjóinn
að kveða burt leiðinidin, það
getur hún.
Hún hefir sagt mér að senn
komi spóinn,
sólskyn í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna
minna,
eg sofi of mikið og viti ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og
vinna
og vonglaður taka nú sumrinu
mót.”
Á íslandi á hver mánuður sitt
eigið nafn, og eiga nöfnin að
tákna áhrif veðurfars árstíðanna
á land og lýð. Þorri hófst með
bóndadegi um miðjan janúar, og
var oftast harðindasamur 0g
reyndi mest á þólgæði og þrek
bóndans.
Góa, byrjar með konudegi,
um miðjan febrúar og reyndi hún
< mi i i- r. . .v
þar sem forðabúrin voru að tæm
ast.
Á eftir henni tók við Einman-
uður, og hófst með yngismanna
degi; því þá fór æskan að líta til
veðurs, og vetrarríkið byrjaði að
leysast upp við hækkandi sól
og lengri daga.
Harpa, sem byrjar á Sumardag
inn fyrsta, er jómfrúdagurinn,
og þá klæddust allar ungar meyj-
ar sínum fínustu búningum, en
nafnið Harpa táknar nýju hljóm
ana sem bærast í ríki náttúrunn-
ar í öllum áttum, þá styllir Harp
an strengi sína og hljómar henn-
ai berast frá hafi til heiða og
klettarnir taka undir hið mikla
samspil lofts og lagar. Landið
klæðist nýjum búningi. Nú klæð
ist það í græna kjólinn, og bláa
upphlutinn sinn. Hvíta höfuð-
djásnið, sem það ber skartar, ef
til vill í slæðum til þess að verj-
ast ofbirtu frá langdegissól sum
ardagsins. Allt hjálpast að til
að fagna komu sumarsins. Ár og
iækir brjótast úr böndum og
oera þau á herðum sér út í hafið
stóra. Fossarnir syngja sterkum
rómi, sem er eins og undirspil
\ ið klið loftsins. Þenna dag vakir
í veðri undraverð breyting á
öllu. Allar uppsprettur færast í
aukana, og hreinsa farvegi sína
alla leið að ósi farm. Er það ljós
uenuing til íbúanna að nú sé
kominn tími til þess, að gera
slíkt hið sama. Nú er náttúran
aö hreinsa til í sínum heimkynn
um og afmá allt myrkur af jörð-
inni. Allt verður því að hverfa,
sem ekki á heima i ljósi dagsins,
og sem áður var myrkri hulið.
Bráðum kemur Jónsmes&udagur
iarðlífsins, á ættjörð okkar, þe'1-
ar öll nótt hverfur úr ríki nátt-
úrunnar og í stað hennar lifir
dagur í öllum áttum og hið innra
í lífi þjóðarinnar sjálfrar.
Það er því ekki furðulegt, að
við, sem eigum þessar minningar
frá æskuárunum, viljum halda
við minningu sumardagsins
fyrsta. Hann er enn með okkur
þó að fjarlægðir skilji bæði í
tíma og rúmi. Og hann mun
halda áfram með sitt fagnaoar-
erindi til þjóðarinnar heima til
daganna enda. Þessi hátíðar
predikan, í ríki náttúrunnar, á
Hörpunni, og samsöngur sumar-
dagsins til að fagna endurvakn-
ing lífsins, á jörðunni, hefir orð
ið áhrifaríkt í uppeldi og trúar-
lífi þjóðarinnar frá fyrstu tíð.
Um þetta hafa skáldin ort sín
fegurstu ljóð og sálma, sem lifað
hafa á vörum þjóðarinnar öld
eftir öld. Kennimenn þjóðarinn-
ar hafa fundið orðum sínum stað
í texta sumardagsins. Áhrif
hinnar ytri náttúru hafa þannig
á öllum timum beint huganum
inn á við, til þess sem mest er
um vert í lífi manna: að greina
Guð í alheimsgeimi og í sjálfum
sér. Það er hið mikla fagnaðar-
erindi sumardagsins fyrsta*
Marja Björnsson
um sínum og frásögnum í viku-
blöðum vorum og í tímaritinu
“The Icelandic Canadian”. Þess
ar endurminningar hans, sem eru
fjölritaðar í bókarformi, eru all-
stór bók, rúmar 100 bls. Eru þær
skráðar á ensku og nefnast —
“Three Times A Pioneer”, og er
það réttnefni, því að höfundur-
inn hefir þrisvar numið land, en
er kunnastur sem landnámsmað-
ur í Peace River héraðinu í Al-
berta, og kennir sig við þá byggð.
En þriggja ára gamall kom hann
árið 1883 vestur um haf til Nýja
íslands með foreldrum sínum.
Praman af árum vann hann við
ýmis störf bæði í Manitoba og
Norður-Dakota, nam þvínæst
land í Saskatchewan og síðan í
Alberta, eins og að ofan getur.|
Hefir því margt drifið á daga
hans, en hann er minnugur vel,|
eins og jþessar endurminningar
sýna.
Frú Hólmfríður Danielson
hefir annast undirbúning útgáfu
endurminninganna, og notið við:
það starf aðstoðar Hjálms manns'
síns. Fer höifundur um það verki
þeirra miklum viðurkenningar-
orðum í sérstökum aðfaraorðum|
að bókinni. I gagnorðum eftir-
mála gerir frú Hólmfríður einn-
ig grein fyrir höfundinum, ættí
hans Og uppruna, og afkomend-
um, sem margir eru orðnir vestan
hafsins.
Sjálfur fylgir Magnús endur-
minningunum úr hlaði með stutt-
um formála, þar sem hann leggur
lesendum, og sérstaklega yngri
kynslóðinni, nokkur heilræði út
frá langri lífsreynslu sinni.
Um endurminningarnar í heild
sinni er annars það að segja, að
þær eru bæði mjög læsilegar og
fróðlegar, sagðar á látlausan hátt
en með persónulegum blæ, sem
eykur á gildi þeirra. Kennir þar
margra grasa, því að höfundur-
ínn hefir frá mörgu að segja,!
bæði úr eigin lífi og af landnemj
alífinu á þeim slóðum, sem hann
hefir átt dvöl fyrri og síðar á
langri ævileið. En þó að endur-
minningar þessar séu sérstaklega
persónusaga höfundar, koma þar
einnig margir aðrir við sögu, og;
þar er brugðið upp glöggum og|
athyglisverðum myndum frá
landnamsárum fslendinga vestan
hafs, og bókin því, að öllu at-
i huguð, góð viðbót við það, sem
[um það efni hefir áður verið rit-
að, ekki sízt á enska tungu.
Bókin kostar $2.50 og má
pata hana frá Mrs. H. F. Daniel-
son, 869 Garfield St., Winnipeg,
eða frá höfundinum, 1135 Stayte
Road, White Rock, B.C.
Richard Beck
HITT OG ÞETTA
FRÓÐLEGAR ENDUR-
MINNINGAR
í forsetaskýrslu minni á þjóð-
ræknisþinginu, sem prentuð hef
ir verið í báðum vestur-íslenzku
vikublöðunum, lét eg þess getið,
að út væru komnar endurminn-
ingar eftir Magnús G. Guðlaug-
son landnámsmann. Þar sem mér
hefir verið send bók þessi til
umsagnar, vil eg nú fara um
hana nokkrum fleiri orðum, en
það hefir dregist vegna mikilla
anna minna, enda bíða umsagn-
ar hjá mér af sömu ástæðum
margar aðrar bækur.
Magnús er áður kunnur vest-
ur-íslenzkum lesendum af grein-
Patricia Nixon, 44 ára, sem er
eiginkona Nixon vara-forseta,
var sæmd heiðurstitli af stóru
húsmæðrafélagi í Bandaríkjun-
um og öðlast hún titilinn : “Fyr-
irmydarfiúsmóðir á þjóðarmæli-
kvarða . í tilefni þessa var henni
gefin silfurskál sem var á stærð
við súputarínu. Þess var getið,
að hún væri f jölda mörgum kven
legum dygðum prýdd og þar með
var talið að “hún reyndi aldrei
til þess að setja eiginmann sinn
i skuggann.”
—Mbl. 16. marz.
•
Prófessor í lífærafræði við há-
skólann í Suður-Kaliforníu, —
Savage að nafni, hefir sagt, að
ef maðurinn haldi áfram að auka
þægindi sín og vélanotkun til
margra hluta, muni fara svo, að
eftir 6—7000 ár verði fæturnir
ekki lengur nothæfir til gangs,
jog ekki verði “stingandí strá” á
höfði manna. fHvað bað síðara
snertir eru nú þegar til einstak-
lingar, sem eru komnir á það
“framfarastig”). —Vísir 11. marz
•
Sovétstjórnin hefur tilkynnt,
að gerð verði kvikmynd um “á-
gæta baráttumenn friðarins”.
Er þess getið, að rauði klerk-
urinn brezki, dr. Hewlett John-
son, verði meðal þeirra, sem
myndin mun fjalla um, og Paul
Robeson hinn bandaríski. (Von-
andi fær einhver íslenzk friðar-
dúfa að fljóta með.)
—Vísir 5. marz
•
Menn myndu geta lifað á
plánetunni Mars, en þeir yrðu
að klæðast sérstökum geimfara-
klæðum. Ástæðan er sú, að loft-
þrýstingurinn á Mars er svipað-
ur og í 15 þúsund metra hæð frá
sjávarmáli.
Frá þessu skýrði dr. Hubertus
Strughold við læknaskóla flug-
hers Bandaríkjanna. Hann segir
að sennilega sé vatnsskortur á
Mars, en verið geti, að nokkrar
tegundir af jurtum nái að blómg
ast þar. Loks gat hann þess, að
græni liturinn á Mars sem
stjörnufræðingar hafa séð sé
sennilega ekki jurtagróður eins
og við þekkjum. —Alþbl. 6. marz
•
Úr. Vísir—Ákveðið hefir verið,
að leyfður verði innflutningur
100 rússneskra jeppa á árinu.
Eins og áður verður sérstakri
nefnd falin úthlutun þeirra, og
hefir hún tilkynnt, að allar fyrri
umsóknir um slíka bíla teljist úr
gildi fallnar og skuli menn end-
urnýja umsóknir sínar fyrir 22.
apríl.
•
Á fundi skógræktarmanna var
upplýst, að í vor yrðu til sölu
i,5 millj. plantna í skógræktar-
stöðvum landsins, og er það mikil
rukning og gleðileg. Á síðastl.
ári höfðu skógræktarfélögin
ráðunaut, sem ferðaðist um land
ið og leiöbeindi. Þótti það gef-
ast vel. Fundur þessi samþ. þá
áskorun til ríkisvaldsins, að
Landgræðslusjóður fái auknar
tekjur af vindlingasölu.
—Dagur
•
í vetur er verið að smíða i
Hrísey 8 lesta þilfarsbát, sem fyr
irhugað er að nota til fólks- og
vöruflutninga milli lands og eyj-
ar. Báturinn mun halda uppi ferð
um til Dalvíkur, Litla-Árskógs-
sands og Hauganess.—Bátnum
er ætlað að rúma 25 farþega. —
Yfirsmiður við smíði bátsins er
Júlíus Stefánsson.
•
Taldar eru líkur á, að i skjala-
safni í Tyrklandi hafi fundizt
frásögn um ránsferð til íslands,
(Tyrkjaárið 1627), rituð af ræn-
mgjaforingjanum. Mun þessi frá
sögn vera uppistaðan í bók um
þetta efni, er sagt er að sé nýlega
út komin í Tyrklandi. Sé þetta
rétt, má búast við að bókin varpi
skýru ljósi á þessa sögulegu og
hörmulegu atburði í sögu okkar.
Það var mikið óveður með
þrumum og eldingum og móðir
in hélt að sonur hennar ungur
mundi verða hræddur, svo að hún
læddist inn til hans að hugga
hann. Drengurinn opnaði aug-
rn og tautaði:
Hvern fjandann er pabbi nú
að gera við sjónvarpið?
•
Ritstjóri blaðs nokkurs fékk
eftirfarandi bréf frá einum les-
anda:
Herra Ritstjóri, ef þér hættið
ekki að prenta skrýtlur um nízka
fslending, þá hætti eg að fá blað
yðar lánað.