Heimskringla - 30.04.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 30.04.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIHSXRIMGLA WINNIPEG, 30. APRÍL 1958 Blcimskriitpla mntrnufi l»n Kemur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 868 Arlim>ton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Thr Viking Press Limited, 868 Arlington St., Winnipeg 3 Ritstjóri: STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 ArUngton St. Winnipeg 3, Man. HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 ArUngton St., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce -4-6251 Authorlaed gg Second Claag Mctll—Pogt Offlce Dept., Ottawq WINNIPEG, 30. APRfL 1958 STÓRMERKILEGAR TILLÖGUR UM SAMSTAF AUSTUR- OG VESTUR-ÍSLENDINGA BsDklingur hefir Heimsklinglu borist, saminn af Árna Bjarn- arsyni, er um sarfstarf Austur- og Vestur-íslendinga f jallar. Ger- ir höfundur grein fyrir í 40 tillögum hvað gera þurfi. Ræðir hann ekki aðeins hverja tillögu út af fyrir sig, heldur beinir þeim einn- ig til stjórnar íslands og Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga sem hann álítur aö nofnd ættu að skipa beggja megin hafsins og gang- ast fyrir fr?mkvæmdum, og það sem allra fyrst. Skrifar Stein- grímur Stei iþórsson fyrverandi forsætisráðherra inngang að bækl- mgnum og líst vel á tiilögur Árna Bjarnarsonar og samstarf Aust- ur og Vestur-íslendinga. Tillögur sinar segir Árni, að komið hefðu sér í hug er hann Jas um tvenn merkileg landnáms afmæli .hér vestra er haldin voru fyrir tveim árum. Hið fyrra var aldar-afmæli Utah-bygðar. Hitt var 80 ára afmæli Nýja-íslands-bygðar. Bæði þau afmæli og þjóð- ræknisstarf Vestur-fslendinga síðan og fram til þessa tíma, beri samhug þjóðarbrotsins og heima þjóðarinnar, fagurt vitni ættjarð- arástar og megi ekki siitna. En eftir því, sem tímar líða, yrði með hverju ári, erfiðara tim þjóðræknisstarfið, og Vestur-íslendingum einum yrði ofraun, að halda samstarfi því, sem til þessa hefði átt sér stað. Þeir hyrfn að vísu ekki eins og Grænlands-faramir forð- um. Það geyrndust minningar sem hér hefðu skráðar verið um þá. En yrði ekkert frekar aðhafst, fram yfir það sem nú væri gert, gæti sagan endanlega orðið lík Grænlandsfaranna. En tilhugsunin ein um það, væri ekki hin bezta. En frá þessu skal nú hverfa, og birta hér tillögur Árna. TILLÖGUR UM AUKIÐ SAMSTARF ÍSLENDINGA VESTAN HAFS OG AUSTAN GAGNKVÆM LAND- KYNNING 1. Stofnuð verði íslenzk ferða- og upplýsingaskrifstofa í Win- nipeg. 2. Útvarpað verði frá Ríkisút- varpinu einu sinni í viku fréttum af íslendingum í Vesturheimi. 3. Ríkisútvarpið hafi 2 Vest- mannadaga árlega. 4. Teknar verði upp á segulband dagskrár til sendingar vestur um haf, til flutnings þar í útvarp eða á samkomum fslendinga. 5. Vestmannadagur verði hald- inn árlega á Þingvöllum. 6. Unnið verði að stofnun deilda Þjóðræknisfélagsins sem víðast á fslandi. 7. Efnt verði til bréfaskipta milli íslenzkra námsmanna í skólum hér og í Ameríku. 8. Framkvæmdanefndir verði stofnaðar, bæði á fslandi og með al íslendinga í Vesturheimi, til að vinna að aukinni samvinnu milli íslendinga báðum megin hafsins. HEIMBOÐ OG MANNA- SKIPTI 1. Árlegt heimiboð 40—50 vest- ur-íslenzkra æskumanna til dvalar á góðum íslenzkum sveita heimilum 2—3 mánuði að sumr- inu. 2. Ókeypis námsdvöl nokkurra vestur-íslenzkra námsmanna í ís- lenzkum skólum. Nemendaskipti geta einnig komið til greina. 3. Skipti á starfsmönnum í ýms- um atvinnugreinum. 4. Skipti á ferðamannahópum með líkum hætti og verið hefur við Norðurlönd. 5. Stofnað verði dvalarheimili eða gestaheimili á íslandi fyrir þá Vestur-íslendinga, sem kæmu hingað til stuttrar dvalar. 6. Fulltrúar séu sendir héðan á hvert Þjóðræknisþing í Win- nipeg og öll hin stærri landnáms- afmæli. 7. Unnið verði að því, að koma á vinabæjasambandi milli íslenzkra bæja og þeirra borga og bæja vestan hafs, í Canada og Banda- ríkjunum, þar sem flest fólk er af íslenzkum ættum. MENNINGARMÁL 1. Kennslustólar í íslenzkum fræðum við háskóla vestan hafs séu studdir héðan að heiman m. a. með sendikennurum. 2. Kennslubók í íslenzku verði gefin út til afnota fyrir íslend- inga fædda í Ameríku. 3. Sendir verði fyrirlesarar vest- ur um haf og vestur-íslenzkum menningarfrömuðum boðið heim árlega. 4. Gerð verði kvikmynd af ís- landi nútímans, og hún send til sýningar vestra. 5. Efnt verði til sögulegrar kvik myndar af vesturferðum íslend inga á s.l. öld. 6. Landnemar þeir, sem enn eru á lífi vestan hafs, verði heimsótt ir, og samtöl við þá tekin á segul band. 7. Unnið verði að áframhaldi á ýtarlegri landnámssögu íslend- inga í Vesturheimi. 8. Hafist verði handa um að af- rita eða mynda úr kirkjubókum eða manntalsskrám vestra, allt það, er snertir fslendinga eða menn af íslenzkum ættum. 5. Hafin verði æviskrárritun fs- iendinga í Vesturheimi, bæði þeirra, er vestur fluttust og af- komenda þeirra, með líku sniði og íslenzkar æfiskrár. Safnað verði myndum allra þeirra, er til næst. 10. Gerð verði gangskör að því að safna handritum Vestur-ís- lendinga til varanlegrar geymslu. 11. Komið verði upp sýnishorni af frumbýlingshúsi í einhverri FURÐUSKEPNAN í FJóS- INU Fyrir nokkru gerðist það á Frakklandi, að Coty forseti heiðraði kú eina við opinbera athöfn með því að kyssa hana á báða kjamma fyrir frábæra mjólk urlægni og afurðagæði. í Banda- ríkjunum eru til kýr, sem hafa hlotið fleiri) heiðursmerki en margir þarlendir hershöfðingjar. Slíkar viðurkenningar eru ekki illa til fallnar. Engin skepna er okkur nytsamari en mjólkurkýr- ín. meginbyggða Vestur-fslendinga, og sögulegu minjasafni. 12. Stuðningur við vestur-ís- lenzk blöð, tímarit og bókaút- gáfu. 13. Ókeypis blaða- og bókasend- ingar til menntastofnana, skóla, elliheimila o.s.frv. í byggðum ís- lendinga í Vesturheimi. 14. Send verði árlega jólakveðja til vestur-íslenzkra barna frá ís- lenzkum börnum. 15. Stutt verði að stofnun ís- lenzkra leikflokka og söngflokka í borgum og bæjum vestra, þar sem Íslendingar búa. 16. Fréttaritari fyrir íslenzk blöð og útvarp starfi vestan hafs.; VIÐSKIFTI OG FLEIRA 1. Verzlunarfulltrúar og mark- aðsleitarmenn verði sendir vest- ur um haf og leitað samvinnu við Vestur-íslendinga í þeim efnum. 2. Árleg heimilisiðnaðar- og iðn sýning verði haldin í borgum og bæjum vestan hafs, og í einhverri af hinum stærstu íslendinga- byggðum þar. 3. Árleg bóka- og blaðasýning verði haldinn í Winnipeg og stutt að íslenzkri bókaverzlun og bókaútgáfu þar. 4. íslenzk verzlun verði stofn- uð í Winnipeg og e.t.v. víðar, er hafi íslenzkar framleiðsluvörur til sölu og sýnis. 5. Leitað verði samstarfs og stuðnings Vestur-íslendinga í skógræktarmálum, t.d. um út- vegun trjáfræs og trjáplanta, og námsdvalir íslenzkra skógrækt- armanna á skógræktarstöðvum vestan hafs. 6. Þjóðræknisfélög íslendinga vestan hafs og austan hafi for- göngu að því, að greitt verði fyr ir því að íslendingar báðum meg- 'i hafsins geti skipzt á gjafa- ögglum, einkum fyrir jól og við nnur hátíðleg tækifæri. ÝMISLEGT , Stutt verði að stofnun íslend- ígahúss í Winnipeg. , Auglýst verði eftir tillögum íeðal íslendinga vestan hafs og ustan, hvað gera skuli til auk- ís samstarfs milli þjóðanna, og vað af þessum tillögum þeir slji brýnasta nauðsyn að fram- væsna fyrst. . Leitað verði upplýsinga um, vað hinar Norðurlandaþjóðirn- r hafa gert og gera til að halda ið sambandi og samstarfi við mda sína í Vesturheimi, og ef il vill taka upp samvinu við þær, f heppilegt reyndist og fram- væmanlegt. • Útskýringar og greinargerð yrir tillögum þessum, eru svo ;erð á 35 blaðsíðum í bæklingn- im. Þær verða ef til vill síðar irtar eða ræddar en verða þó ð bíða fyrst um sinn, eða þar il skriður er kominn á málið og ieirra er brýnni þörf. Ágrip til- aganna, sem hér er birt, vekur thygli til að byrja með. Höfundur þeirra á ómælt þakk æti skilið fyrir að hreifa eins rel og raun er á þessu þarfa máli, •arfasta og hugljúfasta málinu em í brjósti hvers góðs ís- endings býr. Mjólkurfræðingar hafa áætlað, að væri ársframleiðslu af kúa- mjólk hellt á pott-flöskur og þeim raðað hlið við hlið, mundi slík flöskufylking ná meira en f jögur hundruð sinnum kringum jörðina. Minna en helmingur þessa óhemju magns fer til suðu og drykkjar. Nokkur hluti fer til framleiðslu á.um það bil fimm billjón kg. af smjöri, hálfri þriðju billjón kg. af osti og —í Bandaríkjunum einum—tuttugu og þrem milljónum lítra af rjóma Heilbrigðisstjórn Bandaríkjanna fullyrðir, að engin fæðutegund taki mjólkinni fram. Segja má, að fyrir tilverknað mannanna sé kýr nútímans orð- tn háþróuð mjólkurverksmiöja. Frá náttúrunnar hendi er kúnni ætlað að ala einn kálf á ári og mjólka honum um 175 lítra alls. Ennþá á hún aðeins einn kálf á ári, en fyrir atbeina mannsins, —með bættri fóðrum, hirðingu! og ikynbótum, mjólkar hún nóg handa 15 eða 20 kálfum og hún mjólkar tíu mánuði ársins í stað rtokkurra vikna. Meðalkýr bandarísk gefur nú af sér 2525 lítra á ári, næstum því tvöfalda meðalnyt ársins 1910. Kýr í California eru fremstar með 3730 lítra meðalársnyt. Ein kýr í Michigan mjólkaði hvorki meira né minna en 18.664 lítra á einu ári, En heimsins beztu kýr eru í Hollandi, Belgíu og Dan- mörku. Kýrin er efnaverksmiðja og vinnur furðuverk á því sviði. Vömb hennar, hið fyrsta og stærsta hinna fjögurra maga- hólfa, tekur mannlegum maga langt fram. í vömbinni hafast við um 50 tegundir gerla, sem breyta köfnunarefnasamböndum grasanna sem hún étur, í eggja- hvítuefni; þessir gerlar fram- leiða B-vitamín, sem við og flest ar skepnur verða að fá með fæð unni; þeir breyta kornhýði og öðrum ólíklegum fóðurefnum í fyrirtaks orkugjafa. Eftir að hin grófari fæða kýr- innar hefur verið í þessari inn- vortis efnasmiðju í eitt dægur, snýr hún aftur í smátuggum upp í munn hennar, blandast munn- vatni og malast undir jöxlum,— kýrin jórtrar og kyngir aftur. Kýrin framleiðir um 45 lítra af munnvatni daglega og auk þess nálega pund af natríumtvíkar- bónati til aðstoðar við melting- una. Annað magahólf kýrinnar,; keppurinn, er poki með þykku fóðri. Þetta hólf mætti kalla ruslakistu, því að þar verða eftir naglar og annað málmkyns, sem kýrin gleypir í haganum eða úr heyinu. Venjulega gengur kýrin æviskeið sitt ótrufluð af þessu járnarusli, þó að stundum sé upp; skurður óhjákvæmilegur til að bjarga lí-fi hennar. Þriðja hólfið, lakinn, er vöðva mikið og vindur mestu vætuna úr fóðrinu. Fjórða hólfið, vinstr! ið, gegnir svipuðu hlutverki og magi í manni. í vinstrinu meltir! kýrin þær billjónir gerla, sem unnu úr köfunarefnasamböndun-] um í vömibinni, sjálfum sér til vaxtar og viðgangs. Grastuggan cr alls fjóra sólarhringa á leið- inni gegnum meltingarfæri kýr- innar og næringarefnin úr henni að komast inn í iblóðrásina. Góð kýr skilar einum lítra mjólkur fyrir hver tvö og hálft kg. af fóðri, sem hún étur (Er þá miðað við kraftfóður). En kýrin hefur jafnan einþykk verið og setur sjálf sín skilyrði fyrir því, að þessu mjólkurmagni sé skilað mjaltamanninnum. Hún á það til að halda eftir hluta af nytinni eða jafnvel henni allri ef illa liggur á henni, hún er óánægð með vistarveru sína eða hefur horn í síðu þess, sem mjaltar hana. “Enginn skepna krefst eins mikillar natni og kýrin”, segir dr. William E. Petersen, próf. í mjólkurvinnslufræðum við Bún aðarháskóla Minnesotafylkis. — “Sé talað vingjarnlega við hana og henni sýnd nærgætni og alúð, græðir hún sig ótrúlega. Jersey kýr ein, sem eg þekkti, jók nyt- ina um 60% við það að maður, sem henni geðjaðist vel að, tók við hirðingu hennar. Á örum stað var geðstirðum fjósamanni, sem hafði ýmugust á kúm, vikið úr starfi og annar geðgóður og rólyndur ráðinn í hans stað. Áó- ur en vika var liðin, hafði hver kýr í f jósinu grætt sig að meðal tali um fimm potta á dag.” Stundum geldast kýr við það eitt, að sjá ókunnan hun*d eða kött í fjósinu á mjaltatíma. — Verði þær fyrirlangvarandi skap raun, hverfa mjólkurefnin úrj júgrinu aftur til blóðsins og kýr! in tekur að þorna. Nokkur ár eru síðan mjalta- rnenn sem höfðu útvarpsviðtæki sér til dægrastyttingar í f jósinu, tóku að veita því eftirtekt, að kýrnar græddus við að hlusta á hljómlist. Nú eru margir bændl ur farnir að hafa útvarps- eða grammófóntónlist í fjósunum á mjaltatímum. Sumir segja, að' Vínarvalsar séu sérstaklega á- hrifaríkir. Rannsóknir á hegðun dýra, sem gerðar hafa verið í Cornell- háskóla, sýna, að svín eru greind ust .tamdra grasbíta, en kýr í fjórða sæti eftir múldýrum og hestum. Þó fer því fjarri, að kýr séu heimskar. Það er hægt að kenna þeim að opna fóðurkassa með því að ýta með höfðinu á á- kveðnar fjalir og opna klinkur með hornunum. Og þess eru dæmi, að kýr hafi ratað heim eft- ir að hafa verið seldar á annan bæ, tugi kílómetra í burtu. Fróðir menn segja, að kýr séu jafn minnisgóðar og fílar. Þegar kúahópur kemur í fjós á kvöldi, finnur hver kýr sinn bás tafar- laust. Ef kýr er flutt í annað f jós og síðan í gamla fjósið ári síðar, gengur hún rakleitt á sinn gamla bás. Áberandi sérkenni í fari kýr- ínnar er tilfinning hennar fyrir stöðu sinni í samfélaginu. Segja má, að hver kúahópur hafi sína forustukú, sem alltaf gengur fyrst inn í fjósið eða á beit og hefur óskoraðan og óumdeildan rétt til að stugga öllum öðrum kúm frá jötunni. Á eftir henni ganga aðrah hefðarkýr eftir stöðu sinni í samfélaginu. Á kúa bui Comell-háskólans, sem eg skoðaði, voru 12 “heldri” kýr í 100 kúa hóp. Almúgakýrnar stóðuj lotningafullar álengdar meðan heldri kýrnar gengu í f jós íð. Bændur, sem vilja forða kúm sínum frá geðtruflunum og van- líðan, gæta þess að blanda sér ekki í samfélagssskipan þeirra. Venjulega tekur einhver kýr íorustuna vegna þess, að engjiy> keppinautur er þess umkornmn að hrekja hana frá. Eftir að hún er sezt að völdum, eru líkur til að hún haldi þeim ævilangt. Þó er hugsanlegt, að aðfengin kýr berjist við hana um völdin. Dr. Petersen segir sér hafa orðið ógleymanleg metorðagirni Jersey-kýr einnar. Hún var flutt í hóp kúo, er ihön -vor ðktmnug, þegar -hún var fjögurra vetra gömul. Hún bauð öllum hinum kúnum byrginn, missti bæði hornin í viðureign við þær og lét ekki staðar numið fyrr en hún var orðin forustukýr. Hún gekk alltaf síðan fyrst inn í fjósið, tók munnfylli af heyi úr hverri jötu á leiðinni að eigin jötu. Þótt hún væri ósjálfbjarga af liða- gigt síðustu tvö ár ævi sinnar og gæti engan veginn variö sig, sýndu hinar kýrnar henni fulla lotningu unz hún féll í valinn WHERE THERE ARE FIVE OR MORE PERSOHS EMPLOYED Samkvæmt vátryggingarlögum spítala, verða allir starfs- menn, hvort sem fimm eru eða fleiri, að skrásetja sig hjá vinnuveitenda. Þetta verður að gerast fyrir 10. júní 1958. Skrásetningar eyðublöð eru þegar í höndum Mamtoba Hospital Service Plan. Þau ættu nú að vera í höndum vinnuveitenda. THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN R. W. BEND, Minlstor O. L PICKERING, Commiiilonw

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.