Heimskringla - 25.06.1958, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.06.1958, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRIMGLA WINNIPEG, 25. JÚNÍ 1958 Hvað tafði stjórnar- skiftin? Hrvað tafði stjórnarskiftin í Manitoba fulla viku eftir kosn- ingar ? D. L. Campbell, skýrði loks frá ástæðunni s.l. mánudag. Hún var makk að tjaldabaki, sem stóð yfir milli liberala og CCF flokksins um ihvernig þeir gætu haldið völdum, þrátt fyrir yfirlýstan vilja kjósenda um það gagn- stæða. Úrslit kosninganna báru skýlaust vitni um Iþetta, þar sem íhaldsf'lokkurinn hafði 26 þing- menn, liberalar ,19, CCF 11. En þrátt fyrir þetta var samninga makki Ihaldið áfram. Og þegar greinar tóku að birtast í Win- nipeg Free Press um, að liberal- stjórnin gæti setið að völduð þar til í apríl-lok næsta árs, fór al- menningi ekki að lítast á blik- una. I ið einn þeirra, slær blekkingar- brag á frásögn hans. Það eitt mun víst, að CCF og liberalar voru að reyna að láta líta svo út í augum kjósenda, að það skoð- ist ofur eðlilegt, að þessir flokk- ar fallist í faðma, þó ekki hefði verið á samvinnu af því tæi minst í kosningunum. En fyrir slíku voru engin bein skilyrði utan eitt, sameiginleg blekking CCF og liberala. Þessir flokkar voru sitt hvað í kosning unum og fylgjendur þeirra líka, Að tjaldbaki stóð makk þessara flokka lengi yfir. En hvort sem þeir eyða löngum tíma eða skömmum í að kalla sig stjórn, verður þess ekki langt að bíða, að kjósendur taki í taumana og minni þá á, hverjir kjósi hér stjórn, og það verði ekki gert með flokksmakki, því er átt hef- ír sér stað að tjaldbaki. Venjan hefir verið, að þegar enginn flokkur fær meiri hluta þingmanna, sé til fjölmennasta flokksins leitað um stjórnar- myndun. Þá verandi stjórn afsal- ar sér völdum og tilkynnir fylk- isstjórn, hvaða flokkur sé að hennar dómi líklegastur til að taka við völdum. En á aðra viku ieið frá kosningum og þar til að D. L. Campbell, formaður liber- alstjórnar stundi þessu upp. Það er ekki fyrir það að taka, að minni hluta stjórnir geti tek- ið völd og rekið þingstörf rétti- lega, ef stuðning hafa frá öðrum flokkum. En samninga geta ekki þingmenn annara flokka gert við stjórnir, án vilja kjósenda. Þeir geta á sína ábirgð greitt atkvæði á þingi eins og þeim sýnist. En flokkar geta ekki jarmað sig sam an eftir kosningar og ráðið hver myndar stjórn. En D. L. Campbell lítur ekki þessum augum á málið. Hann snerist illa við að fara frá völd- um. Hann leitaði véfréttar frá Winnipeg Free Press, er léthann vita að hann þyrfti ekki að fara frá völdum, ef hann gæti á ein- hverja vísu aflað sér fyigis, án þess að fara á móti vilja kjós- enda, en sem fyrir Campbell flækktist svo, að hann vissi ekki hvernig í framkvæmd ætti að koma, og kaus svo það sem beinna lá fyrir, að fara frá völdum. En áður en hann komst að þeim almenna skilningi, hélt hann fund eftir fund með sínum ilokki og CCF og CCF sinnar einnig innan síns flokks. En upp úr því öllu hefir ekkert áunnist, og CCF stöðugt orðið óviðráðan- legri og haldið sér fastara að því en fyr, að efna ekki til samvinnu við neinn flokk, nema þann, er veitir fylgi málum, sem í stefnu- skrá þeirra sjálfra standa. Þetta meinar ekki neitt annað en það sem gengur og gerist. Það gera allir flokkar og er ekki lög brot, ef skifaðir samningar eru ekki gerðir um það sem kjósend- ur geti hengt hatt sinn á! Á fundum sem CCF hefir hald ið hefir ekkert út skýrst um hver stjórnin verður. Mr. Stinson leiðtogi CCF, hefir gefið í skyn, að margir falli nú að fótum flokks síns. Á meðal þeirra held- ur hann að íhaldsmenn hafi ver- ið, en er þó ekki viss um það. Hverjir hinir eru þarf ekki að nefna. En það, að hann ekki veit hvort íhaldsflokkurinn hafi ver- Einkenniegt Líf Sunnarlega á meginlandi Af- ríku er svæði sem framleiðir ein staka tegund maurs (sykurorma, pismire) sem ekki finnst annars- staðar í heiminum. Þessi maur vakið eftirtekt nokkurra vísinda hefur ýms einkenni sem hafa manna, þar á meðal í það minsta tveggja sem hafa varið árum saman—annar þeirra yfir tutt- ugu ár—til að kynnast honum og rannsaka líf hans og hætti, og hafa svo ritað um hann stórar og lærdómsríkar bækur. Báðir þessara manna slá því fram, að í þessum maur sé að finna áður óþekktan fyrirburð, lífs prinsip sem ekki eigi við nokkurt annað Líf, þótt býflugan slági til í áttina—það, nefnilega, að bver haugsfamilía þessa maurs sé ekki hópur einstaklinga, held ur sé bara eitt líf, sem skeþnu, hversu margar tug-þúsundir sem haugurinn hýsir, hver ormur er, að áliti þessara vísindamanna, bara nokkurskonar sella í heild- arlíkamanum en ekki einstakling ur. Þessi maur byggir gríðárstóra hauga, allt upp að fimmtíu fet- um að hæð, og ná göngin, tugir mílna, langt niður í jörð. Yfir- borð haugsins er slétt og sterkt og óhult fyrir stórskepnum og veðurbreytingum, svo að innuvort is helst nokkurnvegin jafn hiti, og raki sömuleiðis, eins og í skepnulíkama. Hann svipar því að þessu leiti til býflugnabúrs- ins, og það með, að heili, eða hjarta, haugsins er drottningin, gríðarstór í samanburði við stærð “almúgans”, en hún ósjálfrátt stýrir öllu og um hatia snýst alt líf haugsins út í yztu æsar. Drottningin er alin upp á sér- stakri fæðu, í eðli sínu svipað Ihinni konunglegu fæðu—royal jelly—býflugunnar, og eftir að hún er frjófguð er hún innsigluð í sérstöku herbergi, svo litlu að þaðan í frá getuí hún varla hreyft legg eða lið, hvað þá haft út-eða inngang, en verpir eggj- um í sífellu, marg-þúsundum daglega um fleiri ár, þar til ald- ur færist yfir hana og hún deyr. Hirð hennar er sérstök deild sem aag og nótt þjónar henni, færir henni mat og drykk, þvær hana og stríkur og flytur frá henni eggin og annað. Aðrar deildir verkaliðssins, almúgans, er við akuryrkju, gripa (aphis) hirð- ing; enn aðrar flytja vatn —um leiðir og göngu sem stundum ná hundruð feta niður í jörð. Aðrar deildir eru soldátar, smiðir hreinsunar sveitir (scavengers) magi, lungu og lifur búrsins. En það sem einkennir þennan maur er það, að frá þvi að ein- staklingurinn kemur úr eggi, því næn fullvaxinn, hvílist hann aldrei né sefur, en er sifelt við vinnu dag og nótt þar til hann deyr. Að þessu leyti er hann eins og sellan í skepnulíkamanum, að hann er bara ögn í heildinni. Hann spyr engra spurninga, en vinnur sitt verk sleitulaust til daga síns enda, þreytulaus og viljugur. Um leið og drottningin (heil- inn) deyr, eða eitthvað utanað- komandi grandar henni, veit ein- staklingsormurinn um það, í hvaða fjarlægð sem hann er. Hann hættir verki á þvi augna- bliki, og deyji drottningin, deyr hann einnig, og haugurinn legst í eyði. Áðurnefndir vísindamenn brut ust inn í mörg þessi búr og stjök uðu við drottningunni, án þess að deyða hana. Fór þá allt búrið í æsing og óreiðu; hver ormur varð hamstola og æddi um eins og væri hann með sárustu pínu, og væri drottningin deydd, dóu allir ormarnir sem einn. Af þessu álykta þeir að hér sé um eina skepnu að ræða, fremur en ein- staklinga; að drottningin sé heili —eða hjarta—skepnunnar, sem öllu stýrir með því að senda frá sér bylgjur sem ná til allra ein- staklinga búrsins, sem eru því líkari sellum í líkama en ein- staklings verum. En hafi þeir rétt fyrir sér með þetta, mætti virðast að hér sé um að ræða áður óþekkt lífs prinsip, sem opnar nýjar leiðir inn í undra heima náttúrunnar og lífsins. —L. F. PÁLL THOMASSON (Æfiminning) Páll Thomasson, lengi bóndi i Mozart, Sask., andaðist í sjúkra- Ihúsinu í Wadena, fimmtudaginn 24. október, s.'l. Hann fæddist 1. febrúar 1876 í Hörgárdal (bæjarnafn undirrit- uðum ókunnugt), Eyjafjarðar- sýslu, íslandi. Foreldrar hans voru hjónin: Tómas Jóhannsson og Guðrún Árnadóttir. Þau eign- uðust 13 börn. Dóu 5 þeirra ung á íslandi. Af þeim, sem upp kom- ust, voru þessi eldri en Páll: ÁRNI, bóndi í Morden, Man. KATRÍN, gift Gamalíel Þorleifs syni, Gardar N, Dak. JÓHANN, bóndi í Gardar. SIGURBJÖRG, gift Ólafi K. Ólafssyni, Gardar. Yngri en Páll voru: SIGURRÓS, gift Þórði Árna- syni, Mozart, Sask. JÓNAS, fyrrum bóndi í Mozart, nú til heimilis í Smeaton, Sask. ÞÓRDIS, gift Þórði Gunnars- syni, lengi bónda í Mozart, nú flutt til Vancouver, B. C. Fjölskyldan varð ekki sam- ferða vestur um haf. Árni mun hafa farið fyrstur, Vorið 1888 fóru þeir bræður, Páll, þá tólf ára, og Jóhann, gangandi til Reykjavíkur og fengu þar fljót- lega far vestur. Foreldrarnir og hin systkinin .biðu þess fram í ágúst, að ísa leysti af Eyjafirði og vesturfaraskipið kæmist í höfn. Heimili fjölskyldunnar þá undan farin ár hafði verið að Þúfnavöllum, Hörgárdal. Fjölskyldan settist að í Gardar byggð, N. Dak. Þar naut Páll nokkurrar skólagöngu, einkum til þess að komast niður í ensku. Árið 1899 námu feðgarnir þrír Tómas, Árni og Páll, land í Mor den, Man., og vann Páll þar á landi sínu í nokkur ár. í Morden bjuggu hjónin, Ólafur Kristjáns son og Júlíana Jónsdóttir, og áttu mörg börn. Hinn 5. júní 1906 gekk Páll að eiga dóttur þeirra, Guðnýju Elísabetu. Áttu þau þá fyrir hendi langt og ástúðlegt samlíf. Guðný lifir rnann sinn og á nú heima í Mozart, Sask. Síðsumars árið 1907 héldu ungu hjónin, með frumfæddan son sinn, Ólaf, vestur í Sask., þar sem risin var ný, glæsileg íslenzk landnámsbygð, kennd við Fjaðra vötn og Froðuvatn (Quill Lakes og Foam Lake) og kölluð Vatna- ibyggð. Tóku þau þar við ósnort- inni búréttarjörð, er fest hafði verið frænda Páls, Jóhanni Páls- syni (þeir voru bræðrasynir), en Jóhann var þá látinn. Á jörð þess ari, skammt norðaustan við þar, sem nú er Mozart-bær, bjuggu þau, Pá'll og Guðný, hálfa öld, ruddu hana skógi, ræktuðu og húsuðu. Haustið 1956 létu þau loks af búskapnum og settust að í vistlegu húsi í Mozart-bæ. Næsta vor kenndi Páll heilsubil unar. Sjúkrahúsvistir, fyrst í Saskatoon, síðar í Wadena, báru ekki árangur. Páll og Guðný eignu'5ust atta börn. Eitt þeirra, Benedikt Her- mann, dó í frumbernsku, en tvö TÓMAS JÓHANN og STEF- ANÍA ÞÓRDÍS, á unglingsaldri. Á lífi eru: ÓLAFUR HELGI, póstmeistari í Mozart, kvæntur Jemima Hay- stead. JÚLÍANA GUÐRÚN, gift Gor- don Gettner, Carrot River, Sask. ÁGÚSTA MARGRÉT, gift Ralph N. W'hite, Victoria, B. C. SIGURRÓS ÞORBJÖRG, gift Arthur Phipps, MLmona, B. C. SIGFRÍÐUR SIGURJÓNA, — gift Wilson Josephson, Birch Hill, Sask. Barnabörn eru f jórtán. Páll Thomasson var gæddur fjölþættum hæfileikum. Að sama skapi voru áhugaefni hans mörg. Meðalmaður var hann á hæð, þrekinn og sterkur vel. íþróttir stundaði hann ungur af kappi. WINNIPEG, 25. JÚNÍ 1958 Baseball lék hann löngu eftir að hann var orðinn ráðsettur bóndi. Félagslyndur var hann, svo að af bar. Samferðamenn hans treystu honum til ráðvendni, hygginda og hagsýni, og fólu honum á hendur margvíslega foryztu. Áratugum saman var hann í skóla- og aveitarstjórn og um skeið sveitaroddviti, reeve. Hann var forseti Mozart-safnað- ar öll þau ár, sem söfnuðurinn var við lýði. En ljúfast alls var honum án efa sú félagsþjónusta, sem að músik og söngmálum laut. Bar snemma á músíkhneigð hans. Á uppeldisárunum í Norður Da- kota var hann meðlimur góðs söngflokks. Þar voru menn, sem höfðu aflaö sér nokkurrar þekk- ingar á söngfræði (Gamalíel Þor leifsson, Ólafur Hall, o.fl.) og lærði Páll þá nótnalestur og náði talsverðri lekini í hjóðfæraleik. Þegar til Morden kom, þurftu ís lenzku landnemarnir sér eitthvað meira til lífsviðurværis en bú- skapinn. Stofnuðu þeir horna- flokk, og fengu til Guttorm J. Guttormsson, skáld, að stjórna honum. En er Guttormur lét af því starfi tók Páu við. Snemma á Vatnabyggðar-árum sínum eign aðist Páll flýgil, (grand piano) og var það sjaldgæf sjón á land- nemaheimili á þeirri tíð. í Mo- zart var hann lengst af sjálfkjör inn organisti (svo fús var hann til liðsinnis), ekki aðeins fyrir sinn eigin söfnuð, heldur hver sem í hlut átti. í nokkur ár æfði hann hornaflokk í Elfros, næsta bæ fyrir austan Mozart. Undirritaður þjónaði frjáls- lyndu söfnuðunum í Vatnabyggð þ. a.m. Mozart-söfnuöi, í 8 ár, kynntist þá Pá-li vel sem manni og leiðtoga, var oft gestur á heim ili hans, uppfræddi sum börn hans og vann með þeim síðar sunnudagaskólastörf. Það mun vera rétt munað, að í öll þessi ár vantaði Pál aldrei við hljóðfær- ið, þegar messað var, og átti íhann þó manna annríkast, vegna bú- skapar og félagsmála. Þótt stund um væri úr vöndu að ráða, heyrði enginn vandræðatal né úrtölur af vörum hans. Þótt efalaust byggi hann yfir miklum skaps- munum, virtist dagfar hans mót- að af óvenjulegu jafnvægi. Frem ur var hann fátalaður, en engan- veginn fálátur. í augum hans glampaði jafnan af - hóglátri kýmni, sem virtist bera vott góð um innra manni, traustum og æðrulausum. Sólskin ymiskonar hamingju vermdi hann um ævina. Sorgir og vonbrigði urðu og hlut skipti hans. Hvorugt sveigði hann af settri braut. Sennilega hefði verið um ihann sagt á fornri tíð, að hann “brygði sér hvorki við sár né bana.” Páll var jarðsettur í Mozart- grafreit föstudaginn, 1. nóvem- ber, að viðstöddu allmiklu fjöl- menni. Undirritaður jarðsöng. Fátæki eyfirzki drengurinn, sem fyrir 70 árum síðan gekk vestur og suður yfir ísland & leið til fjarlægs lands> hefir þar borið þjóðerni sínu og ættarerfð- um gott vitni. Eftir hann liggur mikið dagsverk og þarft. í hug- um margra samferðamanna hans varir minning hans, merk og kær. Friðrik A. Friðriksson Wynyard 7. júní 1958 ERFITT AÐ LÆRA ÍS- LENZKU í JAPAN; Japanskur stúdent, Susumu Okazaki að nafni, kom hingað til lands fyrir skömmu í þeim til- gangi að læra íslenzku. Hann fékk herbergi á Gamla stúdenta garðinum og tók þegar í stað til óspilltra málanna við íslenzku- námið, bæði með því að lesa kennslubækur og eins með því að reyna að hlusta á hið talaða mál. —-Eg hef aldrei heyrt íslenzku talaða áður, sagði Japaninn, þeg- ar tíðindamaður síðunnar heim- sótti hann í gær. —Eg .fann glöggt að mér myndi reynast erf- :tt að læra íslenzku í Japan, því eð til þess eru engin skilyrði, en Davíð Björnsson: VAKMING Það er dagur á lofti í Bjarmalands borg, — byggðii: umhverfis voldug og heit. — Hreinar lífsveigar morgunsins líða um torg, lýsa manns andans gróandi reit, lyfta framgjörnum huga úr nökkva á ný, nýta orkunnar tvístruðu vé, tvinna eindinnar smæðir til þroskunar því sem að þróunin lætur í té. Mitt í öreinda þrönginni, fleyið á flug, fljótar ’.jósinu þýtur um geim, öllum fortíðar staðreyndum bægir á bug, boðar lifendum tíðindin heim, þegar mannlífið fellur í skaparans skaut, skynjar alheimsins voldugu smæð, heyrir laufvinda magnið er náttúran naut, niðinn hyíldjúpa í tómleikans æð. Þegar áhugi manns hefur leitað og lýst gegnum lokaðar firrðinnar dyr, og fundið þar lykil að vorgróðurs vist sem að veröldin þekkti ekki fyr, og séð inn í almættið voldugt og vítt, einnig vizkunnar teygað úr brunn, lesið rúnirnar, skapað og hlegið og hlýtt inn í hljómvana dagsbjarmans grunn. Það er bylting í aðsígi.—Vaknandi vor vefur alllífið heilinda þrá, eftir aldanna margþvældu speki og spor, spyr þú undrandi.—Hvað er að sjá!— Er lcxksins að birta yfir heimalands höll, hafið—.geimanna brúað og tryggt — milli hnattanna skínandi um víðbláins völl verið k; nnað og hnitað og byggt? Ekki enn þá, er svarið.—En viðleitnin vex, og vísirinn hálfnar þá ieið sem liggur að markinu.—Segir ei sex, að sigla fram ómælin breið, og bygf ja þar vörður og vita í dag, að víkka þinn sjóndeildahring, að mannkynið virði sinn heimilis hag og hamingju árið um kring. En undrin sem gerast um veröldu vítt, eru víðfeðm og skelfingu háð, því efnið sem leyst er úr læðingi nýtt, leiðir tvísýni um menningar ráð, vekur örgeðja fáræði lýða um láð, líika drepsóttir, vitskerðing, morð, svo lífið á jörðunni leikur á þráð og löndin eitt vígvalla borð. En dulvísi mannanna ræður þá rún, sem ríkt hefur aldir á jörð, og vindur upp seglin og hefur að hún þá hugsmíði af meistörum gjörð, að senda til stjananna um heiðloftin há, einn haglegan geim—skipa fleyg, er þeytist með hraða um baugloftin blá inn á bylgjnnna ómælis teig. En óttinn er skuggi á lifenda leið, sem leikur á ó-traustsins streng, í hjáróma tónum ’ann skundar um skeið og skráveifum markar hvern dreng, hann stendur á hleri og leikur þá list, að læðast um hugfylgsni manns og eitruðum sáðkornum velur þar vist, sem verka á framkomu hans. En sú kemur tíðin, að sungið mun lof —þótt sjáist það ekki í dag— þeim mcnnum sem lýsa inn í hillingahof þess hulda við framvindu brag, og lýða um sólkerfa miljóna mergð, og mæla og reikna við ský á bylgjanna voldugu fljúgandi ferð til að fræðast um undrin ný.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.