Heimskringla - 25.06.1958, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.06.1958, Blaðsíða 4
< 4. SÍÐA HEIMSKRINGLa FJÆR OG NÆR WINNIPEG, 25. JÚNf 1958 MESSA í WINNIPEG Messað verður í Unitara kirkj unni í Winnipeg, n.k. sunnudag, 29 þ.m. kl. 11. f.h. Séra V. Emil Guðmundson frá Houston, Tex- as, messar. Séra Emil hefur ver- ið prestur í Unitarakirkjunni í Ellsworth, Maine og New Eng- land, Conn., en hefur verið prest- ur í Houston, síðan í fyrra. Þetta verður síðasta guðsþjónustan fyr ir sumarfríið. * * ★ íslenzk kona vinnur $200 verð laun fyrir að hafa samið lag og vísu í tilefni af “Red River Ex- hibition”. Hún var ein af 78 alls í samkeppninni. Hún er Mrs. F. Solmundson, og dóttir Mr .og Mrs. S. B. Stefanson hér í bæ. Lagið og söngurinn eru nú sung inn í útvarp og sjónvarp og hvar sem er þar sem er verið að aug- lýsa Red River sýningarnar. Hvortveggja átti að vera í leik- andi léttu formi fyrir tækifærið. Er vísan hér birt: The Red River Exhibition That’s the place I wánt to be. There’s fun galore, There’s thrills in store, From Mom and Dad and kids you’ll hear the roar . . . Come on! Let’s go! To the Red River Exhibition. Once you’ve been, You’ll be back for more. You won’t forget The folks you’ve met At the Red River Exhibition. ir ★ * Frú Marja Björnson, Win- nipeg, hefir verið boðin á árs- þing Unitara, sem verður haldið í Lake Geneva, 111, 28. júní til 2. júlí. Verður hún þar sem fulltrúi fyrir Western Unitarian Al- liance. Mun hún leggja af stað héðan um niðja þessa viku. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN’S MATINEE every Saturday —Air Conditioned— 1 Frá Vancouver skrifar C. H. Isfjörð þá góðu frétt, að þjóðhá- tíðardagsins 17. júní hafi verið minst af Strandarbúum. Samkom unni stjórnaði S. Eymundson og séra E. S. Brynjólfsson mælti fyrir minni þjóðar vorrar. — “Sröndin” stóð fyrir hátiðinni. ★ ★ ★ Vegna helgidags næstu viku, og ýmsra ófyrirsjánanlegra tafa kemur næsta blað Heimskringlu ekki út fyr en 9. júlí. Ef auðna leyfir, verður úr iþví bætt síðar. ★ ★ ★ Bræðurnir Bill og Magnus Goodmundson, frá Fort Eire, Ont. komu við hér í borginni, á iheimleið sinni vestan frá hafi. ★ ★ ★ NOTICE Mr. Hakon Mielche, Danish globetrotter, journalist and auth- or, is touring Canada, and will visit our city June 23 to 25th. He will Show his unique film entitl- ed: “GALATHEA EXPLORES THE DEEP SEA Tuesday, June 24th, at 8 p.m. at the First Lutheran Church, As sembly Hall, Sargent and Victor Refreshments will be served— Admission 75 cents. ★ ★ ★ Framvegis verður heimílisfang Mr. og Mrs. Páll S. Pálsson: 85—4 Avenue, Gimli, ManitO'ba Miss Shirley Gudmundson, frá Wynyard, Sask, sem hefir verið að heimsækja ættingja sína hér í borginni, lagði aftur á stað heim í s.l. viku. ★ ★ ★ Mr. Elin Browan frá Cinn- cinati( áður Miss Elin Olafsson) skólakennari, kom s.l. þriðjudags kvöld í heimsókn til ættfólks SÍns í Winnipeg og Nýja-íslands. MAf-FROST Blöð að iheiman herma að vorið hafi verið kalt og frost og jafnvel fannkoma eftir miðjan maí. Útaf því eru vísur þessar kveðnar og birtust 14. maí í Akureyrablað- inu Degi. MAÍ-FROST Utan-kuldi andar inn að hverjum bæ. Gróðurnálum grandar gimmdarfrost í mæ. Máttug maí-frostin margra nótta í röð, setja mark á sveitir. Svellar lind og tröð. — Verður vor í lofti varla ennþá greint. Liggur hjarn á landi. Leysing kemur seint. * G. S. H. ÞAKKLÆTI TIL KJÓSENDA Öllum þeim er studdu að kosningu minni með atkvæði sínu 16. júní, og þeim er á annan hátt aðstoðuðu mig með starfi og fyrirgreiðslu, vil eg þér með þakka góðvilja þann er þér sýndu m ér með því. Eg mun slíks samhugs þeirra lengi verða minnugur. GEO. JOHNSON læknir ÞINGMANNASKRÁ yfir alla kosna 16. júní LIBERALAR KOSNIR Birtle-Russel R. S. Clement Carillon Edmond Prefontaine Dufferin Walter McDonald Emerson J. Tanchak Ethelbert Plains M. N. Hryhorczuk Flin Flon F. L. Jobin Gladstone N. Shoemaker Lac du Bonnet A. A. Trapp Lakeside D. L. Campbell La Verendrye Stan Roberts Minnedosa C. L. Shuttleworth ~r%'~ ■ ii NEXT TO YOUR TELEPHONE NOTHING SAVES YOU TIUE LIKE THE . . . Portage la Prairie C. E. Greenlay Rhineland W. C. Miller Rockwood-Iberville R. W. Bend St. George i E. Guttormson Ste Rose Gildas Molgat Selkirk T. P. Hillihouse Springfield William Lucko St. Boniface Roger Teillet CONSERVATIVAR KOSNIR Arthut Jack Cobb Brandon R .O. Lissaman Churchill Joe Williams Cypress Marcel Boulic Dauphin Stewart McLean Gimli Dr. G. Johnson Hamiota Barry Strickland Souris-Lansdowne Earl McKellar Morris Harry Shewman Pembina Maurice Ridley Roblin Keith Alexander Rock Lake Abe Harrison Rupertsland Joseph E. Jeannotte Swan River Bert Corbett The Pas Jack Carrolil Turtle Mountain Errick Willis Virden J. W. M. Thompson Fort Garry Sterling Lyon Fort Rouge Gurney Evans River Heights W. B. Scarth St. James D. M. Stanes St. Vital Fred Groves Wellington Riohard Seaborn Winnipeg Centre James Cowan Wolseley Duff Roblin St. Mathews Dr. W. G. Martin CCF KOSNIR Fishet Peter Wagner Brokenhead Edward Schreyer Assiniboia Donovan Swailes Burrows John Hawryluk Kildonan A. J. Reid Elmwood Steve Peters Inkster M. A. Gray Osborne Lloyd Stinson Radisson A. R. Paulley St. John’s i David Orlikow Seven Oaks Arthur Wright INDEPENDENT KOSNIR Logan Stephen Juba Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi FORSETI: DR. RICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North Dakota. Styrkið félagið með því að gerast meðUmir — Ársgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt. — Sendist til Fjármálaritara: MR' GUÐMANN LEVY, .185 Lindsay St. Winnipeg 9, Manitoba GLEYM MÉR EI — HOFN — GLEYM MÉR EI ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY 3498 Osler St., Vancouver 9, B. C. Fehirðir: Mrs. Emily Thorson, 3930 Marine Drive, West Vancouver — Sími Walnut 2-5576 Ritari: Miss Caroline Christopherson, 6455 West Blvd. , Sími Kerrisdale 8872 FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI ÍSLENZK SÓLMYRKV A- MYND Á MUSEUM OF MO- DERN ART f N.Y. Sólmyrkvamynd, sem Anna Þóilhallsdóttir söngkona tók 1954 er komin á Museum of Modern Art í N. York. Er það ein af myndunum, sem Anna tók, þar sem fram koma undarleg ljósfyr irbæri á lofti umhverfis sólina. Nokkrar af sólmyrkvamyndum Önnu voru gefnar út á póstkort- um og vöktu athygli sakir hinna kynlegu ljósfyrirbæra. Mun það yfirleitt vera álit sérfróðra, að þau hafi einungis komið fram í linsu m yndavélarinnar, og Ed- ward Steichen, forstöðumaður Ijósmyndadeildarinnar í Museum of Modern Art, hefur tjáð Önnu þá skoðun sína, að hann telji upp runa ljósfyrirbæranna slikan. f viðtali, sem Alþýðublaðið hefur nýlega átt við Önnu, segir ihun, að hún hafi sjálf séð fyrir- bærin í vélinni um leið og hún tók myndina, en þeim hafi brugð ið mjög f ljótt fyrir. En hún er ekki ein um að hafa séð þau. Ýms votta að þeir hafi með berum aug um séð svipuð ljósfyrirbæri um það leyti, sem sólin var myrkv- uð eða eftir að byrjað var að birta aftur. Hefur Anna vottorð frá mörgum þeirra því til stuðnings, að fyrirbærin hafi ekki eingöngu verið í myndavél hennar. —Alþbl • HAUKUR SNORRASON RIT- STJÓRI LÁTINN Sú harmafregn barst hingað á sunnudaginn, að Haukur Snorra son risttjóri hefði andazt í Ham- borg s.l. laugardag, 10. maí. En hann var á ferðalagi í Þýzkalandi í boði Bonnstjórnarinnar ásamt tveim öðrum íslenzkum blaða- mönnum. Hann veiktist skyndi- lega á föstudaginn og reyndist ekki unnt að bjarga lífi hans. Haukur var rúmlega fertugur að aldri. Hann var á annan áratug ritstjóri Dags á Akureyri, enn- fremur Samvinnunnar, en síðustu árin annar af tveim ritstjórum Tímans í Reykjavík og fluttur þangað. Haukur Snorrason var Ihinn bezti drengur og miklum mann- kosutm búinn. Sár harmur er kveðin við andlát hans, og sendir blaðið ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. —Dagur 14rmaí • TÍU AR LIÐIN FRÁ STOFN- UN ÍSRAELSRÍKIS HINS NÝJA Hinn 24. apríl voru 10 ár liðin frá stofnun hins endurreista fsra elsríkis. Með stofnun þess var loks svo komið, að Gyðingar, sem um ald- ir höfðu verið dreifðir um allar jarðir, áttu þess kost að setjast að á ættjörð sinni. Og þeir, sem þangað hafa flutt hafa unnið það þrekvirki, sem allur heimur dá- ist að, með stofnun nútímaríkis Iþar sem margt er til mikillar fyr irmyndar. Rúm leyfir eigi að rekja að- dragandann að stofnun hins nýja ríkis, en þessa verður að geta: Eftir fyrri heimsstyrjöld var Bretum falin umboðsstjórn í Pal estínu. Að lokum löngum tilraun um til samkomulags milli ríkis- stjórnar Bretlands og forvígis- manna Zíonistahreyfingarinnar, gaf Bretastjórn út hina frægu yfirlýsingu um stofnun þjóðar- heimilis Gyðinga í Palestínu — (Balfour-yfirlýsingin). Af þvi leiddi, at5 Bretum var falin þar, i raun réttri, verndargæzla, og Gyðingar tóku að streyma til landsins, en Arabaþjóðirnar litu þessa flutninga illu auga. Neydd ust Bretar, vegna uppþota, til að takmarka innflutninginn. Bret ar hurfu þaðan með herafla sinn i maí 1948, en Sameinuðu þjóð- unum var falið úrlausniu. Gyó- ingar samþykktu málamiðlunar- tillögu um skiptingu landsins, en Arabar höfnuðu henni og hótuðu að beita vopnavaldi. Þannig var astatt, er Bretar hurfu þaðan og þjóðarráðið með Ben Gurion í broddi fylkingar, lýsti yfir stofn un Gyðingaríkis í Palestínu, sem ber heitið Israel. ísraelsmenn búa við andúð, jafnvel hatur nágranna sinna, og MINNISl BETEL í erfðaskrám yðar HERE N Owi ToastMaster MIGHTY FINE BREA1>1 At your grocers J S. FORREST, |. WALTON Manager SaJes Mgi PHONE SUnset 3-7144 0penhagen HEIMSINS BEZTA MUNN TóBAK ótal hættur hafa steðjað að og gera enn í dag, en þeir halda ó- trauðir áfram að byggja upp landið. Á undangengnum 10 árum hafa 900.000 Gyðingar flutzt til landsins og íbúatala þess er nú 2 milljónir. Miklar íramfarir hafa orðið á sviði landbúnaðar og iðnaðar og í mörgum öðrum greinum og listir standa í blóma. Framtíðarvonir þjóðarinnar eru miklar, og þær munu rætast, fái hún að búa við frið. —Vísir 23. ap APPELSÍNU- VITAMIN Samkvæmt rannsókn, sem gerð hefur verið í Svíiþjóð á C-vítamín magni í appelsínum, hefur kom- ið í ljós að álíka mikið C-víta- mín er í öllum appelsínum, hvort heldur þær koma frá Suður-Af- ríku, Spáni, ísrael, Kaliforniu eða Texas. Það eru um 54 milli- grömm af C-vítamíni í einni með alstórri appelsínu, og «r pað tal- ið nægilegt c-vítaminmagn yfir daginn fyrir einn mann.— Með öðrum orðum, sá sem borðar eina appelsínu á dag, á að vera örugg ur um að líkami Ihans fái nægi- legt C-vítamín. DULLES TELUR ÓORÐ- HELDNl RÚSSA HELZT HINDRUN í VEGI AFVOPNUNAR Dulles, kom til Vestur-Berlín f stutta heimsókn í dag og tal- aði á fundi borgarstjórnarinnar og kvað hann mestu hindrunina í vegi afvopnunar vera afstöðu Sovétríkjanna til samninga og loforða. Sovétstjórnin væri sýni lega þeirrar skoðunar, að brjóta mætti samninga, þegar henni hentaði. Ráðherrann minnti á hve skyndilega og óvænt Austurríki hefði fengið frelsi sitt og kvað vonina ekki vera úti fyrir Berlín og Þýzkalandi. Sovétstjórnin kjmni einhvern tíma að sjá sig um hönd. Alþbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.