Heimskringla - 13.08.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.08.1958, Blaðsíða 1
LXXII ÁRGANGUR CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. ---------------------^ WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. og 20. ÁG. 1958 NÚMER 45. og 46. FRÉTTAYFIRLIT islendingadagurinn ánægju- legur sem fyr Rigning olli töf og ólþægindum ýmsum á fslendingadaginum 4. agúst á Gimli allan fyrri hluta dags. En um kl. 2 e.h.* er byrja skyldi skemtiskrána, var lýst yfir að byrjun yröi frestað um eina klukkustund til að sjá hvernig færi. Og það var eins og við mann væri mælt. Það kraftaverk gerðist að birta tók yfir og kl. 3 var komið brakandi sólskin. Steig þá Duff Roblin forsætis- láðherra Manitoba í stólinn og ávarpaði gesti og lauk ræðu sinni a hreinni íslenzku, öllum að ó- vörum. En það kom gestunum í gott skap. Og þannig rak hver furðan aðra til loka dagsins. Skemtiskrána er 'hér óþarft upp að telja. Hún var ræðuhöld og söngur og er veigamesta atriði hennar hér birt, Minni íslands, flutt af Steindóri Steindórssyni kennara. Prýðilegt ávarp var ffutt af Fjallkonu, Mrs. Finn- bogason. íþróttir varð að hætta aigerlega við. En skrúðför fór íram og ihlutu bræðurnir Valdi og Jóhann Árnasynir prís fyrir víkingabúning sinn, sem Gordon Aikman, Tribune myndamaður náði góðri mynd af og birti í blaði sínu. Saman munu hafa komið um 3000 manns á deginum, og því færri en oft áður. En þegar litið á, að vegir voru afar slæmir, er út af þjóðvegunum kom, er mesta furða, hve sókn var góð. Með söng að kvöldinu var skemt °g dansi, er komið var að hátta hma. Karlakór, að mestu sænsk Ur, söng og á þakkir skilið fyrir það. Er vonandi að ekki sé að því komið að kynslóð vor sé að hætta að syngja í kór Eldgamla ísafold og Ó, Guð vors lands. Hornaflokkur frá flughernum spilaði og var að því góð hress- lng á hátíðinni. Eric Stefanson sambandsþing maður stjórnaði hátíðinni. liaghdad samningurinn í borginni Baghdad í byltinga r*kinu Iraq, þar sem lán og ólán befir svo lengi skifst á og þúsund og ein nótt” varð til, þar var á síðari árum einnig skrifaður samningurj sem kendur er við borgina, og Utn sátt og frig Vest- ur-Asíu þjóða fjallaði, en sem spursmál er nú um, hvort eftir byltinguna sé ekki úr sögUnni. Baghdad samningurinn* var var gerður milli fjögra Asíu- þjóða, til varnar þeim gegn kom- múnistum, er uppgangurinn var sem mestur hjá þeim. Þessi lönd _0G UMSAGNIR [voru Tyrkland, Iraq, Iran og Pakistan. Á landamærum allra þessara landa voru óvinaþjóðir þeirra eins og Tyrkir, er verjast eiga að norðan og sunnan Rúss- um og Aröbum, Pakistan er ótt- ast Indverja, en stjórnir Iran og Iraq óttuðust innbyrðisbyltingar, Iraq vegna þess, að það vildi losna við konung sinn og hugði sér aðstoðarvon í því efni frá Egiptum, en Iran vegna áróðurs kommúnista á svipaðan hátt og á Tyrkland og Indlands að austan. Bretland, sem þarna var miklu ráðandi, hefði getað komið í veg fyrir það, sem nú hefir skeð, fyr- ir 20 árum. En á þessum atom tímum er tækifærið alt verra, að koma í veg fyrir það, sem nú er skéð. Bandaríkin tilheyrðu að vísu ekki þessum Baghdad-samningi. En með loforði um hernaðarlega aðstoð við Lebanon og ríki er til heyra Baghdad-samningunpm er á þau litið sem aðila slíks samn- ings. En það er ekki bókstaflega rétt. Samningur þessi áhrærði þær þjóðir er ekki eru arabiskar í V.- Asíu. Af Baghdad-sammngsþjóð unum, var eftgin arabisk, nema Iraqnþjóðin að helmingi. í Tyrk landi, Iran, Pakistan eru Arabar alls ékki og í Lebanon og Sýr- landi eru þeir svo blandaðir, að þeira gætir ekki. í iþessum lönd- um eru það kommúnistar, sem tauml Araba þykjast vera að halda á lofti. Og það eru þeir, sem völdum hafa náð í Sýrlandi og hamast nú við að fá allri hjálp Bandaríkjanna og Breta við þá og Jordan lokið. En feitasti bit- inn af öllu, sem Rússar eru eftir, er Iran. Þar eru um 20 miljónir manna, en Arabar engir. Þannig liggur í ófriðarsögunni í Vestur-Asíu. Arabar eru taldir um 7 miljón ir í sjálfri Arabíu, en svo býr mesti fjöldi eða ef til vill eins margir á Norðurströndum Af- ríku. En Saudi-Arabía, er aðal rílki þeirra og 'fáein smáríki í kringum það. En það sem allan ruglinginn í Vestur-Asíu gerir er að Arabar eru Islam eða Mú- hameðstrúar. Og það var Múham eð sem sameinaði þá. Þó kalíf- arnir fengju ekki haldið ríki þeirra saman, eru Arabar síðan í nánara sambandi við Tyrki, en nokkra aðra. Kommúnistar eru að berjast fyrir að snúa þeim á sína pólitísku sveif. Þessi lönd Tyrkiand og Rússland eru miklu líklegri tii íandaforráða i Vestur Asíu, en Egiptar. Af Egiptalands þjóð eru innan við 2 pró cent Ar Mr. og Mrs. Skúli Sigfússon Gullbrúðkaup var Mr. Skúla Sigfússyni fyrrum fylkisþingm. Manitoba og Mrs. Sigfússon, Lundar, haldið í samkomuhúsinu á Lundar sunnudaginn 2. ágúst. Þau voru gift 1908 í Chicago. Eiga hjónin sjö börn, Arthur og John, að Lundar, Svein, Skúla °g Tihomas lí Winnipeg, Ólöfu, Mrs. Gerald McMahon, Boisse- vain, Man, og Maríu, frú Björn Halldórsson, Akureyri, sem er, sem stendur i heimsókn hjá for- eldrum sínum hér vestra. Heimskringla óskar hinum mikilsvertu og vinsælu hjónum cdl>s hins bezta á fimtugasta gift ingarafmælinu. Frægs flugkennara minst AFMÆLISKVEÐJA TIL RAGNARS STEFÁNS- SONAR í tilefni af 62 ára afmæíi Lieut. Konráðs Jóhannessonar, sem var .10. ágúst, birti blaðið Winnipeg Tribune mynd af honum, ásamt vinsamlegri grein um hann og 40 ára flugkenslustarfi hans. Telur blaðið Konráði. margt til frægðar. Er eitt meðal annars það, að hann hafi verið flugkenn ari hóps flugmanna, sem vanda- sömustu flugstörf hafi hér á hendi. Að öðru leyti telur blaðið hann hafa verið þann frumherja flug- mála hér, að koma á fiski-flutn- ingi, náma flutningi og gripa, með flugvélum. Konráð Jóhannesson er fædd- Photo by Ernie Einarsson ur 10. ágúkt 1896 í Argyle-bygð, sonur Jónasar Jóhannessonar frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit 9g Rósu Einarsdóttur frá Húsa- vík. Konráð gekk í herinn 18. marz 1916 og sigldi ári síðar til Englands. Þaðan var Ihann send ur til Egiptalands til að starfa þar við flugskóla. Hann kiom heim aftur 19. maí 1919, stundaði hér háskólanám og flugkenslu hjá hernum um skeið og síðar á eigin spýtur, sem Íslendingum er kunnugt Þáttur þessa Íslendings í Þann 12. ágúst fyrir réttum sjötíu árum fæddist í Lækjar- koti í Húnavatnssýslu sveinninn Ragnar Ágúst Stefánsson, nú til heimilis í íbúð nr. 7 í sambýlis- húsi Guðmanns Levy við hornið á Breiðugötu og Furby stræti í Winnipeg. Ekki kann eg að segja greini- lega frá æskuárum Ragnars Stef- ánssonar, nema hvað hann mun hafa alizt upp ”norður þar” í Húnaþingi við algeng sveita- störf, eins og títt var um ungl- inga fyrir síðustu aldamót. Trú- að gæti eg, að fábreytileg sveita- störf, svo sem hversdagssnúning ar ýmiss konar og fjárrag suður um mýrar og upp um hjalla, hafi ckki náð að hrífa hug drengsins Ragnars. Á eg næsta auðvelt með að setja mér smaladrenginn fyrir hugskotasjónir, dálítið annars hugar, hafandi yfir vísubrot og hugsandi um ljóðstafasetning, meðan ógáfaður ásauðurinn rann undan honum í flestar þær áttir, sem örugar nefnast á máli smala drengja. Þetta er að vísu órökstudd hugdetta, en víst er um það, að snemma mun hinn sjötugi Hún- vetningur hafa byrjað að hugsa og leggja á minnið f róðleik ýmiss konar. Mun hann hafa numið margt það við móðurkné, sem ís- lenzikir langskólamenn fá ei lært í flóknum skólum nú á tuttug- ustu öld. 1 æsku fann Ragnar Stefáns- son þær lindir, sem hann hefir ausið af éb síðan, sem eru íslenzk ljóð og saga og alþýðufróðleik- ur, eins og hann gerist beztur. Námsdvöl við Flensborgarskóla í Hafnarfirði mun og hafa komið að drjúgum notum. átt heima vestur við haf og í Re- gina, og er einn af forraðamönn um CCF flokksins, var staddur á Gimli hátíðinni. Hann er nú að flytja til Winnipeg og látur hér eftir starfi flokks síns, sem hann hefir annars staðar gert. abar. Dulles utanríkisráðhr. Banda ríkjanna var á fundi nýlega í Englandi, er fjallaði um Bagh- dad-samninginn. Er sagt að hann hafi verið þar sem boðinn en ekki sem fulltrúi. En af bjart- sýni Breta er talsvert látið af þeim fundi og er þakkað nærveru Dulles. , En þetta kvað hafa gert Rúss- um ilt í skapi og ef hann ætlar sér að ná í Iran, þarf hann að veika eða eyðileggja þennan Baghdad-samning. GESTIR ÍSLENDINGA- DAGSINS Fyrsta ágúst komu til þessa bæjar sunnan frá Hebron, Ind., Mr. og Mrs. Berg V. Thor, til að vera á íslendingadeginum á Gimli. Mr. Tihor er raffræðingur og vann lengst af hjá Westing- house í’ Chicago, en er nú seztur í helgan stein. Hann kom heim- an frá Íslandi 1914, giftist hér danskri konu, hefir brugðið sér tvisvar heim og, ef mig minnir rétt vann einnig þar að rafvæð- ingu. Hjónin eru hin skemtileg. ustu að hitta og frjálsleg í út- liti. Foreldrar Thors hétu Vig- fús Pálsson frá Hvanná á Jökul- dal, og Auðbjörg Kristjánsdótt- ir ættuð ifrá Hvamsfirði. Gest- irnir gerðu ráð fyrir að halda suður strax upp úr þjóðihátíðinni. Mr. Tihor er ramm-íslenzkur og fylgist mjög vel með málum heima á ættjörðinni. Tvær sveitastúlkur frá fslandi hittum vér á íslendingadeginum á Gimli. Hafa þær brugðið sér hingað vestur til að skoða sig um, en munu nú á förum heim. Voru það ungfrúrnar Ólma Páls son ættuð frá Artúni í Þingeyj- arsýslu; hefir verið hér tvö ár, og Heiða Einarsson frá Reykja- vík, en ættuð frá Patreksfirði. Hún ihefir verið hér 6 mánuði. Nú munu ferðir þessu líkar tíðar orðnar og eru mikil breyting til batnaðar í lífi æskunnar heima. Við fjögur íslenzk ungmenni urðum vér varir á íslendingadeg- inum sem Ihér eru vestra að læra flug. Þeir eru á flugskóla í York- ton, Sask. Nöfn þeirTa eru þessi: Baldur Oddsson, Flosi Gunnlaug son, Egill Benediktsson, sonur Benedikts í Hofteigi, Kristján K. Guðjónsson frá Keflavík. Frá Minneota voru staddir á Gimli Marvin Anderson, prent- ari hjá Minneota Mascot, er nú er gefið út af Gísla Ragnari Gutt ormssyni, syni séra Guttorms Guttormssonar. Ennfremur var hér Eina Hallgrímsson, fyrrum bæjarstjóri í Minneota. Þeir brugðu sér út til Mikleyjar með- an þeir voru hér nyrðra. Magnús Elíasson, forn Win- nipegbúi en sem síðari árin hefir Vestan frá Bellingham, Wash- ington voru hér stödd á íslend- ingadeginum Mr. og Mrs. J. Sam- uelsson. Þau komu sunnan frá Wilmet, 111., voru þar að heim- sækja dóttur sina og tengdason Mr. og Mrs. Ernie Loreen. Er tengdasonurinn að læra til prests. * Mr. og Mrs. S. A. Anderson frá Baldur, Man., voru á íslend- ingadeginum á Gimli. Frá Lundar voru Vigfús Gutt- ormsson skáld, frú hans og dótt- ir þeirra. Ennfremur Óskar Thor gilsson. J. R. Joihnson frá Wapah, Man., maður af bygðarholtsætt, var staddur á íslendingadeginum á Gimli. SÉÐ OG HEYRT Vísir hermir 15. júlí: Thor Thors, ambassador, og frú Ágústa, kona hans, komu hingað til lands með flugvél Loftleiða í morgun. Þau dvelja hér tveggja vikna tíma. Þessum glæsilegu fulltrúum íslands á erlendum vettvangi, er hér fagnað hið bezta. • Frakkland gerin ráð fyrir meiri hveitippskeru en Canada á þessu ári. Hún er metin þar alls um 400 miljónir, í Canada aðeins 300 miljón mælar. Ragnar Stefánsson Nærri hálfrar aldar dvöl í Vest urheimi hefir hvergi náð að deyfa fslendinginn Ragnar, nema síður sé. Kunnugir vita að mað- urinn gjörþekkir flest það, sem íslenzkt er og að íslenzk saga er honum það tiltæk, að með ólík- indum má kalla. Kemur þar til óbrigðult minni og mikill bók- lestur. Það ætla eg, að Ragnar Stefánsson sé með ættfróðari Vestur-fslendingum, sem nú eru uppi. Á eg þar ekki við þurrar ættarskrár, heldur snarlifandi fróðleik, ef svo mætti segja. En það er ekki ótítt, að Ragnar setji ættfræði sína á svið, og koma þar þá fram hinir margbreytilegustu persónuleikar, húnvetnskir höfð- ingjar og hefðarkonur frá þvi um aldamótin 1800, lægri stétta fólk og allt þar í milli. Hver hefir sín sérstöku einkenni, kæki og til- svör. Ragnar Stefánsson kann flestum betur að segja frá, ef til vill vegng, þess að hann hefir kunnað flestum betur að hlusta. Maðurinn er og fæddur leikari, eins og Vestur-fslendingar þekkja frá Blómaskeiði islenzkr- ar leikmenntar, í Winnipeg. Hversdagsleg atvik verða að sér- stæðum viðburðum í munni Ragn ars, og þar af leiðir, að maðurinn er ætíð skemmtilegur viðræðu, hvort heldur sem umheimurinn skapar mikil tíðindi eða lítil. Það er löngu alkunna, að af- mælisbarnið, sem er tilefni þessa greinarstúfs, er skáld gott. Aldrei hefi eg þó séð ljóðabók með nafni Ragnars Stefánssonar, þó að efni í slíka bók muni vafa laust að finna í blöðum og tíma- ritum, skrifborðsskúffum og gömlum umslögum niðri á kistu botni. En hér valda sjálfsagt harðar kröfur skáldsins við sjálf an sig, vandvirkni og vandfýsi. Mörg tækifærisvísan frá hendi Ragnars mun hafa fengið vængi, svona ósjálfkrafa og óumbeðið. Og víst er um það, að hann er íundvís á nýtileg tækifæri. Það mun þó sönnu nær, að meiri hátt- ar tilefni sæki einkum að skáld- inu Ragnari. Mun þetta koma glöggt í ljós í erfiljóðum hans eftir merka menn og konur. Kæmi mér ekki á óvart, þó að eitthvað af þeim ljóðum ætti eft- ir að öðlast sess í úrvali vestur- íslenzkra kvæða. Vinir Ragnars Stefánssonar, þeir sem á annað borð fylgjast með tímatali og afmælisdagabók- um, munu sækja hann heim sjöt- ugan. Sjötugsafmæli er viðeig- andi tilefni árnaðaróska, því að sjötíu ár eru langur vegur og gera margan aldraðan og jafnvel gamlan. Eg vil þó taka það greinilega fram, um leið og eg bið Heimskringlu að skila loka- spölinn mínum árnaðaróskum til hins sjötuga góðvinar míns, að afmæli hans er í mínum aug- um aðeins tölfræðileg staðreynd, sem eg gat grafið upp eingöngu eftir rituðum heimildum. Haraldur Bessason

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.