Heimskringla - 10.09.1958, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.09.1958, Blaðsíða 3
WPG., 10. og 17. SEPT. 1958 HEIMSKRINGLA 3 SÍÐA oss verður kveðinn upp eftir því hvað vér sjálfir fáum frekað. Eg sagði áðan, að útþráin, ólg- an í íslendingseðlinu, hefði átt sinn drjúga þátt í því, að vestur- ferðir hófust á sínum tíma. Og enn mun sá arfur vera geymdur í Iblóðinu. iHér vestra ihafa ís- lendingar og niðjar þeirra sýnt, að þeir eiga dug og framsækni í ríikum mæli. Þeir hafa ekki gerzt neinir heimaalningar, sem setið hafa um kyrrt á sömu þúf- unni, eða í sömu götunni, heldur hafa þeir dreifzt um hið víðáttu mikla ,meginland og hvarvetna við góðan orðstír. Þannig hefir sama ólgan, sami víkingshugur- inn verið drottnandi líkt og á hinni fyrstu landnámsöld ís- lands. En arfurinn að heiman var stunginn fleiri þáttum. ís- lenzki menningarþrá, íslenzkar bókmenntaerfðir, íslenzk skap- höfn og íslenzk tunga eru allt þættir þeirra erf'ða, sem þér haf- ið flutt Ihingað vestur og gróð- ursett í nýju umhverfi og látið þroskast þar. “Það gerir bvern góðan að geyma vel sitt”, segir gamalt orðtak. Það er að segja, það þroskar hvern og einn að halda tryggð við þau verðmæti, sem hann á og hefir að erfðum tekið Hann verður við það sterkari maður til orða og athafna. Það gefur honum stuðning og festu, og hann verður öruggari og betri þegn síns þjóðfélags. Og fátt virðist mér sem gesti einkenna meira yður hér vestra, en hversu traustir þjóðfélagsþegnar þér hafið reynzt í hinu nýja um- hverfi. Ættrækni hefir löngum verið ríkur þáttur í eðli íslendinga, og vér erum flestum ef ekki öllum þjóðum fróðari um uppruna vorn og ættir. Ættrækni fylgir ætíð nokkurt ættarstolt, og það ekki að raunalausu. fslenzk saga og íslenzk menning um aldirnar hef- ir verið með þeim hætti, að vér getum vissulega borið höfuðið hátt, og horft djarflega í augu hvers og einis vegna ættar vorrar. Það er ekki út í bláinn, sem skáld ið kvað um íslenzku þjóðina:— “Hennar líf er eilíft kraftaverk”. Það kraftaverk er að þakka þeim manndómi og þrótti, sem þjóðin var gædd og gekk að erfðum frá kynslóð til kynslóðar þrátt fyrir “áþján nauðir og Svartadauða”. En þessi arfur er oss ekki gefinn til þess eins að miklast af hon- um, hann er oss og niðjum vorum lögeggjan til að geyma hann og ávaxta hvar sem vér erum stadd- ir, hvort vér unum í heimalandi voru, eða örlögin hafa borið oss á brott frá hinum nyrztu strönd- um. Hann er lögeggjan um að gerast sífellt föðurbetrungar. En því mæli eg þessum orðum hér, að þótt þér konur og karlar af íslenzkum stofni, sem hér byggið, séuð b orgarar og ibörn annars ríkis þá hafið þér sýnt, að þér geymið enn og rækið böndin við ætt yðar og uppruna. Samkoma sú, sem hér er í dag, er þar órækast vitnið, og eg vildi mega fullvissa yður um, að þóctt aldir líði og farvegir þjóðernis- ins fjarlægist hverir aðra, þá er og verður sá arfur, og ræktar- semin við hann, styrkur í lífsbar- áttu yðar. Það gerir yður og niðja yðar sterkari menn að geyina minninguna um ætternis- böndin við einbúann í Atlanz- hafinu og þjóðina, sem þar bygg- ir. Þá þjóð, sem um aldir fékk varðveitt norræna menningu, norræna sögu og norræna tungu. Vitanlega hljótið þér að ganga yðar götu, eins og vér fslend- ingar heima göngum vora. En Æskan og áfengissölustöðvar Manitobalöggjöf BANNAR sölu áfengis til UNGMENNA. Það má ekki veita þeim áfenga drykki í gildaskálum, matstofum eða cabarets, og þau mega heldur ekki HEIMSÆKJA ölstofur eða Cocktail-sali. Þessar viturlegu ráðstafanir njóta fylgis almennings. Ábyrgðin, sem því er samfara, að fullnægja þessum reglugerðum, hvílir að mestu á þeim, sem veitingaleyfi hafa. En an samvinnu almennings, yrði slíkt harla torvelt. Til þes® að útiloka það, að unglingum sé veitt áfengi, verður leyfishafi stundum að krefjast þess að mjög unglegar persónur leggi fram aldursskírteíni. Þetta er réttur hans og skylda samkvæmt fyrirmæium laganna. SÉUÐ ÞÉR SPURÐUR UM ALDUR YÐAR, er það skylda yðar, að auðsýna KURTEISI og SAMVINNULIPURÐ við þann sem spyr. (Hafið þér náð 21 árs aldri, en lítið afar Uiiglega út, kemur það sér vel að hafa á sér spjald frá Vital Statistics deildinni, Room 327 Legislatvie Building, er sýni fæðingarvottorð yðar. Æskan vor er framtíð landsins. Ljáið lögum og Ieyfishafa lið henni til vcrndar. One in a series presented in the public interest by the ' . MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Departinent o£ Education, Room 42, Legislative Building, Winniiieg 1. slíkt táknar ekki að hætt sé að rækja bönd frændsemi og vináttu Og bætt skilyrði gera oss það léttara með hverju árinu sem líð- ur. Vér skulum vera þess minn- ug, að það er ekki orðin nema ciagleið milli Ameríku og ís- lands. Það vekur oss heimamönn- um stolt, er vér heyrum um frama manna af íslenzkum ætt- um vestur hér. Og það grunar mig að ýmsir taki þá að skyggn- ast um ættir of forn fræði, hvort ekki sé þar um að ræða frænda eða frænku. Og trúlegt þykir mér, að eitthvað líkt gerist hér vestra. Og það er einmitt þetta, sem eg vildi undirstrika í máli mínu. Geymum minninguna um frændsemina bæði austan hafs og vestan. Rækjum þá frændsemi af vináttu og skilningi. Það er oss öllum ávinningur. Að endingu vildi eg mega bera ffam þá ósk til allra yðar, nær og fjær, sem af íslenzkum stofni eruð ættaðir, að þér og niðjar yðar mættuð sífellt geyma það sem þér hafið bezt með yður flutt af íslenzkri arfleifð. Eg óska þess af alhug að yður megi ætíð vel vegna að þér, land yðar og þjóð megi njóta friðar og farsæld ar. Að vinátta og frændsemi með- al Íslendinga austan hafs og vestan svo og íslenzku þjóðarinn ar og þjóða þeirra er hér ibyggja vestan hafs megi eflast og þrosk- ast jafnlengi og logar í glóðum Heklu og vindur þýtur yfir víð- erni sléttunnar miklu, og sól roð- ar hátinda Klettafjalla. Ungfrú Ellen Stefania Snidal og Dr. Garth Everett Mosher voru gefin saman í hjónaband i St. Matthew’s kirkju í Montreal föstudaginn, 29. ágúst. Rev Stan- lcy Andrews framkvæmdi hjóna- vígsluna. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. F. E. Snidal, kaupmanns í Steép Rock, Man., en brúðgumin er sonur Mr. og Mrs. H. E. Mosher, Montreal. Hin ungu hjón úts.kriif uðust bæði síðastliðið vor, hún í hjúkrunarfræði við Montreal General Hospital, en hann í lækn isfræði við McGill University. Foreldrar og bróðir brúðarinn ar fóru flugleiðis til Montreal til að vera viðstödd giftinguna. Heimili ungu hjónanna verður tyrst um sinn í St. Boniface, þar sem dr. Mosher stundar lækning- ar við spítalan. Bæði hlutu hjónin verðlaun. Miss Ellen Snidal “The Mild- red Hope Forbes Prize for “the highest aggregate marks during the 3 years course”, en Dr. Mosh er vann E.B.E. 2nd highest ag- gregate Standing in final year— The Keenan Memorial Prize in Ghemical Surgery. f-------------------'S HRIFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI l___________________J Það var rósemdar-tilf'nning, og þó hamingja. Bókhlöðugluggarn ir voru opnir upp á gátt, og þeg ar við vorum ekki að tala saman eða snerta hvort annað horfðum við út í dökkt og skuggalegt him inhvolfiS. Það hlaut að hafa rignt um nóttina því að þegar eg vaknaði næsta morgun klukkan liðlega sjö, og fór á fætur og leit út um gluggann, sá eg að rós'rnar í garð inum fyrir neðan voru lokaSar og drjúptu niðuc, og grashjallarn ir sem lágu upp að skóginum gljáðu eins og silfur af regni. Það var dálítil lykt í loftinu af þokumistri og raka, lykt sem kemur þegar fyrstu laufin byrja að falla. Eg fór að hugsa um hvort haustið ætlaði að fara að koma tve'mur mánuðum á undan venjulegum tíma. Maxim hafði ekki vakið mig þegar hann fór á fætur klukkan fimm. Hann hlaut að hafa læðst fram úr rúm inu og farið í gegnum baðher- IN LOVING MEMORY OF MY DEAR MOTHER ELIN MAGNUSSON who passed away, September 11, 1957 Elin is sadly missed by her daughter Linette. Professional and Business — Directory— — bergið til búningsherbergis síns^ án þess að gera nokkurn hávaða. Hann mundi vera þarna núna, úti á flóanum, með Julyan hershöfð ingja og Kapte'n Searle, og mönn unum af byrðingnum. Byrðingur ínn mundi vera þar, lyftan og keðjurnar, og bát Rebeccu mundi verða lyft upp á yfirborðið. Eg hugsaði um það kalt og rólega, algerlega tilfinningalaust. Eg sá þá alla fyrir mér þarna úti á flóanum, og litla dökka báts- skrokkinn koma hægt upp á yfir borðið, gegnsósa úr sjónum og grænann marhálminn og skeljar loða við hliðarnar á honum. Þeg ar þeir lyftu honum upp á byrð- inginn mundi sjórinn fossa út um hliðarnar. Viðir litla báts- ins mundu vera gráir og slepju leg'r, og grotnaðir í sundur sums staðar. Það yrði leðju og ryðlykt af honum, og lykt af þessum svarta neðansjá/var gróðri. Ef til mundi nafnið ennþá hanga á stafninum. Stafirnir grænir og upplitaðir. Naglarnir ryðgaðir í gegn. Og Rebecca var þar sjálf, liggjand* á klefagólfinu. Eg fékk mér bað og klæddi mig, og fór ofan til morgunverð- ar klukkan níu eins og venju- lega. Það voru mörg bréf hjá diskinum mínum. Bréf frá fólki, sem var að þakka ofckur fyrir grímudansleikinn. Eg leit að- yfir þau, eg las þau ekki öU. — Frith vildi vita hvort hann ætti að halda morgunverðinum heit- um handa Maxim. Eg sagði hon- um að eg vissi ekki hvenær hann kæmi heim. Hann hefði þurft að fara út mjög snemma. Frith sagði ekkert við þvi. Hann leit mjög hátíðlega og alvarlega út. Eg fór aftur að hugsa um hvort hann mundi vita nokkuð. Að loknum morgunverði fór eg með bréfin inn lí morgunherbergið. Það var fúkalykt þar inni. Gluggarnir höfðu ekki verið opnaðir. Eg reif þá opna upp á gátt, og svalt og ferskt loftið streymdi nn. Blómin á arinhillunni litu illa út og mörg þeirra voru alveg visn- uð. Krónublöð þeirra lágu á gólf inu. Eg hringdi bjöllunni, og Maud, undir4iúsþernan kom inn í herbergið. “Þetta herbergi hefir ekki ver ið snert i morgun”, sagði eg, — “jafnvel gluggarnir voru lokað- ir. Og blómin eru visnuð. Viltu gera svo vel að fara með þau i burtu.” Hún leit hræðslulega og iðr- andi út. “Mér þykir mjög fyrir þessu, frú”, sagði hún. Hún tók blómakerin af arinhillunni. “Láttu þetta ekki koma fyrir aftur”, sagði eg. “Nei, frú”, sagði hún. Hún fór út úr herberginu, og tók blómin með sér. Eg hafði ekki haldið að það væri svo auðvelt að vera ströng og ákveðin. Eg undraðist yfir því hversvegna það ihaíði verið svo erfitt fyrir mig áður. Mat- seðill dagsins lá á skrifborðinu. Kaldur lax og hvít sósa. Köld rifsleik í soðhlaupi, hænslakéts- krydduhlaup. Eg kannaðist við Thorvaldson, Eggertson Bastin & Stringer Lögfræðingar BANK OF NOVA SCOTIA BLDG. Portage Ave. og Garry St. Sími: WHitehall 2-8291 Erlingur K. Eggertson B.A., L.L.B. Barrister, Solicitor, Notary Public DE GRAVES & EGGERTSON 500 Power Building — Winnipeg 1 WH 2-3149 - Res. GL 2-6076 J Rovatzos Floral Shop 253 Notre Darae Ph. WH 3-2934 fresh cut flowers daily PLANTS IN SEASON WE SPECIALIZE IN - Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs. — Icelandic Spoken — allar þessar leifar af veitzlukost inum sem framreiddur var kvöld ið sem grímudansinn var haldinn. Við lifðum auðsjáanlega ennþá á því sem afgangs var það kvöld. Þetta hlaut að vera kaldi hádegis verðurinn sem lagður var á borð i matsalnum í gær og eg hafði aldrei snert. Þjónustufólkið var að taka sér frí að því er virtist. Eg strikaði yfir matseðilin með ritblýi og hringdi á Robert. “Segðu frú Danvers að sjá um að eitthvað heitt sé matreitt í há- degisverðinn”, sagði eg. “Ef að enn er mikið eftir af þessum köldu matarleifum til að ljúka við viljum við samt ekkert af þeim inn á borðið í matsalnum”. “Gott og vel, frú”, sagbi hann. Eg fór á eftir ihonum út úr her berginu og inn í litla blómaher- bergið eftir skærum. Svo fór eg út í rósagarðinn og klippti nokkrar ferskar rósir. Það var farið að hitna. Það ætlaði að verða heitt veður og þungt loft eins og verið hafði í gær. Eg fór að hugsa um hvort þeir væru enn úti við skérið, eða hvort þeir væru komnir í vikina við Ker- rith-höfnina. Bráðlega mundi eg vita um það. Bráðum mundi Max im koma aftur heim og segja mér frá því. Hvað sem kæmi fyrir varð eg að vera stillt og róleg. Hvað sem kæmi fyrir mætti eg ökki verða hrædd. Eg fór með rósirnar inn i morgunherbergið. Gólfteppið hafði verið hreinsað, og farið hafði verið út með visnuðu lauf- blöðin. Eg byrjaði á að koma rós unum fyrir í blómakerum sem Robert hafði fyllt með vatni. Þegar eg hafði nálega lokið við það var barið að dyrum. “Kom inn”, sagði eg. Það var frú Danvers. Hún hélt á matseðl inum í hendinni. Hún var föl og þreytuleg í útliti, og hafði stóra og dökka bauga í kringum aug- un. “Góðan daginn, frú Danvers”, sagði eg. “Eg skil ekki”, sagði hún, — “hhversvegna þú sendir mér mat seðilinn og skilaboð með Robert. Hversvegna gerðirðu það?” Eg horfði yfir til hennar með rós í hendinni. “Þessar rifsteik- ur og þessi lax var látið á borðið í gær”, sagði eg. “Eg sá það á hliðarborðinu. Eg vildi heldur einhvern iheitan mat í dag. Ef að það vill ekki éta kaldan mat í eld húsinu þá er þér betra að henda því. Svo mikið óhóf er viðhaft í þessu húsi og svo margt fer for görðum hvort s em er, að ofur- lítið meira ætti ekki að gera mik- inn mismun.” A. S. Bardal Limited FUNERAL HOME Established 1894 843 SHERBROOK ST Phone SPruce 4-7474 Winnipeg ATHLETIC S’PORT SHORTS 372 Allir sem hreyfingu unna, eru hrifnir af Watson’s nwrfötum, þcirra Athletic pouch, og vernd á alla vegu. Milliband úr teygju. óviðjafanlega þægileg. Gerð af sérfræðingum. Auðþvegin. Eng- in strauing. Endingar góð. Skyrtur er samsvarar. —V M. Einarsson Motors Ltd. Buying and SelUng New and — Good Used Can Distributon £or FRAZER ROTOTILLER and ParU Service 99 Osborne 9«. phone 4-4S95 V -— Halldór Sigrurðsson * SON LTD. Controctor & Bullder • Offíce and Warehouse: 1410 ERIN ST. Ph. SPnice*26860 Res."sp7íÍ272— "" ■* 1 - - *r ull. 4-5257 Res. SP. 4-6753 Opposite Matemity Hospital Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets - Cut Flowers Funeral Designs — Corsages Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN - V MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Sprlng* 175 FORT STREET Winnipeg — PHONE 93-7487 — P. T. GUTTORMSSON, B.A. LL.B. Barrister, Solicitor & Notary 474 Grain Exchnnge Bldg. Lombard Ave. Phone 92-4829 GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Qock*, Silverware, China ( 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170 SKYR 1 LAKELAND DAIRIES LTD SELKIRK, MAN. PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET 591 Sargent Avenue SARBIT’S IGA — GIMLI CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. Page, Managing Director WHOLESALE DISTRIBUTORS OF FRESH and FR07EN FISH 311 CHAMBERS STREET Offíce phone: SPruce 4-7451 - GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS / 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. SP. 4-4558 Res. VB. 2-1089 S ~~ - J BALDWINSON’S BAKEKY 749 Ellice Ave„ Winnipeg (milli Simcoe & Bcverley) Allar tegundir kaffibraufl*. Brúðhjóna- og afmrliskðkur gerðar samkvxmt pöntun j Sími SUnsct 3-6127

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.