Heimskringla - 10.09.1958, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.09.1958, Blaðsíða 1
LXXII ÁRGANGUR fO TR^ CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 10. og 17. SEPT. 1958 FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR FRÚ GUÐRÚN A. SÍMONAR Frú Guðrún Á. Símonar sem “Rosalinde í leikritinu “Die Fledermaus’ Kunnur fræðimaður Játinn Dr. Halldór Hermannsson Síöast liðna viku barst frétt um !það frá sjúkrahúsinu í Ithaca New York, að fræðitnaðurinn kunni, Dr. Halldór Hermanns- son, hefði látist 29. ágúst. Hann var áttræður að aldri fæddur á Velli á Rangárvölluim 6. janúar, 1878, sonur Hcrmanníusar sýslu- manns Hermannssonar. Dr. Hall- dór útskrifaðist úr lærðaskóla Reykjavíkur 1898 og fór þá á Hafnarháskóla. Um aldamótin 1900 kyntist hann W. Fiske prófessor, og Varð eftir það starfsmaður hans við íslenzkar bókadeildir er ihann stofnaði í Florence á ítalíu og Þýzkalandi og við Cornell- Iháskóla. Varð hann formaður þessara safna lengst af eftir það. Keypti póf. Fiske til þeirra allar 'islenzkar bækur, sem út voru gefnar. Annað starf sem Dr. Hermannsson er mjög kunnur fyrir er ritið “Islandica”, og er skrá yfir íslenzkar fornsögur og alt sem um þær hefir verið ritað. MERIv kona í heim- SÓKN TIL ISLANDS Meðal þeirra góðu gesta, sem a þessu sumri heimsækja ætt- jörð sína vestan yfir haf er frú Jóhanna Guðrún Skaptason frá Winnipeg, hálfsystir dr. Valtýs heitins Guðmundssonar prófess- ors í Kaupmannahöfn. Er hún nú bráðum á förum héðan aftur eftir hálfs annars mánaðar dvöl á ætt- jörðinni. Foreldar hennar fluttu til V.- heims þjóðhátíðarárið 1874 og voru i hópnum, sem kom- til Gimli fyrsta vetrardag 1875. Móð ir hennar hét Valdís Guðmundsd. frá Syðri-Krossum í Staðarsveit. Hún missti föður sinn misseris- gömul og var þá tekin til fósturs af sóknarprestinum séra Grími Pálssyni á Helgafelli og óist upp með honum. Aldrei sá hún móður sína eftir það. Valdís var annálúð fríðleikskona og gáfuð vel. Hún giftist árið 1865 Símoni Símon- arsyni og bjuggu þau átta ár að lnnstalandi á Reykjaströnd, en síðan þrjú ár á Heiðarseli i Gönguskörðum, áður en þau fluttu vestur. Eftir að þau komu til Nýja- íslands námu þau land í Víðines byggð nálægt Kjalvík og nefndu heimili sitt að Skógum. Þar fædd ist Guðrún 16. marz 1878. Ólst hún upp me ðforeldrum sínum nema hvað ihún stundaði skóla- nám í Winnipeg, og fíuttist með þeim til Argyilebyggðar árið 1882. Seytján ára gömul varð hún skólakennari að Árnesi í Nýja íslandi, en árið eftir urðu mikil °g örlagarík straumhvöf í lífi hennar, er ihún réðst heimilis- kennari til Richmond, Indíana, til að kenna Miss Carolie Foulke, systurdóttur dr. Arthur Reeves hins nafnkunna fræðimanns, auð kýfings og íslandsvinar, íslenzku Höfðu þaer mæðgur erft auð hans og meðal annars hið ágæta ís- lenzka bókasafn og þótti þá leitt að geta ekki lesið bækurnar, en Miss Foulke var málagarpur mik ill og kunni fjölda tungumála og munaði því ekkert um að bæta þessu við. Mun það hafa verið að tilhlutan dr. Valtýs, að Guð- rún tókst þetta hlutverk á hend- ur, því að hann var mikill vinur fjölskyldunnar. En þarna undi Guðrún mjög vel ráði sínu og jókst alúðarvinátta með henni og Miss Foulke, sem hélzt alla ævi. En um bókasafnið er það að segja, að þær mæðgur gáfu það seinna háskóila einum í Belgíu, og brann það upp til agna í styrj öldinni seinni. Nokkuð varð þó eftir af íslenzkum bókum og var það fyrir milligöngu frú Skapta son gefið til íslenzkudeildar Manitobaháskóla. Vorið 1897 fór Guðrún til Kaupmannahafnar í heimsókn til dr. Valtýs bróður síns og ferð- aðist með honum til Íslands, er hann fór til Alþingis. Dvaldi hún þá þrjá mánuði hérlendis mest í Reykjavík. Þangað kom þá líka vinkona hennar Miss Foulike og urður þær samferða til Kaup- mannahafnar og dvöldu þar næsta vetur. Kynntust þær mörg um íslenzkum menntamönnum, og hefi eg það fyrir satt, að þess ar glæsilegu vinkonur hafi orðið ýmsum þeirra minnisstæðar og fengið hjörtu þeirra til að slá dá- litið hraðar um stund. Guðrún var þá í blóma aldurs síns, for- kunnarfögur og gædd ástúðlegu viðmóti. Eftir að hún kom vestur gift- ist hún vorið 1901 Joseph Skapta son, er var sonur Björns frá Hnausum, Jósefssonar læknis Skaftasonar. Áttu þau heima í Winnipeg til 1916. En þá varð Joseph, sem gengdi ábyrgðar- miklu starfi við herinn og ihafði verið sæmdur kapteinstign, að fara með herdeild sinni til Eng- iands og dvelja þar árlangt við þjálfun hermannanna áður en haldið væri til vígstöðvanna á Frakklandi. Fór Guðrún með honum, og hefi eg heyrt það mjög rómað, hversu vinsæl þau voru og elskuð af hermönnunum. Voru þau þeim eins og faðir og móðir, ekki sízt íslenzku drengj unum, og höfðu opið hús fyrir þá. Til dæmis sátu fjörutíu þeirra boð hjá þeim á jólunum. Árið eftir varð maður hennar að fara með herdeild sinni til víg- stöðvanna á Frakklandi, og hvarf þá Guðrún aftur til Winnipeg. Eftir að stríðinu var ilokið fluttust þau hjónin til Selkirk, þar sem þau á ttu heima til 1932. Var Joseph Skaptason um 19 ára skeið aðalumsjónarmaður fiski-. mála Manitoba-fylkis og fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum. Var hann atkvæðamað- ur og drengur hinn bezti eins og margir af þeirri ætt. Þau hjón- in fluttust til Winnipeg 1932 og þar andaðist Joseph árið 1950. Þrjár voru dætur þeirra hjóna giftar í Canada og býr Mrs. Skaptason nú með einni dóttur sinni í Winnipeg. Frú Skaptason hefur alla ævi starfað mjög að félagsmálum meðal Vestur-íslendinga, enda hefur hún notið trausts þeirra og virðingar. Hefur forysta hennar fyrir hverju máli reynzt giftudrjúg vegna vitsmuna henn ar og viljafestu. Meðal annars hef ur hún verið forseti Jon Sigurds Nú er það fast ákveðið að hin fræga söngkona íslands, frú Guðrún Á. Símonar, kemur til Ameríku í haust. Hún ferðast flugleiðis og kemur til New York um mánaðarmótin og mun verða komin til Winnipeg ekki síðar en 12. október. CBiC hefur lofast tiil að halda áfram með þær bráðabirgðar ráð- stafanir, sem gerðar voru í sum- ar og munu nákvæmari upplýs- ingar koma síðar. Búið er að ráðera að efnt verði son félagsins í 17 ár og stóð fyrir útgáfu Minningarrits íslenzkra hermanna 1923. Meðan hún var í Selkirk var hún um skeið for- seti The Art Club og var forseti kvenfélags Sambandssafnaðar í Winnipeg, eftir að hún flutti þangað. Ótal mörgum trúnaðar- störfum öðrum hefur hún gegnt cg hlotið margvíslega viðurkenn- ingu landa sinna og annarra þjóða fyrir störf sín, og hvar- vretna verið dáð og mikils virt af öllum, sem henni hafa kynnzt, fyrir það hversu góð kona og göfug hún er. Á síðastliðnu ári sýndi hún enn hlýhug sinn til ættjarðarinnar með því að gefa bókasafn sitt til Húsmæðraskólans á Laugalandi. Með frú Skaptason er nú í för dótturdóttir hennar Miss Jo- hanne Wilson, sem á síðastliðn- um vetri stundaði nám í íslenzku við Manitobaháskóla, hjá Haraldi Bessasyni prófessor. Hyggst hún dvelja eitthvað hérlendis i boði Laugalandsskóla til að nema betur tungu feðra sinna. Benjamín Kristjánsson —Morgunblaðið Góður læknir og vinsæll látinn DR. MAGNÚS HJALTASON að 643 Toronto St. Winnipeg lékt 29. ágúSt, að heimili sínu. Hann var 84 ára, fæddur á ís- landi, en kom með foreldrum sín- um til þessa lands 1888. Hann lauk námi 1909 á læknaskóla Manitoba, stundaði lækningar víða en bjó síðustu 10 árin í Win nipeg. Hann lifa kona hans og fimm börn. til söngsamkomu í Playhouse leikhúsinu í Winnipeg þann 5. nóvember, en samkoman verður undir umsjón Celebrity Concerts (Canada) Ltd., Þjóðræknisfé- lagsins og Canada Iceland Found ation. Nefnd hefur verið skipuð til að líta eftir komu frú Guðrún ar hingað norður og eru þessir í nefndinni: Dr. Richard Beck. Konsul Grettir L. Johannson Mrs. H. F. Danielson Judge Walter J. Lindal. í sögu Argyle bygðar, skrifar G. J. Oleson á þessa leið um hinn látna: Dr. Magnús Hjaltason var ætt- aður úr Strandasýslu, fæddur þar ,1874. Foreldjra hans voru Hjalti Hjaltason, og Margrét Hielgadóttir. Komu þau vestur frá Gilsstöðum í Steingrímsfirði 1888. Þó fátækur væri, ruddi Magnús sér braut til menta og útskrifaðist í læknisfræði frá Manitobaháskólanum 1909. Fram an af árum vann hann alla erfiðis- vinnu, sem völ var á, og átti ekki altaf sjö daga sæla. Sem lækn- ir hefir hann þjónað í Lundar, Glenboro, Baldur, Stonewall, í Winnipeg og víðar. Heimilisrétt arland tók hann við Beaver Dam Lake, í Norður Manitoba og bjó hann þar um tíma. í Glenboro var hann lengi og fékk bezta orð. Dr. Hjaltason er all einkennileg- ur maður og frumlegur, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Lætur hann kylfu ráða kosti með hvort hann fær lof eða last. Hann er þrek- maður mikill og hefir það oft komið honum að góðu haldi. Kann er lækna snjallastur að sjá út sjúkdóma og hefir mörgum hjálpað, sem aðrir voru gengnir frá. Hefir eldra fólk tröllatrú á honum. Kona hans er Þórunn Jónsdóttir Thorkelssonar frá Lundar, trygglynd kona og hóg- vær. Börn þeirra eru: Margrét, Björg, báða giftar; Hjalti, skóla- kennari, Grace og Pearl. Myndar leg og mannkostum búin. Fjöl- skyldan á heima í Winnipeg. Jarðarförin fór fram frá Bar- dals útfararstofu. Dr. Valdimar Eylands jarðsöpg. islendingur deyr í bílslysi ARTHUR ÓLAFUR SIG- URDSSON, kennari frá Árborg dó á sjúkrahúsi í Brandon s.l. sunnudag, af afleiðingum bíl- slyss á þjóðveginum í grend við þann bæ. Hinn látni var 22 ára og var yfirkennari á skóla í bænum Neelin, Man. Hann lifa foreldrar hans Mr. og Mrs. S. A. Sigurds- son, Árborg, og tveir bræður, Donald og Randolph. Útförin fer fram frá lútersku kirkju í Árborg í dag. MINNI ÍSLANDS (flutt á íslendingadegi 4. ág. á Gimli, 1958 ai Steindóri Stein- dórssyni yfirkennara Mentaskóla „ Akureyrar) Einbúinn í Atlanzhafi — land andstæðnanna — ísland — sólar- eyjan — sögueyjan — Ult'ma Thule. Öll þessi nöfn hefir ætt- l land vort hlotið. Öll hafa þau | þrásinnis verið notuð í ræðu og I riti. Þau hafa hvert um sig orðið j kve'kjur að listaveórkum í mynd um, ljóði og tónum, og þau hafa öll til síns ágætis nokkuð, draga hvert í sínu lag> upp brot úr marg íþættri mynd, en ekkert þeirra sýnir myndina alla, né segir all- an sannleikann, sem varla er að vænta. Og líkt mun mér fara hér í dag. Eg vil leitast við að bregða upp nokkum myndum frá íslandi og af þeirri þjóð, sem landið byggir í dag, svo að ein- hver megi fróðari verða. Fyrir örófi alda fóru jarðeddar hamförum um norðanvert Atlanz haf. Víðáttumikil landsvæði hlóðust upp, og brú var sköpuð yfir hafið þvert, milli Bretlands- eyja og Grænlands. Síðar sökk mestur hluti þessa lands í sæ, en eftir stóð ísland eitt, umlukt öld um úthafs'ns. Það var þá þegar crðið einbúinn við hið yzta haf. Fjarlægðin frá öðum löndum setti mark sitt á náttúru þess. Fá- breytileiki gróðurs og dýralífs eru þar enn ljósustu minjarnar. En þróun landsins hélt áfram. Það var ekki einung's í f jarlægð frá öðum löndum, það varð einn- ig öllum öðrum löndum ólíkt. Að vísu er það svo, að hvert land á sín sérkenni, en misjafnlega mikið svipar löndum saman, og ísland er vissulega eitt sérstæð- asta land jarðarinnar. Náttúra þess er ekki einungis einstæð, hún er einnig auðug af andstæð- um, og ef til vill eru það andstæð ur hennar, sem orka sterkast á gest og gangandi, og ef til vill hafa þær einnig markað dýpstu sporin í skaphöfn íslenzku þjóð- arinnar. íslenzk náttúra er stórbrotin. Hún agar oss strangt en á þó t‘l blíðu eins og skáldið segir, og hún er örlát á hvorttveggja strangleikann og blíðuna eftir því, sem við á. Þróunarsaga lands ins hefir frá öndverðu ver'ð saga stórfenglegra atburða. Um alda- raðir hafa eldur og ís farið ham- förum við að byggja, rífa og reisa á ný. Fyrir ævalöngu hafa þeir tek’ð sér hvíld allt umhverf- is oss, en á íslandi sýna verkin merkin. Þar eru fleiri og fjöl- breyttari eldstöðvar en í nokkru landi öðru, þar er enn stærsti jökull jarðarinnar utan heim- skautanna, og þar er víðáttu- mesti hraunflákinn á yfirborð' jarðar. Og það sem mest er um vert, þar er náttúran eða ölilu heldur frumkraftar hennar enn að skapa, hún er þar fersk og ný, og gefur oss innsýn í þróunar- sögu jarðarinnar. Ekki eru enn liðnar tvær aldir síðan Skaftár- eldur brann, fainn mesti jarðeld- ur, er sögur fara af, með þeim ósköpum að nærri lét fullkom- inni landauðn. Og vér, börn þess- arar aldar höfum átt þess kost að horfa á Heklu brenna mánuð- um saman og veita glóand' hraun straumum niður hlíðar sinar og þeyta ösku og vikri um víða vegu. Og vér höfum séð samein- aðar hamfarir elds og isa í jökul- hlaupum, þar sem fram hafa ruðst vatnsflaumar á borð við vatnsmestu fljót jarðarinnar og þakað fram strandlengjunni um nokkrar mílur. Og sífellt og án afláts halda skriðjöklarnir áfram starfi sínu, jökulsárnar flæða og brimaldan brotnar við klett- ótta útíiafs strönd. Þannig hafa hin andstæðu öf 1, eldur og ís, háð baráttu sína um aldaraðir, og þannig munu þeir berjast meðan ísland er ofansjávar. Enn þá munuð þér spyrja, er ísland þá ekkert annað en leik- soppur trylltra náttúruhamfara? Fjarri fer því að svo sé. Hinu verður ekki neitað, að ókunnug- ur ferðamaður sem gistir ísland fyrsta sinni mun sennilega mest verða snortinn af stórskornum sv'p fjallanáttúru landsins, eða ef til vill verður auðn þess hon- um fyrst í huga, en þó má vel vera, að víðsýnið og hið hreina heiði loftsins með sterkum lit- brigðum orki sterkast á hug hans. En þegar hann kynnist landinu nánar koma fleir1 hliðar fram sem vér heimamenn þekkjum eigi síður en hinar. Fjöllin, sem við fyrstu sýn, eru kuldaleg og hrjúf veita “blómguðu dalanna skauti” skjól og hlíf. 1 hlíðum þeirra gróa blóm og bjarkir. Þar eru grös, engjar og grónir hagar. Meira að segja hraunin, sem t‘l- sýndar eru hrjúf og lífvana, geyma í fórum sínum, til vill suma unaðslegustu gróðurbletti Framh. á 2 síðu TIL JóHANNS SÆMUNDSSONAR afmælisvísur Níræður vinur minn? — Ungur í anda. Ágætur oorgari tveggja landa: íslands,—og seinna Ameriku, Þeir eru svo fáir sem megna slíku: Að teljast borgara tveggja þjóða, Með táp og fjör—og viðkynning góða. En þú áttir manndóm, sem fáum er fenginn, Og framar í átt þessa gékk þér hér enginn. Ef nágrannar þurftu á hjálp þinni að faalda Var hönd þín til re'ðu að erfiða og gjalda. Og ekkert var skrifað í útgjalda-dálkinn, Þú varst óháður, frjáls, líkt og Garðarsey’ fálkinn. Og þessvegna er harpan mín hlýlega bærð Til heiðurs þér vinur, þú frá henni nærð Þeim ómum, sem tungan ei talað fær hér. Trúfasti vinur minn. Blessunar þér Við óskum á niræðis afmæli þínu Af öllum huga. — Frá: Pál1 og Línu. 3. júlí 1958

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.