Heimskringla - 05.11.1958, Side 1

Heimskringla - 05.11.1958, Side 1
ZkSgft 1 CENTURY MOTORS ITO. 247 MAIN—Ph. WHitehall 2-3311 r L CENTURY MOTORS LTD* 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. S.. LXXIII ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. og 12. NÓV. ’58 NÚMER 5. og 6. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR KOSNINGASIGUR JUBA Mayor Stephen Juba Eitt af því sem að minsta kosti verður frægt í sögunni viðvíkj- andi bæjarkosningunum í Win- nipeg 22. október, er kosninga- sigur Stephen Juba. Af atkvaeð- unum sem borgarstjóra-efnunum voru greidd, hlaut hann 84%, eða 58,979 atkvæði. Sá er næstur honum var og A. W. Kennedy hét, hlaut 11, 233 atkvæði, en sá þriðji, San Car- rick, bæjarráðsmaður, fékk að- eins 746 atkvæði. Af nýsveinum í -bæjarráði eru fimm, sem við embættum taka 1. janúar á komandi ári. Þeir eru Charles Avery í fyrstu deild, Oharles Spence og Art Coulter í annari deild, og Saul ^herniak og Paul Parashin í þriðju deild^_^-........>. • Hér á eftir fara nöfn bæjar- og skólaráðsmanna, er kosningu náðu: f fyrstu deild: CEC bæjarráðs mennirnir Walter Crawford og J. Gurzon Harvey, og Charles Avery óháður. Skólaráðsmenn A. Ross Little CEC, Mrs. Margaret Trott, CEC. í annari deild: í bæjarráð: Lillian Hallonquist, Gharles Spence CEC, og Art Coulter, C CF, í skólaráð: Alys Robertson og George Firth, báðir gagnsókn arlaust. í bæjarráð í þriðju deild:— peter Taraska CEC, Saul Chern iak CCF og Paul Parachin CEC. f skólaráð: Dick Johns og Bary- luk. H. B. Scott, sem í bæjarráði hefir verið í 16 ár, féll í ann- ari deild. Ennfremur féii Frank Wagner, í þriðju deild, sem fjög ur ár hefir verið í ráðinu. Aukalögin um veitingu til D’ taeli-brúar, skóla- og leikvalla, voru samþykt. En lögin um fjölg un bókasafna voru feld. Skráðir voru 166,000 atkvæðis- bærir, um 70,988 greiddu atkvæði eða 44%. FRÁ MANITOBAÞINGI Hon. Duíi Roblin Það hófst 23. október með há- liðlegri viðhöfn a'ð venju eins og hornablæstri riddarasveitar og öðru sem samfara er þingsetn- ingu. Af því má að vísu segja, ciö fátt sé nýtt, en það varð það, í ihöndum hinnar nýju stjórnar, skipaðri ungum foringja og meiri hluta ungra vaskra manna. Það er einn undra munur fyrir augað, að sjá lið hennar taka til starfa, en liberala, sem ekki sýnd ust geta eigrað í sæti sín og ekk- ert vaka fyrir en að verða þar ellidauðir. Manitobabúar sem við staddir voru, rýflega 2000 að tölu, sáu þarna vormenn þessa fylkis í fyrsta sinni í broddi fylk ingar. Þingið hafði kastað elli- belgnum. Eitt fyrsta þingstarfið var kosning þing forseta. Hafði stjórnin komið sér saman um A. W. Harris, þingmann frá Rock Lake, Man., og stjórnar-sinna. Verk þetta er eitt af því, sem ekki hefir tekið langan tíma, því þingforseti er vanalega kosinn gagnsóknarlaust í virðingar- skyni fyrir stöðunni. En því var nú ekki að heilsa. Douglas Camp bell, fyrverandi forsætisráðherra tók að andmæla kosningu for- seta, vegna þess, að hann var flokksmaður, en fyrir þinginu væri ólokið starf frá síðasta ári áhrærandi breytingu á stöðu for seta; vildi hann kjósa hann til rnargra ára. Hinn nýi forsætis- ráðherra kvað sig því ekki mót- fallinn og það fyrirkomulag þætti gefast vel á Bretlandi. En í raun og veru væri starf for seta meira undir hæfileikum ein staklingsins komin en nokkru öðru. Studdi foi"ingi CCF flokks ins það, og var A. W. Harris kos ínn þing forseti. Út af þessu varð Campbell reiðari en menn höfðu áður séð hann. Kvað ihann Stinson for- ingja sie^a undir fölsku flaggi með þessu, hafa svikið flokk- sinn og rótgróna vináttu við lib- erala. En Stinson kvað það út í hött talað af Campbell, að flokk ur hans hefði svikið hann, því hann ætti hjá honum upp á ekk- ert að telja. Annað þingmál olli skörpum deilum degi seinna. Það var mál áhrærandi lán til bænda, sem stjórnin fór fram á að veita, svo nauðsýnleg störf, þyrftu ekki að bíða eða vera lögð til síðu. Lib- eralar snerust illa við þessu, settu aðallega út á vexti á lán- inu. En stjórnin tók féð að láni og greidir sjálf vexti af því. varð sú niðurstaða þessa máls, að frumvarpig Var -samþykt með fullu fylgi CCF flokksins. Til skolamala hefir og mikil veiting átt sér stað og verið lof- uð á þingi sem utan þings í blöð um beggja aðalflokkanna hér. Það var ekki hugmyndin, að þing þetta stæði lengi yfir. Það voru aðeins nefndmál og eitt eða tvö önnur eins og atvinnumál, sem stjórnina fýsti að afgreiða. Henni virðist ætla að takast það vel, þrátt f yrir endalausar um- ræður liberala til að hindra sam- þykt þeirra. Tvær vantrausts-yfirlýsingar á stjórnina hafa verið bornar upp í þingi. Voru þ*r frá andstæð- íngaflokkunum önnur frá liber- ölum, en hn frá CCF. En með þessum flokkum er nú ekki gott samkomulag og greiddu CCF at- kvæði á móti tillögu liberala en þeir á móti tillögu CCF. Það hringlar í flokkskvörnun- um á þessu þingi. Hryllilegt námaslys Eitt stórkostlegasta námaslys í Canada, átti sér stað 23. október í Springhill, Nova Scotia, þorpi um 75 mílur norð-vestur af Hali- MRS. R. BECK LÁTIN Frá Grand Forks, N. Dak, barst blaðinu frétt um að Mrs. Bertha Beck, kona dr. Richard Becks, hefði látist 21. október. Hún var 54 ára, fædd í North Dakota, en alin upp í Wpg, þar sem fóstur- foreldrar hennar Jón J. Samson lögreglustjóri og Guðbjörg kona hans lengst af hafa búið. Hún lærði hjúkrunarfræði og vann um tíma í hernum. Dr. Beck gift- ist henni 1925. Hafa þau síðan búið í Grand Forks. Hana lifa tvö börn þeirra hjóna, Mrs. Paul Hvitston, í Calif. og Richard, vél fræðingur. fax. Um 174 menn voru þar að verki niðri í námu 13,000 feta djúpri, er sprenging varð og námasvæðið fyltist ryki og eitur gasi og svarta myrkri, svo að þeir er útkomu leituðu skriðu hver yfir annan, visu ekkert hvert þeir voru að fara. Björgun hófst undir eins og alt að helm ingur námamaniia fanst á fyrsta og öðrum degi, meirihlutinn lif- andi, en margir þó dánir. Síðan hefir látlaus leit staðið yfir og munu nú ófundnir um 24 menn alls. Dánir eru sagðir um 50. BANDARÍKJA KOSN- INGARNAR Kosningar fóru fram í gær til beggja deilda þingsins. Endanleg úrslit eru ekki komin af þeim, en af þeim leynist ekki að demó- kratar eru aftur orðnir átrúnað- argóð kjósenda. Sakirnar standa þannig, að demókratar hafa nú þegar kosna í fulltrúadeildina 243, republik- anar 96—óvíst um 32. Tala þ.m. alls 435. í Efrimálstofu, sem kýs 34, en eru alls 96, hafa demókratar 23 kosna, hafa 36 fyrir, en republik- anar kosnir eru 8, en 26 fyrir — óvíst um 3. Þingið er því algerlega í hönd um demókrata. Meira um það síð- ar. Frægðarför Nautilusar Sigling bandaríska kafbátsins Nautilusar undir ísbreiður Norð- ur-íshafsins er mikið afrek. Með henni er framkvæmd gömul draumsýn, sem menn áður héldu að væri fjarri veruleikanum. — Franski skáldsagnahöfundurinn Jules Verne, hinn sami og skrif- aði bókina “Umhverfsi jörðina á 80 dögum”, skrifaði fyrir 90 ár- um skáldsögu, þar sem kafbátur- inn Nautilus er látinn sigla und- ir ísbreiðuna í Suður-íshafinu. Nú er sú hugmynd, sem þá var talin fjarstæða, orðin að veru- leika, þó að siglingin hafi af eðlilegum ástæðum orðið á norð- urslóðum, en ekki við Suðurpól- inn, þar sem meginland hefur reynzt vera. Skipið lagði af stað frá Vest- ur strönd Bandaríkjanna síðustu dagana júlí og lagði af stað und ir ísinn frá Point Barrow, Al- aska, 1. ágúst og kom upp milli Grænlands og Svalbarða 4. ágúst. Sigldi 1830 mílur í kafi undir ísnum á 96 klukkustundum — 4 sólarhringum. Sigldi það þar næst upp undir íslandsstrendur og þar fór skip- berrann frá borði 8. ágúst og í flugvél, sem flutti hann til Wash ington, þar sem Eisenhower sæmdi hann heiðursmerki. Skip- herrann heitir W. R. Anderson. Þetta er í fyrsta skipti sem leið þessi er farin. Eftir að uppgötvun þessi var gerð, var í bili farið að hugsa um, að í þannig-löguðum atóm- kafbátum mætti flytja hveiti á vetrum frá Churohill austur um haf undir ísnum. Er nú spáð að ekki verði langt þess að bíða, að því verði í framkvæmd hundið. Hér er um fekina mikla ný- ungu að ræða, og ef til vill meiri ei spútnikana sem svo mikið hefir verið rausað um. deildinni republikanar 200, en demókratar 235. í Öldungadeild- inni republikanar 47, demókratar 49. Spá-átkvæða greiðsla, rétt fyr ir kosningarnar gefur demókröt um 8 nýja senatora og 13 nýja í iulltrúadeild. MINNINGARORf) tJR ÖLLUM ÁTTUM DÁN ARFREGN John Diefenbaker, forsætisráð herra Canada og frú lögðu af stað í byrjun þessarar viku í ferða- lag til Evrópu og Asíu. Þau gera ráð fyrir að vera 8 vikur í burtu. • Stjórn Manitoba var ein af þeim fyrstu, að bjóða forsætis- ráðherra Nova Scotia hjálp í sambandi við námaslysið í Spring hill. Nú nema samskot þangað orðið hálfri miljón. • Rússneskur rithöfundur, Boris Pasternak, að nafni, skrifaði bók nýlega er hann nefndi Doctor Zihivago og hlaut Nobels verð- laun fyrir, um $4x,u00. En bókina hefir Khrushchev bannað að selja i Rússlandi vegna þess hvernig hún segir frá hag fólks þar í landi. Höfundur hefir skilað verðlaununum aftur, ekki getað haldið þeim og dvalið í Rúss- landi, eins og hann fýsir, en Khrushohev segir hann fjöri halda með því einu, að halda burtu úr landi. • Hinn nýi páfi, er kosinn hef- ir verið í stað Piusar XII, er dó 8. október, er rómverskur karðin- áli, Angele Roncalli, 67 ára gam- all og hefir tekið sér nafnið Pöpe John XXIII. Jón páfi er hinn 262, sem á páfastóli situr. • Yfirmaður Canadadeildar í Agriculture Research Labora- tory í Winnipeg, Dr. Thorvaldur Johnson, hefir nýlega verið veitt Agricultural Institute Fellow- ship af vísindastofnun þessari. Dr. Johnson er ættaður frá Ar- nesi í Nýja fslandi. Hann er tal- inn með fremstu mönnum í heimi í-rannsóknum um ryðgun í korni. • Eisenhower sagði nýlega á blaðafundi: — Bandaríkjastjórn hefir hugleitt allar leiðir til þess að binda enda á Formósudeiluna með það grundvallar sjónarmið, að víkja ekki fyrir ofbeldinu, en beita því ekki heldur að fyrra bragði. Deilur-ætti að útkljá við samningsborðið. • Heildarafli á íslandsmiðum skiftist árið 1958 þannig milli fiskveiðiþjóða heimsins: Veiðin alls var 857 milj. kg. Hlutur fslands 348 milj. kg., 45% Hlutur Bretl. 225 milj kg.—25% Hlutur Þýzkal. 200 milj. kg.23% Annara þjóða 48 mil. kg. —6rr. • í gær fóru fram kosningar í Bandaríkjunum. Úrslit þeirra eru ekki enn frétt, en demókrötum er þar spáð sigri. Styrkur flokk- anna í deildum þingsins var fyir kosningarnar þessi: í fulltrúa- Jón Halldór Jónsson ------ 1 Hinn 5. júní s.l. andaðist á sjúkrahúsi í Vancouver. B. C. I Jón Halldór Jónsson, sem um mörg ár hefir átt heima að 2907, 6th St., Burnaby, B. C. Hann var fæddur í Borgarfirði á íslandi, 10. ágúst 1873. Foreldrar hans| voru hjónin Jón Jónsson fráj Svarfhóli í Borgarfirði og Sigríð ur Jónsdóttir. Sex ára gamall fluttist Jón með foreldrum sínum vestur um haf. Settust að í Mikley, Man., | á landi því, sem þau nefndu | Grund. Þar ólst Jón upp. Ungur tók hann að vinna að fiskveiðum í Winnipegvatni og átján ára gamall réðist hann í það ásamt nágranna sínum Kjartani heit. Stefánssyni að kaupa og gera út gufubát á Winnipegvatni. Bát- urinn hét Ida. Fluttu þeir á bát þessum fisk af vatninu til Sel- kirk og vörur út.. Árið 1899 kvæntist hann Björgu Jónsdóttur frá Borðeyri í Mikley. Hún var systir Guðjóns sem nú dvelur í Los Angeles og Ólafs, sem á heima í Vancouver. Jón og Björg dvöldu um mörg ái í Selkik, Man., og höfðu þar matsöluhús. Eftir að þau fluttu þaðan dvöldu þau á ýmsum stöð- um í Manitoba, Howe, Oak Point og Amaranth. Á Howe reisti Jón stórt bú, á hinum stöðunum stundaði hann fiski útgerð og fiskverzlun. árum saman, er hann lét af því starfi fluttist hann til San Diego, California. Þar bjuggu þau hjónin um nokkur ár. Þaðan fluttust þau til Burn- aby og átti hann þar heima til dauðadags. Konuna misti Jón áið 1938, og bjó áfram í heimili sínu ásamt dóttur sinni Kristínu og börn- um hennar. Aðra dóttur áttu þatt Jón og Björg. Heitir hún Þor- björg, er gift manni að nafni Duncan C. Walker, eiga þau heima nálægt Edmonton, Alta. Auk þessara tveggja dætra ólu þau hjónin, Jón og Björg, upp að nokkrum hluta, Norman Svein son, systur-son Jóns og Archi- bald C. Orr, sem nú á heima í Calgary, Alta. Barnabörn Jóns eru fjögur og þrjú barna barna börn, auk þess þrjár systur, Mrs. Þorbjörg Sigurðson, Arborg, Manitoba; Mrs. Stefarúa Jóns- son, Los Angeles; og Mrs. Ólafía J. Melan, Argyle, Man. Útför Jóns fór fram frá Útfar- arstofu Champmans, kona nokk- ur, er veitir forstöðu Spiritista- söfnuði í Vancouver jarðsöng hann. Auk þess talaði þar nokkur kveðjuorð, séra Albert E. Kristj ánsson frá Blaine, Wash. Var hann gamall vinur Jóns og skoð- Frá Minneapolis barst sú frétt, í fyrri viku, að þar hefði látist hinn 24. október Hjálmar E. Björnsson. 54 ára gamall, sonur Gunnars B. Björnssonar. Hann var mentaður eins og öll börn Gunnars voru og lagði fyrir sig ritstjórn og þótti sem faðir hans þar ekki neinn hálfdrættingur. Hann þjáði síðari ár æfinnar löm unarveiki og varð að fara um í stól. Hann dvaldi á fslandi í síðara stríði, sem fjármálaráðu- nautur Bandaríkjastjórnar. Hjálmar lifa kona hans, Ella Jónasson Björnsson og einn son- ur Kristján Hjálmar að nafni. Ennfremur sex systkini.. ana bróðir. Voru minningarorð hans mjög falleg eins og við mátti búast. Einnig mælti undir- rituð nokkur orð. Hann var jarð- settur í mjög fögrum grafreit, er heitir Forest Lawn Memorial Park, í Burnaby. Jón heitinn Jónsson var hinn mesti merkismaður. Hann átti langa starfsæfi hér í Manitoba. Var verkveitandi og fiskikaup- maður árum saman. Starf sitt vann hann með miklum dugnaði og forsjálni. Hann var maður vel vitiborinn og hefði frá barnæsku alist upp í skóla reynslunnar í þessari grein atvinnunnar. 1 starfi sínu kyntist hann og átti viðskifti við fjölda manns og naut vinsælda og virðingar flestra þeirra. Hann var maður réttlátur, vandaður og allra manna hjarta beztur og vildi öll- um hjálpa, sem bágt áttu. Hon- um sveið sárt hinn mikli munur, sem rikir ihér í heimi, þar sem sumir lifa í allsnægtum en miklu fleiri við sult og seyru. Jafnaðar stefnan var honum hjartans mál og hana studdi hann með ráðum og dáð og breytti samkvæmt henni. Annað málefni var hon- um mjög hjartfólgið. Það var Spiritisminn, trúin á annað lff var björgföst sannfæring. Þá sannfæringu sína boðaði hann hverjum, sem heyra vildi. Auk þess sem hann veitti fjölda vin- um og kunningjum tækifæri til að sækja fund miðla og hlusta á fyrirlestra og erindi um eilífðar málin. Það má óhætt að segja það um Jón að hann var ekki hálfvolgur í skoðunum sínum, ekki stóð hann heldur álengdar og horfði á baráttu mannlífsins cinbeittur og trúr öllu sem hann taldi satt og rétt stóð hann undir því merki sem hann vildi fylgja. Hann bar ekki á sér yfirskin guðhræðslunnar heldur var hann haldinn mætti hennar og krafti. Sá kraftur suddi hann gegnum ár langrar æfi til gæfu og gengis. Hann var gæfu maður, ástvinur ættingja sinna, konu og -dætra. Björg kona hans var hin mesta ágætis kona. Ljúfmannleg og alúðleg stóð hún við hlíð manns síns og veitti mörgum hjálp og huggun á leið sinni gegnum lífið. För þeirra ej- nú lokið. Þau hafa flutt einu sinni enn, flutt til bjart ari og betri stranda, en hér bíða margir enn, sem muna þau, og þakka þeim fyrir ágæta viðkynn ingu og margt gott. Friður sé með minningu þeirra. E, J. Melan

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.