Heimskringla


Heimskringla - 17.12.1958, Qupperneq 1

Heimskringla - 17.12.1958, Qupperneq 1
CENTURY MOTORS LTD* 247 MAIN-Ph. WHitehaU 2-3S11 ----------------------- L CENTURY MOTORS LTD. 241 MAIN - 716 PORTAGE 1313 PORTAGE AVE. LXXIII ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 17. og 24 DES. ’58 NÚMER 11. og 12. FYRSTA SPESIAN MIN Eg átti spesíu, heila, bjarta, beinharða silfurspesíu, sem hann Johnsen stakk í vasa minn, iþegar hann kvaddi mig um morguninn! Eg átti spesíu, krakkinn á ní- unda árinu, sem aldrei hafði átt né eignast einn einasta silfur- pening! “Marnma, sérðu! Eg kem hon- um varla fyrir í vestisvasanum, hann er svo stór. Og líttu á mann inn á honum.” Móðir mín var nærri því eins fegin og eg og skoðaði spesíuna í krók og kring. “Þetta er kóngur inn” ,sagði hún, og datt mér í hug, að það væri Ólafur kóngur Tryggvason, og hélt þeirri mein ingu, meðan eg átti peninginn. Þegar við börnin og móðir mín vorum búin að skoða hann svona j stundarkorn, bað móöir mín mig að finna sig fram í stofu og segir þar við mig: “Hvað viltu nú kaupa fyrir spesíuna þína?” “Eg tími ekkert að kaupa fyrir hana,” sagði eg. Hún fór þá að telja upp alls konar gripi og gersemar: hnakk, hest, lamb, skatthol, húfu, kistil, kóngsrki og eg man ekki hvað. En eg stóð á meðan og horfði þegjandi á minn nýja augastein, spesíuna. Loksins segi eg: “Eg þori ekki að kaupa neitt, svo að eg þurfi ekki að farga henni.” Þá segir móðir mín: “Lánaðu mér hana, elskan mín, þú veizt að mig vantar svo margt. Eg get ekki einu sinni klætt ykkur, því að mig vantar efnið í fötin. Og svo verðið þið að fara til kirkju til skiptis vegna fata- leysis. Tímirðu ekki að gera þetta? Nú fór fyrst að vandast málið. Eg stóð (höggdofa og sagði hvorki já né nei. Þá brosti móðir mín og sagði: “Heldurðu, að mér sé alvara? Nei, eigðu hana sjálfur og farðu með hana eins og þú vilt. Ef eg' þekki þig rétt, drengur minn, verður annað þér fyrr að falli en fégirndin. En týndu nú samt ekki spesíunni þinni, ef þú átt að fá að geyma ihana.” Næsta morgun fór eg snemma á fætur, og enn var svo mikið nýjabrumið á spesíunni, að eg signdi mig með henni í lófanum. Móðir mín tók eftir því og sýnd-j ist mér hún glotta, en ekkert sagði hún. Um kvöldið vantaði bæði alilömbin, Skarf og Kolu, og var eg sendur á næsta bæ að spyrja eftir þeim. Eg fór og fann lömbin á miðri leið milli bæjanna og sneri með þau heimleiðis. í því sé eg, hvar kerling kemur, töturleg og fót- gangandi, á móti mér. Eg ætlaði fyrst að verða smeykur, en í sama bili þekkti eg hvers kyns var. Þar var komin Solveig gamla fóstra mín. Hún hafði verið gustukakona hjá foreldrum mín- um þangað til eg var sex vetra, en verið síðan “sjálfrar sín” hér og þar, örsnauð og uppgefin. Solveig var lítil vexti, svört á, brún og brá, móleit sýnum, tuggði mikið tóbak, góðmannleg á svip og þó forneskjuleg, tötur- lega klædd og mótlætisleg. Hún hafði haft á mér mikla elsku, en eg sjaldan þýðst hana vel, nema þegar mér var kalt. Þá hafði eg verið vanur að flýja inn til henn- ar og kalla við stigann: “Donvei, mé e alt.” En einkum varð “Donvei” mér ógleymanleg fyrir sögurnar, sem hún sagði mér. Flestar, ef ekki allar, drauga—álfa—og aftur- göngusögurnar, sem íslenzk börn kunna, hafði Solveig sagt mér og innrætt svo vel, að þær entust mér í vöku og svefni alla mína æskutíð út. “Fyrir sínar leiðu sögur varð hún að fara úr mínum húsum, auminginn”, sagði móðir mín. En nú er að segja frá fundi okkar og spesíunni. Óðara og hún hafði þekkt mig, vafði hún mig að sér og kyssti mig í krók og kring (sem mér reyndar ekki var mikið um.) Síðan flýtti hún sér að leysa frá skjóðunni og fara að tala: “En hvað þú ert orðinn stór, elskan mín! Lof mér að sjá bless uð augun og stóra nefið! Nú seg irðu ekki lengur: Donvei.—Nú á Donvei bágt, nú fór hún fyrir- neðan í Skógum. Hvernig gat eg litið upp á börnin og geta ekki stungið upp í þau sykurmola? Já, bágt á hún Donvei þín, elskan mín, hún hefir nú ekki smakkað tóbakslauf í hálfan mánuð.” 1 þessum tón hélt Solveig á- fram að rausa, þar sem við sát- um á þúfu milli tveggja hris- runna. Það var fagurt sumar- kvöld. Fjörðurinn fyrir neðan okkur speglaði í sér skógi vaxin fjöllin með sólgyllta tindana, og í kringum okkur sungu skógar- þrestirnir í sífellu. En hvort sem það voru nú áhrif kvöldfegurðar- innar eða meðaumkun mín, eða hvort tveggja þetta, sem á mig GLEÐILEG J ÓL! OG FARSÆLT NÝTT AR! til allra vorra vina og viðskiítamanna COGHILL’S FOOD MARKET GROCERIES and MEATS RIVERTON MANITOBA GLEÐILEG J Ó L ! OG FARSÆLT NÝTT ÁR! BALDWINSON’S BAKERY Proprietor — Helga Olafson 749 ELLICE AVE., at Simcoe WINNIPEG Telephone SUnset 3-6127 fékk, þá er ekki að orðlengja það, að eg tók upp spesíuna og gaf Solveigu, sem greip við henni með gleðitárum og sagði: “Þú gefur silfur, en Guð borg ar fyrir Solveigu í gulli.” Að því búnu skildum við, hún hélt sinnar leiðar og er úr sög- unni, en eg heim með lömbin. Þegar eg kom á hlaðið, mætti eg móður minni. Eg heilsaði henni, og hefir hún víst þótzt sjá einhver missmíði á svip mínum, enda bjó eg yfir þungum efa um það, hvernig foreldrar mínir mundu taka upp fyrir mér til- tækið með spesíuna. “Hefir þú nú týnt peningnum þínum?” spurði móðir mín. “Nei, mamma,” sagði eg og lagði hencþir um háls henni. “Eg mætti henni Solveigu gömlu og gaf henni hana.” “Þú ert vænn drengur”, sagði móðir mín og kyssti mig fastan koss. Leit eg þá upp á hana bæði hróðugur og auðmjúkúr og aldrei sá eg móður mína með ánægju- legra og undir eins göfuglegra yfirbragði en þetta sinn. Matthías Jochumsson AFMÆLISóSK bóta stefnu Roblins. Hann lagði fyrir stjórn þessa bæjar nýlega, að hefja hér stór- kostlegt umbótastarf með hreins un og nýrri útlagningu stórs hluta þessa bæjar, eða alt frá CPR stöðvunum og suður fyrir núverandi bæjarráðhöll, og frá Rauðá og vestur fyrir aðalstræti. Vill hann á þessu svæði sjá nýja bæjarráðshöll rísa upp, með listasafnshúsi og bókasafnsbygg- ingu, sem miðstöð. Ennfremur að vegur sé gerður fram með ánni og margskonar prýði. Kostnað við að setja þannig svip fegurðar og þrifa á bæinn, telur ihann kosta um 13 miljón dali. Er helmingur þess fjár feng| inn frá Sambandsstjórn, en hinn heilminginn greiðir bærinn og fylkið að jöfnu. Bæjinn mun þetta því aðeins kosta kosta um 3% miljón dala. Borgarstjóri Juba kvað þessu samþykkur, en bæjrarstjórnin sit ur og ræðir um þetta, virðist svima við að stíga slíkt framfar ar spor. Annars er sannleikurinn sá, að hún átti fyrir löngu að hafa byrjað á að gera hér hreins un elztu bygginga en átti ekki að bíða eftir að aðrir hæfist handa í því efni. Það hefir verið bent á það sem galla á þessu áformi, að búið sé að greiða atkvæði með að bæjar- ráðshöll verði reist á Broadway j En það þykir nú sjáanlegt, að þar verði ilt umferðar með tíð og tma vegna nýrra bygginga, og engin leið til útþenslu innan skamms. En vanda af öllum framkvæmd um hefir bæjarstjórnin, sam- þykki hún áætlun Roblins. SAMSÆTI GUTTORMS Mrs. og Mrs. G. J. Guttormsson Eins og til stóð var þeim Guttormi skáldi Guttormssyni og konu hans haldið samsæti íj Sambandskirkju í Winnipeg 6.; desember. Var þetta boð Þjóð-I ræknisfélagsins hið veglegasta og var betra en ekki að 80 ára afmælis skáldsins var þannig minst, þó kalt væri í veðri og' vinafundur þessi fámennari en annars hefði verið. Samsætinu stjórnaði dr. Rich- ard Beck, og fór mörgum fögrumi orðum um skáldið. Ræðu hélt einnig séra Philip M. Pétursson,; frú H. Danielson, en lengst málj var flutt um skáldið og skáld-j skap hans af próf. Haraldi Bessa syni—og var það alt orð í tíma talað. Langt kvæði flutti og dr. S. E. Bjornsson. Þrjú börn norðan úr Nýja-ís- landi lásu upp kvæði Guttorms, sem annaðs vert má telja. Frá fs- landi og héðan úr vestrinu bár- ust skáldinu skeyti og afmælis- óskir. Með söng var skemt og þar á meðal helzt með söng á kvæðum skáldsins, er lög fundust gerð við. Kvenfélag Sambandssafnaðar sá um kaffi, að lokinni skemti- skrá. Skáldið þakkaði boðið með snjallri ræðu. Frú Jakobína Johnson Heimskringla vill vera með í hópi hinna mörgu sem undanfar- ið hafa verið að senda söngva- svaninum íslenzka vestur við Kyrrahaf, frú Jakobínu Johnson, afmælis-óskir, en hún varð 75 ára 24. október. Hún hefir með ljóðagerð sinni skreytt akur ís- lenzkra bókmenta blómum sem nafn hennar munu geyma. Þó aðeins 6 ára kæmi hún vest- ur, mentaðist hér og starfaði að barnakenslu á enskum skólum, er andi og efni ljóða hennar svo ó- slitin íslenzka, að maður skilur ekkert í því. Er til dæmis hægt að hugsa sér nokkuð íslenzkara á jólum en þessi brot úr fyrsta kvæðinu “Kertaljós”, í bók hennar, og Hkr. gerir að sínum orðum: Lýður að jólum, ljúfust gleði! Kveikt eru á borði kertaljós! Og þó rafljósin rjúfi myrkur heillar heimsálfu á helgri nóttu, eru mér kærust kertaljósin góðra minninga — Gleðileg jól. STJóRN H. JóNASSONAR FER FRÁ VÖLDUM Ólaf Thors, að hann gerði tilraun til að mynda meirihluta stjórnar. Ólafur Thors mæltist til þess að fá nokkurn frest, áður en hann svaraði þessum tilmælum. Féllst forseti á það, en benti jafnframt á, að stuttur tími væri til stefnu, vegna nálægra áramóta. Umbótastefna í bæjarmálum Það varð brátt ljóst eftir bráða- birgðarþing þessa fylkis á þessu hausti, að Hon. Duff Roblin er mestur umbótamaður þeirra sem með völd þessa fylkis hafa farið. Aðgerðir hans í skólamálum og atvinnuleysis málum þar sýndu þetta. En nú er ljóst, að þessi bær á einnig beint að njóta góðs af um- í ritstjómargrein 5. desember í Morgunblaðinu segir frá falli stjórnarinnar á þessa leið: RLkisstjórnin hefur sagt af sér, Að undanförnu hafa staðið yfir ákafar deilur milli stjómar- flokkanna, sem snúizt hafa um efnahagsmálin. Eins og menn muna var um það talað, að fresta fundum Alþingis, því það gæti ekkert aðhafzt fyrr en þing Al- þýðusambandsins væri búið að koma saman. Þessi þingfrestun var samiþykkt af ríkisstjórninni en strandaði á klofningi innan stjórnarflokkanna sjálfra. Þegar Alþýðusambandsþingið kom sam an, var málið sjálft svo alls ekki lagt fyrir það. í þess stað fór forsætisráðherrann. Herman Jón- asson, sjálfur þangað með beiðni um frestun á framkvæmd vísi- töluhækkunar um einn mánuð, en við atkvæðagreiðslu var sú frestbeiðni felld með miklum meirhluta. Nú reyndi á hvað gera skyldi. Framsóknarmenn segjast fyrir nokkru hafa borið fram tillögur innan ríkisstjórnarinnar, sem þeir töldu að miðuðu til lausnar efnahagsmálanna, kom- múnistar löögðu sínar tillögur fram nú í vikunni og loks Alþ.fl., en allt kom fyrir ekki. — Reynt var að bræða þetta saman innan ríkisstjórnarinnar en árangurs laus. • f gær, 4. desember, gekk svo Hermann Jónasson forsætisráð- herra fyrir Alþing og skýrði frá þessu um leið og hann tilkynnti að hann hefði beðizt lausnar fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. —Mbl. 10. des. —Forseti íslands hefur í dag farið þess á leit við formann Sjálfstæðisflokksins,— Dánarfregn Á elliheimilinu Betel á Gimli, dó 8. des. Björn J. Hallsson, 79 ára að aldid. Hann átti heima í Winnipeg lengst af vestra og stundaði tinsmiða-iðn. Hann var fæddur á Márseli í Jokuld. H.hr. 1879, en kom vestur með foreldr- um sínum 1892. Kona hans Ásta Stefanía Byron dó 1946. Börn þeirra á lífi eru tvær dætur, Mrs. Margrét Patterson og Mrs. J. W. Laily. og einn sonur Carl. Jarð- arför fór fram s.l. föstudag frá Bardals útfararstofu. Rev. Eric Sigmar jarðsöng. Björn heitinn var maður vel gefinn. í íslenzku félagslífi tók hann mikinn þátt. Hann lék í leikjum, sem leikfélag Sambands safnaðar hafði með höndum og fórst það svo úr hendi, að þeim sem sáu hann þar, mun það minn istætt verða. Dr. Joseph Slogan var endurkos- inn í Springfield, en Hon. Paul Hellyer, fyrrum í ráðuneyti lib., vann í Toronto. Vann hann kosn ingu eflaust á því, að aðeins 40% kjósenda greiddu atkvæði, en hann er þjóðkunnur maður. Ekki hafði hann þó meiri hluta kjós- enda með sér. • Hon. John Diefenbaker og frú komu til Ottawa s.l. sunnudag, heim úr ferð þeirra til Evrópu og Asíu. Þau komu þremur dög- um fyr heim en þau ráðgerðu, en það var vegna móður forsætis ráðherra, sem á sjúkrahúsi liggur og veiki hennar ágerðist s.l. viku. Forsætisráðherra lætur hið bezta af kynningu við stjórnendur Asíu er hann hitti og kvaðst trúa á að ynnu friðsamlegum viðskift- um og hefðu undantekningar- laust öllum legið vel hugur til Canada. CR ÖLLUM ATTUM í tveim aukakosningum til, Sambandsþings 15. des., í Spring1 field í Manitoba og í Trinity, í Toronto, unnu íhaldsmenn í því fyrnefnda, en liberalar eystra. FRÁ YANCOUYER Af vissum ástæðum höfum við ákveðið að senda engin jólakort að þessu sinni, en í þess stað, að byðja islenzku vikublöðin í Winnipeg að flytja vinum okkar og kunningjum, kveðju og þökk fyrir liðna tíð, og ósk um gleði- leg jól og farsæla framtíð. Vinsamlegast, Fríða og Laugi Hólm Alderman-Elect CHAS. H. SPENCE

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.