Heimskringla - 13.05.1959, Síða 2

Heimskringla - 13.05.1959, Síða 2
2. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 13.—20. MAÍ, ’59 Híímakrinpla ttomit ÍMI/ Keinur út á hverjum miðvikudegi Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. N8 ArUmíton St. Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce Mi51 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, horgist fvrirfrarn illar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖIl viðskiftabréf blaðinu afflútandi sendist: The Viking Presa Limited, 868 Arlington St., Winnipeg S Ritstjóri: STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritatjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 868 ArUngton St. Winnipeg * *, HEIMSKRXNCLA is pubiished bjr THE VIEINC PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 868 Ariington 9C, Winnipeg 5, Man. Canada Phonc SPruce AAS251 Authorlxod ca Second Claaa M<rU—Pont Offlctt DepU Ottawq WINNIPEG 13.—20. MAÍ, ’59 FLUGSLYS OG ORSAKIR ÞEIRRA Fyrir skmemstu vildi það til, er amerísk flugvél, Boeing-707 var á leið frá París til Lundúna, að hreyfill losnaði og þeyttist út úr flugvélinni. Þrátt fyrir þetta óhapp komst flugvélin til Lun- dúna og gat lent þar heilu og höldnu. Nákvæm rannsókn mun fara fram á því, með hverjum hætti þetta gat orðið. Svo er jafnan þegar flugslys ber að höndum. Allar þjóðir heims, nema Rússar, hafa með sér samning um skjóta rannsókn, og skal hver þjóð styðja aðra eftir mætti við slíka rannsókn. í flestum löndum eru það samgöngumálaráðuneytin, sem eiga að sjá um að rannsókn sé hafin. En oftast nær eru al- þjóðasérfræðingar kallaðir á vett vang, og auk þess fulltrúar frá vátryggjendum flugvélarinnar og eigendum hennar. En í hvert skipti sem rannsókn fer fram, rifjast upp sögur af eldri slysum. Skal hér nokkurra getið. Boeing 202 “stratocruiser” lagði á stað frá Rio de Janeiro og var ferðinni heitið til New York.( Níu manna áhöfn var á flugvél- inni og 41 farþegi. Veður var bjart og fagurt. Flugvélin rann fagurlega á loft og strykaði upp í 18,000 feta hæð, en í þeirri hæð var henni ætlað að fljúga. Undir sólarlag var hún stödd ýfir þétt- um frumskógi og litt könnuðum. Fram að því hafði ferðalagið gengið ágætlega og hún hafði stöðugt samband við stöðvar á jörð niðri. En skyndilega þagn- aði hún og heyrðist ekki framar til hennar—ekki einu sinni nein skilaboð um að hún væri í hættu. Hún “hvarf” bókstaflega. Hvað gat valdið þessu? Var það einhver bilun í flugvélinni sjálfri, eða var hér um skemmd- arverk að ræða? Þetta þurfti að rannsakast hið allra fyrsta, en það var ekki hlaup ið að því að komast á slysstaðinn, og var þar við marga örðugleika að etja, eins og bezt má sjá á fyr irskipunum þeim, sem rannsókn- armennirnir fengu. Þeim var skip að að vera vel vopnaðir og hafa engin afskipti af hinum viltu Ghiapos Indíánum, sem eru á þessum slóðum, nema pví aðeins1 að Indíánarnir gerðu árás, þá: skyldu þeir skjóta á þá. Þeim var' skipað að halda altaf hópinn og gæta iþess að enginn yrði hópn um viðskila. Þeir skyldi altaf vera vel á verði gagnvart skógar- j björnum, hlébörðum, jagúarum,| eiturslöngum og öðrum skaðræðl isskepnum í frumskóginum. ÞeirJ skyldu búa sig svo vel, að föt þeirra rifnuðu ekki á þyrnum og þistlum. Eftir tveggja mánaða ferðalag og ótrúlega erfiðleika komust rannsóknarmennirnir að lokum á slysstaðinn, en þá voru sumir þeirra veikir af hitasótt. Þeir fundu flugvélabrotin og sáu á trjánum þar um kring, að flug- vélin hafði fallið lóðrétt til jarð- ar. Þar hafði eldúr komið upp í henni og brætt belginn, svo að ekki voru eftir nema kögglar af bráðnuðum málmi. Indíánar höfðu fundið flugvélarhræið og rænt ýmsu þaðan. Rannsóknamennirnir báru sam an á einn stað öll þau brot úr flug vélinni, sem þeir gátu fundið, og voru að því í marga daga. En þá söknuðu þeir eins hreyfilsins. Þeir komust því að þeirri niður- stöðu, að þessi hreyfill hefði rif ið sig lausan, en við það hefði flugmennirnir misst stjórn á vél- inni og hún stungist beint til jarðar. ★ í maímánuði 1952 voru þrír rannsóknarmenn sendir frá Lun VIÐ NEITUM Við sem erum liberaar, neitum að gefa fyrirferðar mikil loforð til þess að afla okkur atkvæða. ógætni í fjár- málum og óviturleg höndlun fjármálanna, er ekki leiðin til þess að byggja upp “Nýja” Manitoba. Það leidir til aukinna skatta sem bæði eru óvinsælir og ónauðsynlegir. Liberalar gefa ábyggilega og uppbyggjandi fyrirgreiðslu og hlunnindi án ábærilegra skatta. • Á síðari árum hefur það verið áberandi hjá mörgum í Manitoba og yfir allt landið, að kjörorð áuðvaldsins eru stór loforð og gyllingar, fyrir kosningar, en NEFNA EKKI VERÐIÐ Fyrir ábyrgðarfulla stjórn Greiðið L1B€RHL-PR0GR€SSIV€ atkvæði Authorized by Manitoba Liberal-Progressive Candidates’ Committee dúnum suður til frönsku Vestur- Afríku til þess að athuga hvern- ig á því stæði, að brezk BOAC- flugvél hafði nauðlent þar, 2400 km. utan við rétta flugleði. Flugvélin, isem þeir fóru með, lenti hjá vin 10 km. frá óhappa- staðnum. Þangað var þá áhöfn flugvélarinnar komin og einnig farþegar, þar á meðal kona með ungbarn. Undir eins og fréttist um nauðlendinguna, höfðu Frakk ar sent iþangað f lugvél með lækni er látinn var svífa til jarðar í fallhlíf. Læknirinn hafði svo drifið allt fólkið á stað. Flug- stjórinn einn iþoldi ekki erfiðið og hitann í eyðimörkinni, hann dó á leið til vinjarinnar. En hin- ir voru þar allir heilir á húfi. Nú var ifarið þangað sem flug- vélin stóð. Þá komust rannsókna- mennirnir að Iþví, að Gyrosyn- áttaviti flugvélarinnar var öðru vísi merktur, en vant var um slíka áttavita. Þar var tíu sinnum lengra á milli mælistryka, og þegar áttavitinn sýndi 60 gráð- ur, heldu þeir að hann sýndi að- eins 6 gráður. Að vísu höfðu þeir haft annan áttavita, en þeir heldu aö hann væri vitlaus, svo mikla tröllatrú höfðu þeir á hinum nýa áttavita. Eftir þetta eru allir Gyrosyn- áttavitar merktir eins. ★ Hin 10. janúar 1954 lagði brezk Comet-þota á stað frá Ciampino- flugvellinum í Róm og var ferð- inni heitið til Englands. Húr, komst skjótt í 35—40,000 feta hæð, eins og henni var ætlað, en þegar hún var komin að eynni Elbu, brotnaði hún sundur og glóandi brotin úr henni féllu beint niður í hafið. Þar fórst hivert mannsbarn, sem í þotunni var. Nú var þegar hafizt handa um að slæða upp brotin ur henni, og í ágústmánuði hafði tekizt að slæða upp 70 pórcent af belgn- um og 80 prócent af vélunum. -Það sýndist 'harla ólíklegt að flugvélin hefði liöazt sundur, því að Havilland verksmiðjurnar gert hana sterkari og traustari en þörf var talin á. Og slysið var mönnum ráðgáta. Mánuði seinna hrapaði önnur Cometþota niður í Miðjarðarhaf ið. Það þótti ekki einleikið. Var þá bannað um hríð að hafa þess- ar þotur í ferðum. En vegna þess að ekki var hægt að ná í brotin úr þessari flugvél og rannsaka þau, var reynt að komast að því ibve mikið þessar iþotur mundu þola. Var þá gert líkan af þot- unni og þess gætt að hafa öil styrkleika hlutföll nákvæmlega rétt. Þessi þota var síðan reynd á tilraunastöð “The Royal Air- craft Establishment” í Farnbor- ough, og þess gætt að láta hana verða fyrir álíka hnjaski og flug vélar sem ferðast um háloftin með slíkum hraða er Comet-þot- urnar hafa. Með stuttu millibili var svo líkanið athugað gaum- gæfilega. Eftir 1830 slíkar til- raunir bilaði belgur hennar. Það kom fyrst ofurlítil sprunga i hann rétt hjá radarstöðinni en varð skjótt að gapandi rifu. Þeir, sem skoðuðu flugvélar brotin, sem slædd voru upp hjá Elbu, minntust þess þá að þeir höfðu séð sár eftir samskonar rifu á belgbrotum hennar. úr- skurður rannsóknamanna varð því sá, að belgir beggja Comet- þotanna hefði rifnað, vegna þess að málmurinn hafði lúðst og (openhagen HEIMSINS BEZTA MUNN TóBAK misst styrkleika sinn vegna hit- ans af núningsmótstöðu loftsins. * Slysin eru dýr, en af þeim má læra livernig hægt er að gera flugtækin öruggari. Hvert slys kennir mönnum eitthvað nýtt. Cometþoturnar hafa síðan verið úr haldbetra málmi, og ekkert slys hefir komið fyrir þær. En nú skeður það öðru sinni, að ihreyfill rífur sig lausan í Boeing flugvél. Það virðist benda til þess að menn hafi ekki uppgötvað ÍSLENDINGAR í ST. MATTHEWS KJÖRDÆMI KJóSIÐ PAUL W- GOODMAN æfðan og reyndan mann 1 LIBERAL MARK YOUR BALLOT Resident of West End for 35 years. Partner Sargent Electric and Radio Co. Ltd. since 1927. Member Master Electricians’ Association. Past President First Lntheran Church Past C.hairman Sports Com- mittee, Isaac Brock Comm. Club. Honorary President Orioles Conimunity Club. Fraternal Order of Eagles. Khartum Temple. fith year Alderman, Ward Two. Chairman Public Works C.ommittec. Board of Trustees -- Win- nipeg General Hospital. HOW POWERFUL IS IHAT DRINK? DIFFERENT VOLUMES, EQUAL AMOUNTS OF ALCOHOL 10 oz. beer lYi oz• wine 1 oz. whiskey 4%* ALCOHOL BEER 17% * ALCOHOL WINE 40%* ALCOHOL WHISKEY EQUAL VOLUMES, DIFFERENT ALCOHOLIC CONTENT AND DIFFERENT EFFECTS *Average strength MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Department of Education, Room 42. Legislative Building, Winnipeg 1.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.