Íslenzki good-templar - 02.01.1889, Blaðsíða 3
1889
ísl. Good-Templar.
27
á pessu ári, er í hönd fer; ef allir ræfja dyggilega sftyldu síua við
regluna og málefni vort, er eg pess fullviss, að peir, er lifa önnur
áramót, geta, pegar peir líta aptur yfir ár pað, er nú byrjar að líða,
notið gleðinnar yfir pví, að sjá reglu vora hafa gjört pýðingarmikil
stig til framfara málefni voru, til heilla fyrir pjóðina og til gagns
og sóma fyrir meðlimi sína.
Sjálfum yður óska eg góðs og gleðilegs árs«.
Bænarskrá sú, sem nefnd er í umburðarbrjefinu, er pannig
orðuð:
Til alþingis 1889.
Yjer, sem ritum nöfn vor undir skjal petta, álítum pað sann-
að með reynslunni, að nautn áfengisdrylckja sje landi voru og pjóð
að eins til skaða, að hún eyði fje manna, lieilsu og vinnukrapti og
valdi örbirgð, leiði menn til glæpa, tortími að fullu mörgum
nýtum mönnum, leiði bölvun og sorg yfir óteljandi heimili á landinu,
baki ótal konum og börnum harm og hungur, spilli æskulýðnum
og sje til fyrirstöðu menntun og framförum í landinu. Af pví vjer
pess vegna teljum pað varða framtíð lands vors og heill pjóðar
vorrar mjög miklu, að fyrirbyggð sje með öllu nautn áfengra vína
til drykkjar og pað sje gjört sem fyrst og á sem tryggilegastan
hátt, pá leyfum vjer oss virðingarfyllst að skora á alpingi 1889:
1. að pað banni með lögum tilbúning, aðflutning og verzlun
með áfenga drykki hjer á landi.
2. að pað nemi úr gildi öll lög um aðflutningsgjald af áfengum
drykkjum.
STÓR-STÚKA ÍSLNDS AF Ó. R, G. T.
J>að kunngjöi'ist hjer með að priðja ársping hinnar íslensku
Stór-Stúku kemur saman í Good-Templarahúsinu í Keykjavík pann
26. dag 1 maímánuði 1889 kl. 12 á hádegi.
Sjerhver Undir-Stúka, sem skuldlaus er við Stór-Stúkuna hefir
rjett á að senda fulltrúa til pingsins, en peir skulu kosnir meðal
3. stigs meðlima Stúkunnar eigi síðar en á fyrsta fundi í maímánuði
og hafa með sjer kjörbrjef. Hver Stúka hefir rjett á að velja 1
fulltrúa fyrir hverja 50 meðlimi eða færri og svo marga varafulltrúa,
sem tölu fulltrúanna svarar. Röð varafulltrúanna fer eptir atkvæða-