Íslenzki good-templar - 01.03.1889, Blaðsíða 2

Íslenzki good-templar - 01.03.1889, Blaðsíða 2
42 ísl. Good-Templar. Marz. ar, sem beldur íund einu sinni á ári, og ekki ávallt á sama stað. Stór-Stúkan velur aptur fulltrúa til Alpjóða- eða Hávirðulegrar- Stór-Stúku, sem kemur saman annaðhvort ár og í sínu landinu í hvort sinn. Fjelagið hefur hjer um bil 1700 Stúkur á Englandi. og hjer um bil 65,000 meðlimi, par fyrir utan eru í pví 50,000 unglingar, og mynda peir sjerstaka grein í Regl- unni. Eptir opinberum skýrslum má ganga að pví vísu, að meira en helmingurinn af meðlimunum hafi drukkið meira eða minna áð- ur en peir gengu í fjelagið, og að margar púsundir af drykkjumönn- um hafi orðið bindindismenn fyr- ir fullt og allt eptir að peir voru komnir í Regluna. Á síðasta ári hafa Stúkurnar á Englandi haldið meira en 10,000 opinbera fundi, og pær halda úti einu vikublaði og mörgum mánaðarritum. Hjer um bil helmingurinn af Stúkun- um heldur fundi sína í kapellum og skólum, og 1000 enskir prest- ar eru meðlimir peirra. Meðlimir, sem í'arið hafa burtu af Englandi, hafa inuleitt Regluna í Norður- álfunni, og í nýlendunum, í Asíu, Afríku og Ástralíu. Meðlimir henn- ar eiga sæti bæði í efri og neðri málstofu Bretlands. Meðlimir fje- lagsins gefa mörg púsund pund sterling árlega til útbreiðslu Regl- unnar. Nýlega gáfu peir hinu pjóðlega björgunarfjelagi björgun- arbát, hús og vagn, sem kostaði 680 pund; pá hafa peir einnig skotið saman og yfir 2000 pund til bindindis-hospítalsins í Lund- únum. J>eir hafa komið á fót uppeldishúsi fyrir börn, sem kost- aði meira en 10,000 pund, og peir styðja pað og halda pví við. |>að má bæta pví við, að Good- Templar-Reglan er stærsta algjört bindindisfjelag í heiminum, að meðlimir hennar, og aðrir eru ekki taldir meðlimir, en peir sem borga regluleg gjöld til fjelagsins, eru 623,000 manns aðgreindir í 13,000 deildum, sem nær pví all- ar koma saman á hverri viku, og pó haf'a meðlimirnir engan bein- línis peningahagnað af veru sinni í fjelaginu. þessum deildum er stjórnað af hjer um bil 100 Stór- Stúkum í ýmsum löndum í heiin- inum. Reglan gefur út kringum 40 blöð og tímarit, sem koma út á ýmsum tungumálum. Læknislyf. pað lítur svo út sem pað sje alltítt hjá læknunum í Danmörku að ráðleggja vín, bjór eða ýmsa áfenga drykki sem læknislyf í ýmsum sjúkdómstilfellum; margir menn álíta, að ráðleggingar lækna par auki drykkjuskapinn og haldi peirri skoðun við, að pað sje hoit að drekka, og vínföng sjeu eins konar allsherjar læknislyf.

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.