Íslenzki good-templar - 01.03.1889, Blaðsíða 3

Íslenzki good-templar - 01.03.1889, Blaðsíða 3
1889 ísl. Good-Templar. 43 Á fjölmennum læknafundi, sem haldinn var í Danmörku, var petta mál til umræðu. Allur porri danskra lækna, sem par voru við, áleit að læknar ráðlegðu áfenga drykki allt of opt; sumir peirra álitu, að pessar ráðleggingar hjeldu drykkjuskaparöldinni í Danmörku við og gerðu illt verra. Einn ein- stakur læknir, kornungur maður, varði pó sjerstaklega vínföngin, og fáeinir læknar munu hafa hald- ið hans taum, pótt allur meiri hlutinn væri á móti og pað mjög fjölmennur meiri hluti, og pað sem ofan á varð, var pað, að læknar ættu að fara varlega með slíkar ráðleggingar og takmarka pær sem mest. — f>eir vildu ekki bera ábyrgðina fyrir drykkjuskap- inn í Danmörku, sem skiljanlegt er. f>egar læknar hjer á landi ráð- leggja vín, pá álítum vjer að pað sje af pví, að peir hafa sínar skoðanir uin vínsins læknandi krapt frá Danmörku; peir hafa lært fræði sin par, og peir lækn- ar, sem hjer hafa gengið á skóla, hafa aptur lært hjá mönnum, sem hafa lært læknisfræði í Danmörku. — Öll læknislist hjer á landi er pannig mestmegnis frá Danmörku. f>ess vegna gætir pess iíka svo lítið hjer, pótt heimsfrægir lækn- ar, eins og Dr. Richardson og fjöldi anuara með honum, sjeu á peirri skoðun, að vínföng, hverrar tegundar sem pau eru, sjeu eng- in læknislyf, og miklu heldur hið gagnstæða, pví enginn af pessum mönnum er danskur háskólakenn- ari, og kenningar peirra komast pví naumast að við háskólann í Kaupmhöfn. Yjer erum hálfhrædd- ir um, að pegar læknar hjer ráð- leggja sjúklingum vín, pá sje pað fremur af dönskum vana, en af pví, að peir geti haft neina trú á peim vínföngum, sem peir ráða manni til að nota. I Danmörku eru læknar pað betur staddir í pessu efni en hjer, að pað getur pó komið fyrir þar, að vínið, sem peir ráðleggja, sje gott vín og lítt meingað; bæjerskt öl, sem dansk- ir læknar ráðleggja, er pess utan optast óskemmt pegar sjúklingur- inn fær pað. En oss er lítt skilj- anlegt, hvernig velmenntaður lækn- ir hjer á íslandi fer að ráðleggja mönnum vín og bæjerst öl, sem hingað flyzt. Hingað til landsins flyzt aldrei nokkur dropi af egta víni, nema kannske nokkrar'flösk- ur, sem einstakir menn panta frá Erakklandi, og sem ekki eru til sölu hjer. Brennivínið, sem vana- lega er flutt hingað, er fullt af fúsilolíu. Gott brennivín flyzt varla, og pegar danskur bjór er kominn hingað út til íslands, er hann orðinn fullur af svömpum, eða með öðrum orðmn farinn að mygla. Allt, sem hingað kemur af vínföngum, er svo úr garði gjört pegar hingað er komið, að pað er alveg óhafandi sem læknis-

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.