Íslenzki good-templar - 01.04.1890, Qupperneq 3

Íslenzki good-templar - 01.04.1890, Qupperneq 3
Apríl fsl. Good-Templar. 51 einmitt að geta fest sínar mestu og beztu rætur í kristilega hugsun- arhættinum. |>að er í nafni hins kristilega bróðurkærleika, sem vjer skorum á alla, sem drekka, að hætta peim óþarfa, skaðlega vana, til pess að verða eigi sínum veikari bræðrumað ásteytingar-eptirdæmi. Sá maður hefir ekki rjett skilið anda kristninnar, sem metur sínar girndir og f/stnir meir, en eymd og spilling bræðra sinna. Hann spyr með Kain : ,,Á jeg að gæta bróður míns“. — Enginn hlutur stendur eins í vegi fyrir útbreiðslu lifandi trúaráhuga hjá söfnuðun- um eins og áfengu drykkirnir, pví pau áhrif í pá stefnu, sem kirkjan kann að vekja í svip, slekkur brennivínsbúðin pegar í stað aptur. Ótal lestir og glæpir, ófriður, illmælgi og siðleysi finnast hvívetna í fylgi drykkjuskaparins. Ætti pað pá ekki að vera lífs- og áhugamál fyrir hvern söfnuð, er kallar sig kristinn, að útrýma pessu andstæði alls kristilegs lífs ? — pað er eptirdæmið, sem flesta gjörir að drykkjumönnum, föðursins barnið, húsbóndans hjúið, höfðingjans alpýðumanninn. |>að er eptirdæmi „kristilegu“ /ió/drykkjumann- anna, sem í pá stefnu verkar mest. Eptirdæinið leiðir einnig hina óstyrkari á braut drykkjuskaparins, þeir geta eigi staðið og falla pví í eymd og andlega fortíming. Jpessu eptirdæmi vill bindindishreyf- ingin útrýma í nafni hins kristilega bróðernis. Eramfarastraumur mannkynsins hefir opt og tíðum á umliðn- um öldum mætt stíflum, heljarbjörgum, sem álitin voru jarðfóst í eðli mannkynsins. Sagan sýnir að hann helir opt um hnndruð ára orðið að víkja á bug við pessi björg ; en tíðarandinn hefir smátt og smátt holað undan peim grundvöllinn og pau hafa horfið smátt og smátt, stundum hrunið með byltingum og umbrotum. Svo sljettist straumurinn aptur og pann stað, sem bjargið stóð á, þekkir enginn aptur, nema hvað sögufróðir menn geta lýst honum fyrir oss. Eitt af pessum björgum í framfarastraumi mannkynsins er drykkjuskapurinn. |>að er hjátrú, að hann sje jarðfastara bjarg en hvert annað, sem mannsandinn hefir rutt af braut sinni. Straumur tíðar- andans hefir pegar holað grundvöllinn undan pessu bjargi. Yísindin sýna og sanna, að áfengisdrykkirnir gjöra að eins skaða, ekkert gagn. |>að var áður og er sumstaðar enn,' siður að lofa pá sælu, pann hugmóð, er áfengið kveikti hjá manninum ; það var svo sak- laust, svo náttúrlegt að láta fiöskuna hjálpa sjer til að flýja alvöru og áhyggjur lífsins og byggja sjer ímyndaðann alsældarheim, par sem stafkarlinn var konungum jafn. Nýji tíminn metur lítils slíkar glýjur ; hans krafa er alvara, staðfesta, erfiði. Sá sem eyðir tíma

x

Íslenzki good-templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.