Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Blaðsíða 7

Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Blaðsíða 7
Júní. 71 ísl. Good-Templar. bjálpað hver annari, ef eittbvað ber út af. — Framkvæmdarnefnd St. St. hefir lagt til U. St. stiggjöld öll úr umdæminu og heitið styrk úr útbreiðslusjóði, ef undirstúkurnar leggja nokkurt fje fram. Ráðgjört var að leita leyfis hjá prestum og sóknarnefudum í um- dæminu til að fiytja ræður um bindindismálið á kyrkjustöðum eptir messugjörð á sunnudögum og helgum dögum. |>að er vonandi að pví verði ekki illa tekið af neinum, enda hefir einn merkasti prest- urinn í umdæminu, síra forkell á Reynivöllum, látið í ljósi, pegar petta var munnlega nefnt við hann, að í hans sóknum væri petta velkomið. Á stofnunarfundinum mættu 18 fulltrúar frá 5 stúkum. For- falla vegna kom enginn af Akranesi, en hr. Bjarni Magnússon hefir gjört St. T. ýtarlega grein fyrir hversvegna enginn mætfi, svo ætla má að pað sje vilji og áform stúkunnar, að ganga í U. St. Ákveð- ið var að halda n.æsta fund á Skipaskaga — «ef <Yorblómið» nr. 3 lýsir pví yfir innan 6 vikna, að stúkan gangi undir U. St.» — í á- gústmánuði, annars skal fundurinn haldinn á Álptanesi. * * Eitthvað var að. Konan talar við manninn sinn pegar hann kemur heim kl. 1 um nóttina. Konan: Er pað pú, Jóhann? Mað- urinn : Já, heillin mín. K.: (hálf-hrædd) Hvað er að pjer ? f>ví ertu svona undarlegur ? M.: (mjög hátíðlega) Jeg segi pjer pað gullsatt, jeg hef ekki bragðað deigan dropa í kvöld. Jeg er alveg ódrukkinn. K.: Kú, er pað svoleiðis; jeg, sá að pað var eitthvað ó- vanalegt, sem að pjer gekk. * * * Haunlögiii í Kausas (í Bandaríkjunum). Mótstöðumenn biud- indismálsins hafa opt viljað segja að bannlögin í Ivansas haíi gjört l'ylkinu skaða, fælt menn frá að að setjast par að, o. fl. Opinber- ar skýrslur frá 1889, er safnað hefir S. B. Braðforð, hátt settur embættismaður í pessu ríki, segja dálítið annað. Hjer eru tekin uj»p fá'atriði: cFrá 1874 til 1880 var leyfð vínverzlun og vínað- flutningur og á peim árum fjölgaði íbúum í ríkinu urn 12000 á ári. Bannlögin náðu gildi 1881 og síðan hefur íbúum fjölgað um 82000 á ári. 1880 var að eins ein lorg í ríkinu sem hafði 15000 íbúa, nú eru par 6 borgir með 15000 — 45000 íbúum og 27 borgir, sem hafa yfir 2000 íbúa. 1880 voru íbúar alls 996,000, 1. jan. 1889 voru peir 1,650,000. þjóðareignin hafði á pessum tínia vaxið um nálægt 450 miljónir króna (116,227,000 dollars). Á f'jórum síðustu. árunum voru ræktaðar upp 6,766,873 ekrur, byggð 1591 skólahús

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.