Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Blaðsíða 8

Íslenzki good-templar - 01.06.1890, Blaðsíða 8
72 Isl. Good-Templar. Júní og skólabörnum fjölgaði um 20,600. í Kansas er ekkert öl- nje vín- gjörðahús. Af hverjum 1350 manns þar er að eins einn sveitar- limur að meðaltali. í desembermánuði 1885 voru 898 glæpamenn í fangelsum ríkisins; í janúar 1887 voru peir, prátt fyrir vöxt íbúa- tölunnar, að eins tveim fleiri, eða rjett 900; í ágúst 1888 voru peir 854. Mörg af bæja- og hjeraðafangelsunum stóðu auð«. pessar tölur verða eigi rengdar, pær eru eptir skýrslum, sem ríkisstjórnin hefur látið safna og gefa út og pær hafa opinberau trúverðleik. J>að er annars ekki neitt óeðlilegt, pó að menn, sem eitthvað hugsa fram 1 tímann, fremur vilji ala börn sín upp í pessu ríki, par sem drykkjufreistingarnar ekki liggja daglega á götu peirra, heldur en par sem allt úir og grúir af knæpum og brennivíns- búðum. * 'ó • Kátleg jarðarför lór fram á Hljesey apríl í ár. pogar líkfylgdin kom til kirkjunnar, sást pað, að hún hafði staupað sig drjúgum á heimili framliðna áður en upp var lagt. pegar líkmennirnir komu með kistuna að gröíinni, steyplist einn af þcim á höfuðið ofan i hana og slapp við hálsbroti að eins at því. að hann var með háan pípuhatt á höfðinu, sem tók af versta fallið, en hatturinn varð við það tækifæii talsvcrt meira „sundurknosaður", en líktylgdin sýndist að vera. Annar af líkmönnunum, sem rann það til rifja, hve nauðulega fjelagi lians var staddur, ætlaði að hjálpa, eu missti þá sjálfur jafnvægið og hrapaði ofan í gröíina, ofan á hinn og sópaði með sjer miklu af mold. Nú lenti allt í óhljóðnra og vandræðum, þar til þeir loks urðu dregnir upp og svo varö maður að fara ofan í gröfina. til að moka upp moldinni, sem niður hafði hrunið og að því húnu var loksins mögulegt að koma hinum rjetta grafarbúa til híby‘la sinna, som tveir höfðu hrapað i á undan honum. En það var ekki þar með búið. pegar svo presturinn ætlaði að fara að kasta rckununi á kistuna, þroif sá, er fyrst datt í gröfina, stóra kolaskó fiu og vildi endilega iijálpa presti til við seri- moníuna, en þá hlupu menn til og hjeldu honum. Sunnudag næstan optir hjelt prestur kröptuga áminningarrftiðu til safnaðarins og sagði þeiin að gæta þoss að láta eigi drukkna monn fylgja hki til kirkju, því það væri bæði viðbjöðslegt og hneikslanlegt að sjá slíka líkfylgd, þar sem allfiestir dirigluðu áfram auga- fullir og slagandi. (Danska Morgunblaðið 4. maí). — pess þarf vænti jeg ekki til að geta, að slikt eða líkt hafi átt sjer einhvern tíma stað hjer á laridi, það má í öllu falli íullyrða, að hjer hafa prestar ekki fundið það skyldu sina, að ávíta söfnuði sína fyrir slíkt. x Sp. Er leyfilegt að selja ..hvitt öl“ í minna mæli en „bjór“ V Sv.: Nei. Lög 10. febr. 1888 nefna ,,öl“; umlir það lellur einnig „hvítt öl“, vr svo er nefnt. _____________ Kvittanir fy.rir blaóiÖ. Árni Filijipusson (lOj 5.00. Jón E Jónsson II. —III. 1.50. Gr. Laxdal 0.75 og fyrir III. 0.75. Emar G. pórðarson I.—III. 1.25. Gwöl. Guömundsson. Ritstjðri ogútgelandi GuÖl. Guömundsson, cand. jur., yfirrjeftar-mátslærsluniaður Reykjavík 1850. Isafoldarprentsmiðju.

x

Íslenzki good-templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.