Íslenzki good-templar - 15.04.1893, Page 3
ísl. Good-Templar.
69
lagslífi. En er til þess kemur, verða hinir hugsunarlausu
frelsisskrumarar enn hámæltari og tala um óhæfilegt hapt
á atvinnufrelsi og borgaralegu fjelagslífi, ef banna eigi
með lögum alla áfengisverzlun og veitingar.
Hugsunarleysið er í því fólgið, að líta að eins á aðra
hliðina eða rjettara sagt á eina hlið af mörgum.
Þeir skoða að eins málið frá sjónarmiði vínsala og
veitingamanna, þó að þeir sjeu ef til vill ekki nema V1000
hluti þjóðarinnar. Þeir skipta sjer ekkert af því, þó að
þetta sjerstaklega frelsi handa þessu örsmáa broti þjóð-
fjelagsins feli í sjer meira eða minna ófrelsi fyrir alla
hina, ef til vill 999 af 1000. Þeir virðast eigi hafa neina
hugmynd um það, að þar sem mennutan reglubundins mann-
fjelags mega, veraldlega talað eða frá veraldlegu sjónar-
miði, aðhafast hvað sem þeim lízt í orðum og gjörðum,
þá verður í slíku fjelagi jafan að miða athafnafrelsi hvers
eins meira eða minna við það, hvað allri fjelagsheildinni
er hollt og bagalaust. Þar má eigi nokkurra manna frelsi
vera svo ríkt, að það verði öðrum að ófrelsi eða gæfu-
ráni. En áfengisiðnin bakar þorra hverrar þjóðar, er
hana hefir lögum helgaða, stórkostlegt ófreisi, beinlínis
og óbeinlínis, og fjölda manna hörmulegt gæfurán.
Eða eru eigi stórum aukin sveitarþyngsli, er áfengis-
iðninni fylgja hvar sem er, kveði nokkuð að henni til
rauna, ófrelsisok fyrir þá, sem undir þeim eiga að búa?
Er eigi saraa máli að gegna um löggæzlukostnað, vitfirr-
ingakostnað og því um líkt? Er eigi háski sá og tjón,
er mannfjelaginu stendur af ölœði drykkjumanna, nokkurt
ófrelsisböl? Og er eigi loks áfengisveitingaskyldukvöð
sú, er drykkjusiðirnir leggja á menn, er ekki vilja láta
brigzla sjer um ógestrisni og ekki eru í bindindi, ekki
talsvert ófrelsi? Eru þeir eigi nokkru frjálsari, er slíkri
kvöð hafa af sjer hrundið eitt skipti fyrir öll, með því
að ganga í bindindi bæði fyrir að neyta áfengis og veita
það öðrum?
Þessu svokallaða frelsi örfárra manna meðal þjóðfje-