Íslenzki good-templar - 15.05.1893, Side 5

Íslenzki good-templar - 15.05.1893, Side 5
77 ísl. Good-Templar. sem óbótamenn undir óheyrilegum skömmum og formælingum, sem dynja úr hinum ölvaða vitfirring; íþeir óska sjer ekki að bera þá sorg, sem nístir hjarta hins táldregna ástvinar, sem öllu, hviku og dauðu, gleði og ánægju er rændur og rúinn, og stendur nú sem dæmdur til dauða og hefir ekkert að missa nema lítilþörlegt líf. Vínsalar og veitingamenn óska sjer ekki, að verða aðnjótandi þess ásigkomulags, sem börn hins ölvaða eru opt í; þeir hirða ekki um þá bölvun og ó- gæfu, sem hann hefir leitt yfir hin saklausu börn; þeir hirða ekki um þá fyrirlitningu, sem við honum horfir nær og fjær. En—þeir hirða um aurana hans, þeir hirða um föt hans og fæði; þeir hirða um fiskana hans, ef hann er sjómaður; þeir hirða um ullarlagð frá honum, ef hann á sauðkind eða einhver hefir gefið honum lagðinn í lepp á sig; þeir hirða um að rýja hann inn að skinninu og til liins síðasta blóðdropa, eins og tilfinningarlaus fjárbóndi á stundum sauðkindina, þó hún falli svo úr kulda og vesöld næstu nótt eptir. Vit og velferð drykkjumannanna eru ekki þung á samvizkumetaskál- um vínsalanna; aurarnir eru þá heldur meii’a virði. Ham- ingjulán barna þeiri'a gildir ekki mikið, ef guðaveigaimar verða borgaðar með guili. En skyldi nú ekki vei'a athugaverð fyrir veitingamenn og vínsala, þessi aðferð drykkjumannanna ? Verið getur það. Þó vínsalar hirði alls ekkei’t um gagn annara, hirði ekki um að elska og virða náunga sinn, hirði ekki um fátækt eða ör- byi’gð síns meðbróður, hirði ekki um ófarir nje ógæfu annara, þó að þeir virði flest að vettugi, sem lýtur að heill drykkju- manna og þeii’ra skylduliðs, þá er á það að líta, að úr því maður er búinn að sóa öllu sínu til vínsalans, þá hefir hann úr iitlu að spila framar, og kemst í engan samjöfnuð við regiumanninn. Hvor dregur kaupmanninum drýgra, regltx- maðurinn eða drykkjurúturinn? Hvor hefir úr meiru að spiia eða handa á milii, þegar fram líða stundir? Þó vínsalinn hafi ekkert fyrir augum nema peningana og eigin hagsmuni, þá þarf hann samt að yfirvega vandlega, hvor sje arðsamari, reglumaðurinn með sinn dugnað og atvinnu, eða óreglumað- Urinn með sín vínlcaup, sitt atvinnuleysi, sitt iðjuleysi og sína örbirgð; og verði hinn síðarnefndi ekki mun drýgri með framleiðslu í búð og buddu vínsalans, 'þá verður hyggilegra

x

Íslenzki good-templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzki good-templar
https://timarit.is/publication/130

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.