Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1889, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.09.1889, Blaðsíða 4
4 |> JÓÐ VIL JTNlsr. Nr. I. hluta í sveitar* eða bæjarsjóð, par sem brotið er fratnið, en tvo priðju til upp* Ijóstarmanns. 5. gr. Mál pau, er rísa út af brotum gegn lögum pessum, skal farið með sem opinber lögregluinál. fJÓÐVINAPÉLAGIÐ. Vélag þetta, sem stofnað var til að fylgja fram landsréttindum íslendinga, hefir síðan Jón Sigurðsson leið verið að smákafna und- ir nafni undír forustu Tryggva riddara Gunnárssonar. J>að sýnir bezt, hvernig hinir hátt skvaldr* andi hetrá þingmenn hafa i raun og veru verið innan rifja, að peir skuli ping eptir ping hafa valið bitrasta mótstöðumann sjálfsíorræðis íslands fyrir forseta pessa félags. Skammar-nær liefði pingmönnum verið áð leysa upp félagið, en að láta pað darka með pessa hvítu kollhettu ár eptir ár. Sjaldan hefir pó kastað tólfunum, eins og í ár, pegar hið undarlega samhand myndaðist milli konungkjörna flokksins og sjálfstjórnarmannanna, til að útiloka „miðl- unarmennina“ frá |>jóðvinafélagsstjórninni. Að halda Tryggva riddara, endurkjósa Eirik Briem hálfvolgan í stjórnarskrármálinu og kjósa par á ofan J>órarinn Böðvarsson i 'Jjjöðvinafélagsstjórnina eptir allan hans endalausa hringlanda og barndómsgang, pað er að bæta gráu ofan á svart. Virðist mér, að eðlilegast hefði verið. að sjálfstjórnar- og „miðlunar“-menn hefðu orðið ásáttir um að skipa stjörnina til jafnra hluta; pá hefði. J>jóðvinafélagsstjórnin orðið sannari ímynd pjóðarviljans, en hún nú er. J>jóðvinafélagsmaður. * * * Við rólega yfirvegun ætlum vér, að flest- ir muni sansast á, að réttasti vegurinn við stjórnarkosninguna hefði verið sá, sem „J>jóðvinafélagsmaðurinn“ bendir a; en ekki mega menn álasa sjálfstjórnarmönnunum um of, pó að pá, meðan hitinn var sem mestur í blóðinu, langaði til að gefa „miðl- unarmönnunum" svo nefndu nokkra ráðn- ingu, svo mjög sem peir í sumar brugðust vonum manna og orðum sjálfra sín að undanförnu. Ritstjórnin. Winnipeg, 30. júlí 1889. .... Helzta Veðrið hér meðal íslend- inga eru kirkju- eða trúarbragðamál. J'að eru nú sem stendur prjár „kristindóms- verzlanir“ hjá okkur. —- J. B. hefi.rnú auð- vitað langmesta „umsetning1*, enda er liann elztur og mannflestur; eg trúi hann telji hjá sér um 1000 áhangendur. J>á er Jón- as postuli með nokkra tugi, sem allir liggja á bæn. Björn gamli Pétursson fer kirkju- laust með eingyðistrú! — Björn er maður gamall, lieldur skynsamur og hefir að eins fyrir eigin lífi að sjá. Hann hefir komizt inn á Kristófer Jansson, og pýðir eptir hann ýmsa fyrirlestra, sem töluvert eru fróðlegir og láta allvel í eyrum, enda mjög svo skynsamlega útlistaðir. Björn er mein- laus við Islendinga, og heimtar ekki fé fyr- ir fyrirlestra sína. Jónas er gamall drykkjumaður, en hefir orðið „heilagur“ hjá ,,presbyterium“; hann er dálítið orðvondur og sendir „syndarana1* af og til „Wholesale“ (o: hópum saman) til helvítis. Hann leyfir öllum illum og góð- um að koma í söfnuð sinn, nema séra J. Bjarnasyni. Hann er nú að láta stækka kirkju sína um 4—5 hundruð manna rúm. Jón B. hefir alla „Lögbergs-klikkuna" og ýmsa fleiri í sínu liði. J»að er stálsleg- '• inn ram-„organiseraður“ flokkur; par er | rígnegld kirkjupólitík. En pó svo sé. að hann hafi efldan flokk, parf reyndur enginn annar en hann að segja neitt. Jóns orð eru — nærri undantekningarlaust —-söfnuð- inum: hæztiréttardómur, páfasvar eða Sol- dánsboð. Fyrir fólkinu les hann landafræði, skammir um presbyteriana, um íslenzkan uppblástur og fl., ogætið endar hver kirkjuferð -—- vel að merkja ef guðsorð á að flytjast með peningahringli! . . . . A L M Æ L T TÍBINDI. Mannalát. 17. ágiist p. á. andað- ist að Gautlöndum í Suður-J>ingeyjarsýslu Solveig Jónsdóttir, ekkja alpingis- forseta Jöns Sigurðssonar. ísafirði, 28. sept. ’89. Strandferðaskipið „Thyra“, skip- stjóri A. Boldt, kom liingað 24. p. m., og hafði tafizt af óveðri á Siglufirði og Sauð- árkrók. „Thyra“ fórapturað morgni 25.p.m. Strandferðaskipið „Laura“ er sagt væntanlegt hingað um miðjan næsta mánuð með vöruslatta til kaupmanna, sem „Thyra“ hafði eigi getað tekið. Hvalveiðamáður norskur kom hing- að með „Thyra“ í peim erindagjörðum að flytja hvalveiðaútveg sinp hingað til sýslunnar. Hvalveiðamennirnir á Langeyri og Flateyri eru nú hættir veiðum í ár, og hafði hinn fyrnefndi aflað 65 hvali, en hinn síð- arnefndi 63. YFIRLYSING. Með pví að ýmsir miður getspakír menn kvað hafa viljað eigna séra J>orkeli Bjarna- syní á Reynivöllum „bréf frá Faxaflóa“r sem prentað var í 17. nr, 3. árg. „J>jóð- viljans“, erpví hérmeð yfirlýst eptir beiðni nefnds prests, að hann er e k k i höfundur nefnds bréfkafla. Ritstj. „J>jóðv.“ “ Framhald palladóma kemur í næsta blaði. AI'GI.ÝSING AH. Verðlaun fyrir fiskverkun. J>eir, scm verðlaun hlutu fyrir vandaða fiskverkun á verðlaunanefndarfundinuin á ísafirði 16. p. m., mega vitja peirra til undirritaðs. ísafirði, 20. sept. 1889. Skúli Thoroddsen. *"* Sýnisfiska peirra, sem lagðir vora fyr- ir verðhiunanefndina. eru hlutaðeigendur beðnir að vitja í Good-Templarahúsið, eða ráðstafa þeim á annan hátt. Ekknasjöðnum ættu sem fæstir að gleyma; frá sjómönn- um eru framlög enn orðin sorglega litil í ár; skýrsla birtist í næsta blaði. KOSTABOÐ. .« H3 -J Hver, sem útvegar 3 nýja kaupend- “ G* PT"1 ® ur að 4. árg. „J>jóðviljans“, og stendur skil á borgun, fær fjórða m ^ eintakið ókeyj is. Bi'L etn^æ —.......... .... .............. .... Fjármark Vernh. Einarssonar á HvítaneM er: hamrað hægra; stýft, biti fr. vinstra. Prentsmiðja ísfirðinga. Prentari: Jóhannes Yigfússon.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.