Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1890, Blaðsíða 1
Yerð árg. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 doll. Borgist fyrir miðjan júnímánuð. Uppsðgn skrifleg, ð- gild nema komin sé til ötgefanda fyrir 1. dag júlímánaðar. Nr. 25. Isafirði, fimnitudaginn 31. júlí 1890. Til k a u p a n d a „ J> j ó ð v i 1 j a n s “. | Gleymið eigi að gjalddagi blaðsins var í júnímánuði næstliðnum. N ý i r kaupendur. j>eir, sem gjörast vilja kanpendur að Y. árgangi „J>jóðvil_ians“ geta fengið ókeypis pað, sem eptir er af yfirstandandi árgangi blaðsins. DÓMUS EI R f K S MAGNÚSSONAR um „m i ð 1 u n a r - h u m b u g i ð“. —o—o:o—o— í „Heimskringlu“ 19, júní ]>. á. er birt „Opið bréf til alpm., hr. Páls Briem“ frá meistara Eiríki Magnússyni í Cambridge, sem er svar upp á endileysu P. Br. í „f>jóðólfi“ 9. maí þ. k., er hann nefndi „útlendar og innlendar vitleysur". Af pvi að vér vitum, að skpðanir hr. Eir. Magnússonar á landsmálum, eru að maklegleikum mikils metnar hér á landi — hvað sem „klikku“-bræðrum í Yik líður—, birtum vér hér pann kafla úr grein hr. Eir. Magnússonar, er stjórnarskrármálið snertir, og er hann sro látandi: ,,{>ér teljið, að eg hafi lagt minn skerf firam til að gera liðið ár að „andlegu eymdarári** fslands erlendis. Um pað skal eg ekki prátta við yður nú, úr pvi sker land yðar með tímanum. En pað sker líka úr pví, að hvaða pólitisku framaári p j e r hafið gert árið innan- lands og til pCss úrskurðar leyfi eg mér að bera hér fram minn litla tillögu-skerf. Yðar mikla verk á árinu er, í stuttu máli, sá kafli 7. greinar stjórnarskrár- frumvarpsins 1889, som yður er almennt eignaður, og gefur konungi pað, sem nefnt hetir verið: afturkalisrjett- ur laga. Menn sjá penna rjott ljósast með pvi, að setja samau 3. gr. frum- varpsins (sem 7.gr. vitnar í) og, 7. gr.: 3. gr. „Ráðgjafi pessi (ráðg. konungs fyrir ísland) ber ábyrgð á álykt- unum peim, e r h a n n r i t a r u n d i r með konungi“. — Stjórnskrálega ber hann enga ábyrgð neinua annara ráð- stafana sinna nje ályktana. 7. gr. „þegar jarlinn hefir í nafni konungs staðfest eitthvert lagafrumvarp“ (pað verður liann að hafa gert innan mánaðar frá pví, að báðar deildir pings sampykktu pað), skal hann við fyrstu hentugleika senda ráðgjafa konungs (sbr. 3. gr.) nákvæmt samrit laganna. Nú pvkir konungi rjett, áður en tólf mánuðir eru liðnir frá pví, er ráðgjafi konungs tók við lögunum, að synja peim staðfestingar, pá skal ráðgjafinn senda jarlinum synjun pessa, og geta pess um leið, hvenær hann hafi tekið við lögunum. Geri pá jarlinn kunnuga synjunina eftir peim lögum, sem gilda um birtingu laga, og falla pá lögin úr gildi frá peim degi, er birtingin er dagsett". Nú en eftir 1. grein pessa stjórnar- skrárfrumvarps er „1 ö g g j a f a r v a 1 d- ið h j á konungi og alpingi i s a in e i n i n g u“ , og eftir hinni gild- andi stjórnarskrá er rjettur konungs í pessari löggjafarsamvinnu pað viðkaður fram yfir rétt hins aðilnns, alpingis, að hann, konungurinn, getur frestað að sam- pykkja lög. |>essi negativ (neitandi) rjettur konungs er í sjálfu sjer bæði rjettur og hollur, og sje ráðgjafi konungs bæði stjórnvitur og hygginn, er pessi rjettur háskalaus, en getur naumast í nokkurs ráðgjafa hönd (ráðgjafar eru verndarar konunglegra rjettinda) orðið eiginlega pað, sem voði má heita. bJn 7. gr. yðar tekur nú fyrst og fremst frá pingi rjettinn, sem pví heyrir til eftir fyrstu grein, að nema sín eigin lög úr gildi, í sameiningu við konung, og fær honum einurn penna rjett í hendur, hvenær sem honum póknast að neyta hans, og svo lendir hún í pessum lógisku áflogum við sjálfa sig. að konungur getur upphafið eigin vilja sinn, eigin lög sín, ein- raitt á pví tínmbili, er allra sizt skyldi, og allra sí/t er ástæða til: áður ea hann veit nokkuð um pað, hvort pau eru góð eða ekki, pörf eða ekki, hvort peguar hans unna peim eða ekki. En pað bezta er pó petta, að greinin gerir enga ráðstöfun fyrir pví, hvað til ráða skuli verða, ef konungur synjar staðfestum fjárlögum sampykkis! f>að getur hver maður sjeð, að tilgangur pessarar greinar er að opna s t j ó rnarskrstleg.an veg til pess, að Islandi megi stjórna með bráðabyrgð- ar fjárlögum um allar tíðir, ef ráðgjafa. konungs býður svo við að horfa, hvað sem Islendingar segja. I drðum og á- kvæðum hennar liggur enn frernur auð- sælega pað, að fá endurreist einveldi konungs á íslandi, pví frumrjettur pess er. að konungur geti einn numið úr gildi gildandi lög eptir eigin póknun. Dýpra. i skauti hennar liggur pað að leiða í land óskorað ráðgjafa gjörræði með fullu á- byrgðarleysi; pví eptir orðanna hljöðan er ekkert nefnt í greininni, er ráðgjafi skuli undirskrifa rueð konungi. Hann getur sagt konungi að ónýta hver lög lands sem vera skal, en hann ber enga ábyrgð pess, pví hann undirskrifar enga ályktun í pví efni raeð konungi. Dýpst í skauti sínn ber greinin fullkomið pingrjettlevsi íslands. Meinlausir eru Islendingar og auð- sveipir, en í pessa hengingaról yðar held eg varla peir gangii Svo eg segi yður alveg hreint og beint mína meiningu, álít eg yður nú einn áf landsins pólitisku skaðræðismönnum. Má eg spyrja yður, hafið pjer heyrt, hvaða fyrirheiti talað er í Höfn að bíði framkvæmdar, pegar stjórnarskránni meft pessari yður e i g n u ð u grein verði komið gegnum báðar pingdeildir ?“ s V A R til SANNLEIKSVINANNA SYÐRA. —o—o:o—o— J>að væri synd að sogja, að pað hefði vautað á digurmælin og montið hjá miðlun- armönnunum eptir síðasta ping; pað var eins og peir hefðu uppfundið púðrið, eðn. gjört eitthvert annað ógleymanlegt meist- araverk, er aldrei myndi firnast, pegar peir höfðu lokið við grautargjörðina, soðið sam- an miðlunarkássuna, og borið hana á borð íyrir landslýðinn. |>að var svo sem sjálfsagt talið, að menn myndu taka til sín af réttunum, gera sér

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.