Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1890, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1890, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst 30 arka) 3 kr.; í Amer. 1 doll. Borgist fyrir miðjan jiinimánuð. Uppsögn skrifleg. ð- gild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. dag júlímánaðar. Xr. 29. Ísaíirði, laugardaginn 6. septemiter. 18ÍM). T i 1 k a u p a n d a „ J» j ó ð v i 1 j a n s“ . G-leymið eigi að gjalddagi blaðsins var í júnimánuði næstliðnum. N ý i r kaupendur. |>eir, sem gjörast vilja kaupendur að V. árgangi „]?jóðviljans“ geta fengið ókeypis pað, sem eptir er af yfirstandandi árgangi blaðsins. F R J Á L S K I 11 K J A. Stjórnarlög vor mæla svo fyrir, að evan- geliska - lutherska kirkjan skuli vera ]>jóð- kirkja Islands, og skuli hið opinbera styðja liana og efla. I stjórnarskipunarlögum virðast oss þessi ákvæði vera sumpart ópörf og sumpart skaðleg. I>au eru ópörf að pvi leyti, að meðan allur fjöldi landslýðsins játar pessa pjóð- kirkjutrú, pá parf eigi að óttast, að hún muni eigi verða nægilegs styrks og nægi- legrar verndar aðnjótandi. Og skaðleg eru pau í fyrsta lagi að pvi leyti, að borgaralega valdið er par að fást um pað efni, sem pví í raun og veru ekk- ert kemur við, heldur hvers eins samvizku, og engum öðrum; með pví að kveða svo á, að evangeliska-lutkerska kirkjan skuli vera pjóðkirkja fslands, pá er eins og löggjafar- valdið sé að gera sig að úrskurðarvaldi um pað, hver af hinum margbreyttu trúar- brögðum, er mannkynið vegna trúarparfar- innar hefir skapað sér, séu bezt; en að fella slikan úrskurð ætti löggjafarvaldið helzt að leiða sinn hest frá. í öðru lagi er sú vernd, er pjóðkirkjan, eins og nú stendur, nýtur, of nærgöngul frelsi manna og skaðleg fyrir pjóðkirkjuna sjálfa. Eptir gildandi landslögum er mönnum að visu lieimilt að segja sig úr pjóðkirkjunni, en peir losast eigi par fyrir við prests- og kirkjugjöld, nema peir hafi séð sér fyrir utanpjóðkirkjupresti, sem par á ofan hefir fengið konunglega staðfestingu, til að gegna peim starfa. Hér er pví frelsi einstaklingsins misboð- ið, til pess að vernda pjóðkirkjuna. Eðlilegast, og persónulegu frelsi manna samboðnast, væri pað óefað, að menn, með pví að segja sig úr pjóðkirkjunni, losuðust við öll pjóðkirkjugjöld; og væri ekki van- pörf á, að löggjafarvaldið tæki pað málefni bráðlega til íhugunar. Fyrir evangelisk-luthersku kirkjuna sjálfa álítum vér einnig, að vernd sú, er hún nýt- ur sem pjóðkirkja, sé að mörgu leyti hefnd- argjöf, svo framarlega sem ætlunarverk kirkjunnar er fyrst og fremst siðferðislegt, en eigi pað að liafa sem mesta höfðatöluna, peniugana og veraldlegu völdin. |>að er mikið fjasað um trúardeyfð manna hér á landi um pessar mundir; en mun ekki pessi andlega doðasýki einmitt eiga eina aðah'ótina til pess að rekja, að prest- arnir láta sér margir hægt, af pví að peir vita, að landssjóðurinn tryggir peim „brauð- in“, hvað sem trúarlífi safnaðanna líður? A D SODALES. (Kvæði eptir Hannes Hafstein).* —o:—-:o:—:o— Heill sé oss, pví hjá oss gista himinbornar systur tvær, allar sorgir af oss kyssa, æska’ og gleði heita pær. Grleðin, hún er einkunn æsku, æskan. hún er lífsins blóm; pví skal og sem optast hefja æskusterkan gleðiróm. * Kvæði petta var sungið í ,,toddy“-veizlu, er íslenzkir stiidentar í Kaupmannahöfn héldu á Garði 1882. Gleðin er í eigin hjarta, óspillt sál er henni gædd, og hún býr í öllu fögru, ásamt hinu sterka fædd, og hún kvikar undir brjóstum ungra meyja, dýr og skýr; eins hún blikar og í veigum, innst við prúguhjartað býr. Hvort sem bikar barmafullur betri gleði okkur fær, eða barmur blíðu vafinn, brosið, eða veigur tær, finnum vér, að gleðin góða — gleðin er pað. reginmagn, sem að lífsins drunga dreifir, dregur lífsins punga vagn. Hver sem vill má koma og segja: kæti sú er vinnutöf, eyðir fé, og eyðir tíma, einatt verður hefndargjöf. Trúið, vinir, ef að æskan ekki fær sinn gleðileik, pá er lifið elli-ergjur, ellin dauðahryggla veilc. En ef gleðin æsku krýnir — allt í hófi, pað er rétt — vakna kraptar, aukast, eflast, allt peim glaða veitir létt. |>egar gleðin sorgir sigrar, sigrum fleiri hugur venst. Allstórt segl k andans fleyi út í gleðibyrnum penst. Eins og vorblær ljúft í laufi léttar raddir vakið fær, pannig og í ungu hjarta ótal strengi gleðin slær. Eins og vorblær ísa pýðir unz hann kyssir mjúka jörð, pannig einnig æskugleðin elliböndin pýðir hörð. jþví skal gleðjast, pvi skal fagna pví skal veifa glösum hátt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.