Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Blaðsíða 2
14 í>JÖÐVILJIKN' UNGI. I, 4.-5. J>að er og hvorttveggja, að alþingi hefir fullan rétt til að skipa lög um þetta efni, hvort er það hefir fyrir sér áskoranir eður eigi, enda var frumvarp þetta svo lagað, að brunabótagjaldið hefði orðið minna, en almenningur nú á að venjast hjá hinum útlendu brunabótafélögum. Yar því eigi að eins um þann hagnað að ræða, sem af þvi leiðir fyrir landið í heild sinni, að féð dragist ekki út úr land- inu, heldur og um beinan árlegan hagnað fyrir húseigendur. Undarlegan og óviðfelldinn undirtyllu- hátt sýndi bæjarstjórnin í Reykjavík i þessu máli, er hún sendi efri deildinni mótmæla- yfirlýsingu gegn því, að nokkuð það yrði lögleitt í þessu efni, sem álits bæjarstjórn- arinnar hefði eigi verið leitað um! Meðal þingmanna var það almennt á- litið, enda almæli i Reykjavík i sumar, að þessi yfirlýsing hefði verið „p ö n t u ð“, til þess að gefa hinum konungkjörnu ein- liverja átyllu gegn málinu, enda varð þeim flokknum og matur úr henni. Bæjarstjórnin í Reykjavík gerði þannig sitt til þess að spilla góðu máli, bæði sínu eigin bæjarfélagi og öðrum pörtum lands- ins í óhag, þar sem hún lét hafa sig að því skálkaskjóli, er konungkjörni flokkurinn skákaði í, er hann felldi þetta mál. En vonandi er, að þessu nauðsynja- máli verði fylgt fram af þjóðkjörnum þing- mönnum á næsta þingi, og að efri deildin verði þá svo þjóðkjörnum þingmönnum skipuð, að málið nái fram að ganga á þinginu. |>ingmaður. * * * Mál þetta verður rætt ýtarlegar í blað- inu síðar. Ritstj. YISTARSKYLDAN. II. J>egar málið kom til efri deildarinnar, reis upp Arnljótur prestur Ólafsson, fimmti konungkjörni þingmaðurinn, sá hinn sami, er mest hefir á seinni árum fjasað um „mannréttindi“ og „persónulegt frelsi“. En því miður; það virðast orðin övið- ráðanleg álög á þingmanni þessum, að þurfa endilega að hlaupa í baklás, og koma í mótsagnir við sjálfan sig, eins og skáldið kvað: „ J>úsund‘ vélar þó að hann smíði, og þúsund sinnum kasti hann hýði, það jeg veit, til þjóðmálabóta, að þekkist hann á nefinu 1... .“. prátt fyrir mikla ósjálfráða andans hæfi- leika Arnljóts prests, er þó sjaldan miklar reiður á orðum hans að henda, því að „centrifugalkrapturinn“ er svo mikill, er óð- ara togar hann og teygir frá þvi, er, ept- ir orðum hans að dæma, virtist vera hans aðal-atriði. í þetta skipti, er hér um ræðir, reis Arnljótur prestur því heldur ekki úr sæti sínu, til að verja sín hátt prísuðu mann- réttindi; hann reis ekki upp til þess að tala máli alþýðunnar, sem ársvistarskyldan hvílir á, heldur til þess að andmæla því mannfrelsi, er neðri deild þingsins vildi veita. Yildi séra Arnljótur alls ekki leysa vistarbandið, heldur gengu tillögur hans (Alþ.tíð. 1891. C. þingskj. 320) í þá átt, að hver maður, tvítugur að aldri, karl eða kona, gæti leyst lausamennskubréf hjá hreppsnefnd sinni eða bæjarstjórn; en greiða skyldi karlmaður 10 kr., en kvenn- maður 4 kr., fyrir bréfið. Lausamennskuleyfi þetta skyldi og að eins gilda, meðan lausamaður „heldurstöð- ugt áfram Iausamennskunni“, svo að þetta keypta frelsi átti að falla burtu, ef lausa- maðurinn réðist í vist um einnvern stuttan tíma, og varð að kaupa leyfisbréf af nýju, ef hann vildi aptur breyta stöðu sinni. Nú vildi lausamaðurinn flytja sig i ann- an hrepp, og skyldi hann þá, eptir frum- varpi Arnljóts, í hvert skipti láta oddvita teikna upp á leyfisbréfið, og greiða fyrir þá áteiknun karlmaður 1 kr., en kvenn- maður 40 aura. J>annig lagað var mannfrelsi það, er séra Arnljótur vildi kaupslaga með, og verður honura tæplega borið það á brýn, að hann hafi viljað selja of ódýrt, karl- fuglinn, Efri deildin skipaði nefnd í málið, og urðu fyrir þeirri kosningu: Árni Thorsteinsen 4 kgk. þm. Arnljótur Ólafsson 5 kgk. þm. og Sighvatur Árnason 1. þm. Rangvellinga í nefnd þessari var sóra Arnljótur kjörinn formaður, og voru þá þegar auðsæ forlög málsins á þessu þingi, enda neytti hann formanns valdsins til þess að draga málið von úr viti í nefndinni. Fyrst undir þinglokin, þegar ómögulegt var, að málið gæti orðið útrætt á þinginu, lætur nefndin uppi álit sitt 21. ág. þ. á. (Alþ.tíð. 1891. C. þingskj. 482); og er það sannast um nefndarálit þetta, að það ber það með sér, að mjög hefir verið kastað til þess höndunum, enda þött nefndina skorti ekki tíina til að ganga betur frá því. Nefndin byrjar álitsskjal sitt með þeirri hátíðlegu yfirlýsingu, að hún álíti, að „eptir stefnu tímans eigi vel við að nema úr gildi vistarskylduna, sem öeðlilegt band á vinnufölki“, en í næstu línunum segir hún það „eiga betur við, að menn kaupi leyfisbréf til lausamennsku“!! Hver heldur hin háttvirta nefnd, að botnað geti í þessum lokleysu-þvættingi; nefndin læzt vera samdóma því, að vistar- skyldubandið skuli nema úr gildi, en segir svo, að réttast sé, að skylda menn til að kaupa leyfisbréf til lausamennsku, rétt eins og það væri eitt og hið sama. Og ekki batar um, þegar lengra kemur fram í nefndarálitið, þvi að þá sýnir nefnd- in enn betur, hve fjarri hún er þeirri frum- stefnu, að vilja afnema vistarskylduna, þetta „óeðlilega band á vinnufólki“, sem hún sjálf nefnir svo. Að vísu ákveður nefndin lausamennsku- gjaldið að eins 5 kr. fyrir karlmann og 2 kr. fyrir kvennmann; en jafnframt leggur nefndin það til, að í hvert skipti sem lausamaðurinn flytur i annað sveitarfélag, þá skuli hann leysa þar leyfisbréf að nýju, og greiða fyrir hið sama gjald; og enn skyldi hann, eptir tilætlun þessar- ar velvisu nefndar, greiða sama gjald, „ef hann víkur ári lengur úr sveitarfélagi, og vill aptur setjast þar að í lausamennsku“ (Alþ.tíð. 1891. C. þingskj. 483). J>etta er það, sem þeir Árni landfógeti Thorsteinsen, Sighvatur Árnason og Arn- ljótur prestur kalla afnám vistarskyldunnar, þetta er það atvinnu- og mann-frelsi, sem þeir herrar vildu miðla íslenzkri alþýðu ár- ið 1891. Mál þetta varð eigi útrætt á þinginu, og verður það því hlutverk næsta alþingis að fylgja þvi fram og koma því lengra á- leiðis. Má telja vist, að kjósendur láti þing- mannaefni gera glögga grein fyrir skoðun sinni á þessu máli á kjörfundum og undir-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.