Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Page 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 17.10.1891, Page 5
17. okt. 1891. ^JOÐVILJINN UNGI. 17 meðferð á fé félagsins; út af pessu hafá Sþunnizt megnar blaðadeilur milli Jóns Ól- afssonar annars vegar og „Lögberginga“ hins vegar, og par f;er Jðn Ólafsson srnjör- þefinn lijá ritstjóra „Lögbergs“, Einari Hjörleifssyni; myndi sumum hinna hjart- veikari blaðlesanda hér á landi nóg boðið, ef peir læsu hina ófógru lýsiugu á Jóni i .greininni: „Tuddinn“, sem prentuð er í ■,,Lögbergi“ 12. ág. p. á., slíkar hroka- skammirog sárbeittan sannleika, sem hann fær þar að heyra. „Prentfélagið Öldin“ (the Öldin Print. Co.) heitir félag, sem þeir Björn Halldórs- .son, Björn Pétursson og Jón Ólafsson hafa stofnað í Wiunipeg. Hefir prentfélag þetta fyrir eins árs tíma leigt öðru félagi, Jóni Ólafssyni & Co., prentáhöld sín öll, og ætlar það félag að gefa út vikublað, er nefnist „Öldin“; verður Jón Ólafsson rit- stjóri þess, en máttarstólparnir Björn Pét- ursson, séra Magnús Skaptason og fleiri íslendingar, er tekið hafa „unitara" trú; tíðindi munu það þykja þeim, er þekkt hafa Jón Ólafsson, að hann hefir tekið prestskap hjá „unitörum“, enda titlar „Fjallkonan“ hann nú séra Jón Ólafsson, Af „Sameiningunni", sera séra Jón Bjarnason gefur út, sézt það, að 4906 ís- lendingar voru síðast liðið ár í hinu evang. luth. kirkjufélagi eða því áhangandi; bagar félaginu ujjög prestaleysi, þar sem það nú hefir að eins 4 presta í þjónustu sinni, siðan Magnús Skaptason skarst úr liði, og gerðist „unitari"; af ársskýrslu þeirri, er séra Jón Bjarnason lagði fytir kirkjuþing- ið í næst liðnuin júnímánuði má sjá, að söfnuður í þingvallanýlendunni hefir sent prestaskólakandidat Eyjólfi Kolbeins köll- unarbréf, samkvæmt loforði, er hann hafði gefið séra Jóni Bjarnasyni; en þegar á reynd', brigðaði hann loforð sitt, prestl- inguriun, og rígðist til „brauðs“ hér á landi. Er svo að sjá, sem Yestur-fslendingar séu nú orðnir því afliuga, að reyna að fá presta héian af landi; en samkvæmt skýrslu séra Jóns Bjarnasonar eru nokkr- ir íslendingar að stunda guðfræðisnám við luth. æðri skóla í Bandaríkjunum, og gera hinir ev. luth. söfnuðir kirkjufélagsins sér von um, að þannig fáist bráðlega bót ráð- in á prestaeklunni. Skólasjóður hins ev. luth. kirkjufélags var í júnímánuði þ. á. orðinn doll. 638,87, og heldur kirkjufélagið áfram að safna .samskotum til hans; en ekki þykir ráðlegt að leggja út í stofnun íslenzks æðri skóla að svo stöddu. 1,9. ág. andaðist í Winnípeg ritstjóri „Heimskringlu" Gestur Pklsson, og er þess nákvæmar getið á öðrum stað hér í blað- inu. — 16. júlí andaðist á vitfirringa sj)ít- alanum í St. Peter Minn. J»orsteinn Skúla- son. sonur séra Skúla skl. Gíslasonar á Breiðabólstað; hann fluttist til Ameríku 1887, og stundaði þar guðfræðisnám. GRÁNUFÉLAGIÐ. —o— A aðalfundi Gránufélagsins, er haldinn var á Vostdalseyri 9. sept. þ. á., var á- lyktað, að félagið fyrir yfirstandandi ár skyldi að eins greiða hálfa vexti til hluthafa af hlutabréfum þeirra. Af ályktun þessari sýnist liggja næst að ætla, að fulltrúar „Gránufélagsins“ geri sér einhverjar ótrúlegar vonir um það, að haldið verði líftórinu í félagi þessu, því að annars er þessi vaxta-niðurfærsla alveg ó- skiljanleg. í „|>jóðviljanum“ var sýnt fram á það í fyrra vetur, að félag þetta er í þeirri botnleysis skuldasúpu við stórkaupmann F. Holme í Kaupmannahöfn, að ekki er ann- að fyrirsjáanlegt, en að öll innieign hlut- hafa sé töpuð, hve nær sem F. Holme kall- ar eptir skuld sinni. Vaxta-niðurfærslan verður því, að vorri hyggju, eigi skoðuð öðru vísi, en sem eins konar offur til hr. Holme. En ætli viðskipti félagsins við hann hafi verið svo happasæl, að ástæða sé til að borga mikið í beint offur? MÖÐRUVALLASKÓLINN. —o— Samkvæmt skýrslu um Möðruvallaskól- ann, skóla-árið 1890—91, er hr. skólastjóri Jön A. Hjaltalín hefir prenta látið í Reykja- vík í sumar, voru téð skóla-ár 36 læri- sveinar á skóla þessum, 12 í efri bekk, en 24 i neðri bekknum. Við lok skóla-ársins leystu 11 efribekk- ingar burtfararpröf af hendi, og votta próf- dómendurnir, próf. Davið Guðmundsson og séra Jönas Jónasson á Hrafnagili, í vitnis- burði sínum um skólann, að „prófsritgjörð- irnar lýstu yfir höfuð viðunanlegum fra.m- förum, er þykja votta bæði ástundun pilta og alúð kennara". A þessu skóla-ári nutu námspiltarnir í fyrsta skipti opinbers fjárstyrks, þar sem alþingi 1889 veitti 500 kr. árlega i því skyni, og má vera, að styrkveiting þessi, þótt litil væri, hafi nokkuð stuðlað til að auka aðsóknina að skólanum, sem um nokk- ur undanfarin ár hafði verið hörmulega litil. — Fjárstyrk þessum var úthlutað þannig, að 18 piltar fengu 25 kr. hver, en einn fékk 50 kr. styrk ; auk þessa fengu og tveir námspiltar styrk, 27 kr. hvor, af prent- smiðjusjóði Norður- og Austur-amtsins, svo sem ákveðið er í stofnskrá þess sjóðs. ÓFARIR „MIÐLARANNA“. —:o:— í „Heimskringlu“ 12. ág. ]». á. birtist „pólitiskt bréf frá Reykjavík“, sem mæta vel lýsir hinuin pólitisku horfum, eins og þær voru í þingbyrjun í sumar; en af því að „Heimskringla“ má heita í fárra manna höndum hér á landi, þá þykir oss rétt, að láta „J)jóðviljann unga“ birta bréf þetta orðrétt; það er svo hljóðandi: Pölitiskt bréf frá Reykjavík. Reykjavík, 5. júli 1891. Alþingi var sett að venju þann 1. júlí. Allir voru mjög spenntir að fá að vita í hvaða hlutfalli kraptar flokkanna stæði. Eru hinar „tryggu leifar“ sterkari, heldur en miðlunarfiokkurinn eða „Briemski fiokk- urinn“ eða „hinir ótryggu“, sem þeir ým- ist voru kallaðir? Hverjir verða kosnir upp í efri deild- ina? Hverjum ætlar konungkjörni flokk- urinn að hjálpa við kosninguna til efri deildar ? Jpessai og fleiri spurningar báru menu upp hver fyrir öðruin, og allt af varð svar- ið mismunandi, því að enginn vissi, hvern- ig fara mundi. Menn höfðu einhvern á- væning um það, að þeir konungkjörnu og „Briemskan“, „miðlunin“, væru í einhverj- um „hrossakaupum“, en hverjum? Ja, slái hinir konungkjörnu í hrossa- kaup við „miðlunina11, hljóta „hinir tryggu“ að verða í minni hluta, sögðu menn. Og samt urðu þeir „tryggu“ ekki í algerðum minni hluta. Hrossakaupin milli Briemanna og hinna konungkjörnu voru: „Hjálpa þú mér til að setja Grím Thomsen npp í efri deild, þá skal eg hjálpa þér til að setja „J>jóð-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.