Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1893, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1893, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn ungi. 35 II, 9. Honum var gefið að sök, að hann hefði ver- ið viðriðinn hanatilræðið við Alexauder keisara II. (13. marz 1881), og þó að engin gögn fengj- ust gegn honum, með því að hann var saklaus, var hann samt umsvifalaust sendUr af stað til Síberíu, ásamt ýmsum öðrum útlögum, og voru þeir á leiðinni þangað i l’A ár. í einu af hréfum sínum skýrir Jaksakoff frá þvi, að eina nóttina, er þeir voru á ferðinni, hafi ráðizt á þá úlfar, og fer hann um það svo- felldum orðum : „Það var hræðileg nótt-; og þegar vér vorum taldir næsta morgun, vantaði 123, er úlfunum höfðu orðið að bráð ; vai-ðmenn vor- ir höfðu flúið um nóttina, og með þeim járn- smiðurinn, er geymdi lyklana að hlekkjum þeim, er vér vorum hlekkjaðir saman með, svo að sumir af bandingjunum urðu í hlekkjunum að draga á eptir sér, alla leið til næsta áfangastað- ar, skrokkana af félögum sínum, er úlfarnir höfðu skilið við hálfetna11. IJm viðtökurnar í Síberiu kemst Jaksakoff meðal annars þannig að orði: „Loksins komum vér að aðal-áfangastaðnum, að námunum í Al- gasit-dalnum, nálægt Irkutsk, og voru fangarn- ir þá til byrjunar rækilega kaghýddir; til íbúð- ar fengu þeir klefa, som höggnir voru út í námu-veggina, en traustir slagbrandar voru fyrir dyrum; 8—10 voru látnir sofa í hverjum klefa, og urðu að liggja á ísköldu gólfinu; þeir gátu ekki einu sinni hitað hver öðrum, þvi að hjólbörurnar, ©r þeir notuðu við vinnuna á dag- inn, voru hlekkjaðar við þá dag og nótt“. í einu af bréfum sínum skýrir Jaksakoff frá flóttatilraun, er fangarnir gerðu, og fer hann um það svofelldum orðum: „Bajkaljeff sagði mér, að ýmsir hefðu tekið sig saman um, að reyna að flýja. og að hann væri staðráðinn i þvi, að slást í hópinn; eg fann mig þá svo máttvana. að eg með engu móti treysti mér; en ekki get eg lýst þvi, hverjar tilfinningar minar voru þá. Aðfaranóttina 3. maí 1884 skyldi nota til flóttans, þvi að dag>'nn áður héldu námuverðirnir árlega mikla hátíð, er vön var að standa alla nóttina. — Þegar hvilutími var komimi, var vörðurinn tekinn í svefni, keflaður, bundinn, og lokaður inni í einum klefanum, og flóttamennirnir laumuðust vai'lega af stað; af félögum mínum varð að eins einn eptir auk min; frelsisþráin hafði rekið hina á stað. Eg andvarpaði og bað, að allt. mætti vel takast, og féll svo loks í svefn. En um morguninn vakn- aði eg við það, að æpt var að mér, ogjafnframt riðu að mér all-óþirmileg högg; hinir fangarnir, sem eptir voru, fóru heldur ekki varhluta af höggunum ; sá eg þá lika Bajkaljeff; hafði hann sofið yfir sig, og því ekki flúið; vörðinn sá eg lika skanimt i burtu, og var hann örendur; ha.fði hann verið keflaður svo klaufalega, að hann kafhaði. í þrjá da.ga samfleytt vorum vér þvi næst lúbarðir, af því að vór eigi hefð- um afstýrt flóttanum. En á fjóröa degi heyrð- jst háreysti mikil, og sáum vér þá varð- rnanna flokk, og ráku þeir strokumennina á undan sér; höfðu þcir náðzt, og verið barðir til blóðs, og á kvennmönnunum sumum voru fotin öll i tætlum á bakinu. En hræðilegri forlög biðu þeirra þó, þegar lieim kom, því að þá var sérhver flóttamanna bundinn við stólpa, svo að þeir gætu ekki hreift sig, og lúbarðir svo, unz blóðið streymdi úr likama þeirra, en þeir máttu ekki orði né hljóði upp koma fyrir sársauka sakir; þessu var fram haldið i nokkra daga, og vorum vér skyld- aðir til að standa hjá, og horfa á þessar hörmungar; en varðmennirnir æptu að oss, að ekki fengjum vér betri útreið, ef vér vild- um freista að flýja. Af þeim, sem flúið höfðu, er nú enginn á lífi; enginn gat þolað kvalirnar lengur en í 5 daga; sumir dóu þegar, er þeir höfðu feng- ið nokkur högg, og i dag hafa fjórir hinir sið- ustu fengið lausn frá þjáningum sinum“. TJm háskólakennarann Vassilbj Jaksakopf, er ritað hefir bréf þessi, er þess að lokum getið í bók þessari, að hann hafi orðið fábjáni, út af meðferð þeirri, er iiann varð að þola; í sept. 1885 komu ferðamenn frá Pétursborg til námanna, og fengu þeir að sjá fangana; Jaksa- koff var einn í þeirra töiu, sem sýndir voru, og lét umsjónarniaðurinn einn fangavörðinn segja ferðamönnunum frá æfiatriðum hans; en þá var sem Jaksakoff vitkaðist allt i einu, og hann þreif upp hjólbörurnar, er voru hlekkjaðar við liann. og einhenti þeim i fangavörðinn af svo miklu atíi, að hann lá þegar örendur; var Jaksakoff þá tekinn, og færður i klefa, og fara fáar sögur um meðferðina á honum; en hánn andaðist þar nokkrum vikum síðar. -------------- .V uglýsing bœjarreilminga. Hr. ritstjóri! öetið þér frætt mig um það, hvernig því vikur við, að vér bæjarbúar fáum ekki að sjá ágrip af bæjarreikninginum fyrir árið 1891; það hefir verið vani, að birta ágrip af reikningnm bæjarsjóðs í blaði því, sem kemur út hér á Ísaíirði, og sem heita má i hvers manns hendi hér á Tanganum; eg hefi heyrt, að þessi birting væri lagaskylda, en eru þau lög þá úr gildi gengin? ísafirði, 24. jan. ’93. Yðar Tippu Tipp. * * * Þetta umrædda reiknings-ágrip iiefir verið birt í ,ísafold‘, sem mun vera i sár-fárra höndum liér á Tanganum, og þvi hefir hr. ,Tippu Tipp‘ haldið, að það væri óauglýst; annars er það líka dálítið kátlegt, að senda þetta reiknings-ágrip suður til Reykjavikur til auglýsingar, því að það er reyndar það sama, sem að auglýsa það fyrir þeim, sem ekkert kem- ur það við, en að láta það óauglýst fyr- ir hinum, eí það á að auglýsast. Hvað auglýsingar snertir sýnist það varða litlu, hverjar eru stjórnmálaskoðanir blaðsins, sem auglýsinguna flytur, og þvi er vonandi, að bæjarstjórnin, sem mál þetta varðar fullt eins mikið og bæjarfógeta, sjái svo um, að auglýsingu bæjarreikninganna verði hagað svo frarn- vegis, að bæjarbáar hafi hennar not, og það því fremur, sem hægt er að fá aug- lýst hér á Isafirði fullt eins ódýrt, ef ekki ódýrar, en í Reykjavik. Ritstj. ,Andvari‘, tímarit hins íslenzka Þjóðvinafélags, kom ekki út árið, sem leið, og á því í ár að koma út fyrir bæði árin, 1892 og 1893. — Þetta er að minnsta kosti áform útgáfunefndar- innar, en óvíst líklega, hvað úr því get- ur orðið, með því að ritnefndinni rnunu berast fáar pólitiskar ritgjörðir. Að blaðstjórunum frá töldum, eru þeir sára fáir hér á landi, sem um lands- mál rita, og á meðan þessi deyfð hvílir yfir þjóðinni, þá er ritnefnd ,Andvara‘ varla ámælisverð, þó að tímaritið beri á sér þjóðareinkennið. >Iá!:ii'ehsl iu* stjórnarinnar gegn Skúla Thoroddsen gengur fremur hægt og sígandi; 71 /., mánuður er þegar lið- inn, siðan stjórnarrannsóknin byrjaði fyrst, um miðjan júní f. á., og er ranru sóknum þessum þó enn ekki loliið; 5 réttarhöld hafa verið haldin í málinu, siðan 17. des. f. á., eða að meðaltali eitt réttarhald níunda hvern dag, og getur naumast heitið, að málaþófinu sé hraðað með þessu áframhaldi. Hvauveiða-útvegurinn hér í sýslu vex enn á þessu ári, með því að fullyrt er, að Hans Ellefsen í Önundarfirði eigi von á hvalveiða-gufubát í vor, svo að hann hefir þá alls 4 báta til hvalveiðanna. Úr Inndjúpinu er oss ritað 24'/r ’93: „Allmargir útvegsbændur, sem annars láta útveg sinn ganga úr Ögurnesinii, og úr verstöðunum þar í kring, hafa með nýjárs- byrjun fært útveginn út í Bolungarvik, með þvi að fiskur hefir um tíma litt gengið inn á vor gömlu og góðu kúfisks- og krækl- ingsmið; illt þykir oss kaupfélagsmönnum, ef ekkert reitist i félagið i ár, þar eð skipti manna við það lánuðust svo vel siðast liðið ár, enda er mér óhætt að segja, að það er al- mennings vilji hér i byggðarlagi að styðja félagiðu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (31.01.1893)
https://timarit.is/issue/155139

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (31.01.1893)

Aðgerðir: