Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.02.1893, Blaðsíða 1
Verð &rgangsms (minnst 30 arka) 3 kr.; í Ameriku 1 doll. Borgist fyrir maá- m&naðarlok. ÞJOÐVILJINN UNGI. Ajinak Aköangue. Ritstjóri SKÚLI THOEODDSEN cand. jur. Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé tií ótgef- anda fyrir 1. dag jVini- mánaðar. M lo. Ameríku-ferðirnar. Fólksflutningar til Yesturheims hafa verið, og eru enn í dag, dæmdir mjög misjafnt hér á landi. A eina hliðina er það kunnugt, að allmargir, einkum úr flokki embættis- manna og þeirra, sem í heldri róð eru haldnir, eru all andstæðir öllum vestur- flutningum, og sumir þeirra standast varla reiðari, heldur en ef þeir heyra ís- lendinga-byggðimum í Ameríku hælt, eða vel látið af kjörum þeirra, er vestur hafa farið; það á allt að vera einbert skrum, amerikanskur uppþembingur, ‘agenta'- lygar og annað því verra. A hinn bóginn eru þeir margir af almúgamönnum, er líta allt öðrum aug- um á Ameríku-ferðirnar; í þeirra augum eru íslendinga-byggðirnar i Ameríku eins konar Gósen-Iand, og þeir eru að minnsta kosti álitnir þessa heims hólpnir, sem þangað geta komizt. I daglegum samræðum manna má opt og einatt heyra þessar tvær gagnstæðu skoðanir, eða þessar tvær öfgar, varðar með oddi og egg; og að þvi skapi sem fyrri flokkurinn níðir allt, sem Ameriku og útflutninga snertir, að því skapi of lofa hinir; það er rótt eins og þeir Hrafna- Flóki og Þórólfur Smjór væru risnir úr gróf sinni. Að vorri hyggju fer þó hvorug þess- ara skoðana í rétta stefnu. Það er skiljanlegt, að þeir, sem hafa trii á framförum íslenzka þjóðflokksins í þessu landi, séu ekki miklir vinir vesturflutn- inganna; engum getur blandazt hugur um það, að hér á landi er nóg til að •starfa, nóg verkefni fyrir höndum, fyrir margfallt fleiri menn, en hér eru, og það er þvi landinu auðsær skaði, þegar marg- Ísafirði, 21. febr. ir nýtustu og beztu mennirnir flytja i burtu. En þó að hverjum fóðurlandsvini hljóti að sárna það, að sjá landa sína ár eptir ár, og það svo hundruðum skiptrr, yfir- gefa sitt ‘forna Frón', til þess að reisa sér byggðir og bú i framandi landi, þá er vegurinn til að stóðva útflutninga- strauminn engan veginn sá, að ætla sér með níði og ósannindum að fæla menn frá að fara af landi. Þvert á móti, það er sannreynt, að þess konar aðferð hefir all-optast einmitt hin gagnstæðu áhrif; hún órfar fremur, en minnkar, útflutningastrauminn, og get- ur orðið ‘agentunum1 bitrasta vopn í hendi. Vegurinn, eini skynsamlegi vegurinn, ekki til að stöðva vesturflutningana, — því að einatt má bviast við nokkrum vesturflutningum úr þessu, og hóflegir útflutningar geta orðið til góðs — , held- ur til að draga úr þeim, svo að þeir verði landinu eigi tilfinnanlegir, hann er að voru áliti sá, að gera sér allt far um, að fólkinu líði hér betur, svo að það fýsi síður að skipta um. ,A skal að uppsprettu stemma, en eigi að ósi‘, og það er enginn efi á því, að orsakimar til útflutninganna liggja að miklu leyti í þjóðfélagsskipan vorri. Gefum fólkinu rýmra og meira at- vinnufrelsi — afnemum ársvistarskyld- una og breytum hinni heimskulegu hirs- mennsku lóggjöf —, geram því auðveld- ara að afla bórnum sinum menntunar, leysum hina kirkjulegu fjötra, látum þjóð- ina hafa sem mest ráð sinna eigin mála, kjósa embættismenn sina o. s. frv.; og umfram allt, eflum atvinnuvegina af ýtr- ustu króptum, og gjörum samgöngrrr og viðskipti greiðári; í stuttu máli, látum 1893. sjá, að vér leitumst við að keppa í spor framfaraþjóðanna, að vér reynum að kom- ast inn i og fylgjast með menningar- straumi tímans, og þá mun almenningur að vonum una betur hag sínum. Yér þurfum, ekki beina leið að ‘amerí- kanísera' þjóðflokk vorn hér í landi, heldur að taka inn í þjóðfélagsskipun vora það, sem bezt er og frjálslegast í þjóðlífi þeirra; það er meðalið, sem hrífur. En á meðan sára lítið er hugsað, og því minna framkvæmt í þessa áttina, á meðan svo að segja hver frjálsmannleg og framtakssöm hugsun er kæfð í fæð- ingunni, ýmist vegna sundurlyndis sjálfra vor, eða af erlendu ofurvaldi, þá er rétt, að vér fórum sem liægast út í þær sakir, að atyrða þá, sem vestur flytja. Ollurn er það meðfætt, að vilja láta sér líða sem bezt; og — má ske einmitt vegna útflutninganna —, hefir sýnzt votta fyrir því á síðari árum, að ‘kosmopoli- tiska'* hugsjónin sé orðin svo rik i hjórt- um ýmsra íslendinga, að þeim liennar vegna veiti auðveldara að slita þau bónd, er almennt binda menn við ættjórðu sína. En það er auðsætt, að eptir því sem slíkar hugsjónir ná að festa rætur hjá þjóðinni, að því skapi vex og nauðsyn þess, að þjóðfélag vort eigi sé eptirbát- ur annara, ef það á að reynast þjóð vorri fullnægjandi til frambiiðar. Vér höfum bent á þetta, af því að oss hefir virzt, að ýmsir þeir, er um þetta mál hafa ritað, gleymi þvi of opt, að orsakirnar til iitflutninganna liggja að miklu leyti í góllum vors eigin þjóðfé- * Þ. e. að skoða heiminn seni sameiginlegt ættland allra, og sig sjálfan sem heirns- borgara, en ekki sem borgara í ákveðnu landi.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (21.02.1893)
https://timarit.is/issue/155140

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (21.02.1893)

Aðgerðir: